Morgunblaðið - 13.04.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 13.04.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÞórður Guðjónsson á leið til Bradford? / B3 Akureyringar Íslandsmeistarar í íshokkí / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r13. A p r i l ˜ 2 0 0 2 SAMKOMULAG hefur náðst milli Búnaðarbanka Íslands hf. og Ís- landsbanka hf. annars vegar og áfengisheildsölunnar Lindar ehf. hins vegar um kaup Lindar á Ölgerð Egils Skallagrímssonar hf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um fjár- mögnun og áreiðanleikakönnun og er kaupverð trúnaðarmál, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Búnaðarbankanum. Lind er í eigu Einars Friðriks Kristinssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Danól. Meðal vöru- merkja sem Lind hefur umboð fyrir eru: Budweiser- og Holsten-bjór, léttvín frá Rosemount, Columbia Crest og Mouton Cadet og líkjörinn Grand Marnier og Larsen-koníak. Að sögn Októs Einarssonar, sölu- og markaðsstjóra Danól, verður Öl- gerðin rekin áfram sem sjálfstætt fyrirtæki og ekki séu fyrirhugaðar miklar breytingar á rekstrinum. Engar uppsagnir Hann segir ástæðuna fyrir kaup- unum vera meðal annars þá að þeir sjái mörg spennandi tækifæri í Öl- gerðinni og ætlunin sé að sameina Lind við Ölgerðina. „Lind er eitt af öflugustu innflutningsfyrirtækjun- um í léttvíni og bjór. Á síðasta ári var Lind með um þriðjungs markaðs- hlutdeild í rauð- og hvítvíni og um 8% hlutdeild á bjórmarkaðnum. Öl- gerðin er ekki mjög sterk í léttum vínum og þessi félög fara vel saman,“ segir Októ. Hann segir Ölgerðina vera traust og gott fyrirtæki og þeir sjái mikla möguleika við sameiningu félaganna. Ekki komi til uppsagna starfsfólks við sameiningu Lindar og Ölgerðar- innar. Áfengisheildsalan Lind kaupir Ölgerðina EIRÍKUR Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sem átti sæti í auðlindanefnd ríkisstjórnarinnar, telur að Landsvirkjun beri að greiða ríkinu auðlindagjald fyrir þau vatns- réttindi sem fyrirtækið nýti til orkuframleiðslu innan þjóðlendunnar. Slík gjaldtaka sé í sam- ræmi við þjóðlendulögin og tillögur auðlinda- nefndarinnar. Þetta kom m.a. fram í máli Eiríks á ráðstefnu Lagastofnunar Háskóla Íslands á Hótel Sögu í gær um nýlega úrskurði óbyggðanefndar í upp- sveitum Árnessýslu. Nefndin komst m.a. að þeirri niðurstöðu að ríkið væri eigandi vatns- og landsréttinda á hálendinu, ekki Landsvirkjun. Eiríkur ítrekaði að þetta væri sín persónulega skoðun en erindi hans fjallaði aðallega um til- lögu auðlindanefndar um eignarrétt þjóðarinnar að náttúruauðlindum og landsréttindum. Hann sagði ennfremur að Alþingi gæti tekið þá ákvörðun að úthluta Landsvirkjun vatnsréttind- unum á hálendinu án endurgjalds. „Okkur finnst sjálfsagt að olíufyrirtæki, sem fær leyfi til að leita eftir olíu í hafsbotni og nýta hana, greiði fyrir þau not. Á sama hátt er sjálf- sagt, að mínum dómi, að orkufyrirtæki sem nýt- ir rétt í þjóðlendum greiði fyrir það, a.m.k. þeg- ar litið er til framtíðar,“ sagði Eiríkur. Hann sagði að mismunandi lög giltu hér á landi um nýtingu auðlindanna, það væri að hans mati óeðlilegt. Ekkert réttlætti t.d. að gera greinarmun á auðlindum í jörðu og á hafsbotni. Binda þyrfti enda á alla réttaróvissu og sam- ræma lög um eignarhald yfir auðlindunum. Eiríkur sagði ennfremur að áður en viðræður hæfust mögulega við Evrópusambandið þyrfti að vera búið að ganga frá eignarhaldi á fiski- stofnum umhverfis landið og öðrum auðlindum. Ef það væri í lausu lofti, væri voðinn vís. Fisk- veiðar og -stofnar gætu runnið undir eigu og stjórn útlendinga. Hlutafélög um þjóðlendur Ragnar Árnason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans, var einnig meðal frummælenda á ráðstefnunni. Hann greindi frá þeirri meginskoðun sinni að það væri ekki væn- legur kostur að gera hálendi Íslands að þjóð- lendum. Varpaði Ragnar fram þeirri hugmynd að stofna hlutafélög um þjóðlendur með þátt- töku alls almennings. Hlutafélögin gætu verið landshlutatengd og þau skráð á markaði. Ragn- ar sagði að með þessu fyrirkomulagi hyrfu ókostir sameignar á hálendinu og ríkisrekstrar, notendur yrðu að kaupa rétt af hlutafélögunum, umhverfissamtök og aðrir hagsmunahópar gætu safnað hlutum og nýting hálendisins væri í betra samræmi við þjóðarhag. Eiríkur Tómasson lagaprófessor á ráðstefnu um úrskurði óbyggðanefndar Landsvirkjun ber að greiða auðlindagjald ÖKUMANN sakaði ekki þegar gámaflutningabifreið frá Eimskip- Flytjanda hf. hafnaði utan vegar á móts við Neðri-Breiðadal í Önund- arfirði á þriðja tímanum í gær. Ökumaðurinn var einn á ferð en hann var á leið til Flateyrar. Talið er að snörp vindhviða hafi feykt bílnum um koll. Að sögn lögreglu slapp ökumaðurinn nánast með skrekkinn en hann fékk far til Ísa- fjarðar til nánari skoðunar. Hins vegar er bifreiðin talsvert skemmd. Veður lægði ekki á svæðinu fyrr en í gærkvöldi, en þá var hafist handa við að fjarlægja bifreiðina af staðnum. Verkið gekk hægt, en veginum var lokað á meðan.Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Gámaflutn- ingabif- reið fauk á hliðina VIÐ þingfestingu í gær játaði Ásbjörn Leví Grétarsson að hafa orðið rúmlega fertugum manni að bana í íbúð sinni í Breiðholti í október í fyrra. Kvað hann lýsingu á morðinu í ákæruskjalinu vera rétta en þar segir að hann hafi banað manninum með mörgum hnífsstungum í brjóstkassa, bak og háls, skorið hann og slegið með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama. Verjandi Ásbjarnar fór fram á lokað þinghald en bæði saksóknari og réttargæslu- maður aðstandenda fórnar- lambsins lýstu sig andvíga. Vísuðu þær til þeirrar meg- inreglu að þinghöld skyldu fara fram í heyranda hljóði. Pétur Guðgeirsson, héraðs- dómari sagði að von væri á úr- skurði um málið eftir helgi. Ósk um lokað þinghald var borin fram að ósk Ásbjarnar og að ráði sálfræðings og yf- irlæknis á réttargeðdeildinni að Sogni en þar hefur Ásbjörn verið vistaður mestallan gæsluvarðhaldstímann. Í fyrstu var hann í haldi á Litla- Hrauni en fljótlega mun hafa komið í ljós að það úrræði hentaði alls ekki. Segist ekki hafa kært sig um myndirnar Ásbjörn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 291 mynd sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfeng- inn hátt. Þegar lögregla lagði hald á tölvu hans var hann þegar búinn að afmá 282 út úr tölvunni. Ásbjörn sagði þenn- an þátt ákærunnar réttan en tók skýrt fram að þetta hefðu verið myndir sem hann hefði ekki kært sig um að eiga og hefði hann eytt þeim um leið og hann gerði sér grein fyrir hvers eðlis þær voru. Sakborn- ingur vist- aður á rétt- argeðdeild STARFANDI fólki fjölgaði um 2.600 eða 1,66% milli áranna 2000 og 2001 og var alls 159.000 talsins. Frá árinu 1991 til 2001 hefur starfandi fólki fjölgað um 22.100 manns, þar af um 21.600 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Íslands. Frá árinu 1991 hefur hlutfall starf- andi af mannfjöldanum jafnan verið hærra utan höfuðborgarsvæðisins en frá árinu 2000 hefur hlutfallið nánast verið jafnt. Í fyrra voru 81,9% mannfjöldans á höfuðborgarsvæðinu í starfi sem er örlítið hærra hlutfall en utan þess. Starfandi fólki fjölgaði mest í þjónustugreinum 1991–2001 eða um 23.300 manns, um 500 manns í iðnaði en hins vegar fækkaði starf- andi í landbúnaði og fiskveiðum um 1.500 manns. Um 17,5% af starfandi fólki voru í fleira en einu starfi í fyrra. Þeir sem gegna aukastörfum unnu að jafnaði um þrettán klukkustundir á viku við þau störf. Meðalfjöldi vikulegra vinnustunda hjá körlum var 49,6 klukkustundir í fyrra en 35,7 hjá konum. Á árinu töldust 43,2% kvenna vera í hluta- starfi en aðeins 11,6% karla. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofu Nær öll ný störf urðu til á höfuðborgarsvæðinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.