Morgunblaðið - 13.04.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.04.2002, Qupperneq 20
LIONSKLÚBBURINN Agla gaf ný- verið þrekhjól á Sambýlið Kveldúlfs- götu 2 í Borgarnesi. Þrekhjólið er keypt fyrir peninga úr líknarsjóði klúbbsins en verkefnanefndin ákveður hvaða málefni eru styrkt. Að þessu sinni kom upp hugmyndin að gefa strákunum á sambýlinu þrekhjól til þess að æfa sig á og bæta heilsuna. Það var Árni Ásbjörn Jónsson sem fyrstur prófaði hjólið og má sjá hann ásamt öðrum heimilismönnum og fulltrúum Öglu á meðfylgjandi mynd, sem var tekin við afhendinguna. Lions gefur þrekhjól á sambýli Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala Árni Ásbjörn Jónsson prófaði hjólið fyrstur. Í ÞÍÐVIÐRINU að undanförnu hafa orðið til krapablár víða, sumar stór- ar og hættulegar mönnum og skepnum, aðrar smáar og mein- lausar. Á myndinni er líkast því að ís- skænið hafi brotnað upp og reist sig til að mótmæla ótímabærri vorkom- unni en storknað jafnharðan. Myndin er tekin á Hlíðardal nærri Skarðsseli, en um þann stað orkti skáldkonan Bína Björns um 1896, þá heimilismaður í Reykjahlíð, fag- urt kvæði sem endar á vísunni: Ég elska hér bæði hraun og hól og himin sem yfir öllu hvílir, hlíðanna gula og græna kjól gnípu ljósa sem dalnum skýlir, ég sakna einskis og óska mér með ástvinum stöðugt að búa hér. Undarlegar ísnálar Morgunblaðið/BFH Mývatnssveit LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ var um dýrðir í Höllinni í Vestmannaeyjum á laugardags- kvöld. Þá fór þar fram fegurðar- keppni Suðurlands og tóku stúlkur hvaðanæva af Suðurlandi þátt í keppninni. Það var Eyjastúlkan Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sem að lokum stóð uppi sem sigurvegari, en áður hafði hún hampað titlinum besta ljósmyndafyrirsætan. Í öðru sæti hafnaði Berglind Rós Gunnars- dóttir Hveragerði og í þriðja sæti Margrét Grétarsdóttir Vestmanna- eyjum. Oroblou-stúlkan var kjörin Hildur Sólveig Sigurðardóttir Vestmannaeyjum. Þessar stúlkur verða fulltrúar Suðurlands í keppninni Ungfrú Ísland síðar í vor. Vinsælasta stúlkan í hópnum var kjörin Margrét Grétarsdóttir og sportstúlkan var kjörin Eva Harð- ardóttir Hveragerði. Ungfrú Suður- land kjörin Vestmannaeyjar VORIÐ er að koma og fýllinn far- inn að huga að varpi og byrjaður að para sig. Víða má sjá fýlana sitja tvo og tvo saman í berginu austan í Reynisfjalli í Mýrdal eins og sést á myndinni sem fréttarit- ari Morgunblaðsins tók. Þurfa fýlarnir að hafa töluvert fyrir því að halda í maka sinn því að aðrir fuglar reyna stöðugt að stinga undan þeim. Í Reynisfjalli er einnig ritu- og lundavarp. Vorhugur í fýlnum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fagridalur „ÞAÐ er gefið, sagt spil og pass, svo er spilunum hent og hlegið og borgað,“ sagði Þórunn Ragnars- dóttir á Kornsá en hún var ein af 40 húnvetnskum lomberspilurum sem komu saman í Félagsheimilinu á Blönduósi nýlega. Undir þessi orð tóku flestir og bættu við að grundvallartilgangurinn með lombern- um væri að hafa gaman af spilinu og ekki skemmdi fyrir að vera réttum megin við strikið. Ævar Þorsteinsson í Enni sagði að spil þetta væri ættað frá Spáni og hefði komið til landsins með dönskum kaupmönnum um 1850 og hefði þá þegar orðið vinsælt. Ævar sagði að áhugi fyrir lombernum hefði dvínað mjög hin síðari ár nema í Húnavatns- sýslum og þar væri áhuginn vaxandi ef eitthvað væri. Hlegið og borgað í lomber Glaðbeittir húnvetnskir lomberspilarar, frá vinstri: Magn- ús R. Sigurðsson, Hnjúki, Jón Böðvarsson, Syðsta-Ósi, Birgir Gestsson, Kornsá, og Birgir Árnason, Skagaströnd. Blönduós Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.