Morgunblaðið - 13.04.2002, Side 25

Morgunblaðið - 13.04.2002, Side 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 25 249 799 Gróðurmold verð á pottum og mold Róttækt 50% Verðdæmi: ø 10 cm 65 kr. ø 14 cm 75 kr. ø 16 cm 80 kr. ø 18 cm 90 kr. ø 20 cm 120 kr. ø 22 cm 149 kr. ø 24 cm 199 kr. 10 ltr. kr. 50 ltr. kr. afsláttur af leirpottum Reykjavík • sími 5800 500 Selfoss • sími 4800 800 blómaverslun á vefnum www.blomaval.is 21 heilbrigðisstofnun er tengd við ljósleiðarakerfi Línu.Nets ÓTTAST er, að 38 menn hafi farist er ferju hvolfdi á Kilomb- ero-fljóti í Tanzaníu á fimmtu- dag. Í fyrstu var talið, að um 100 manns hefðu týnt lífi en talsmaður útgerðarinnar segir, að farþegarnir hafi aðeins verið 58. Tekist hafi að bjarga 20. Talsmaðurinn kvað ekki útilok- að, að ofhleðsla hefði átt ein- hvern þátt í slysinu en taldi það heldur ólíklegt þar sem farþeg- arnir hefðu ekki verið margir og aðeins fjórir bílar um borð. Aðr- ir benda á, að lítið sé að marka uppgefnar tölur um farþega- fjölda á þessum slóðum og benda á, að þegar ferjan Buk- oba sökk á Viktoríuvatni 1996 hefðu um 1.000 manns verið um borð þótt hún væri aðeins gerð fyrir 441 farþega. 615 manns fórust í slysinu. 12 ára með 87 heróín- smokka innvortis TÓLF ára gamall drengur frá Nígeríu gleypti 87 smokka með heróíni og reyndi að smygla til Bandaríkjanna. Var hann tek- inn fastur við komuna til La- Guardia-flugvallar í New York en þá var hann líka orðinn veik- ur. Var hann fluttur á sjúkrahús og leið eftir atvikum í fyrradag. Drengnum hafi verið heitið tæplega 200.000 ísl. kr. fyrir smyglið en faðir hans situr nú í fangelsi í Petersburg í Virginíu fyrir að standa fyrir eiturlyfja- smygli til Bandaríkjanna. Drengurinn, sem hefur banda- rískt ríkisfang, hafði búið hjá ömmu sinni í Nígeríu en móðir hans býr í Norcross í Georgíu. Le Pen trúir á gott gengi JEAN-Marie Le Pen, einn helsti oddviti hægriöfgamanna í Frakklandi, hvatti í gær aðra hægrisinnaða frambjóðendur í forsetakosningunum 21. apríl til að draga framboðið til baka. Sagði Le Pen, að það yrði til að styrkja sig en hann er nú sam- kvæmt skoðanakönnunum í þriðja sæti á eftir þeim Jacques Chirac forseta og Lionel Jospin forsætisráðherra. Kvaðst hann verða æ trúaðri á, að hann gæti komist í aðra umferð kosning- anna 5. maí þar sem tveir efstu menn munu takast á. Fram- bjóðendur eru alls 16 en þrír þeirra róa mjög á sömu mið og Le Pen. Þeim Chirac og Jospin er hvorum spáð um 20% í fyrri umferðinni og njóta einnig mjög líks fylgis fyrir þá síðari. STUTT Mikið ferjuslys í Tanzaníu alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.