Morgunblaðið - 13.04.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 13.04.2002, Síða 28
HEILSA 28 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 5 5 0 7 /s ia .i s Angelica www.sagamedica.com Jón Gíslason, Borgarfirði: „Ég hef átt við veikindi að stríða. Mér hefur aukist kraftur eftir að ég fór að taka Angelicu hvannaveig. Nú er ég hressari, mér líður mun betur og er miklu meira á ferðinni en áður.“ Fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. ÞRJÁR nýjar rannsóknir þykja renna stoðum undir fullyrðingar þess efnis að hollt sé að borða feitan fisk á borð við lax og makríl og taka lýsi. Olíur í fiski eru taldar draga úr líkum á dauða vegna hjartameins. Hingað til hafa áhrif þess að borða feitan fisk aðallega verið rannsökuð í mönnum, en ein af rannsóknunum sýn- ir að það er einnig gott fyrir hjartað í konum. Hinar rannsóknirnar tvær hafa leitt í ljós frekari vís- bendingar um að ómega- 3-fitusýrur komi í veg fyr- ir hjartsláttartruflanir, sem gætu reynst banvæn- ar. Mikilvægustu ómega-3-fitusýr- urnar er aðeins að finna í fiski. Kvennarannsóknin tók til 85 þús- und hjúkrunarfræðinga og stóð í 16 ár. Hún leiddi í ljós að hættan á að konur, sem borðuðu fisk fimm sinn- um í viku, létust af hjartasjúkdóm- um væri 45% minni en hjá konum, sem sjaldan borðuðu fisk. Þær kon- ur, sem borðuðu fisk, áttu einnig síð- ur á hættu að fá hjartaslag, sem ekki leiddi til dauða. Niðurstöður þessar- ar könnunar voru birtar í tímaritinu Journal of the American Medical Association í þessari viku. Niðurstöður annarrar rannsókn- arinnar voru birtar í fagtímaritinu New England Journal of Medicine í vikunni. Hún tók til 94 lækna, sem höfðu fengið hjartaslag og orðið bráðkvaddir. Allir voru læknarnir þátttakendur í rannsókn, sem náði til rúmlega 20 þúsund manna og hafði staðið í 17 ár. Enginn læknanna hafði átt við hjartavanda- mál að stríða þegar rannsóknin hófst. Vísindamennirnir báru saman magn ómega-3-fitusýra í blóði hinna bráðkvöddu og 184 annarra manna, sem tóku þátt í rannsókninni. Mun minna magn af ómega-3-fitusýrum var í blóði mannanna, sem urðu bráðkvaddir, en í blóði allra hinna. Samkvæmt rannsókninni voru 81% minni líkur á að þeir yrðu bráð- kvaddir, en þeir, sem höfðu minnst magn af ómega-3-fitusýrum í blóð- inu. Þriðja rannsóknin birtist í tímarit- inu Circulation og var þar litið á áhrif þess að gefa fólki, sem fengið hafði hjartaáfall, lýsispillur. Þátttak- endum voru ýmist gefnar lýsispillur eða lyfleysur. Niðurstaðan var sú að líkurnar á því að verða bráðkvaddur vegna hjartaslags voru 42% minni hjá þeim, sem fengu lýsispillurnar en hjá þeim, sem fengu lyfleysuna. Að- standendur rannsóknarinnar kváð- ust þó þurfa að staðfesta niðurstöður sínar áður en þeir gætu mælt með lýsispillum. Rannsóknir undir- strika hollustu lýsis og feits fisks Morgunblaðið/Kristinn Fiskur og lýsi styrkja hjartað. Ég er 29 ára og hef verið með mígreni frá því ég var u.þ.b. 15 ára. Ég hef notað Imigran-töflur sl. 9 ár og það hefur gengið bara vel. Í verstu köstunum fæ ég oft ógleði og kasta upp, þá virðast töflurnar ekki virka. Ég hef líka prófað mígreni- töflur sem leysast upp í munninum en þær virka ekkert betur þegar ég kasta upp. Ógleðin og uppköstin koma oftar nú en áður þegar ég fæ köst og þá er ég í vandræðum. Hvað get ég gert, eru til einhver mígrenilyf sem ég get tekið og virka þegar ég kasta upp? SVAR Mígreni er algengursjúkdómur og mun algengari hjá konum en körlum. Hærri tíðni meðal kvenna tengist að einhverju leyti hormónum og köstin geta fylgt sveiflum tíða- hringsins. Algengi og tíðni kasta er mun hærri í yngri aldurshópum en um fertugt fara einkennin að dvína. Mígreni fylgja gjarnan önn- ur einkenni en höfuðverkur eins og ógleði, uppköst, ljósfælni, lyktar- óþol, þreyta og slappleiki. Lyfjameðferð er tvíþætt, annars vegar bráðameðferð kastanna sjálfra og hins vegar fyrirbyggj- andi meðferð séu köstin tíð og langvarandi. Triptan-lyfin eru mikið notuð í köstum og verka al- mennt vel á bæði höfuðverkinn og fylgikvilla. Önnur lyf sem verka ágætlega eru bólgueyðandi gigtarlyf og lyf sem innihalda ergotalkaloida. Því fyrr sem mígrenilyfin eru tekin þeim mun betur virðast þau verka og á þetta við um öll framangreind lyf. Ógleði og uppköst eru hvimleiðir fylgikvillar mígrenis. Triptan-lyfin slá almennt vel á ógleðina, en ná ekki að virka ef uppköst koma í veg fyrir að töflurnar frásogist. Við slíkar aðstæður er bezt að gefa lyfin eftir öðrum leiðum, eða taka ógleðistillandi lyf. Til er samsett lyf við mígreni – Migpriv – sem inniheldur bæði ógleðistillandi- og bólgueyðandi lyf. Lyfið er duft sem leyst er upp í vatni og tekið í upphafi kasts. Imigran-nefúði og sprautur undir húð gætu einnig gagnast við þessar aðstæður. Imigran-endaþarmsstílar eru einn- ig framleiddir en ekki skráðir hér- lendis. Einnig er hægt að nota ógleðistillandi endaþarmsstíla í upphafi kasta, og síðan aðra mígrenimeðferð þegar dregur úr ógleðinni. Hvað er til ráða gegn mígreniköstum? eftir Sigurlaugu Sveinbjörnsdóttur Mígreni er algengur sjúkdómur og mun al- gengari hjá konum en körlum. Hærri tíðni meðal kvenna tengist að einhverju leyti hormónum og köstin geta fylgt sveiflum tíðahringsins. .............................................. persona@persona.is Höfundur er sérfræðingur í heila- og taugalæknisfræði. Lesendur Morgun- blaðsins geta komið spurn- ingum varð- andi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona- @persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. VÍSINDAMENN hafa fundið leið til að örva vöðva með sama hætti og gert er með æfingum og segir á fréttavef BBC að brátt geti komið að því að hægt verði að taka lyf til að byggja upp vöðva. Er talið að þannig verði hægt að koma til hjálpar fötluðu fólki og rúmföstu, sem nú á þess ekki kost að stunda líkamsrækt. Læknar leggja hins vegar áherslu á að hér sé ekki um að ræða allrameinabót fyrir leti- hauga. Rannsóknir á músum hafa sýnt að ákveðið ensím, CaMK, eyk- ur virkni þeirra vöðva, sem not- aðir eru við þolæfingar á borð við maraþonhlaup. Vísindamenn við Duke-háskóla í Norður-Karolínu í Bandaríkjunum og Texas-háskóla segja að mögulegt sé að ná fram sömu áhrifum með lyfjum. Vísindamennirnir settu ofvirkt afbrigði af ensíminu í mýsnar. Í ljós kom að þær höfðu meiri hvat- bera í vöðvum en þær, sem ekki fengu ensímið. Fólk, sem stundar líkamsrækt, hefur meira magn hvatbera en fólk, sem lítið hreyfir sig. Vísindamennirnir segja að verði hægt að líkja eftir áhrifum ensímsins gæti það einnig haft ým- is önnur góð áhrif, til dæmis hjálp- að til við að brjóta niður fitu og sykur og auðveldað þannig bar- áttu við hjartasjúkdóma og syk- ursýki. Þá benda þeir á að gott lík- amlegt ásigkomulag hafi einnig jákvæð áhrif á andlega líðan. Vöðvar styrktir með lyfj- um? Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.