Morgunblaðið - 13.04.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.04.2002, Qupperneq 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ             HIN ÁRLEGA VORSÝNING Félags áhugamanna um tréskurð verður haldin í safnaðarheimili Háteigskirkju við Háteigsveg laugardaginn 13. apríl og sunnudaginn 14. apríl kl. 14-17 báða dagana. Heiðursgestur sýningarinnar að þessu sinni er Egill Sveinsson, myndskurðarmeistari. Til viðbótar sýningargripum félagsmanna verða ennfremur til sýnis sveinsstykki eftir Örn Sigurðsson og Elsu Þóru Eggertsdóttur sem bæði hafa lokið sveinsprófi í tréskurði. Aðgangur ókeypis MEXÍKÓSKUR málsháttur líkir fólki sem verður frávita af losta við vatn sem bullsýður áður en súkku- laði er bætt í. „Eins og vatn til súkkulaðigerðar“, Como agua para chocolate, er titill skáldsögu (1989) eftir rithöfundinn Lauru Esquivel sem gefin var út á íslensku undir heitinu Kryddlegin hjörtu (1992). Alfonso Arau, þáverandi eiginmaður Lauru Esquivel, leikstýrði sam- nefndri mynd eftir handriti hennar. Myndin og bókin slógu svo gersam- lega í gegn á bandarískum markaði að engin erlend mynd hafði til þess tíma hlotið viðlíka aðsókn. Bókin hefur síðan verið þýdd á 30 þjóð- tungur og selst í milljónum eintaka. Gerð kvikmyndarinnar var styrkt af ferðamálaráði Mexíkó og verður að hrósa því fyrir framsýni. Verk Lauru Esquivel hefur borið hróður mexíkóskrar matargerðarlistar víða, þó að vegur hennar hafi verið all- nokkur fyrir. Átakinu var fylgt eftir með kynningu víðs vegar um lönd, m.a. hér á landi, og hefur án efa skil- að sér í auknum ferðalögum til Mexíkó og að mexíkósk matargerð- arlist er snöggtum meira áberandi í þjóðlífinu hér en áður var, bæði hvað fjölda veitingastaða og fram- boð á ýmsum matvörum varðar. Hinn frábæri titill, Kryddlegin hjörtu, er orðið fast orðasamband í málinu. Mikil frásagnargleði einkennir þetta verk Esquivel, en það væri synd að segja að hún sé mikill stíl- snillingur. Hver stóratburðurinn rekur annan í bókinni og höfundur staldrar sjaldan við til að brjóta ein- stök atriði til mergjar. Kvikmyndin er stórt skref fram á við og stórum fyndnari en bókin, sem er fyrst og fremst hugljúf. Ýkt töfraraunsæið skilar sér í myndinni eins og skrípa- mynd af því sem Gabriel Garcia Marques og Isabel Allende hafa fengist við. Leikgerð Guðrúnar Vilmundar- dóttur og Hilmars Jónssonar er best þessara þriggja verka. Hún skilar vel hinu yfirdrifna drama og ætt- arsögu í símskeytastíl sem einkenn- ir bók og mynd, en leikurunum tekst flestum að gæða einfaldar persón- urnar þriðju víddinni þannig að áhorfendur hafa fyrir augunum fólk af holdi og blóði, með ástríður, lang- anir og þrár sem koma þeim á ein- hvern hátt við. Það er erfitt að gera leikgerð af jafnatburðaríkri bók, en Guðrúnu og Hilmari tekst það firna- vel. Þau bera hæfilega virðingu fyrir skáldsögunni, bæta einstaka smáat- riði úr myndinni við, en skemmtileg- astar eru lausnirnar sem þau prjóna við söguna frá eigin brjósti. Þríeykið sem sér hér um leik- stjórn, leikmynd og búninga hefur margoft unnið saman frá 1996 og þetta er fjórða leikgerðin sem þau taka fyrir. Leikmynd Finns Arnars er einföld og þjál og búningar Þór- unnar Maríu undirstrika jafnt per- sónugerðina og anda sýningarinnar. Hilmar leggur áherslu á skýra per- sónusköpun, leikararnir hafa gjarn- an aðeins sekúndubrot til að koma stórum tilfinningum til skila. Þessi þrenning vinnur saman að því að finna þá lausn sem þjónar sýning- unni best; það er engin tilviljun hve samvinna þeirra hefur skilað áhrifa- miklum og fjölbreyttum sýningum, oft við erfiðar aðstæður. Ljósahönn- un Lárusar Björnssonar er fjöl- breytt og hnitmiðuð, það þarf ein- beitingu til að láta ljósin glampa í augum aðalleikkonunnar á hárréttu augnabliki. Jóhann Jóhannsson bætir hér enn einni fjöður í hattinn, gítarinn var hér í aðalhlutverki eins og vera ber en skemmtilegt þegar um stund hljómaði stef sem minnti á dollaramyndirnar leikið undir sópr- ansöng. Samskipti mæðgnanna Titu og Elenu eru þungamiðja þessarar leikgerðar og Nína Dögg og Edda Heiðrún voru stórkostlegar í túlkun sinni á togstreitunni þeirra í millum. Gísli Örn túlkaði vel mannleysuna sem Tita fellur fyrir og hann og Nína Dögg komu vel á framfæri brímanum sem blossar upp af minnsta tilefni. Í meðförum Eddu Bjargar varð Chencha aðalgrínper- sóna verksins, enda Edda Björg á góðri leið með að verða ein af okkar helstu gamanleikkonum. Katla Mar- grét Þorgeirsdóttir fékk fágætt tækifæri til að sýna hve mörgum kostum hún er búin sem leikkona. Halla Margrét Jóhannesdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir þyrftu að leggja meiri einbeitingu og kraft í leik sinn. Aðrir leikarar þurftu lítið annað en að bregða upp trúverðugum svipmyndum: Jóhanna Vigdís og Hanna María þurftu lítið að hafa fyrir sínu enda smellpössuðu þær í hlutverkin, Jóhann G., Björn Ingi, Pétur og Theodór voru réttir menn á réttum stöðum. Eftirminnilegustu atriðin eru þegar tekst að tvinna saman losta og þá nautn sem fylgir því að njóta góðs matar. Hápunkturinn er þegar kornhænur í rósablaðasósu eru á borðum. Ekki spillir að iðulega berst matarlyktin út í salinn. Það er hægt að hughreysta væntanlega áhorfendur með því að með fyrir- hyggju geta þeir tryggt sér hlut- deild í þeim kræsingum sem ber á góma í sýningunni að henni lokinni. Þetta er gamaldags saga sem ylj- ar áhorfendum um hjartarætur, vel flutt í fallegum búningi. Það er ekki að efa að þessi sýning mun njóta al- menningshylli. Ást frá sjónarhóli matargerðarlistar Þjónustustúlkan Chencha stíar í sundur Titu og Pedro, elskendunum sem mega ekki eigast: Nína Dögg Filippusdóttir, Edda Björg Eyjólfs- dóttir og Gísli Örn Garðarsson í hlutverkum sínum. LEIKLIST LR í Borgarleikhúsinu Höfundur skáldsögu: Laura Esquivel. Þýðandi: Sigríður Elfa Sigurðardóttir. Leikgerð: Guðrún Vilmundardóttir og Hilmar Jónsson. Leikstjóri: Hilmar Jóns- son. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Lýsing: Lárus Björnsson. Búningar: Þór- unn María Jónsdóttir. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Tónlist: Jóhann Jó- hannsson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Leikarar: Björn Ingi Hilmarsson, Edda Heiðrún Backman, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Gísli Örn Garðarsson, Halla Mar- grét Jóhannesdóttir, Hanna María Karls- dóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Katla Margrét Þor- geirsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Pétur Einars- son og Theodór Júlíusson. Föstudagur 12. apríl. KRYDDLEGIN HJÖRTU Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Þorkell DIABOLUS, verk Finnboga Pét- urssonar, er viðargöng, eins konar trekt, sem áhorfendur geta gengið inn í. Innst í trektinni eru hljóðgjafar, orgelpípa og hátalari. Úr orgelpíp- unni kemur tónn sem er 61,8 megarið en úr hátalaranum kemur tónn sem er 44,7 megarið. Saman mynda tón- arnir hina ókristilegu og ómstríðu stækkuðu ferund – tónbil sem kallað er tónskrattinn (Diabolus in musica) og bannað var af kaþólsku kirkjunni á miðöldum. Verkið hefur margræða skírskotun en í meginatriðum fjallar það um ritskoðun sköpunar og hug- mynda, að því er fram kemur í sýn- ingarskrá. Hljóðið er hátt stillt í Listasafninu og verða úr drunur miklar þegar tón- arnir byrja að myndast. Þegar starfs- konan í miðasölunni sagði mér þegar ég heimsótti verkið í fyrsta skipti að ekki væri hægt að kveikja á því vegna þess að fundur stæði yfir í húsinu, minntist ég magnaðs verks Marks Bains á sýningu í Amsterdam fyrir 3 árum, en hann notaði sérsmíðaðan tækjabúnað til að hrista safnið í orðs- ins fyllstu merkingu. Slökkt var á verkinu að ósk nágranna safnsins eft- ir að á því hafði verið kveikt í einn dag, enda hafði það áþreifanleg áhrif á „sitt nánasta umhverfi“ rétt eins og Diabolus Finnboga í Listasafni Ís- lands. Svona getur myndlistin verið kröftug! Margt var rætt og ritað um Diabol- us sl. vor þegar verkinu var stillt upp sem framlagi Íslands á Feneyjar- tvíæringnum. Kom þar m.a. fram gagnrýni á framkvæmd sýningarinn- ar úti og um það hvernig hlúð er að verkinu og listamanninum fyrir opn- un, meðan á sýningu stendur, og í framhaldinu í formi kynningar og eft- irfylgni. Töldu ýmsir að pottur væri þar víða brotinn. Síðan þá hef ég haft augu og eyru opin og reynt að fylgjast með því hvort að þátttaka Finnboga hafi orðið honum og íslenskri myndlist til fram- dráttar. Það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki orðið var við um- fjöllun um verkið á alþjóðlega vísu né að Finnbogi eða íslenskir listamenn almennt séu eftirsóttari en áður á al- þjóðlegar sýningar, en hvorutveggja er mælikvarði á hvernig tekist hefur til við að fylgja eftir fjárfestingu sem þátttaka í svona sýningu er. Myndlist- armaðurinn hefur þarna tækifæri til að nýta sér alvöru stökkpall til frekari vinninga en ef stuðningur er enginn er hætt við að lítil ávöxtun fáist út úr þátttökunni. Þessi orð eru of seint á ferð og það eina sem hægt er að gera er að læra af því sem miður fer og bæta framkvæmdina í næsta skipti. Ástæða þess að ég fer út í þessa sálma er að verkið hefur alla burði til að vekja athygli á alþjóða vettvangi. Það er óvenjulegt, það hefur skírskot- un í söguna, það hefur hugmynd og það er fagmannlega unnið á allan hátt. Það er áhrifamikið og nær að fanga sitt nánasta umhverfi með mjög áþreifanlegum hætti. Að labba inn í verkið er persónuleg reynsla eins og komið er inn á í sýningarskrá og læt- ur engan ósnortinn. Finnbogi hefur alla tíð unnið með hljóð og gert úr því myndir. Að mínu mati er þettta verk það hugmynda- fræðilegasta og pólitískasta af þeim verkum sem ég þekki frá hans hendi þar sem önnur verk eru einfaldari, ljóðrænni og „kyrrlátari“. Þetta er hávært verk og kannski til marks um stefnubreytingu hjá listamanninum. Verkið mun „baula“ á sýningar- gesti til 14. apríl nk. Vonandi leggja sem flestir leið sína á Listasafnið til að sjá íslenska myndlist í heimsklassa. Diabolus eftir Finnboga Pétursson. Skrattans óhljóð MYNDLIST Listasafn Íslands Opið frá kl. 11–17 alla daga nema mánu- daga. Til 14. apríl. HLJÓÐVERK FINNBOGI PÉTURSSON Þóroddur Bjarnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.