Morgunblaðið - 13.04.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 13.04.2002, Qupperneq 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 37 Í GREIN í Morg- unblaðinu 9. apríl sl. fjallar Gísli S. Ein- arsson alþingismaður um setningarræðu mína á Búnaðarþingi 2002 og fer þar ekki alveg rétt með. Þar var ekki fjallað um Þórshöfn en hins veg- ar leiddar líkur að því að íbúar Raufar- hafnar hefðu tak- markaða möguleika til áhrifa í landsmálum okkar. Ræðuna í heild má skoða á vef íslensks landbúnaðar, www.- landbunadur.is. Í ljósi umfjöllunar Gísla væri fróðlegt að vita hvað hann telur eðlilegan mismun í vægi atkvæða við kosningar til Alþingis, annars vegar í Norð- austurkjördæmi (kjör- dæmi Raufarhafnar) og hins vegar í Reykjavíkurkjör- dæmunum. (Nánar til- tekið, hve mörg at- kvæði á bak við hvern þingmann á hvoru svæði.) Í ljósi svaranna mætti Gísli síð- an velta fyrir sér hve marga þing- menn Íslendingar, sem eru nálægt 285 þúsund, ættu að eiga á Evr- ópuþingi framtíðarinnar, verði íbú- ar innan stækkaðs Evrópusam- bands um 500 miljónir eins og ráð er fyrir gert og þingmenn Evrópu- þingsins um 500. Um vægi minnihlutahópa Ari Teitsson Höfundur er formaður Bænda- samtaka Íslands. Fyrirspurn Hve marga þingmenn, spyr Ari Teitsson, ættu Íslendingar að eiga á Evrópuþingi framtíðar- innar? hafa sent Arafat reikninga út af fólki sem sent hefur verið til sjálfs- morðsárása. Árásarmennirnir voru reiknaðir út á fimmtán þúsund ís- lenskar krónur stykkið, og Arafat var beðinn um að fjármagna níu stykki á viku. Bush lítur því á Ara- fat sem hryðjuverkamann og ómerkilegan lygara. Á síðasta ári skrifuðu arabískar mæður Arafat bréf, þar sem þær báðu hann um að láta menn sína hætta að safna saman börnum og unglingum, til þess að ráðast á varðstöðvar ísraelska hersins. Þær sögðu í bréfi sínu að útsendarar palestínsku heimastjórnarinnar væru jafnvel mættir með rútur, þegar skólum lyki, til þess að flytja börnin í fremstu víglínu. Höfum einnig í huga að Palest- ínumenn (Arabar) geta bundið enda á þetta stríð, hvenær sem er. Það er sífellt talað um árásir Ísr- aela á Palestínumenn. Það er ekki alveg rétt. Það væri að æra óstöð- ugan að reyna að átta sig á því hvor aðilinn er að hefna fyrir hvaða ódæðisverk, úr því sem kom- ið er. Báðir hafa framið þau mörg og ljót. Hinsvegar er enginn vafi á því að ef sjálfsmorðsárásum yrði hætt, á morgun, þá væri um leið lokið innrásum Ísraela í þorp Pal- estínumanna. Og þá væri kannski hægt að byrja að tala saman. Saudi-Arabar hafa lagt fram merkilega friðartillögu. Hún felst í því að öll arabaríkin viðurkenni til- verurétt Ísraels, og taki upp stjórnmálasamband við landið. Gegn því að Ísraelar veiti Palest- ínumönnum þau sjálfsögðu réttindi að stofna sjálfstætt ríki sitt, í þessu landi sem þeir hafa byggt um þúsundir ára, ásamt gyðingum. Nokkur arabaríki hafa hinsvegar stutt þær öfgahreyfingar Palest- ínumanna, sem hafa mest unnið að því að eyðileggja friðarferlið, með hryðjuverkum. Ef ríkjum Araba er alvara, ætti það ekki að vera of- verk þeirra að láta þetta fólk hafa hægt um sig. En nú er málið líklega að leys- ast, því íslenska kirkjan hefur látið það til sín taka. Hjálparstofnun hennar hefur sent Arafat tvo blaðafulltrúa, sem eru duglegir við að segja að þetta sé allt Ísraelum að kenna. Yfirmaður blaðafulltrú- anna, herra biskupinn yfir Íslandi, leggur línuna. Hann talaði, hinn fimmta þessa mánaðar, um fréttir þess efnis að ísraelskir hermenn sætu um tvö hundruð palestínska vígamenn í Fæðingarkirkjunni í Betlehem. Þar voru margir sak- leysingjar innan dyra, en palest- ínskir vígamenn leita iðulega skjóls á bakvið slíka. Enginn óvilhallur aðili sá hvað þar gerðist, en Palest- ínumenn héldu því fram að Ísrael- ar létu skotin dynja á bakdyrum kirkjunnar. Fréttamenn, í fjar- lægð, sögðu að þeir hefðu heyrt skothvelli í borginni. Biskupinn yf- ir Íslandi sagði að það hitti kristna menn í hjartað, þegar skotið væri á þennan mesta helgidóm þeirra. Það væri kannski ástæða til að spyrja biskupinn að því hvar skotin lenda, sem koma út úr kirkjunni. Biskupinn sagði einnig að hryðju- verkaárásir á óbreytta borgara, í Ísrael, væru til komnar vegna þess hve vondir Ísraelar væru við Araba. Það sagði Osama bin Laden líka um árásina á Bandaríkin ell- efta september. Eins og ég sagði í upphafi hlýtur mönnum að hrjósa hugur við þeim hrottaskap sem Palestínumönnum er sýndur, í dag. Ariel Sharon á sér fáa formælendur. Að leggja alla sök á herðar annars deilenda, mun hinsvegar ekki auka líkur á sáttum. Höfundur er fréttamaður. Mið-Austurlönd Umræðan um það sem er að gerast í Mið- Austurlöndum, segir Óli Tynes, er dálítið um of einfölduð. STÓRÚTSALA á nýjum bílum Opið um helgina frá kl. 12-17 Vél: 2000 cc vél, 133 hestöfl, rafeindastýrð efi fjölinnsprautun. 2000 cc vél, 133 hestöfl, rafeindastýrð efi fjölinnsprautun. Staðalbúnaður: Tveir loftpúðar, hraðanæmt vökvastýri, veltistýri, ABS-bremsur, diskabremsur á öllum hjólum, TCS spólvörn, útvarp, 6 hátalarar, samlitir stuðarar, samlitir speglar, rafstillanlegir útispeglar, þokuljós að framan og aftan, litað gler, fjölstillanleg framsæti, niðurfellanleg aftursæti 60/40, fjarstýrð samlæsing, stafræn klukka, hástætt bremsuljós, hreyfiltengd þjófavörn, barnalæsingar, bílbeltastrekkjarar, hæðarstillanleg öryggisbelti, rafmagn í rúðum. Staðalbúnaður: Hraðanæmt stýri, vökva- og veltistýri, 70% tregðulæsing á afturdrifi, 6x15“ álfelgur og 205/75/15 dekk, útvarp og segulband, 6 hátalarar, rafmagnsloftnet, rafstýrðir útispeglar, hiti í speglum, rafmagnsrúður að framan og aftan, hiti í afturrúðu með tímarofa, samlæsingar, afturrúðuþurrka, litað gler, 4 höfuðpúðar, hæðarstillanleg aðalljós, eldsneytistankur opnanlegur innanfrá, hreyfiltengd ræsivörn, ABS-bremsur, hástætt bremsluljós, 2 öryggisloftpúðar aftempraðir og rafmagnsúrtak í farangursrými, toppgrindarbogar, glasahöldur, varadekksgrind, varadekkshlíf. Bílabær — Bílaheildsala Dugguvogi 10 • Sími 530 9500 Opið í dag og á morgun frá kl. 12—17 • Opið virka daga frá kl. 10-18.30 Stórútsala á nýjum bílum Sölumenn: Sigurður B. Sigurðsson, Axel Bergmann og Jóhann Lövdal Kia Sportage 2,0 Classic TDI Diesel Verð áður kr. 2.150.000 Okkar verð kr. 1.890.000 Verð kr. 1.390.000 3ja ára verksmiðjuábyrgð 3ja ára verksmiðjuábyrgð Kia Clarus GLX 2,0 Verðsamanburður: Primera 2,0 kr. 2.350.000 Sonata 2,0 kr. 2.090.000 Mazda 626 2,0 kr. 2.390.000 Toyota Avenis 2,0 kr. 2.439.000 Kia Clarus 2,0 okkar verð kr. 1.390.000 Síðasta sending uppseld Fengum nokkra viðbótarbíla á þessu frábæra tilboði! Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.