Morgunblaðið - 13.04.2002, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
NÆSTA haust stendur tilað opna nýjan Barna-spítala Hringsins, en ísextíu ár hafa Hring-
skonur ljáð verkefninu krafta sína
með fjármunum sem hafa allar göt-
ur síðan komið í góðar þarfir.
„Markmiðið var að hér risi sér-
hannaður og fullkominn barnaspít-
ali sem væri ævinlega útbúinn bestu
fáanlegum tækjum hverju sinni,“
segir Áslaug Björg Viggósdóttir,
formaður Hringsins, en í dag mun
Hringurinn afhenda Ásgeiri Har-
aldssyni, forstöðulækni Barnaspít-
ala Hringsins, 50 milljónir króna til
kaupa á rúmum og öðrum búnaði.
Fjárins hefur verið aflað með ýms-
um hætti, svo sem sölu minningar-
og jólakorta, hinum sívinsæla jóla-
basar, jólakaffi, happdrætti svo og
stærri og smærri gjöfum frá hinum
fjölmörgu velvildarvinum Hrings-
ins. Þegar ríkið ákvað 1994 að reisa
nýjan Barnaspítala Hringsins lofaði
Hringurinn að veita 100 milljónir
króna til byggingarinnar og verða
þeir fjármunir afhentir innan
skamms. Spítalinn á einnig von á
verulegri upphæð til tækjakaupa á
næstunni.
Þá verður í dag kynnt bók um
starfssögu Hringsins sem kemur út
á næstunni, en félagið fagnar ald-
arafmæli eftir tvö ár. Björg Einars-
dóttir hefur skráð söguna og henni
til aðstoðar hefur verið Valgerður
Kristjónsdóttir.
„Ef mér auðnast líf…“
Hvatamaður að stofnun Hrings-
ins árið 1904 var Kristín Vídalín Jac-
obson. Var hún með því að efna heit
sem hún strengdi sem ung kona er
henni var vart hugað líf. Í viðtali við
Valtý Stefánsson ritstjóra Morgun-
blaðsins árið 1939 segir hún að
Hringurinn sé því ef svo megi segja
„ávöxtur af heitstrengingu minni“.
Kristín veiktist er hún var við mynd-
listarnám í listaakademíu kvenna í
Kaupmannahöfn, fyrst íslenskra
kvenna. Er hún lá fárveik á sjúkra-
húsi varð hún vitni að mikilli fátækt
fólks er ekki gat greitt sjúkraleg-
una, lyf eða læknishjálp nema að
þiggja styrk. Henni blöskraði
ástandið og hét því að ef henni auðn-
aðist líf skyldi hún gera það sem hún
gæti til að liðsinna þeim sem efna-
litlir væru og ættu í veikindum. Ósk-
in rættist því hún náði bata og kom
heim til Íslands vorið 1895.
Í upphafi einbeittu Hringskonur
sér að berklasjúklingum og voru
ötular við að safna fjármunum þeim
til handa með ýmsum hætti, s.s. leik-
sýningum sem voru áberandi og vin-
sælar í bæjarlífinu. Árið 1942, þegar
berklaveikin var á undanhaldi,
ákváðu þær að beita sér fyrir því að
komið yrði upp fullkomnum barna-
spítala í landinu.
„Hringskonur hafa frá upphafi
verið ötular í öllu starfi,“ segir Björg
Einarsdóttir, sem skráð hefur sögu
félagsins, „og þær hafa tekið sér
mjög margt fyrir hendur. Þær hafa
verið hugkvæmar við að finna sér
nýjar leiðir í fjáröflun.“ Björg segir
frá nýstárlegri fjáröflunarleið á öðr-
um og þriðja áratug síðustu aldar
sem kallaðist Hringferð Hringsins.
Þá var miðbær Reykjavíkur undir-
lagður af skemmtanahaldi og öðru
til styrktar Hringnum, en hægt var
að kaupa einn miða sem gilti á allar
uppákomur. „Strax fyrstu árin voru
Hringskonur áberandi í bæjarlífinu
og þegar Hringurinn verður berkla-
varnarfélag árið 1906 hófu þær að
afla fjár. Þær voru duglegar við að
koma sér á framfæri í fjölmiðlum og
kynna þá viðburði sem þær stóðu
fyrir á faglegan hátt.“
Endurnýjun lífdaga
Hringskonur voru á tímabili með
búskap á þjóðjörðinni Kópavogi sem
þær höfðu ábúð á samkvæmt heim-
ild frá Alþingi 1924, fyrst í stað í
tengslum við rekstur og byggingu
hressingarhælis sem þær síðar gáfu
ríkinu. Búskapurinn gekk vel og
sjóðir Hringsins efldust. „Þær geta
varla hafa vitað út í hvað þær voru
að fara,“ segir Björg. „Þær hafa
ekki getað látið sig dreyma um að
verkefnið að koma á stofn barna-
spítala tæki 60 ár að verða að veru-
leika, þeim fannst bygging spítalans
alltaf vera handan við hornið. En
bjartsýnin brást þeim aldrei.“
Björg segir að þegar ákvörðun
um breytt markmið Hringsins var
tekin á félagsfundi 13. apríl 1942
hafi 19 konur mætt sem þá var
fimmtungur allra félagsmanna. Í
dag eru félagskonur um 300 talsins,
en alls hafa rúmlega 800 konur
starfað í Hringnum.
Hringurinn afhendir forstöðulækni Barnaspítalan
„Ávöxtur af
heitstreng-
ingu minni“
„Velferð barna er okku
okkar er sú sýn að við g
stöðu og hjúkrun sjúkra
dót
Sextíu ár eru í dag liðin frá því Hringurinn
ákvað að beita sér fyrir byggingu barna-
spítala og verður minning fyrsta for-
mannsins, Kristínar Vídalín Jacobson,
heiðruð af því tilefni. Áslaug Björg Viggós-
dóttir, núverandi formaður, segir fyrir-
rennara sína varla hafa séð fyrir hversu
löng biðin yrði, en til stendur að opna nýj-
an Barnaspítala Hringsins í haust.
„Discussions“-klúbbur n
vinstri: Þóra Matthíasd
Hringsins, gift Jóni Ja
manns), Ragnheiður J
Hringurinn var stofnaður í
Reykjavík 26. janúar 1904 að
frumkvæði Kristínar Vídalín
Jacobson (1864-1943) og var
hún formaður félagsins frá
upphafi og til dánardags.
Stofnendur voru 46 reykvískar
konur, flestar við fremur góðar
aðstæður miðað við þann tíma.
Í fyrstu var Hringurinn
skemmtifélag, en eftir tæp tvö
ár ákváðu þær að vinna gegn
útbreiðslu berkla og aðstoða
sjúklinga að njóta lækninga og
hjúkrunar.
Árið 1910 er þess fyrst getið
opinberlega að framtíðarverk-
efni Hringsins sé að koma upp
hressingarhæli, eða einskonar
vinnuheimili, fyrir þá sem út-
skrifaðir eru af berklahæli og
árið 1926 er það vígt í Kópa-
vogi.
Árið 1939 vildi ríkis
kaupa hælið af Hring
félagið afréð að gefa rík
til fullrar eignar me
búnaði í lok þess árs.
Á félagsfundi árið 19
samþykkt tillaga þess
félagið skyldi eftirleið
sér fyrir því að komið y
barnaspítala á Íslandi.
1952 ná þær samningi
brigðisyfirvöld um að t
í byggingu barnaspíta
fjárframlögum.
1957 er opnuð í risi L
alabyggingarinnar bar
til bráðabirgða meðan
var að stækkun spítala
1965 fluttist barnadeild
núverandi húsnæði í
álmu spítalans og hefu
síðan Barnaspítali Hri
viðurkenningarskyni vi
Saga Hring
ALÞJÓÐALÖGUM
KOMIÐ YFIR BROTAMENN
Merk tímamót urðu í mann-réttindamálum þegar sátt-máli Sameinuðu þjóðanna
um stofnun alþjóðlegs og varanlegs
glæpadómstóls tók gildi fyrr í vik-
unni. Rætt hefur verið um þörfina á
slíkum dómstóli allt frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar, en fyrst nú
verður hugsjónin að veruleika. Dóm-
stóllinn er hugsaður til þess að rétta í
málum þeirra, sem sakaðir eru um
þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og
stríðsglæpi.
Á undanförnum árum hefur orðið
breyting á viðhorfi ríkja heims til
myrkraverka sem framin eru í stríði
eða jafnvel af stjórnvöldum gegn
borgurum eigin lands. Valdamenn,
sem gefa fyrirskipanir um slíka glæpi
eru ekki lengur óhultir fyrir réttlæt-
inu eins og t.d. handtaka og mála-
rekstur gegn Pinochet, fyrrverandi
einræðisherra í Chile, og málshöfð-
unin á hendur Slobodan Milosevic,
fyrrverandi forseta Júgóslavíu, fyrir
sérstökum dómstóli í Haag sýna.
Stofnun glæpadómstólsins er mik-
ilvæg yfirlýsing af hálfu aðildarríkj-
anna um að slíkir menn muni í fram-
tíðinni hvergi eiga skjól; þeir verði
dregnir fyrir dóm jafnvel þótt þeirra
eigin ríki neiti að rétta í málum
þeirra.
Afstaða ýmissa voldugra ríkja,
einkum Bandaríkjanna, Rússlands og
Kína, til dómstólsins veldur hins veg-
ar vonbrigðum. Í tilfelli Kína og
Rússlands kemur það ekki sérstak-
lega á óvart í ljósi sögunnar. Á dögum
kalda stríðsins komu þessi ríki oft í
veg fyrir að glæpamenn væru dregnir
til ábyrgðar og réttarríkið stendur
þar völtum fótum. Hins vegar er af-
staða Bandaríkjamanna lítt skiljan-
leg. Bandaríkin undirrituðu sáttmál-
ann um stofnun dómstólsins í for-
setatíð Clintons en neita nú að
staðfesta hann og hafa jafnvel gefið í
skyn að undirritunin verði dregin til
baka – sem gæfi auðvitað öðrum ríkj-
um afleitt fordæmi.
Rök Bandaríkjanna eru þau að
hætta sé á að dómstóllinn verði not-
aður í pólitískum tilgangi til að efna
til „sýndarréttarhalda“ yfir banda-
rískum hermönnum, sem taki t.d.
þátt í hernaðar- eða friðargæzluað-
gerðum utan Bandaríkjanna. Banda-
ríkjamenn virðast kjósa að horfa
framhjá margs konar öryggisákvæð-
um, sem sett voru í sáttmálann um
dómstólinn að þeirra eigin kröfu og
jafnframt því meginhlutverki dóm-
stólsins að taka eingöngu til meðferð-
ar þau mál, þar sem einstök ríki vilja
eða geta ekki rannsakað og réttað í
málum ríkisborgara sinna, sem sak-
aðir eru um glæpi sem varða við al-
þjóðalög. Bent hefur verið á að komi
fram ásakanir á hendur bandarískum
hermönnum muni fullnægjandi rann-
sókn á máli þeirra heima fyrir, í sam-
ræmi við reglur réttarríkisins, duga
til.
Alþjóðalög hljóta að eiga að ganga
jafnt yfir alla, bæði lítil ríki og stór,
lýðræðisríki og önnur. Bandaríkja-
menn tala gjarnan um þörfina á al-
þjóðlegum reglum og alþjóðlegri
samstöðu þegar það hentar hagsmun-
um þeirra, en það hefur færst í vöxt
að þeir telji sjálfa sig undanþegna
bæði slíkum reglum og skuldbinding-
um alþjóðlegs samstarfs. Með af-
stöðu sinni veikja Bandaríkjamenn
baráttu fyrir mannréttindum og gegn
glæpum af því tagi, sem alþjóðlega
glæpadómstólnum er ætlað að fjalla
um. Með því að gefa í skyn að hinn nýi
dómstóll verði misnotaður í pólitíska
þágu gera Bandaríkjamenn lítið úr
gildi alþjóðalaga og ýta undir að fólk
trúi mönnum á borð við Slobodan Mil-
osevic, sem heldur því blákalt fram að
ákæran á hendur honum sé pólitískt
sjónarspil, runnið undan rifjum
Bandaríkjanna og bandamanna
þeirra í NATO.
MISNOTKUN Á HEILBRIGÐISKERFINU
Fréttir, sem borist hafa undanfar-ið af misnotkun fíkniefnaneyt-
enda á morfíni, hafa vakið athygli og
ugg. Það er vissulega háalvarlegt
vandamál ef fíkniefnaneytendur geta
misnotað heilbrigðiskerfið með þeim
hætti sem rakið var í Morgunblaðinu
í gær.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir
SÁÁ, segir að misnotkun á morfíni
hafi farið vaxandi á undanförnum ár-
um. Sjötíu og sjö fíklar sem spraut-
uðu sig með morfíni í æð hafi t.a.m.
komið til meðferðar hjá SÁÁ á síð-
asta ári, en morfín sé allajafna tekið
inn í töfluformi. Þórarinn telur vera
samband á milli fleiri dauðsfalla af
völdum of stórra fíkniefnaskammta
og aukningar á misnotkun morfíns.
Hann segir að vandinn sé nýtilkom-
inn en áður hafi morfíni eingöngu
verið ávísað inni á spítölum. Í dag sé
auðvelt að nálgast þessi lyf og hefðu
Íslendingar betri heilsugæslu stæðu
menn e.t.v. ekki frammi fyrir þessum
vanda.
Fíkniefnaneytendur eiga ekki að
komast upp með að misnota heil-
brigðiskerfið með slíkum hætti, en
jafnframt er talið að þeir hafi tekjur
af sölu á þessum lyfjum. Hjá land-
læknisembættinu hafa menn áhyggj-
ur af þessari þróun og hyggjast finna
leiðir til að koma í veg fyrir slíka mis-
notkun og skoða hvort koma megi
upp samræmdu eftirlitskerfi. Starfs-
menn embættisins hyggjast einnig
ræða við fimm lækna sem ávísa miklu
af morfíni, en nauðsynlegt er að kom-
ast til botns í því hvaða ástæður
liggja þar að baki.
Það er greinilegt að bregðast verð-
ur við misnotkun af þessu tagi með
einhverjum hætti svo heilbrigðis-
kerfið bíði ekki álitshnekki og lífi
fleiri fíkla sem misnota morfín verði
ekki stefnt í hættu. Strangari reglur
eða skilvirkara eftirlitskerfi má þó
ekki koma niður á þeim fjölmörgu
sjúklingum sem nota morfín af raun-
verulegri þörf, eins og Haukur Valdi-
marsson aðstoðarlandlæknir bendir
á: „Eftirlitskerfið, sem við verðum að
setja á fót, verður að vera þannig að
það bitni sem minnst á sjúklingunum
sem þurfa á þessum lyfjum að halda.“