Morgunblaðið - 13.04.2002, Síða 63

Morgunblaðið - 13.04.2002, Síða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 63 BIODROGA Bankastræti 3, sími 551 3635.Snyrtist. Lilju, Stillholti 16, Akranesi. Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi 1, Akureyri. Jurta - snyrtivörur Nýr farði Silkimjúk, semi-mött áferð. 4 litir. Póstkröfusendum Til sölu fallegur og vandaður heilsársbústaður með þremur svefnherbergjum, ásamt gestahúsi, alls 67 fm. 90 fm verönd er við bústaðinn, að hluta yfirbyggð. Lóð vaxin birkiskógi. Ca 90 km akstur frá Reykjavík. Nánari upplýsingar hjá Fasteignamiðlun Vesturlands í síma 431 4144 og hjá eiganda í síma 690 2510. Fasteignamiðlun Vesturlands - sími 431 4144 HEILSÁRSBÚSTAÐUR Í SKORRADAL Höfum til sölu fallegt og skemmtilega staðsett einbýl- ishús 17 km frá Egilsstöðum og aðeins 10 km frá Hall- ormsstað. Húsið er byggt árið 1973 og í því eru 4 svefnherb. Húsinu fylgir 1 ha eignarland. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar á skrifstofu og á heimasíðu www.simnet.is/logmannsstofa . AUSTUR-HÉRAÐ - Strönd II Lögmannsstofa Gísla M. Auðbergssonar, Strandgötu 53, Eskifirði, sími 476 1616. Vönduð og vel skipulögð 190 fm raðhús á einni hæð í Víkurhverfi, Grafarvogi. 4 svefnherb. Bílskúr. Tvö af raðhúsunum eru með tvöfaldan bílskúr. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060. Raðhús - Víkurhverfi SÝNISHORN af verkefnum sem unnin hafa verið í fé- lagsstarfi eldra fólks á Selfossi eru kynnt á hand- verkssýningu Félags eldri borgara sem haldin er í austurenda eldra húss Hótels Selfoss við Ölfusárbrú. Sýningin stendur yfir 13. til 21. apríl og er opin klukkan 14–18. Í fréttatilkynningu segir að markmið sýningarinnar sé að birta áhorfendum sýnishorn af verkefnum vetr- arins og fjölbreytni handverks meðal eldri borgara. Á sýningunni eru verkefni tengd tréskurði, leðuriðju, glerlist, bókbandi, myndlist og almennu handverki. Í lok fréttatilkynningar er vísa eftir Hjört Þórar- insson: Hugljúf vist við okkar íð, / oft var hist í vetur. / Handbragð list og hugarsmíð, / hér er rist í letur. Morgunblaðið/Sig. Jónss. Halldóra Ármannsdóttir, Snorri Snorrason með mynd af Móse og Blaka Gísladóttir með útskorna öskju. Eldri borgarar sýna handverk Selfossi. Morgunblaðið. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Reykjavík opnar kosningamiðstöð að Skaftahlíð 24 (gegnt Ísaksskóla) laugardaginn 13. apríl kl. 14. Björn Bjarnason borgarstjóraefni D-listans ávarpar gesti kl. 14.30. Í tilefni dagsins munu meðal ann- ars Egill Ólafsson og Selma Björns- dóttir ásamt fleirum skemmta gest- um. Boðið verður upp á kaffi- veitingar, pylsur og ýmislegt góð- gæti fyrir börnin. Allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Kosningamiðstöðin verður opin alla virka daga frá kl. 13–21, laug- ardaga og sunnudaga frá k. 12–18, segir í fréttatilkynningu. D-listinn opnar kosn- ingamiðstöð MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá stjórn Samtökum sykursjúkra: „Að gefnu tilefni vill stjórn Sam- taka sykursjúkra taka það fram að engin fjársöfnun stendur yfir á okk- ar vegum um þessar mundir. Félaginu hafa borist nokkrar fyr- irspurnir varðandi símasöfnun sem við könnumst ekkert við. Við hjá Samtökum syskursjúkra viljum vara fólk við þessari fjársöfnun og ítrek- um að hún er ekki á okkar vegum.“ Engin fjársöfn- un stendur yfir hjá Samtökum sykursjúkra FUGLAVERNDARFÉLAGIÐ stendur fyrir fuglaskoðun í Graf- arvogi sunnudaginn 14. apríl kl. 14– 16. Hist verður við fuglaskoðunar- húsið við Stórhöfða, sunnan megin í voginum. Á þessum árstíma eru jafnan í Grafarvogi hópar af rauðhöfðum og urtöndum, svo og tjöldum, send- lingum, máfum og fleiri fjörufugl- um. Reyndir fuglaskoðarar verða til leiðsagnar, segir í fréttatilkynn- ingu. Fuglaskoðun í Grafarvogi VERSLUNARRÁÐ Íslands heldur hádegisverðarfund mánudaginn 15. apríl kl. 12 í Ársal á Hótel Sögu um ríkisábyrgð og uppbyggingu nýrrar atvinnustarfsemi. Geir H. Haarde fjármálaráðherra flytur framsögu ásamt Boga Páls- syni formanni Verslunarráðs og Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskr- ar erfðagreiningar ehf. Að loknum erindum frummælenda verður orðið gefið laust. Fundurinn er öllum op- inn. Skráning er á skrifstofu ráðsins í síma eða með tölvupósti í mottaka@- chamber.is, segir í fréttatilkynningu. Fundur um ríkisábyrgð FERÐAFÉLAG Íslands efnir til ferðar sunnudaginn 14. apríl um forna þjóðleið, Selvogsmannagötu eða Grindaskarðaleið. Lagt verður af stað frá kirkju- garðinum í Hafnarfirði. Göngunni lýkur á því að skoðaðar verða minj- ar frá fyrri tíð. Gert er ráð fyrir 3-4 tíma göngu. Fararstjóri verður Jón- atan Garðarsson. Verð kr. 800/ 1.000. Bakpokanámskeiðið verður hald- ið mánudaginn 15. apríl í Risinu kl. 20, en þátttakendafjöldi er tak- markaður. Námskeiðsgjald er ekk- ert, segir í fréttatilkynningu. Ganga og bak- pokanám- skeið hjá FÍ Í 50. útdrætti Happdrættis DAS, sem fram fór í gær, kom aðalvinningurinn, íbúð að eigin vali, á miða númer 33940. Reyndust báðir miðarnir seldir sama aðila og fær hann í sinn hlut 4 milljónir króna. Hinn heppni er 22 ára Reyk- víkingur sem keypti miðann á Netinu í júní á síðasta ári. „Aðspurður sagðist hann ætla að láta draum sinn ræt- ast og kaupa sér íbúð en hann býr með unnustu sinni og fimm mánaða barni í foreldra- húsum. Reyndar ætlaði hann að vera búinn að segja upp mið- anum vegna blankheita en hafði ekki komið því í verk,“ segir í fréttatilkynningu frá DAS. Hinn 26. apríl nk. verður dregið um aðalvinning ársins, 10 milljónir til íbúðarkaupa eða 20 milljónir króna á tvö- faldan miða. Vann 4 milljónir í Happ- drætti DAS Ranglega ritað nafn Nafn Maríu Önnu Eiríksdóttur, frambjóðanda H-listans í Gerða- hreppi, var ranglega ritað í mynda- texta í frétt um framboðið á Suður- nesjasíðu blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Ekki 1,6 milljarðar í hagnað Rangt var farið með í fyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins í gær en þar kom fram að hagnaður Sam- herja væri 1,6 milljarðar króna. Hið rétta er að hagnaður Samherja á síð- asta ári nam 1.108 milljónum króna en áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir því að hagnaður ársins í ár nemi 1,6 milljörðum króna. Beðist er vel- virðingar á þessum leiðu mistökum. Nafn fermingarbarns féll niður Í tilkynningu um fermingu í Snartarstaðakirkju hinn 30. mars sl. féll niður nafn eins fermingarbarns- ins sem er: Þorbjörn Gísli Magnússon, Boða- gerði 9, Kópaskeri. LEIÐRÉTT VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Reykjavík verður með op- ið hús á Torginu, Hafnarstræti 20, frá kl. 11 í dag, laugardaginn 13. apr- íl. Árni Þór Sigurðsson, efsti maður á Reykjavíkurlistanum, verður til viðtals og skoðanaskipta. Heitt verður á könnunni, segir í frétt frá stjórn VG í Reykjavík. Laugardags- fundur VG KOSNINGAMIÐSTÖÐ Reykjavíkurlistans verður opnuð á Túngötu 6 í Grjóta- þorpinu á morgun sunnudag- inn 14. apríl kl. 14–17. Af því tilefni boðar Reykjavíkurlist- inn til fagnaðar. Lifandi tónlist, skemmtiat- riði og léttar veitingar verða á boðstólum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir býður gesti vel- komna og aðrir frambjóðendur verða á staðnum. Skráning liðsmanna mun fara fram og vefsíðan www.xr.is verður opnuð. Allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Reykjavíkur- listinn opnar kosninga- miðstöð FLOKKSSTJÓRNARFUNDUR Samfylkingarinnar verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, laugardaginn 13. apríl, kl. 13. Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, flytur ávarp. Kynning á framboðum Samfylk- ingarinnar og þeirra framboða sem flokkurinn á aðild að, vinnufundir og umræður, segir í fréttatilkynn- ingu. Samfylkingin fundar á Akureyri GUNNAR Gränz alþýðulistmálari hefur opnað sýningu á myndverkum sínum og skúlptúrum í Handverks- húsi Smiðjunnar í Hveragerði. Hús- næðið er í gamla mjólkurbúinu á móti Þinghúskaffi. Sýningin verður opin um óákveð- inn tíma klukkan 13-17 alla daga nema mánudaga og föstudaga. Listamaðurinn býður alla velkomna. Með sýningu í Hveragerði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.