Morgunblaðið - 13.04.2002, Side 70

Morgunblaðið - 13.04.2002, Side 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ KL. 12.00 - 15.00 KL. 17.00 - 19.00 KL. 12.00 - 22.00 TÓNLISTARMAÐURINN Einar Tönsberg, sem einhverjir muna eft- ir í sveitinni stuttlífu Cigarette, hef- ur búið í Lundúnum í fjögur ár, þar sem hann var m.a. í hljóðupptök- unámi. Hann hefur undanfarið starfrækt þar popp/rokksveitina Lorien ásamt þeim Fabio Ciarcell- uti og Carlo Polli og á mánudaginn kemur einmitt út fyrsta plata þeirra félaga, sem kallast Under The Waves og er gefin út af merkinu Instant Karma. Það gleður að sjálfsögðu íslenska hjartað að geta sagt frá því að Lorien hafa verið að fá glimrandi dóma fyrir tónlist sína í bresku pressunni. Í október síðastliðnum kom nefnilega út fyrsta smáskífan, með laginu „Shivering Sun“ og segja þeir sem á hafa hlýtt að Lorien fangi anda Coldplay fullkomlega; dimmleitt en hlustendavænt popp, með hæfilegri vigt og hæfilegum markaðsvæn- leika. Þannig hafa NME, Evening Standard og Time Out mært sveit- ina í bak og fyrir. The Big Issue kallar sveitina „Nýju Coldplay“ og hið virta blað Times segir breiðskíf- una fullkomið dæmi um áðurnefnda tónlistarnálgun og sveitin hafi alla burði til að feta í fótspor Travis, Coldplay og David Gray, hvað vin- sældir varðar. Strætóstöð Einar var á gangi um stræti Lundúna er Morgunblaðið bjallaði í hann. „Já, platan hefur verið að fá al- vega svakalega fína dóma,“ stað- festir hann. „En það er nú eitt. Annað er að selja þetta (hlær).“ Eins og fram hefur komið er Ein- ar nú búinn að vera í London í fjög- ur ár. En segist nú þó ekki vera orðinn ráðsettur. „Ja...svoleiðis. Það á í raun eng- inn heima hérna. Þetta er svolítil strætóstöð. Fólk kemur og fer, það er mikið af ungu fólki sem kemur hingað og reynir fyrir sér í ein- hverju. Svo þegar það eldist fer það.“ Einar segir aðdragandann að plötunni langan. „Við gerðum „demó“ fyrir þrem- ur árum síðan. Það er afskaplega mikil pólitík í þessum útgáfubransa, þannig að við erum búnir að vera að bíða svolítið. En að vinna plöt- una sem slíka gekk vel.“ Plötuna unnu þeir félagar með Mike Hedges, virtum upptökustjóra sem m.a. hefur unnið með U2, Cure og Manic Street Preachers. „Það var alger draumur að vinna með honum,“ segir Einar. „Hann er svona ljúfur risi. Ofsalega stór mað- ur með ofsalega fallegt hjarta. Að maður tali ekki um reynsluna sem hann býr yfir.“ Þess má geta að Lorien fara í hljómleikaferðalag um Bretland sem byrjar 18. apríl og stendur til 30. apríl. Morgunblaðið/Kristinn Einar Tönsberg og félagar í Lorien hafa fengið góð viðbrögð við væntanlegri plötu þeirra, Under the Waves. Upp á öldukambinn Breskir fjölmiðlar lofa íslensk-ítalsk-spænsku sveitina Lorien TENGLAR ..................................................... www.lorienmusic.com arnart@mbl.is Nöfnum eins og Cliff Robertson (Charly) og Jack Nicholson (Gauks- hreiðrið) hefur heyrst fleygt en einn- ig þykja Dustin Hoffman (Rain Man), Tom Hanks (Forrest Gump), Billy Bob Thornton (Sling Blade), Russell Crowe (A Beautiful Mind) og Sean Penn (I Am Sam) fýsilegir kandídat- ar. Per Chr. Ellefsen sagðist aðspurður hafa fulla trú á því að Bandaríkja- menn færu vel með efniviðinn og það yrði spennandi að sjá niðurstöðurnar. Elling er ekki fyrsta norska myndin sem fær „Hollywood“-yfirhalningu en áður hefur verið gerð útgáfa af Hovet over Vannet og í maí verður end- urgerð myndarinnar Insomnia eftir Erik Skjoldbjærg frumsýnd, en þar fara Al Pacino, Robin Williams og Hil- ary Swank með aðalhlutverk. HIN lofi hlaðna mynd frá Noregi, Elling, er nú á leið í víking til Ameríku. Það er enginn annar en Sigurjón Sighvatsson, sem keypt hefur réttinn á að búa til banda- ríska útgáfu af þessari óskarstilnefndu mynd sem Petter Næss leikstýrir. Sigurjón er þegar farinn á stúfana í leit að leikurum og leikstjóra en norsk blöð eru hins vegar mikið að velta því fyrir sér hver muni fara í föt þeirra Svens Nordins og Pers Chr. Ellefsens, sem leika geðrösk- uðu hetjurnar í upprunalegu myndinni. Frændur okkar Norðmenn rýna nú í kvikmyndasöguna og líta til frægra leik- ara sem farið hafa með rullur manna sem ekki hafa verið með allar skrúfur þéttbolt- aðar. Atriði úr Elling. Elling fer til Ameríku Sigurjón Sighvatsson endurgerir norska metaðsóknarmynd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.