Morgunblaðið - 13.04.2002, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 13.04.2002, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FORSÆTISRÁÐHERRAR Íslands og Noregs, Davíð Oddsson og Kjell Magne Bondevik, hittust á fundi í Ósló í gær þar sem þeir gerðu hvor öðrum grein fyrir stöðunni í Evr- ópuumræðum í heimalöndum sínum. Þeir voru sammála um að aðild að Evrópusambandinu, ESB, væri ekki á dagskrá hjá löndunum tveimur. Fram kom hjá Davíð að hann taldi líklegt að Ísland færi fram á tvíhliða viðræður við Evrópusambandið um svokallaða jafnvirðissamninga vegna stækkunar ESB og afleiðinga hennar fyrir Ísland, þ.e. niðurfell- ingar fríverslunarsamninga Íslands við þau ríki sem þá bætast í sam- bandið. Á blaðamannafundi í Ósló sagði Bondevik m.a. að enn hefði ekki ver- ið farið fram á slíkar tvíhliða við- ræður við ESB af hálfu Norðmanna, en það yrði gert. Túlkun sín væri, af samræðum við talsmenn ESB, að vel yrði tekið í slíka ósk. Í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð að þessi leið hlyti einnig að verða farin af hálfu Íslands. „Á með- an ekki fást viðurkenndar uppbætur á fríverslunarsamningum, sem úr gildi falla við stækkunina, er eðlilegt að ræða við Evrópusambandið um jafnvirðissamninga. Ég held að það sé mjög hagstætt fyrir Ísland að at- huga þetta líka þótt fyrsta krafan hljóti auðvitað að vera sú, sem utan- ríkisráðherra hefur verið að vinna að fyrir okkar hönd, að tryggja það að staða okkar eftir stækkun sam- bandsins verði ekki lakari. Það er reyndar einnig okkar mat að Evr- ópusambandinu sé skylt samkvæmt EES-samningnum að jafna þá stöðu þótt þeir kunni reyndar að hafa aðra skoðun á því. Ef þeim er það ekki skylt samkvæmt EES-samningnum er þeim það skylt á grundvelli sam- þykkta Alþjóða viðskiptastofnunar- innar, WTO,“ sagði Davíð. Ráðstefna um EES-samninginn Bryndís Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, var einnig stödd í Ósló í gær og átti þar fund með Jens Stoltenberg, for- manni þingflokks norska Verka- mannaflokksins. Ræddu þau einkum um Evrópumál. Var ákveðið að flokkarnir stæðu sameiginlega að ráðstefnu um framtíð EES-samn- ingsins, sem verður líklega í haust. Evrópumál rædd á fundi forsætisráðherra Íslands og Noregs í gær Viðræðna óskað við ESB um jafnvirðis- samninga SCANPIX Davíð Oddsson og Kjell Magne Bondevik fyrir fundinn í gær.  Evrópuaðild/4 Flokkarnir/6 ÁLAGNING lyfjaverslana hefur hækkað um 4–5% frá áramótum, segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ. „Hagstofan hef- ur reiknað út 9,3% hækkun á lyfja- verði frá áramótum. Sú hækkun skýrist ekki að öllu leyti af breyt- ingum á niðurgreiðslum Trygginga- stofnunar ríkisins á lyfjaverði. Krónan hefur styrkst verulega á tímabilinu og því er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, að álagn- ing lyfjaverslana hafi hækkað um 4–5% það sem af er þessu ári,“ seg- ir hann. Gylfi segir ennfremur að borist hafi ábendingar um að viðskipta- hættir séu mismunandi í lyfjaversl- unum, í kjölfar síðustu könnunar ASÍ á lyfjaverði á höfuðborgar- svæðinu sem birt var í Morgun- blaðinu 4. apríl síðastliðinn. Viðskiptamáti lyfjaverslana þarf að vera sýnilegri „Við höfum heyrt að sumstaðar séu í boði afsláttarkjör af grunn- verði fyrir trygga viðskiptavini. Við- skiptamáti lyfjaverslana þarf að vera sýnilegri í verðkönnunum ASÍ og því munum við óska eftir fundi með Samtökum verslunar og þjón- ustu. Ástæða þykir til þess að fara yfir aðferðafræðina sem notuð hef- ur verið við verðupptöku og meta hvort þurfi að taka upp skýrari vinnureglur í þessu sambandi.“ Gylfi segir ASÍ „ekki vilja lýsa því yfir að einhver fari með rangt mál“. „En þar sem tveir stærstu að- ilarnir í lyfsölu, Lyfja og Lyf og heilsa, eru komnir í hár saman vegna frétta af umræddri verðkönn- un er ástæða til þess að fara yfir að- ferðafræðina og ná meiri sátt um verðlagseftirlit.“ Álagning lyfja hækkað um 4–5% að mati ASÍ  ASÍ vill endurskoða/33 Í DAG mun Hringurinn afhenda Ás- geiri Haraldssyni, forstöðulækni Barnaspítala Hringsins, 50 milljónir króna til kaupa á rúmum og öðrum búnaði. Þá mun Hringurinn innan skamms afhenda forsvarsmönnum spítalans 100 milljónir til bygging- arinnar sem lofað var árið 1994, þeg- ar ríkið ákvað að reisa nýjan barna- spítala Hringsins. Spítalinn á einnig von á verulegri upphæð til tækja- kaupa frá Hringskonum á næstunni. „Markmið Hringsins var að hér risi sérhannaður og fullkominn barnaspítali sem væri ævinlega útbúinn bestu fáanlegum tækjum hverju sinni,“ segir Áslaug Björg Viggósdóttir, formaður Hringsins, en í dag eru liðin 60 ár frá því Hring- urinn ákvað að beita sér fyrir bygg- ingu barnaspítala og verður minning fyrsta formannsins, Kristínar Vídal- ín Jacobson, heiðruð af því tilefni. Þá verður í dag kynnt bók um sögu Hringsins en félagið fagnar aldarafmæli eftir tvö ár. Björg Ein- arsdóttir skráði söguna með aðstoð Valgerðar Kristjónsdóttur. Hringurinn afhendir Barna- spítalanum nær 200 milljónir  „Ávöxtur af…“/38 Fékk járnteina í gegnum lærið MAÐUR sem var við vinnu í nýbyggingu Lækjarskóla í Hafnarfirði fékk tvö steypu- styrktarjárn í gegnum annað lærið þegar hann féll niður stiga um hádegisbil í gær. Að sögn Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins stóðu járnin um 10–20 sentimetra út úr læri mannsins. Vinnufélagar hans höfðu skorið hann laus- an með logsuðutæki þegar slökkvilið kom á staðinn. Maðurinn var fluttur á slysa- deild en þar var óskað eftir aðstoð tækjabíls slökkviliðs- ins þar sem stytta þurfti járnin í fætinum til að hægt væri að taka röntgenmynd af áverkanum. Elling til Hollywood SIGURJÓN Sighvatsson hefur keypt rétt til endurgerðar á norsku kvikmyndinni Elling, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna á dögunum. Sigurjón hefur þegar hafist handa við að skipa leikara og leik- stjóra. Norðmenn velta hins vegar mikið vöngum yfir því hverjir skuli leika hlutverk hins skrautlega pars, Elling og Kjell Bjarne, og sýnist sitt hverjum í þeim efnum.  Elling/70 MERKI þess að bráðum komi betri tíð með blóm í haga sjást víða. Strákarnir í Ólafsvík hafa dregið fram hjólin og eru farnir að leika sér úti á peysunni þó varla sé veðrið nógu gott til að vera lengi úlpulaus. Morgunblaðið/Sverrir Vorboðar í Ólafsvík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.