Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 1

Morgunblaðið - 25.04.2002, Page 1
95. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 25. APRÍL 2002 Morgunblaðið/Ásdís Gleðilegt sumar „Ég hef ekki séð neinar sannanir um fjöldagrafir [í Jenín], ég hef engin gögn séð sem benda til að framin hafi verið fjöldamorð,“ sagði Powell fyrir þingnefnd Bandaríkja- þings í gær. Hann lýsti þó jafnframt þeirri skoðun sinni að hagsmunum Ísraela væri best borgið með því að þeir heimiluðu sendinefnd Samein- uðu þjóðanna að rannsaka verks- ummerki í borginni. Mubarak var afar harðorður í garð Ísraela. Sagði hann „villi- mannslegar og skipulagðar árásir“ Ísraela sýna algeran skort á frið- arvilja. „Í þetta skipti hefur Ísrael gengið alltof langt; bæði með um- sátri sínu um Fæðingarkirkjuna [í Betlehem] og með því að brjóta gróflega öll mannréttindi í bæjum og borgum Palestínumanna,“ sagði Mubarak. Solana hitti Arafat Palestínumenn lýstu óánægju sinni með þær tafir sem hafa orðið á för sendinefndar SÞ til Jenín og sökuðu þeir Ísraela um að reyna að draga úr trúverðugleika nefndar- innar. Palestínumenn segja Ísraela hafa myrt hundruð manna í flótta- mannabúðunum í Jenín en Ísraelar fullyrða að þar hafi fyrst og fremst fallið liðsmenn öfgahópa, sem kosið hafi að berjast til síðasta manns í stað þess að gefast upp er þeir fengu til þess tækifæri. Javier Solana, yfirmaður utanrík- ismála hjá Evrópusambandinu, fékk að hitta Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínumanna, í Ramallah í gær. Solana ræddi ekk- ert við fréttamenn en talsmaður hans sagði fundinn hafa verið gagn- legan. Var þar m.a. rætt um að- stæður Arafats sjálfs, en Ísraelsher hefur haldið honum í herkví um margra mánaða skeið. Þá ræddu þeir Arafat og Solana einnig umsát- ur Ísraelshers við fæðingarkirkju frelsarans í Betlehem. Tilraunir til að binda enda á um- sátrið í Betlehem báru ekki árangur í gær en um tvö hundruð Palest- ínumenn hafast við í kirkjunni, þar af talsverður fjöldi vopnaðra manna. Til skotbardaga kom og lést palestínskur byssumaður í gær- kvöld af sárum sem hann hlaut fyrr um daginn og þrír til viðbótar særð- ust. Þá létust fjórir Palestínumenn þegar Ísraelsher hélt áfram aðgerð- um sínum á Vesturbakkanum í gær- kvöld. Var fjórtán ára drengur þeirra á meðal. Colin Powell hvetur Ísraela til að heimila för sendinefndar SÞ til Jenín Segir skorta sannanir fyrir fjöldamorðum Jerúsalem, Betlehem. AFP. HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í gær að Ísraelar hefðu gengið alltof langt með hernaðaraðgerðum sínum á Vesturbakkanum og hann sakaði Ísraelsstjórn um að hafa reynt að eyða sönnunargögnum um „hroðalega glæpi“ í flóttamannabúðum Palestínumanna í Jenín. Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagðist hins vegar ekki hafa séð neinar sannanir um að fjöldamorð hefðu verið framin í Jenín. EDUARDO Duhalde, forseti Argent- ínu, reyndi í gær að afstýra stjórn- arkreppu í landinu eftir afsögn efna- hagsráðherra síns, Jorge Remes Lenicovs, sem varð til þess að allir aðrir ráðherrar stjórnarinnar buðust til að segja af sér. Remes – fimmti efnahagsráðherra Argentínu á jafnmörgum mánuðum – ákvað að láta af embætti eftir að þing- ið hafnaði tillögum hans um ráðstaf- anir til að afstýra hruni bankakerf- isins. Hann lagði meðal annars til að ríkisbankar yrðu sameinaðir og að þeir sem vildu taka út sparifé sitt fengju það greitt í skuldabréfum en ekki reiðufé. Háttsettur embættismaður í Buen- os Aires sagði að Duhalde hygðist stokka upp í stjórninni og breyta efnahagsstefnunni. Stjórnmálaskýr- endur sögðu að afsögn Remes væri mikið áfall fyrir Duhalde, sem stæði nú frammi fyrir miklu pólitísku um- róti, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann tók við forsetaembættinu af Fernando De La Rua, sem neyddist til að segja af sér eftir blóðugar götu- óeirðir vegna efnahagsþrenginganna. Hagfræðingar spáðu því að afsögn Remes yrði til þess að Argentína fengi ekki neyðaraðstoð frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, IMF, á næstunni. Sjóðurinn hefur sett það skilyrði fyrir aðstoðinni að komið verði á efnahags- umbótum sem hafa mætt mikilli and- stöðu á þinginu. Reynt að afstýra stjórnar- kreppu Buenos Aires. AP. FINNSKIR hægriöfgamenn til- kynntu í gær að þeir hygðust stofna flokk sem myndi reyna að koma manni á þing í næstu kosn- ingum, er verða á næsta ári. Hefði góður árangur Jean-Marie Le Pens í fyrri umferð forseta- kosninganna í Frakklandi um síðustu helgi orðið þeim hvatning til að láta til skarar skríða. „Það vantar svona flokk á stjórnmálasviðið í Finnlandi, það er ljóst,“ sagði Olavi Maeenpa- eae, borgarfulltrúi í Turku, þriðju stærstu borg Finnlands. „Nú er síðasta tækifærið að bjarga Finnlandi og finnsku sjálf- stæði, sem er að hverfa í Evrópu- sambandið, og finnskri menn- ingu, sem er ógnað af straumi innflytjenda og hnignun tungu- málsins,“ sagði Maeenpaeae. Í Finnlandi hefur hingað til ekki verið nein stjórnmálahreyf- ing á borð við Þjóðarfylkingu Le Pens í Frakklandi, eða Frelsis- flokk Jörgs Haiders í Austurríki. Íhaldssamasti flokkurinn er Þjóð- arbandalagsflokkurinn, hefð- bundinn borgaraflokkur. Finnland Hægriöfga- menn ætla á þing Helsinki. AFP. FRANSKI hægriöfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen fékk kuldalegar móttökur þegar hann mætti á fund Evrópu- þingsins í Brussel í gær til að flytja ræðu um átök Ísraela og Palestínumanna. Þegar hann reis úr sæti sínu til að flytja ávarpið stóðu tugir þing- manna upp, héldu á spjöldum með áletruninni „Non“, eða „Nei“, og púuðu á hann. Eftir ræðuna, sem tók mín- útu, hugðist Le Pen halda blaðamannafund en honum var aflýst af öryggisástæðum vegna mótmæla fyrir utan þinghúsið. Um 1.000 manns, aðallega námsmenn og félagar í mannréttindahreyfingum, tóku þátt í mótmælunum. Le Pen fær kaldar kveðjur í Brussel Reuters Hægriöflin/30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.