Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.04.2002, Qupperneq 1
95. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 25. APRÍL 2002 Morgunblaðið/Ásdís Gleðilegt sumar „Ég hef ekki séð neinar sannanir um fjöldagrafir [í Jenín], ég hef engin gögn séð sem benda til að framin hafi verið fjöldamorð,“ sagði Powell fyrir þingnefnd Bandaríkja- þings í gær. Hann lýsti þó jafnframt þeirri skoðun sinni að hagsmunum Ísraela væri best borgið með því að þeir heimiluðu sendinefnd Samein- uðu þjóðanna að rannsaka verks- ummerki í borginni. Mubarak var afar harðorður í garð Ísraela. Sagði hann „villi- mannslegar og skipulagðar árásir“ Ísraela sýna algeran skort á frið- arvilja. „Í þetta skipti hefur Ísrael gengið alltof langt; bæði með um- sátri sínu um Fæðingarkirkjuna [í Betlehem] og með því að brjóta gróflega öll mannréttindi í bæjum og borgum Palestínumanna,“ sagði Mubarak. Solana hitti Arafat Palestínumenn lýstu óánægju sinni með þær tafir sem hafa orðið á för sendinefndar SÞ til Jenín og sökuðu þeir Ísraela um að reyna að draga úr trúverðugleika nefndar- innar. Palestínumenn segja Ísraela hafa myrt hundruð manna í flótta- mannabúðunum í Jenín en Ísraelar fullyrða að þar hafi fyrst og fremst fallið liðsmenn öfgahópa, sem kosið hafi að berjast til síðasta manns í stað þess að gefast upp er þeir fengu til þess tækifæri. Javier Solana, yfirmaður utanrík- ismála hjá Evrópusambandinu, fékk að hitta Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínumanna, í Ramallah í gær. Solana ræddi ekk- ert við fréttamenn en talsmaður hans sagði fundinn hafa verið gagn- legan. Var þar m.a. rætt um að- stæður Arafats sjálfs, en Ísraelsher hefur haldið honum í herkví um margra mánaða skeið. Þá ræddu þeir Arafat og Solana einnig umsát- ur Ísraelshers við fæðingarkirkju frelsarans í Betlehem. Tilraunir til að binda enda á um- sátrið í Betlehem báru ekki árangur í gær en um tvö hundruð Palest- ínumenn hafast við í kirkjunni, þar af talsverður fjöldi vopnaðra manna. Til skotbardaga kom og lést palestínskur byssumaður í gær- kvöld af sárum sem hann hlaut fyrr um daginn og þrír til viðbótar særð- ust. Þá létust fjórir Palestínumenn þegar Ísraelsher hélt áfram aðgerð- um sínum á Vesturbakkanum í gær- kvöld. Var fjórtán ára drengur þeirra á meðal. Colin Powell hvetur Ísraela til að heimila för sendinefndar SÞ til Jenín Segir skorta sannanir fyrir fjöldamorðum Jerúsalem, Betlehem. AFP. HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í gær að Ísraelar hefðu gengið alltof langt með hernaðaraðgerðum sínum á Vesturbakkanum og hann sakaði Ísraelsstjórn um að hafa reynt að eyða sönnunargögnum um „hroðalega glæpi“ í flóttamannabúðum Palestínumanna í Jenín. Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagðist hins vegar ekki hafa séð neinar sannanir um að fjöldamorð hefðu verið framin í Jenín. EDUARDO Duhalde, forseti Argent- ínu, reyndi í gær að afstýra stjórn- arkreppu í landinu eftir afsögn efna- hagsráðherra síns, Jorge Remes Lenicovs, sem varð til þess að allir aðrir ráðherrar stjórnarinnar buðust til að segja af sér. Remes – fimmti efnahagsráðherra Argentínu á jafnmörgum mánuðum – ákvað að láta af embætti eftir að þing- ið hafnaði tillögum hans um ráðstaf- anir til að afstýra hruni bankakerf- isins. Hann lagði meðal annars til að ríkisbankar yrðu sameinaðir og að þeir sem vildu taka út sparifé sitt fengju það greitt í skuldabréfum en ekki reiðufé. Háttsettur embættismaður í Buen- os Aires sagði að Duhalde hygðist stokka upp í stjórninni og breyta efnahagsstefnunni. Stjórnmálaskýr- endur sögðu að afsögn Remes væri mikið áfall fyrir Duhalde, sem stæði nú frammi fyrir miklu pólitísku um- róti, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann tók við forsetaembættinu af Fernando De La Rua, sem neyddist til að segja af sér eftir blóðugar götu- óeirðir vegna efnahagsþrenginganna. Hagfræðingar spáðu því að afsögn Remes yrði til þess að Argentína fengi ekki neyðaraðstoð frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, IMF, á næstunni. Sjóðurinn hefur sett það skilyrði fyrir aðstoðinni að komið verði á efnahags- umbótum sem hafa mætt mikilli and- stöðu á þinginu. Reynt að afstýra stjórnar- kreppu Buenos Aires. AP. FINNSKIR hægriöfgamenn til- kynntu í gær að þeir hygðust stofna flokk sem myndi reyna að koma manni á þing í næstu kosn- ingum, er verða á næsta ári. Hefði góður árangur Jean-Marie Le Pens í fyrri umferð forseta- kosninganna í Frakklandi um síðustu helgi orðið þeim hvatning til að láta til skarar skríða. „Það vantar svona flokk á stjórnmálasviðið í Finnlandi, það er ljóst,“ sagði Olavi Maeenpa- eae, borgarfulltrúi í Turku, þriðju stærstu borg Finnlands. „Nú er síðasta tækifærið að bjarga Finnlandi og finnsku sjálf- stæði, sem er að hverfa í Evrópu- sambandið, og finnskri menn- ingu, sem er ógnað af straumi innflytjenda og hnignun tungu- málsins,“ sagði Maeenpaeae. Í Finnlandi hefur hingað til ekki verið nein stjórnmálahreyf- ing á borð við Þjóðarfylkingu Le Pens í Frakklandi, eða Frelsis- flokk Jörgs Haiders í Austurríki. Íhaldssamasti flokkurinn er Þjóð- arbandalagsflokkurinn, hefð- bundinn borgaraflokkur. Finnland Hægriöfga- menn ætla á þing Helsinki. AFP. FRANSKI hægriöfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen fékk kuldalegar móttökur þegar hann mætti á fund Evrópu- þingsins í Brussel í gær til að flytja ræðu um átök Ísraela og Palestínumanna. Þegar hann reis úr sæti sínu til að flytja ávarpið stóðu tugir þing- manna upp, héldu á spjöldum með áletruninni „Non“, eða „Nei“, og púuðu á hann. Eftir ræðuna, sem tók mín- útu, hugðist Le Pen halda blaðamannafund en honum var aflýst af öryggisástæðum vegna mótmæla fyrir utan þinghúsið. Um 1.000 manns, aðallega námsmenn og félagar í mannréttindahreyfingum, tóku þátt í mótmælunum. Le Pen fær kaldar kveðjur í Brussel Reuters Hægriöflin/30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.