Morgunblaðið - 28.05.2002, Side 26

Morgunblaðið - 28.05.2002, Side 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍGAUNASVEITIN Tarafde Haidouks hefur svosannarlega slegið í gegnhér á landi líkt og annars staðar í Vestur-Evrópu og víða um heim reyndar. Plötur hljómsveit- arinnar hafa selst bráðvel og svo mikil eftirspurn var eftir miðum vegna fyrirhugaðra tónleika hennar á Listahátíð í Reykjavík að bæta þurfti við tvennum aukatónleikum. Þannig leika sígaunarnir knáu á Hótel Íslandi í kvöld, sem eru auka- tónleikar, á morgun og á fimmtu- dag, sem eru einnig aukatónleikar. Uppselt er á tónleikana miðvikudag og fimmtudag, en víst eitthvað eftir af miðum á þriðjudagstónleikana þegar þessi orð eru skrifuð. Sígaunar ekki í miklum metum Sígaunar eru almennt ekki í mikl- um metum í Evrópu og jafnan finna menn þeim allt til foráttu. Þeir hafa þó gegnt mikilvægu hlutverki í varðveislu evrópskra tónlistarsögu, því þjóðleg tónlist hefur lifað í þeirra fórum þótt hún hafi látið und- an síga annars staðar. Á fyrri öldum sóttu tónskáld oft innblástur til sí- gauna og ungverska tónskáldið Béla Bartók sagði að sígaunarnir sem hann kynntist væru ekki að leika sí- gaunatónlist, þeir væru að leika ungverska tónlist. Indverski tónlistarmaðurinn Zak- ir Hussain hefur meðal annars lýst sígaunum svo að þeir séu eins og bý- flugur sem fari um allan heim að safna frjói án þess að hirða um ann- að en tónlistarlegt gildi og frjóvga síðan eigin tónlistarblóm. Þannig hafi þeir borið indverskar tónlistar- hefðir með sér til Afganistan, Líb- anon og Suður-Rússlands fyrir hundruðum ára eins og sjá megi stað enn þann dag í dag. Segja má að tíminn hafi nánast staðið í stað undir kommúnistum í Austur-Evrópu því þjóðfélagsþróun var þar mun hægari en vestar í álf- unni. Þrátt fyrir það lét þjóðleg tón- list undan síga þar eins og annars staðar, laut í gras fyrir alþjóðlegu poppi og sölumennsku. Svo fór einn- ig með sígauna í Rúmeníu, en þeir eru hvergi fjölmennari, ungmenni í þeirra hópi vildu ekki spila „gam- aldags“ tónlist á við þá sem for- eldrar þeirra og forfeður höfðu hlustað á, þau vildu Michael Jack- son. Spilað fyrir aðalsmenn og konunga Tónlistarmenn meðal rúmenskra sígauna kallast lautari en þann titil báru þeir sem spiluðu fyrir að- alsmenn og konunga í Grikklandi og Tyrklandi fyrir langa löngu. Við hirðirnar nutu sígaunar frá Rúmen- íu og Moldovu mestrar virðingar fyrir spilamennsku sína, en þegar menn nenntu ekki lengur að vera fastir við hirðina, féllu í ónáð eða ný- ir menn tóku einfaldlega við héldu þeir heim á leið og kenndu ungum tónlistarmönnum, léku í brúð- kaupum eða við skemmtanir al- mennt. Þótt hirðirnar séu löngu horfnar eru menn enn að leika við hátíðleg tækifæri, fara þorp út þorpi að spila, en heldur hefur þeim fækk- að með árunum sem það gera og fáir bæst við. Lautari kennir syni sínum eða ná- frændum að leika á hljóðfæri og skilar til viðkomandi söngvaarfinum sem hefur þannig gengið mann fram af manni í aldir. Börn lautari læra jafnan á mörg hljóðfæri þótt þau velji sér eitt aðalhljóðfæri. Hluti af þjálfuninni er að viðkomandi lærir að spila í hljómsveit, taraf, en þær eru misstórar og síbreytilegar, enda skipað í þær eftir því hvað á að spila og hvað sá getur borgað sem bað um spilamennskuna. Orðið taraf er komið úr arabísku og segir sitt um áhrif úr tyrkneskri og arabískri tón- list sem heyra má í mörgum lögum og söngstíl. Menn vinna sig upp inn- an taraf-sveitar, byrja sem undir- leikarar en fá síðan að stíga fram í sviðsljósið eftir því sem getan leyfir, en draumurinn er vitanlega að ná þeirri færni að viðkomandi kemur sér upp eigin taraf-sveit. Til að ná því stigi verður hann þó ekki bara að geta leikið á ólíkar gerðir hljóð- færa heldur verður hann að vera framúrskarandi á að minnsta kosti eitt, geta leikið grúa laga í óteljandi stílbrigðum, hafa það tóneyra að nóg sé fyrir hann að heyra lag einu sinni til að geta spilað það og kennt öðrum og svo má telja. Hljómsveitin frá Clejani Tónlistarhefðinni svipar saman milli sígaunahópa en hefur þó sín héraðssérkenni, lagasafn eða spila- stíl, og sum héruð eru frægari en önnur fyrir tónlistarhefð sína og framúrskarandi tónlistarmenn. Skammt suður af Búkarest, höf- uðborg Rúmeníu, er þannig þorp eitt sem kallast Clejani og hefur löngum verið frægt fyrir tónlist- armenn sína. Þar starfaði löngum sí- gaunasveit sem kallaðist Taraf de Clejani, eða bara Hljómsveitin frá Clejani, og varð svo fræg að komast á disk með sígaunatónlist sem Ocora, útgáfa franska ríkisútvarps- ins, gaf út. Sá diskur varð þó ekki til að gera sveitina ýkja fræga og áhugaleysi ungmenna í þorpinu um að tileinka sér tónlistararf forfeðr- anna, síversnandi efnahagsástand í Rúmeníu og aldur og almenn þreyta varð til þess að leiðtogi Taraf de Clejani, Nicolae Neacsu, lagði fiðl- una á hilluna og bjó sig undir að deyja. Ocora-diskurinn átti þó eftir að gera sveitinni gott því vestur í Belg- íu voru tveir ungir Ungverjar, Stéphane Karo og Michael Winter, að róta í plötum í safnarabúð að leita að tónlist fyrir hljómsveit sína sem lék arabíska tónlist. Þeir rákust á diskinn og leist svo vel á hann að Karo ákvað að eyða sumarfríinu sínu í að fara til Rúmeníu og freista þess að hafa upp á hljómsveitinni. Þar fann hann fyrir Neacsu sem sat í einsherbergis torfkofa sínum og beið dauðans. Neacsu leist í fyrstu ekkert á þennan belgíska furðufugl sem kominn var svo langan veg til þess eins að heyra hann spila en kallaði saman nokkra ættingja sína og hélt tónleika fyrir gestinn sem Karo hljóðritaði. 200 tónlistarmenn Upptakan varð þeim félögum Winther og Karo hvatning til að snúa aftur til Rúmeníu eftir að Ceausescu var steypt af stóli og eyddu sumrinu 1990 meira og minna í Clejani að hlusta á tónlist en í þorpinu voru um 200 tónlistarmenn þegar grannt var skoðað. Þeim fannst tónlistin svo ævintýraleg að þeir ákváðu að koma sveit Neacsus í tónleikaferð um Evrópu, gáfu henni nafnið Taraf de Haidouks, en Haid- ouk er göfugur stigamaður, eins- konar Hrói Höttur rúmeskra þjóð- sagna. Alls fóru ellefu manns í ferðina á aldrinum frá þrettán ára fram á átt- ræðisaldur og gekk svo vel að belg- íska plötuútgáfan Crammed Discs gerði útgáfusamning við sveitina og gaf út fyrstu plötuna 1991, Musique Des Tziganes De Roumanie. Sú plata mokseldist og segja má að þar með hafi verið hafin ævintýrasaga Taraf de Haidouks sem ekki sér fyr- ir endann á, en meðal annars hefur sveitin leikið inn á plötu með Kronos kvartettinum og í einkasam- kvæmum Johnny Depp. Plata núm- er tvö, Honourable Brigands, Magic Horses and Evil Eye, kom svo út 1994, Dumbala Dumba 1998 og Band of Gypsies á síðasta ári. Hefðin er deyjandi Vinsældirnar utan heimalandsins hafa gert liðsmönnum Taraf kleift að framfleyta stórum fjölskyldum, en þeir njóta enn takmarkaðrar virðingar í heimalandinu líkt og sígaunar almennt. Það er líka erfitt að lifa í Rúmeníu, efnahagur lands- ins í rúst en það sem er kannski meira um vert, hefðin sem þeir byggja á er deyjandi, ungt fólk í Clejani hefur ekki áhuga á gamalli tónlist, það vill hlusta á popptónlist. Þeir sem enn eru að myndast við að spila þjóðlega tónlist hafa líka tekið upp nýja tækni sem breytir tónlist- inni talsvert, í stað hefðbundinna hljóðfæra koma hljóðgervlar, hljóm- borð og tölvur, tölvan sér um bass- ann, harmonikkuna, og symbalon- slaghörpu og þá þarf bara einn eða tvo til viðbótar til að spila fiðluna og syngja. Áherslur hafa reyndar líka breyst í tónlist Taraf de Haidouks í takt við sífelldar tónleikaferðir. Þeir standa þó enn föstum fótum í sígaunahefð- ini frá Clejani en eru búnir að skapa sér sérstakan stíl, bæta við áhrifum víða að til að krydda og skreyta sem gerir tónleika með sveitinni enn skemmtilegri fyrir vikið. Sígaunarnir frá Clejani Morgunblaðið/Golli Sígaunasveitin Taraf de Haidouks komin til Íslands. Svo mikill áhugi er fyrir tónleikum hennar að bæta þurfti við tvennum aukatónleikum. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld og síðan miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Sígaunahljómsveitin Taraf de Haidouks er komin hingað til lands til að leika á þrenn- um tónleikum. Árni Matthíasson segir frá tilurð hljómsveitarinnar og hefðinni sem hún er sprottin úr. KÍNVERSK myndlist er sjaldan nefnd í umræðu um þróun nútíma myndlistar, enda var hún ósýnileg vestrænum listunnendum meiri hlutann af tuttugustu öldinni. Á tí- unda áratugnum fór aftur á móti að bera á nokkrum kínverskum listamönnum sem höfðu lifað bernskuár sín þegar menningar- byltingin stóð yfir. Þessir lista- menn unnu ádeilin verk um kín- verskan veruleika og nýttu sér hefðir vestrænnar myndlistar. Á meðal þeirra voru málararnir Fang Lijun, Yue Minjun, Yang Shaobin, Guo Wei, Liu Ye og Zhang Xiaog- ang, en þeir eiga allir verk á sýn- ingunni Kínversk samtímalist sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Verkin eru í eigu listaverkasafn- arans Fred Leferink, en hann hef- ur safnað málverkum eftir kín- verska listamenn í 7 ár. Fang Lijun á flest verk á sýning- unni, eða 12 af 26. Hann tilheyrir hópi listamanna í Kína sem kallast Popi og stendur fyrir kaldhæðið raunsæi. Kaldhæðni Lijun felst meðal annars í því að nota sams- konar stílbrigði og voru í áróðurs- málverkum í menningarbylting- unni, en myndmál sem bendir til þrár eftir frelsi. Þ.e. manneskja (hann sjálfur) að baða sig í vatni, blómum eða sólargeislum. Við skoðun sýningarinnar er rétt að hafa í huga að eigandi verkanna er hollenskur, því margt í kín- versku málverkunum minnir á hol- lenska málarahefð. Helst eru það verkin eftir Liu Ye. Hann á fimm málverk á sýningunni sem öll hafa tilvitnun í verk hollenska málarans Piet Mondriaan, eins brautryðj- enda í abstrakt geometríu módern- ismans. Tilvitnanirnar eru mis áberandi og birtast mér bæði sem ádeila á kínverska listasögu, þ.e. afneitun þeirra á módernismanum, og sem hrifning Ye á verkum Mondriaan. Yue Minjun á einnig fimm verk á sýningunni. Hann hef- ur vakið athygli síðastliðin ár fyrir að mála klóna sjálfs sín. Sérkenni klónanna eru hláturmildi og 32 framtennur. Yang Shaobin á tvö verk á sýningunni. Hann er þekkt- ur fyrir málverk af lemstruðum og lekandi líkömum sem táknmyndir fyrir innra ástand manna. Guo Wei og Zhang Xiaogang eiga eitt mál- verkið hvor. Guo Wei vinnur gjarn- an í seríum og er verk hans, „Moskító og mölfluga“, eflaust tek- ið úr slíku samhengi. Málverk Zhang Xiaogang er sérlega fallegt. Það nefnist „Félagi“ og er portrett af ungum meðlimi í kínverska kommúnistaflokknum. Þótt listaverkasöfnun Leferink sé til fyrirmyndar þá er safn hans ekki tilbúið undir svo stóra sýn- ingu sem vestursalur Kjarvals- staða býður upp á. Eðlilega hefði sýningarnefnd í samvinnu við Lef- erink átt að geta valið úr verkum. Þess í stað er allt safn hans til sýn- is og hluti sýningarsalarins er lok- aður af með fölskum veggjum vegna þess að verkin 26 nýta ekki upprunalegt veggplássið. Fang Lij- un á það mörg verk á sýningunni að hinir listamennirnir falla í skugga hans og sannfærandi mynd af kínverskri samtímalist næst því ekki. Í raun er yfirskrift sýning- arinnar frekar villandi þar sem ein- ungis er um frásagnar-málverk, tréristur og blýantsteikningu að ræða, en það er margt annað áhugavert að gerast í kínverskri samtímalist. Hér er þó ekki við listamennina að sakast né Leferink, heldur hefðu umsjónarmenn sýningarinn- ar átt að gæta betur að því undir hvaða formerkjum þeir væru að setja hana upp og hvort stærsti listsýningarsalur landsins væri hentugur fyrir listaverkasafn Le- ferinks. Kaldhæðið raunsæi og vel tenntir klónar Jón B.K. Ransu MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Sýningin er opin daglega frá kl. 10–17, miðvikudaga 10–19. Sýningin stendur til 2. júní. KÍNVERSK SAMTÍMALIST Verk eftir Fang Lijung. Listasafn Íslands Harpa Þórs- dóttir verður með leiðsögn um sýn- inguna Hin nýja sýn, kl. 12.10–12.40. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.