Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KAJAKRÆÐARI á fertugsaldri sem mikil leit var gerð að í gær og fyrrinótt fannst látinn í sjónum skammt suður af Flateyjardal um tvöleytið í gær. Maðurinn er talinn hafa lagt upp frá dalnum síðdegis á fimmtudag. Hann var einn á ferð. Umfangsmikil leit hófst að honum um miðnætti á fimmtudag. Skv. upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík hafði maðurinn sagst ætla að fara á Flateyjardal og róa kaj- aknum þar fyrir utan. Ætlunin var að hann kæmi til Akureyrar um klukkan 20 um kvöldið en þegar ekk- ert spurðist til hans á tilgreindum tíma var farið að grennslast fyrir um hann. Eftir að bíll hans fannst í mynni Flateyjardals var lögreglu gert viðvart. Lögreglan á Akureyri fékk til- kynningu um að mannsins væri saknað um klukkan 23.40 á fimmtu- dagskvöld og lét lögregluna á Húsa- vík þegar vita enda er leitarsvæðið í umdæmi lögreglunnar þar. Björgun- arsveitir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu voru kallaðar út um miðnætti og fór björgunarhraðbátur björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík strax til leitar. Fljótlega bættist við björgunarhraðbátur frá Árskógsströnd auk björgunarskips frá Siglufirði og síðar frá Raufar- höfn. Í fyrstu beindist leitin að Flat- eyjarsundi og nágrenni en leitar- svæðið var fljótlega stækkað og náði það allt frá Grenivík til Tjörness. Um nóttina bættust þrjár trillur frá Húsavík í hópinn en alls tóku um 12 bátar og skip þátt í leitinni. Haft var samband við Landhelgisgæsluna til að kanna hvort mögulegt væri að fá þyrlu til leitar en þar sem flugáhafn- ir gæslunnar voru uppteknar í öðr- um verkefnum var ákveðið að Flug- málastjórn sendi flugvél sína til leitar. Allar fjörur á svæðinu voru leitaðar af sjó og úr lofti. Um klukkan 6.30 sást til kajaksins úr flugvél Flugmálastjórnar. Hann hafði þá rekið undan vestanvindi og var kominn um 2 km vestur af Lund- ey á Skjálfanda. Kajakinn var mann- laus en á réttum kili. Í framhaldinu hófu um 20 björgunarsveitarmenn leit í fjörum við Flateyjardal, í botni Skjálfanda og á Tjörnesi. Fjörur voru einnig leitaðar af sjó og leit- arskip og -bátar mynduðu leitarlínu frá Lundey og stefndu í átt að Flat- eyjardal. Flugvél frá Mýflugi var einnig við leit og undir hádegi kom þyrla frá danska varðskipinu Vædderen á svæðið. Staðkunnugur björgunarsveitarmaður var í þyrl- unni til að aðstoða áhöfnina. Um tvöleytið fannst maðurinn lát- inn í sjónum fyrir utan Bríkursker, um 4 km frá landi. Sigurður Brynj- úlfsson, yfirlögregluþjónn, segir ekkert vitað um orsakir slyssins. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Umfangsmikil leit úr lofti, á sjó og landi við Skjálfandaflóa Kajakræðari fannst látinn í sjónum Ljósmynd/Skarpur/AGGI Björgunarsveitarmenn halda frá Húsavík til leitar á Skjálfanda.                                          !     "   #                   ! "#          $  $ $  %   ! &!'(  )$  $ *   $   $+ ,  -  Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isOliver Kahn bjartsýnn fyrir hönd Þjóðverja/B4 Ívar búinn að semja við Úlfana/B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r29. MAÐUR, kona og fjögurra ára son- ur þeirra sluppu ómeidd þegar efri hæð íbúðarhúss þeirra á Vopnafirði eyðilagðist í eldsvoða í fyrrinótt. Þau vöknuðu við sprengingar í sjónvarpinu og þegar húsbóndinn kom að tækinu stóð eldtunga upp úr því og svartan reyk lagði frá því. Slökkviliðið var komið á staðinn um 5–8 mínútum eftir að útkall barst. „Þetta var frekar óskemmtileg lífsreynsla,“ sagði Steinunn Lund í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún hafði lagst til svefns um klukk- an eitt eftir miðnætti en um klukku- stund síðar heyrði hún litla spreng- ingu. „Ég var ekki viss um hvað þetta væri, enda erfitt að átta sig á slíku þegar maður er milli svefns og vöku. Ég var ekki viss hvort þetta væri hljóð frá bíl eða inn- brotsþjófi,“ segir hún. Eftir að hafa heyrt aðra sprengingu fór mað- urinn hennar, Valdimar Sveinsson, til að kanna hverju þetta sætti. Húsið er steinsteypt og á tveimur hæðum. Uppi er eldhús og stofa en svefnherbergin eru öll á neðri hæð- inni. Þegar Valdimar kom upp í stofuna sá hann hvar eldtunga reis upp úr sjónvarpinu og teygði sig til lofts. Hann kallaði á Steinunni og sagði henni að drífa sig út með son þeirra en reyndi sjálfur að slökkva eldinn með því að skvetta á hann vatni. Það gekk ekki og svartur reykur gaus upp frá sjónvarpinu. Eldurinn náði fljótlega að læsa sig í viðarklætt loftið og í sófa sem stóð þar skammt frá. Valdimar sá að honum myndi ekki takast að slökkva eldinn og flýtti sér út. „Ég held að þetta hafi allt brunnið á 15– 20 mínútum, þetta gerðist mjög hratt,“ segir hann. Það voru sprengingarnar frá sjónvarpinu sem vöktu þau en ekki reykskynjari sem þó er í húsinu. Valdimar segir að hann hafi verið tekinn úr sambandi í fyrradag en gleymst hafði að setja hann aftur í samband. Þetta sýni mikilvægi þess að ganga úr skugga um að reyk- skynjarinn sé örugglega virkur. Steinunn hringdi þegar í Neyð- arlínuna þegar ljóst var að eldur hafði brotist út á efri hæðinni. Hún tók síðan fjögurra ára gamlan son sinn með sér og fór með hann til ná- granna. Aðspurð segir hún að syn- inum hafi brugðið en verið fljótur að jafna sig en hann fékk að horfa á teiknimyndir hjá nágrannanum. Ætluðu að flytja í næstu viku Eins og fyrr segir er efri hæð hússins ónýt og miklar vatns- skemmdir urðu á neðri hæðinni. Það var lán í óláni að fjölskyldan ætlaði að flytja frá Vopnafirði til Egilsstaða í næstu viku og hafði Steinunn pakkað talsverðu af per- sónulegum munum ofan í kassa. Þeir sluppu en innbúið og fatnaður er ýmist ónýtur eða mikið skemmd- ur. Eldurinn kviknaði frá nýlegu sjónvarpstæki en þau Steinunn og Valdimar höfðu slökkt á því með fjarstýringu en ekki með því að ýta á straumrofann. Steinunn segist undrandi á því að ekki sé hægt að framleiða öruggari sjónvarps- viðtæki. Næst verði þau örugglega með fjöltengi sem hægt er að rjúfa strauminn af með því að ýta á hnapp. Björn Heiðar Sigurbjörnsson, slökkviliðsstjóri á Vopnafirði, var að vonum ánægður með viðbragðs- tíma slökkviliðsmanna enda liðu ekki nema 5–8 mínútur frá útkalli þar til þeir voru komnir á staðinn. Í þann mund sem þeir komu að hús- inu sprungu tvær rúður á efri hæð- inni og eldtungurnar teygðu sig út um gluggana. Björn segir að þetta hafi litið illa út en sem betur fer hafi íbúarnir verið komnir út úr húsinu. Slökkvi- starf gekk vel. Fjölskylda slapp ómeidd úr eldsvoða á Vopnafirði Vöknuðu við spreng- ingar í sjónvarpinu Ljósmynd/Finnur Dýrfjörð Steinunn Lund, Valdimar Sveinsson og sonur þeirra sluppu ómeidd úr eldsvoðanum á Vopnafirði í fyrrinótt, en mikið tjón varð á húsinu. Þyrla afturkölluð þegar klukkustundarflug var að rússneskum togara Kannað hvort ástæða var fyrir beiðni ÞYRLUÁHÖFN Landhelgisgæsl- unnar var í viðbragðsstöðu frá kl. 20 í fyrradag til kl. 4 um nóttina vegna beiðni frá rússneskum togara um að alvarlega veikur sjómaður yrði sótt- ur. Landhelgisgæslan kannar nú hvort upphaflega hafi verið ástæða til að óska eftir þyrlu. Beiðni um aðstoð barst frá rúss- neska togaranum Afanasiev þar sem hann var staddur á úthafskarfamið- unm á Reykjaneshrygg. Sigurður Steinar Ketilsson, yfirmaður gæslu- framkvæmda, segir að þyrluáhöfnin hafi þegar verið kölluð út og und- irbúningur hafinn að björgunarflugi. Nokkru síðar upplýsti skipstjórinn að svartaþoka væri á miðunum og þar af leiðandi ómögulegt að fljúga að togaranum Undir hádegi létti þokunni en vegna hvíldarákvæða flugmanna Landhelgisgæslunnar var ákveðið að þyrla varnarliðsins myndi sinna út- kallinu. Sigurður tekur skýrt fram að hvíldartímaákvæði komi aldrei í veg fyrir að neyðarútköllum sé sinnt. Þegar hún átti eftir um hálfrar klukkustundar flug að togaranum afturkallaði skipstjórinn beiðni um aðstoð og óskaði þess í stað eftir því að hafnsögubátur kæmi til móts við skipið í Hafnarfirði og flytti skip- verjann í land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.