Morgunblaðið - 29.06.2002, Síða 24
NEYTENDUR
24 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HEILSA
H
ÚÐKRABBAMEIN
er algengast allra
krabbameina á Ís-
landi. Á hverju ári
greinast rúmlega
200 tilfelli og hefur tíðnin marg-
faldast á síðustu 20 árum. Slík þró-
un hefur átt sér stað víðast hvar í
heiminum og er talað um „far-
aldur“ í þessu sambandi.
Forvarnir snúast fyrst og
fremst um að verja húðina fyrir þekktum áhættuþáttum. Þar sem sólin og út-
fjólubláir geislar hennar eru helsti orsakavaldurinn skiptir mestu að hlífa
húðinni og forðast óhóflega geislun. Óhófleg geislun á húðina getur valdið
m.a. freknum, litabreytingum, öldrunarbreytingum, hrukkum, útvíkkuðum
æðum, frumubreytingum og húðkrabbameinum.
Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:
Forðist hádegissólina. Þá eru sólargeislarnir sterkastir. U.þ.b. 60% af sól-
arhrings-geisluninni verður milli kl. 11 og 15.
Hlífið húðinni. Notið hatt eða derhúfu og verið í bol ef þið eruð lengi úti.
Gerið að vana: Notið sólvörn með sólvarnarstuðli (SPF) 15 eða hærri. Best
er að bera sólvörnina á 15–30 mínútum áður en farið er í sólina. Munið að
bera aftur á húðina (á u.þ.b. 2 klst. fresti) ef þið eruð lengi úti, einkanlega
ef verið er í íþróttum þar sem húðin svitnar, t.d. á göngu, í leikjum, golfi
eða sundi. Jafnvel þótt sólvörn sé með vatnsvörn getur hún nuddast af
húðinni.
Skugginn. Erlendis er mikilvægt að hlífa húðinni líka með því að leita í
skuggann, t.d. undir sólhlíf eða tré.
Breyting á blettum. Verið vakandi fyrir húðblettum sem eru stækkandi,
hreistraðir, blæðandi eða taka að breytast í lögun eða lit.
Lærið að þekkja húðina. Skoðið húðina reglulega, helst mánaðarlega, með
tilliti til bletta og breytinga á þeim.
Munið! Sólin á Íslandi er ekki síður sterk en á suðlægari slóðum. Hér er
loftið tært og ómengað svo skaðlegu útfjólubláu geislarnir komast auð-
veldlega að húðinni. Vaxandi vinsældir útivistar í frítíma, t.d. göngur,
skíðaiðkun og golf, jafnt innanlands sem utan, auka verulega á heild-
armagn þeirrar geislunar sem við verðum fyrir. Íslendingar eru flestir
ljósir yfirlitum og því í mesta áhættuhópnum.
Börnin. Kennum þeim frá fyrstu tíð að verja húðina vel og forðast óhóflega
sól og ljósabekkjanotkun. Þannig getum við vonast til þess að lækka tíðni
banvænna sjúkdóma eins og sortuæxlis síðar meir.
Húðkrabbamein eru auðlæknanleg ef þau uppgötvast snemma. Þar sem
æxlin eru sýnileg berum augum á að vera auðvelt að greina þau í tæka tíð,
haldi fólk vöku sinni. Leitið læknis ef þið sjáið grunsamlega bletti og gerið
allt sem þið getið til þess að verja húðina fyrir sólargeislunum.
Allir vilja geta notið sumars og sólar. Með því að nota skynsemina og fara
eftir ráðleggingum til þess að verja húðina geta allir unnið og leikið sér úti
við án þess að þurfa að hafa of miklar áhyggjur af húðkrabba eða hrukkum.
Upplýsingar í samantekt Kristínar Þórisdóttur, sérfræðings í húðsjúkdómum. –
Landlæknisembættið
Heilsan í brennidepli
Húðin og sólin
HEYRNIN er hverjum manni mik-
ilvæg. Ýmsar varnir eru fáanlegar
til þess að vernda heyrnina fyrir
óþarfa áreiti eða of miklum hávaða.
Þeir Friðrik Rúnar Guðmundsson
heyrnar- og talmeinafræðingur og
Einar Sindrason yfirlæknir á
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
rannsökuðu heyrn vélstjóra í sam-
vinnu við Vélstjórafélag Íslands og
komust að athyglisverðum niður-
stöðum. Morgunblaðið ræddi við
Friðrik um rannsóknina.
Stétt sem vinnur í hávaða
„Einar Sindrason yfirlæknir
hafði í langan tíma haft brennandi
áhuga á að rannsaka heyrn vél-
stjóra, því það er sú stétt sem hef-
ur unnið í mestum hávaða hér á
landi. Einar hafði samband við Vél-
stjórafélagið í þeim tilgangi að afla
okkur gagna um málið. Helgi Lax-
dal, formaður þess, brást ljúflega
við beiðni okkar, og bauð Vélstjóra-
félag Íslands styrk til verkefnisins
og þökkum við félaginu fyrir góða
samvinnu,“ segir Friðrik þegar
rætt er um tilurð rannsóknarinnar.
„Vitað er að fyrir um 1965 not-
uðu menn almennt ekki heyrnar-
hlífar, þær þekktust einfaldlega
ekki,“ útskýrir Friðrik. „Mörgum
þótti þetta pjatt í fyrstu og töldu
sig ekki fylgjast nógu vel með vél-
unum ef þeir væru með hlífar.“
Þeir Einar og Friðrik veltu fyrir
sér hvort yngri menn notuðu al-
mennt hlífarnar. „Einar taldi, mið-
að við þá vélstjóra sem hann hafði
skoðað, að yngri menn vissu nauð-
syn þess að nota hlífarnar í hávaða-
sömum aðstæðum. Ég hafði hins
vegar hitt fyrir yngri menn úr
þessari stétt með óvenju slæma
heyrn, og okkur langaði að komast
að hinu sanna.“ Rannsóknarefnið
varð til, eins og sjá má, af einlægri
forvitni sérfræðinganna á málefn-
inu. „Við vissum eðlilega að hér
væri um mikinn áhættuhóp í
heyrnartapi að ræða, og vegna erf-
iðra vinnuaðstæðna var líklegt að
finna marga með slæma heyrn.“
Nákvæmar rannsóknir gerðar
Sem fyrr segir leituðu Friðrik og
Einar til Vélstjórafélagsins um fé-
lagaskrá með lágmarks upplýsing-
um til þess að geta fundið góðan
rannsóknarhóp. „Við gerðum tilvilj-
unarúrtak eftir að við höfðum skipt
vélstjórunum eftir vinnustað og bú-
setu. Fundum við fyrst út jafna
hópa þeirra sem unnið höfðu á sjó
og í landi. Næst völdum við ein-
göngu úr hópi félagsmanna á svæð-
inu frá Sandgerði til Akraness, svo
að þeir ættu auðvelt með að heim-
sækja okkur til rannsóknarinnar.
Loks var þess gætt að aldurshópar
væru jafnir svo hægt væri að sjá
dreifingu heyrnarskaða miðað við
aldur félagsmanna.“
Viðbrögð við beiðni um rannsókn
voru mjög góð. „85,7% nýtilegs úr-
taks komu í mælingu, sem er ótrú-
Nauðsynlegt að
nota heyrnar-
hlífar í hávaða
SVEINN Kjartansson hefur sent
Halldóri J. Kristjánssyni banka-
stjóra Landsbankans greinargerð
vegna skírnargjafa til sona sinna
sem lagðar voru inn á sparisjóðs-
bækur í bankanum, annars vegar
fyrir 37 árum og 35 árum hins vegar.
„Sá eldri fékk sína sparisjóðsbók
með 500 króna innleggi 4. desember
1965 en hinn 28. mars 1967, einnig
með 500 króna innleggi og var það
bók með 10 ára bindingu enda nátt-
úrlega á miklu betri vöxtum. Báðar
bækurnar í Landsbanka Íslands,
Austurbæjarútibúi,“ segir Sveinn.
Hann segir ennfremur að þegar
hann var lítill hafi faðir sinn reynt að
kenna sér að spara og hvatt til þess
að leggja peningana sína á vexti á
sparisjóðsbók, í stað þess að eyða
þeim í karamellur, eins og hann tek-
ur til orða.
„Hann sagði mér ef Páll postuli
hefði lagt eina krónu í Landsbank-
ann áður en hann dó, þyrfti enginn
að vinna í heiminum, allir gætu lifað
af vöxtunum. Fram eftir aldri hafði
ég horn í síðu karlsins fyrir athug-
unarleysið.“
Auðævi með páskasteikinni
Eftir að hafa geymt skírnargjafir
sona sinna í öll þessi ár segir Sveinn
síðan að sér hafi komið til hugar að
„kanna auðæfi sona sinna og færa
þeim með páskasteikinni“.
„Hinn 18. mars síðastliðinn lagði
ég leið mína í nýja fína Landsbank-
ann í Hafnarfirði, hitti þar þjónustu-
fulltrúa, indæla konu, og bað hana að
gefa mér upp innstæðu þessara
bóka. Nú var ekki gaman lengur því
þær fundust ekki í tölvunni, svo hún
hringdi í sparisjóðsdeildina hjá LÍ á
Laugavegi 77 því þar hafði afi strák-
anna lagt inn. Þar fannst ekkert
heldur og var henni vísað á upplýs-
ingadeild en þar komum við líka að
tómum kofunum. Bað hún mig að
skilja bækurnar eftir hjá sér og sagði
að hún myndi hringja strax og hún
frétti eitthvað. Daginn eftir hringdi
hún og sagði að á eldri bókinni væru
193 krónur en af bindibókinni væri
ekkert að frétta. Sjö rúmhelgum
dögum síðar, hinn 26. mars, heim-
sótti ég hana og eftir nokkrar hring-
ingar fékk ég skriflegt svar hjá henni
að Landsbanki Íslands væri ekki enn
fær um að upplýsa um innstæðu bók-
arinnar. Hvað myndi Englandsbanki
segja? Daginn eftir hringdi hún þó
og gaf mér upp innstæðu, 248 krón-
ur,“ segir hann.
Sveinn hefur borið saman hvað
fékkst fyrir 500 krónur fyrir 35 árum
og innstæður bókanna í dag eftir að
hafa verið geymdar hjá Landsbanka
Íslands á vöxtum í rúm 35 ár, sem sjá
má í stærri töflunni hér á síðunni.
Hann segir kannski „yfirgrips-
mikið þekkingarleysi“ að trúa því
fornkveðna að græddur sé geymdur
eyrir en afréð að snúa dæminu við og
fá að vita hvað sonur hans þyrfti að
borga í dag hefði hann tekið 500
króna skuldabréfalán í desember
1965.
„Ég talaði við þjónustufulltrúann
og spurði hvort bankinn vildi reikna
þetta út fyrir mig. Hún sagði að það
myndi kosta eitthvað og bað ég hana
að finna þetta út. Eftir símtöl af og til
í þrjár vikur taldi ég að bankinn vildi
greinilega ekki sinna þessu. Sneri ég
mér því til Fjármálaeftirlitsins, en
þar var sama upp á teningnum. Fór
ég því til frænda míns, reiknimeist-
ara hins mesta, og reiknaði hann
þetta út fyrir mig,“ segir Sveinn enn-
fremur í greinargerð í fyrrgreindu
bréfi til bankastjóra Landsbankans.
Útreikninga á hugsanlegri skuld
við bankann fylgja hér fyrir neðan
textann.
Bréf til banka vegna 35
ára gamalla skírnargjafa
Bankinn skilar: Bankinn mundi vilja fá:
(nálgunarreikningur)
500 kr. skuldabréf 80.000 kr.
Mjólk 2,44 lítrum 1.000 lítra eða eitt tonn
Kótilettur 0,2 kg 82 kg
Brennivín 0,07 flöskum 28 flöskur
Á Sögu 1,73 sjússum 700 sjússa
Innlagt 4. desember 1965
Verðmæti þá Verðmæti í dag
500 kr. 193 kr.
Mjólk, verð á lítra 7,50 67 ltr Verð á ltr 79 2,44 ltr
Lambakótilettur
Verð á kg 86,95 5,75 kg Verð á kg 930 0,20 kg
Brennivín 0,70 ltr
Verð á flösku 252 1,98 fl. Verð á flösku 2.590 0,07 fl.
Verð á milliltr. 0,36 1.388 ml Verð á milliltr. 3,70 52 ml
30 milliltr. í sjússi á Sögu 46,26 sjússar 1,73 sjússar
Innlagt 28. mars 1967
Verðmæti þá Verðmæti nú
500 kr. 248 kr.
Mjólk, verð á lítra 8,70 57,47 ltr Verð á ltr 79 3,17 ltr
Lambakótilettur
Verð á kg 99,55 5,02 kg Verð á kg 930 0,26 kg
Brennivín 0,70 ltr 294 1,70 fl. Verð á fl. 2.590 0,09 fl.
Verð á milliltr. 0,42 1.190 ml Verð á ml 3,70 67 ml
30 milliltr. í sjússi á Sögu 39,66 sjússar 2,23 sjússar
OPNUÐ verður mánudaginn 1. júlí
klukkan 14 heimasíða hjá Árvekni,
átaksverkefni um slysavarnir
barna og unglinga, þar sem for-
eldrar og aðrir uppalendur geta
nálgast upplýsingar um slys á
börnum og unglingum. Á síðunni
eru til að mynda ítarlegar upplýs-
ingar um þroska og getu barna,
slys, heimilið og umhverfi þess, ör-
yggi barna í bílum, ferðalög með
börn og útivist, íþróttir og tóm-
stundir, daggæslu í heimahúsi og
aðra barnagæslu og leikskóla og
grunnskóla. Einnig eru á síðunni
gátlistar um slysagildrur á heim-
ilum, fyrir unga hjólreiðamenn,
um nýbyggingar, knapa og hest og
barnabílstóla.
Þá er bent á áhuga-
verðar heimasíður, ýmsa
bæklinga og rit og fréttir
sem og hvernig þeir sem
vilja senda Árvekni al-
mennan tölvupóst eða til-
kynna um slysagildru eða
slys eiga að bera sig að.
Herdís Storgaard,
framkvæmdastjóri Ár-
vekni, segir að við gerð
síðunnar hafi verið byrjað
á því að sinna foreldrum,
öfum og ömmum, því sá
hópur hringi mest í leit að
upplýsingum. „Við ein-
beitum okkur að heim-
ilinu og nánasta umhverfi
nú í sumar. Í haust þegar
skólarnir byrja og yfir vetr-
armánuðina verðum við
með efni sem því tengist.
Markmiðið er að draga út
tiltekið umfjöllunarefni á
hverjum árstíma, um þessar
mundir er það til að mynda
heitir pottar og hjól, þannig
að þeir sem nota síðuna fái
ítarlegri upplýsingar en
þessar stöðluðu sem alltaf
eru fyrir hendi á síðunni,“
segir hún.
Þá stendur til að forsíðan
verði fréttasíða með nýjustu
upplýsingum um tiltekið
efni, svo sem öryggismál.
Slóðin er www.arvekni.is.
Heimasíða fyrir upp-
alendur komin í gagnið
Morgunblaðið/Kristján
Árvekni opnar heimasíðu á mánudag þar sem er að finna ýmsar upplýs-
ingar um slys, þroska barna og unglinga og margt fleira.
Sveinn ber saman hvað fékkst fyrir 500 krónur fyrir 35 árum og hvað
fengist fyrir innstæður bókanna í dag.
Dæmi um hvað lántaki gæti þurft að greiða bankanum
hefði hann tekið 500 krónur að láni fyrir 37 árum.