Morgunblaðið - 29.06.2002, Síða 38
UMRÆÐAN
38 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
M
ARGIR Íslend-
ingar eru ennþá
reiðir. Það er
ekki allt gleymt
og grafið. Stjórn-
völd sýndu fádæma léleg vinnu-
brögð og hafa ekki enn leiðrétt
eða gefið skýringar á því sem
gerðist við heimsókn Kínaforseta
hingað til lands á dögunum. Þá
er átt við tilurð svörtu listanna
og meðferð á friðsömu mótmæla-
fólki.
Allsherjarnefnd Alþingis hefur
fundað, en þar fengust ekki full-
nægjandi skýringar. Ríkisstjórn-
inni finnst þetta tilhlýðilegt en
ekki stendur öll þjóðin á bak við
hana í því máli.
Mótmæli í nokkra daga er ekki
nóg ef ekkert
fylgir á eftir.
Almenningur
á ekki að
gleyma svo
glatt og eyða
atkvæðum
eftir því. At-
kvæðin eru
okkar tæki til að hafa áhrif. Við
eigum að stuðla að umræðu nú
fremur en nokkru sinni en ekki
láta málið deyja út eins og fleiri
á undan. Meiri umræða þarf að
fara fram á Íslandi um tjáning-
arfrelsið, framkomu stjórnvalda í
Kínaforsetamálinu, lýðræðið,
mótmælarétt og atkvæðisréttinn.
Margir íbúar Íslands mót-
mæltu um daginn sem betur fer.
Þetta er eitthvað nýtt á Íslandi,
hér hafa jú mótmælt framhalds-
skólanemendur og herstöðva-
andstæðingar en lítið umfram
það síðustu árin. Enda hélt for-
sætisráðherra því fram að mót-
mælendur við stjórnarráðið
hefðu verið unglingar og fjöl-
miðlamenn að búa til fréttir og
þeir sem rituðu nafn sitt undir
auglýsingu þar sem beðist var af-
sökunar á framferði íslenskra yf-
irvalda væru áskrifendur að mót-
mælalistum!
„En það er auðvitað umhugs-
unarefni að 500 til 600 manna vel
skipulagður hópur útlendinga
geti ákveðið að sækja landið
heim í þeim eina tilgangi að
breyta eða skaða verulega
ákvarðanir sem rétt kjörin
stjórnvöld hafa tekið og sett hér
allt á annan endann,“ sagði for-
sætisráðherra Íslands í viðtali í
þessu blaði fyrir viku. Hann hef-
ur ekki alla þjóðina á bak við sig
þegar hann segir þetta.
Og forsætisráðherra ræddi um
fleira í viðtalinu, t.d. Evrópu-
málin: „Ég hef enga trú á að
þjóðin muni hafa áhuga á að gera
Evrópumálin að kosningamáli.
Það munu sjálfsagt einhverjir
reyna það en ég tel að það séu
mörg brýnni mál sem ræða þarf í
kosningum en þetta.“ Og litlu
síðar: „Það vita það allir í dag að
næsta ríkisstjórn verður ekki
mynduð um Evrópusamstarfið.“
Og einnig: „Evrópusambandið er
eitthvert ólýðræðislegasta skrif-
finnskubákn, sem menn hafa
fundið upp...“
Evrópumálin verða að vera á
dagskrá og verða kosningamál í
alþingiskosningunum eftir ár, ef
kjósendur óska þess. Þeir ákveða
það en ekki forsætisráðherra.
Annað er vanvirðing við lýðræð-
ið, en það er svosem ekkert nýtt
þessa dagana.
Forsætisráðherra hélt því
fram í viðtalinu að Evrópu-
umræðan þyldi ekki dagsins ljós,
hann reyndi að hvetja til hennar
en aðrir brygðust ókvæða við.
Margir aðrir en forsætisráðherra
hafa hvatt til Evrópuumræð-
unnar og hún hefur þrátt fyrir
allt farið fram í vetur en betur
má ef duga skal.
Gerhard Sabathil, sendiherra
ESB á Íslandi og í Noregi, segist
ekki líta á ummæli forsætisráð-
herra þess efnis að Evrópusam-
bandið væri eitthvert ólýðræð-
islegasta skriffinnskubákn sem
menn hefðu fundið upp sem
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Íslands, heldur prívatskoðun for-
sætisráðherrans. Að mati Sabat-
hil er yfirlýsing forsætisráðherra
mjög hörð í ljósi þess að aðild-
arríki ESB eru rótgróin lýðræð-
isríki, eins og fram kom í viðtali
Ríkisútvarpsins við hann.
Sabathil segir það furðu sæta í
ljósi þessara ummæla að Ísland
geri samning við svo ólýðræð-
islega stofnun. Ísland er nefni-
lega aðili að samningnum um
evrópska efnahagssvæðið og
þannig í nánum tengslum við
„skriffinnskubáknið“.
Ólýðræðislegt skriffinnsku-
bákn væri fremur hægt að kalla
Kína sem forsætisráðherra og
aðrir yfirmenn Íslands hafa við-
urkennt með heimsókn Jiang
Zemin hingað til lands. Kalla
hefði mátt Ísland ólýðræðislegt
skriffinnskubákn nokkra daga í
júní þegar Falun Gong-fólki var
meinuð landvist og hindrað á för
sinni hingað til lands.
Í Osló voru mikil mótmæli í
vikunni, friðsamleg en fjölmenn
þar sem um 10 þúsund manns
gengu um götur borgarinnar
með mótmælaspjöld. Þar var
mótmælt alþjóðavæðingu og
starfsemi Alþjóðabankans. Full-
an rétt höfðu mótmælendur á
því.
Hvað gerist ef Alþjóðabankinn
fundar hér? Hvað hefði gerst ef
mótmælendur hefðu komið hing-
að í tengslum við NATO-
fundinn?
Íslendingar þurfa að líta í eigin
barm og bera sig saman við aðr-
ar lýðræðisþjóðir. Stöndum við
okkur? Eða stöndum við öðrum
að baki?
Grein Svanfríðar Jónasdóttur,
þingmanns Samfylkingarinnar, í
Morgunblaðinu á fimmtudag eru
orð í tíma töluð og ég geri loka-
orð hennar að mínum:
„Við hljótum að taka tillit til
þeirra breytinga sem eru að
verða og skoða stöðu okkar í
Evrópu og íhuga hvernig við
stöndum best vörð um félags-
kerfi okkar og menningu, íhuga
með hverjum við eigum helst
samleið. Og þótt einhverjum þyki
öryggi í því að hafa asklok fyrir
himin getum við ekki einungis
tekið þátt í alþjóðasamstarfi til
að verja efnahagslega hagsmuni
okkar gagnvart öðrum þjóðum.
Við hljótum líka að vilja vera
virkir þátttakendur í lýðræðis-
þróun Vesturlanda. Það er háttur
fullvalda þjóða.“
Gleymt og
grafið?
Kalla hefði mátt Ísland
ólýðræðislegt skriffinnskubákn nokkra
daga í júní þegar Falun Gong-fólki
var meinuð landvist og hindrað
á för sinni hingað til lands.
VIÐHORF
Eftir
Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur-
@mbl.is
ÞAÐ var eitt sinn
maður sem varð fyrir
því óláni að það sprakk
dekk hjá honum á
ferðalagi eftir sveita-
vegi. Hann var nú ekki í
sem bestu skapi eftir
þetta og ekki skánaði
nú viðhorfið þegar hann
komst að því að hann
var ekki með neinn
felgulykil. Álengdar sá
hann sveitabæ einn og
afréð að ganga þangað
og sjá hvort hann fengi
ekki lánaðan felgulykil.
Á leiðinni þangað fór
hann að tuða með sjálf-
um sér að bóndinn ætti
örugglega ekki til felgulykil og síðar
að bóndinn vildi örugglega ekki lána
honum felgulykil þó hann ætti einn
slíkan. Svo vel hafði honum tekist að
koma sér í þessa neikvæðu afstöðu að
þegar hann hafði kveðið dyra og
bóndinn opnaði tjáði hann felmtri
slegnum bóndanum fyrirfram ná-
kvæmlega hvað hann gæti gert við
þennan felgulykil sem hann vildi ekki
lána honum.
Svolítið á þennan veg finnst mér
umræðan um aðild að Evrópusam-
bandinu vera hér á landi. Forsætis-
ráðherra pantar skoðanakannanir
þar sem niðurstöður afskaplega leið-
andi spurninga eru notaðar til að
réttlæta að við ættum ekki einu sinni
að íhuga aðild að Evr-
ópusambandinu. Á
sama tíma eru samtök
hagsmunaaðila sem sjá
hag sínum best borgið
með aðild, að láta gera
skoðanakannanir á
svipuðum forsendum
en með allt öðrum nið-
urstöðum. Svo rammt
kvað að einmitt þessum
niðurstöðum að for-
sætisráðherra þurfi að
fara til Noregs til að róa
þarlenda ráðamenn
sem fannst einsýnt að
við mundum skilja þá
eina eftir með Lichten-
stein í EES, nokkuð
sem þeir gátu ekki hugsað sér.
Mér finnst sem þetta sé ekki bein-
línis uppbyggjandi umræða og
reyndar móðgun við kjósendur. Það
er svo greinlega verið að leiða kjós-
endur eins og sauðfé, í fyrirfram
ákveðin hólf, án þess að fyrir liggi
neinar forsendur fyrir téð sauðfé að
leita í slík hólf.
Enginn veit hverjar niðurstöður
aðildarviðræðna verða fyrirfram.
Það má vel vera að þegar þær liggja
fyrir verði þær felldar í þjóðarat-
kvæðagreiðslu en það er eins og eigi
að koma í veg fyrir þann möguleika
með því að leiða umræðuna út í fyr-
irfram gefnar niðurstöður. Það er al-
veg ljóst að aðild að Evrópusamband-
inu hefur mikla kosti og engu minni
galla í för með sér en við þurfum að
ákveða fyrst hvort við eigum að hefja
aðildarviðræður eða ekki. Við getum
ekki látið einstaka hagsmunaaðila
neita okkur um þau sjálfsögðu rétt-
indi að fá að meta það hvert fyrir sig,
hvort endanlegur samningur sé við-
unandi eða ekki.
Ef við ákveðum að hefja aðildar-
viðræður getur það tekið ár og jafn-
vel áratug áður en við höfum samn-
ing í höndunum sem við getum kosið
um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að því
leiðir að stjórnmálamenn og hags-
munaaðilar hafa nógan tíma til að búa
til fleiri leiðandi spurningar og fá
„hlutlausa“ aðila til að spyrja þeirra í
millitíðinni.
Eigum við þá ekki bara að kjósa
um aðildarviðræður í næstu kosning-
um í stað þess að kjósa um ímynd-
aðan aðildarsamning?
Guðjón Viðar
Valdimarsson
Höfundur er framkv.stj. dulkodun.is
ESB
Ef við ákveðum að hefja
aðildarviðræður, segir
Guðjón Viðar Valdi-
marsson, getur það tek-
ið ár og jafnvel áratug.
Evrópusambandið
og felgulykillinn
ÉG Á í baráttu við
Stef af því ég kýs að
flytja tónlist á sjón-
varpsstöð minni eftir
löngu látna höfunda.
Bach, Beethoven, Moz-
art, Schubert, Brahms
og fleiri heiðursmenn.
Heiðursmenn sem
samkvæmt skilningi
höfundalaga njóta ekki
verndar á tónsmíðum
sínum nema í 70 ár eftir
dauða sinn. Þessir ein-
stöku tónsmiðir voru
flestir uppi á sautjándu
og átjándu öld. En mat-
arholumenningarvit-
arnir hjá Stefi hafa nú
sannfært fulltrúa sýslumannsins í
Reykjavík um að þeir hafi tilefni til
að setja lögbann á flutning meistar-
anna. Á hvaða forsendu? Jú, annar
heiðursmaður, Waldo De Los Rios,
útsetti tónsmíðar þeirra og því telja
tónfrömuðirnir á Laufásveginum að
útfærsla hans njóti verndar.
Kannski er það svo, en höfundalögin
eru líka skýr hvað varðar útsetning-
ar. Waldo gaf út plötu þá er um ræð-
ir 1971 og telst verk hans þá birt í
skilningi laganna. Ef hann nýtur
verndar á útfærslu sinni gildir það
einungis í 25 ár, af því hann samdi
ekki tónverkin, heldur einungis
breytti þeim. Hvernig þeir Stef-
menn hyggjast sannfæra dómara
fyrir héraðsdómi til að staðfesta
þessa herferð gegn mér og fyrirtæki
mínu verður fróðlegt að sjá. Ég segi
herferð því öll meðul hafa verið not-
uð í baráttu hagsmunaaðila til að
berja niður Stöð 1 sem þessir herrar
hræðast svo mjög. Það er ekki til-
viljun að lögfræðingum stjórnarfor-
manns Skjáseins skuli vera beitt í
þessu Stef máli. Þar á
bæ er öllum árum beitt
til að selja sig dýrt inn í
Norðurljós, enn eina
ferðina, og því ekki
verra að væntanlegum
samkeppnisaðila sé
fyrst rutt úr vegi.
Og af hverju þessi
læti hjá STEF eigin-
lega? Það er nú ekki
eins og við séum á fullu
í samkeppni á ljósvaka-
markaði ennþá, spil-
andi daginn út og dag-
inn inn einhver
popplög. Við erum að
setja upp búnað víða á
landinu, við erum að
komast í startholurnar, við erum
ekkert farnir að láta til okkar taka
ennþá. Við sendum út fasteignasjón-
varp og tilkynningar og nú á næst-
unni hefjast kynningar frá Skjá-
markaðinum. Við leikum þarna
tónlist sem nýtur ekki verndar, og
því í ósköpunum eru þessir menn þá
að eyða tíma, orku og fjármunum í
þetta vesen. Af því það liggja ein-
hverjir aðrir hagsmunir þarna að
baki. Samkeppni á þessum markaði
er eitur í beinum manna sem lagt
hafa hundruð milljóna í þennan
rekstur og telja sig eiga það á hættu
að tapa því verði Stöð 1 vinsæl meðal
almennings. Ég borga STEF ekki, af
því ég þarf þess ekki. Ég sé enga
ástæðu til að borga þessum mönnum
mörg hundruð þúsund á mánuði fyr-
ir það eitt að flytja verndaða tónlist,
þegar ég get flutt tónlist sem ekki
nýtur verndar og þarf því ekki að
borga neitt. Þetta er bara eðlilegt í
viðskiptum þar sem hver króna
skiptir máli. Þetta hefði einhvern
tímann verði kallað útsjónarsemi og
gott og gilt mat að spara sínu fyr-
irtæki fjármuni. Ég sem ekki við
glæpamenn. Menn sem þiggja kons-
ertmiða á stórtónleika Jose Carreras
gegn loforði um niðurfellingu Stef-
gjalda, en svíkja það svo eftirminni-
lega og hlaupa með það í blöðin.
Menn sem spila sjálfir í brúðkaupum
og greiða ekki gjöld til síns eigin fé-
lags.
Menn sem með pólitískum áhrif-
um þvinguðu í gegn álögur á fjöl-
miðla þegar ríkið var eitt á ljósvaka-
markaði. Menn sem taka ekkert tillit
til raunhæfs áhorfs eða hlustunar.
Menn sem beita fjárkúgunum á borð
við þær sem við nú stöndum frammi
fyrir til þess eins að þvinga mann að
samningaborði og samþykkja ein-
hliða kröfur þeirra. Menn sem eru
ekki með neina verðskrá, og geta
ekki fært rök fyrir gjaldtöku ljós-
vakamiðla.
Menn sem semja um eitt og annað
við hinn og þennan, en framvísa ekki
gjaldskrá til að styrkja rök sín fyrir
gjaldtöku. Menn sem hafa ekkert
nema þvinganir í farteskinu.
Ég borga ekki og spila því Bach,
Beethoven og Mozart, áhorfendum
Stöðvar 1 vonandi til óblandinnar
ánægju.
Þrefað um Stefið
Hólmgeir
Baldursson
Sjónvarp
Samkeppni á þessum
markaði, segir Hólm-
geir Baldursson, er
eitur í beinum manna.
Höfundur er stjórnarformaður
Stöðvar 1 hf.