Morgunblaðið - 29.06.2002, Side 44

Morgunblaðið - 29.06.2002, Side 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ lega fjörutíu ára aldursmun milli okkar, þegar við vorum að spjalla saman. Þessi kersknisfulli húmor hans og napra grín gerði umræðurn- ar svo óskaplega myndrænar að þær standa manni ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum tímunum saman. Hann var svo skemmtilegur að hann átti fáa sína líka á því sviði, eða þrjóskan maður. Aldrei hef ég vitað þrjóskari mann. Þegar elli kerling var búinn að taka Ellu hans frá honum og beygja hann svo að fyrirséð var að hann myndi ekki öllu lengur geta verið einn á Votumýri og ekki geta farið öllu lengur allra sinna ferða á pikkuppnum og allt svona að hníga í þá átt að ævin væri að renna sitt skeið. Hvað gerði hann þá? Fór hann að gráta örlög sín eða leggja árar í bát? Nei nei. Hann keypti sér píanó. Við sátum oft við gluggann á Vot- umýri og ræddum lífið og tilveruna. Stundum grínaktugir eins og gengur og stundum alvarlegir. Deildum gleði og sorgum eins og vinir gera og fundum held ég báðir fyrir þessu skilyrðisleysi vináttunnar. Svo fór- um við niður í kjallarann, á smíða- stofuna og skoðuðum nýjasta hand- verkið hans eða ræddum hugmyndir að nýjum verkefnum. Oftar en ekki lentum við svo inni í orgelherberginu og hann spilaði fyrir mig. Ég á alla ævi eftir að sjá hann fyrir mér spila „Hvert örstutt spor“, það var dásamlegt. Svo heimtaði hann að ég borgaði fyrir og spilaði eitthvað fyrir sig. Og ég sem ekkert kunni nema glamra part og part úr lagi eft- ir eyranu, mátti setjast og glamra fyrir kirkjuorganistann, fyrir meist- arann! Og hann sagði, þegar ég var búinn með nokkur brot úr lögum hér og þar: „Mikið öfunda ég þig af að geta spilað eftir eyranu, ég er alveg bundinn við nóturnar.“ Já, nú er hann búinn að ljúka sínu mikla ævi- starfi. Þessi litli horaði og lítið eitt hokni maður, sem árum saman smíð- aði og teiknaði nánast öll hús á Skeiðum, sem árum saman spilaði á orgelið við hverja einustu messu á Ólafsvöllum og svo var hann bóndi, sem eitt og sér hefði verið nóg og svo var svo margt annað, því alls staðar sem hreyft var á verki var Eissi á Votumýri nálægur. Það er lygilegt starf sem eftir hann liggur. Ég á eftir að sakna hans. Finna fyrir tómleikanum í sálinni yfir því sem vantar. Finna jafnframt fyrir þessari gleði sem ég finn fyrir innra með mér þegar ég hugsa um þennan einstaka vin minn. Minningin kemur sjálfsagt til með að mást smám sam- an, það er líka eðlilegt, en ég get lof- að því að ég á oft og lengi enn eftir að vitna í og segja sögur af Eissa á Vot- umýri. Jón Bjarnason. Ennþá fækkar vinum mínum sem eðlilegt má teljast þegar aldurinn færist yfir. Í þetta sinn er það Eirík- ur á Votumýri sem yfirgefið hefur þessa jarðvist, en hann lést á Landa- kotsspítala aðfaranótt 15. þ.m. Ekki kom það á óvart þar sem hann var haldinn erfiðum sjúkdómi og búinn að dvelja á sjúkrahúsum mikið í vet- ur. Örugglega hefur hann verið bú- inn að gera sér grein fyrir hvert stefndi þótt aldrei talaði hann um það, heldur ræddi um framtíðina eins og tíminn væri ótakmarkaður. Nýlega lét hann keyra sig austur að Votumýri, þar leit hann yfir óðalið og sá ævistarfið blasa við, tveimur dög- um síðar var hann allur. Á árunum 1940–1950 eða á svo- kölluðum eftirstríðsárum urðu mikl- ar breytingar hér í sveit og reyndar víðar. Menn fóru að sjá peninga streyma milli vasa, jörðum var skipt, ungir bændasynir stofnuðu nýbýli og hófu búskap. Eiríkur var einn þeirra, hann byggði nýbýli á Votumýri, reisti vandað íbúðarhús, fjós, hlöðu og smíðahús og kom sér upp blönd- uðu búi. Hann var þá nýgiftur frænku sinni Elínu frá Löngumýri, sem er látin fyrir nokkrum árum. Ég er ekki viss um að Eiríkur hafi verið svo mikið fyrir hefðbundinn búskap, langanir hans stefndu ann- að. Hann var smiður af Guðs náð og fyrst og fremst var það hans ævi- starf. Menn eins og Eiríkur eru kall- aðir ,,völundar“ og hann bar það heiti með sóma. Flestöll, kannske öll heimili í sveitinni nutu handa hans í einhverju verki. Hann var ævinlega komin þar sem átti að byggja eða lagfæra með sín tæki og tól. Seinni árin lagði hann niður hefðbundinn búskap og sneri sér að smíðum og sá aldrei út úr verkefnunum. Hann skapaði sér góða aðstöðu við smíð- arnar, rúmgóð húsakynni og góðan vélakost. Við vorum stundum að grínast með það okkar á milli að hann hefði þrjá sali. Í sal eitt var hef- ilbekkurinn og öll handverkfæri, sal- ur tvö var efnisgeymsla og í sal þrjú var heljarmikil trésmíðavél, sem hann eignaðist því miður allt of seint. Ekki má gleyma þeim þætti í ævi Eiríks sem tónlistin var. Hann gerð- ist ungur organisti við Ólafsvalla- kirkju og gegndi því starfi í áratugi þar til hann lét af því starfi að eigin ósk. Alltaf þegar æfa þurfti söng og skemmtiatriði fyrir margs konar samkomur var Eiríkur boðinn og bú- inn. Hann lék undir, útvegaði nótur og stjórnaði söng. Ekki var það vegna þess að hann vildi trana sér fram, en hann var hlédrægur maður í eðli sínu, heldur þótti öllum það sjálfsagt. Mér finnst að Eiríkur hafi verið gæfumaður, hann giftist góðri konu og eignaðist með henni þrjú mann- vænleg börn sem reynst hafa honum vel, ekki síst í veikindum hans nú seinni árin. Auðvitað varð hann fyrir ýmsum áföllum í lífinu eins og svo margir verða að þola. Eiríkur var viðkvæmur maður og grunnt á kvik- una, hann hafði sterka réttlætis- kennd og enginn efaðist um heiðar- leika hans, þannig upplifði maður hann. Við Eiríkur vorum góðir kunn- ingjar frá fyrstu tíð. Nú seinni árin höfum við nálgast hvorn annan og úr varð traust vinátta. Ég á góðar minningar frá heimsóknum mínum að Votumýri, við ræddum mikið saman og ósjaldan enduðum við niðri í kjallara, þá spilaði Eiríkur á orgelið og ég söng. Þetta eru mér ógleyman- legar stundir sem ég er þakklátur fyrir. Ég votta fjölskyldunni dýpstu samúð. Blessuð sé minning Eiríks á Votumýri. Ingvar Þórðarson. Nú hefur Eiríkur á Votamýri skil- að sínu ævistarfi, og er líklega hvíld- inni feginn. Eftir sitjum við vinir hans og sveitungar með eigingjarna sorg í hjarta, og yljum okkur við ljúf- ar minningar um þennan aldna heið- ursmann. Þegar ég flutti í þessa fallegu sveit, Skeiðin, fyrir mörgum árum, skorti ekkert á hlýtt viðmót Skeiða- manna í minn garð. Fáir sýndu þó viðlíka hjálpsemi og kærleika og Ei- ríkur. Kynslóðabilið margumtalaða er líklega heldur breiðara í þéttbýl- inu en sveitum landsins, en þarna var það alls ekki til. Ég var sautján ára telpukorn úr höfuðborginni, og hann var þá kominn á efri ár, og hafði verið í sveit allt sitt líf. Á milli okkar myndaðist vinátta sem aldrei bar skugga á, og auðgaði líf mitt meir en orð fá lýst. Það var notalegt að koma að Votamýri og þiggja þar kaffisopa og góð ráð hjá ykkur hjón- um, og mér fannst ég fara þaðan betri en ég kom. Vertu sæll, kæri vinur. Sönn vin- átta hirðir hvorki um gröf né dauða, og þótt við spjöllum minna saman í framtíðinni finn ég fyrir kærleika þínum eins og áður, og ef til vill á ég eftir að spyrja þig ráða einhverntíma í einrúmi. Ég veit þú hlustar. Harpa Dís og allir hinir í Björnskoti. Eiríkur á Votamýri var einn fyrsti Árnesingur sem ég kynntist á organistanámskeiðum í Skálholti, sem Haukur Guðlaugsson söngmála- stjóri stóð fyrir frá 1974. Þangað sótti Eiríkur af áhuga og samvisku- semi, en orgelleikur hans í heima- kirkjunni á Ólafsvöllum var rómað- ur. Hann hafði þaulæft hvert verk sem spila skyldi og allt líf hans var mótað af heilindum þess sem skoðar, metur og undirbýr. Hann afrækti ekki búskap eða smíðar vegna hljómlistarinnar, grannar og frændur sóttu til hans og þessi bóngóði ljúflingur hafði ráð undir rifi hverju. Votamýrarættin frá föðurforeldr- um Eiríks, Höllu og Eiríki á Vota- mýri, er fjölmenn á framhluta Skeið- anna og það er ritara þessara lína minnisstætt að taka þátt í ættarmóti, sem þeir Votmýringar héldu fyrir hálfum öðrum áratug í miklu votviðri í Brautarholti en ekkert fékk haggað ljúfmennsku og þrautseigju Eiríks og margra frænda hans þótt móti blési. Guð blessi Eirík Guðnason og störf hans. Ingi Heiðmar Jónsson. Við sátum yfir síðbúnum morgun- verði austur í Rangárvallasýslu laug- ardagsmorguninn 15. júlí sl. þegar síminn hringdi og okkur var tilkynnt að Eiríkur á Votamýri hefði látist þá um nóttina. Alltaf koma andlátsfréttir óþægi- lega við fólk, þó svo að okkur hafi verið ljóst að hverju dró. Upp í hug- ann koma ótal minningar frá dvöl okkar á Votamýri, en þar höfum við haft hestana okkar í sumarbeit mörg undanfarin ár. Og þar sem hrossin okkar eru, þar erum við flestar helg- ar yfir sumartímann. Kyrrðarinnar á bökkum Þjórsár, þar sem við tjöld- uðum oft, verður lengi minnst, en hana rauf ekkert nema fuglasöngur og einstaka ferðamenn á hestum sem áttu leið um bakkana. Á þessum bökkum sem við riðum oft fram og tilbaka og sögðum vera skemmtileg- ustu reiðleið á landinu. Það má segja að það hafi verið eins og að koma heim eftir langa fjarveru þegar við komum á vorin að Vota- mýri, stundum ríðandi eftir þriggja daga ferð úr bænum. Við vorum drif- in beint til stofu að ríkulegu kaffi- borði. Síkar voru móttökurnar hjá Elínu og Eiríki að lengi verður minnst og margan kaffibollann höf- um við síðan þegið við eldhúsborðið hjá Eiríki, eftir að Elínar naut ekki lengur við. Á slíkum stundum urðum við margs vísari um lífið í sveitinni á ár- um áður og hann sjálfan. Og svo ræddum við lífið og tilveruna fram og til baka. Við urðum þess vísari, að hann var fæddur og uppalinn á Skeiðunum, og hafði verið þar alla tíð. Honum þótti vænt um landið og sveitina sína og ætlaði ekki að fara þaðan fyrr en yfir lyki. Á haustin var oft erfitt að ná samningum um framhaldið á næsta ári. Eina svarið sem við fengum var oftast nær: „Við skulum sjá til. Það er ekkert víst að ég verði hér ennþá á næsta ári.“ Undanfarin ár hefur það þó verið þannig að Eiríkur var ennþá að vori þegar komið var að því að sleppa. En einhvern tíma tekur allt enda og nú er komið að leiðarlokum. Við þökkum Eiríki þolinmæðina við okkur og ánægjulegar stundir á mörgum undanförnum árum. Eiríki var margt til lista lagt. Hann var listasmiður og dáðumst við oft að gömlum munum, sem hann hafði verið að gera upp fyrir kunn- ingja sína eða sveitunga. Eitt vorið sýndi hann okkur forláta klukku sem hann hafði skorið út um veturinn. Þannig léku allir hlutir í höndum honum. Þess má einnig minnast að hann teiknaði gangnamannahúsin inni á afrétti, bæði í Kletti og Hall- armúla. Á yngri árum fór hann til Reykja- víkur og lærði organleik og í fram- haldi af því var hann organleikari í kirkjum sóknarinnar um langt ára- bil. Við vottum börnum Eiríks og fjöl- skyldum þeirra samúð okkar um leið og við þökkum góða viðkynningu á undanförnum árum. María og Sturla, Gróa og Kristmundur. EIRÍKUR GUÐNASON 5  "   1    1  &    !     7 *+*+, A 2 %BC 0(' #' 7&#!2  2 -      $      $  $ -+.D,-.. 8% &#2 / & &     6     "    /0$ "  #  '  / 3-& " %2%2%  /" 02# =   / & 0 &&   / 72%  # " 0 -'") '   &%2 &0 5  "     "    1       1   &      !     $      $ !    !  )*89 )+E38,-..+    "      $  6    &    3 %& %%E  " %2    6   7'F' "    4  4"4  4  4 5 "   1  &       !     !    !     .3- ;  8%40''%G = "  #   7   / &%3 "    / !"00"     / ;4   /" 958/%  /!  /" 0& 4  4"4  4  4 MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á rit- stjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðs- ins í Kaupvangsstræti 1, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinar- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskling- ur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII- skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wor- dperfect einnig auðveld í úr- vinnslu. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.