Morgunblaðið - 29.06.2002, Page 52

Morgunblaðið - 29.06.2002, Page 52
HUNDAR 52 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÝSKA fjárhundatíkin Gunnars- holts-Baroness var valin besti hundur árlegrar sumarsýningar Hundaræktarfélags Íslands um síðustu helgi. Er þetta annað skiptið í röð sem Baroness vinnur þennan titil, en hún er í eigu rækt- anda síns, Hjördísar H. Ágústs- dóttur. Í öðru sæti var boxer-tíkin Bjarkeyjar-Saga, í þriðja sæti golden retriever-tíkin Íslands- Nollar-Helma Hlíf og í fjórða sæti japanskur chin-hundur að nafni Homerbrent Kokuo. Á sýningunni var jafnframt val- inn besti hvolpurinn, tík af pug- kyni sem heitir Pugwamps Eleg- anza. Besti öldungur sýningar var Tíbet spaniel-hundurinn Nalinas Tabanus, en í öldungaflokki eru hundar sem orðnir eru sjö ára eða eldri. Besti ræktunarhópur sýningar samanstóð af fjórum boxer-hund- um úr Bjarkeyjarræktun, sem Inga Björk Gunnarsdóttir á heið- urinn af. Inga ræktar einnig enska cocker spaniel-hunda og sýndi af- kvæmahóp, sem var líka verðlaun- aður sem besti afkvæmahópur sýningar. Barna- og unglingastarf Hunda- ræktarfélags Íslands hefur eflst mikið á síðustu árum og á sýn- ingum félagsins keppa börn og unglingar um titilinn „Besti ungi sýnandinn“. Þar reynir aðallega á samskipti barns og hunds og tækni við að sýna hund sem allra best. Hlutskörpust í eldri flokki var Helga Dögg Snorradóttir, sem sýndi cavalier King Charles span- iel-hundinn Gæða-Jörfa. Í yngri flokki var Sunna Rós Agnarsdóttir með Tanmerak Lloyd George af sama hundakyni. Glæsileg sýning og mikil fagmennska Á sumarsýningunni voru sýndir um 200 hundar af 43 tegundum og var whippet-hundur nú sýndur í fyrsta sinn hér á landi. Til að dæma hundana komu þeir Kari Järvinen frá Finnlandi og Anders Cederström frá Svíþjóð. Báðir hafa áratuga reynslu á sínu sviði og kváðust afar hrifnir af skipulagi sýningarinnar og fagleg- um vinnubrögðum starfsfólks. „Hundaræktarfélög annars stað- ar á Norðurlöndunum ættu að fá sýningarstjóra héðan til þess að skipuleggja fyrir sig sýningar og kenna mönnum að halda glæsileg- ar hundasýningar,“ sagði Anders Cederström. Hann hefur komið hingað til lands tvisvar áður til að dæma á hundasýningum, fyrst fyr- ir 20 árum. Hann segir mikið vatn hafa runnið til sjávar í hundarækt á þessum tveimur áratugum. „Ís- lendingar eru almennt á réttri leið, en þó finnst mér rétt að benda á mikilvægi þess að huga að því að stærð hunda fari ekki úr bönd- unum og jafnframt að almennt heilsufar og geðslag sé gott. Tann- leysi hrjáir hunda af sumum teg- undum og að því þarf að gæta þeg- ar valdir eru hundar til ræktunar.“ Starfsbróðir hans frá Finnlandi, Kari Järvinen, var í fyrstu heim- sókn sinni til Íslands og sagðist hafa gert ráð fyrir að hundar hér væru misjafnari að gæðum en raun bar vitni. „Það kom mér þægilega á óvart hversu marga fallega hunda ég sá hér. Sérstak- lega var ég hrifinn af þýska fjár- hundinum sem var í 1. sæti. Hún er falleg, vel byggð og þar af leið- andi með glæsilegar hreyfingar. Hið sama má segja um boxer-tík- ina sem var í öðru sæti. Þær báru af öðrum hundum og ég mæli með áframhaldandi ræktun á sömu nót- um. Hins vegar mæli ég ekki með að dobermann og rottweiler- hundar sem sýndir voru verði not- aðir í ræktun og ekki heldur þeir cavalier King Charles spaniel- hundar sem eru of stórir og hafa gróft höfuð.“ Um unga sýnendur sögðu dóm- ararnir að þar væri á ferð hópur barna og unglinga sem greinilega væri mjög fær, vel að sér og vel þjálfaður en unga fólkið þyrfti þó að gæta sín á að verða ekki til- gerðarlegt við sýningu á hundum. Sumarsýning Hundaræktarfélags Íslands: Þýskur fjárhundur í 1. sæti Besti öldungur sýningar var þessi Tíbet spaniel-hund- ur, sem heitir Nalinas Tabanus og er hér ásamt eig- anda sínum, Valgerði Júlíusdóttur. Pug-tíkin Pugwamps Eleganza var valin besti hvolpur sýningar. Hún sést hér ásamt eiganda sín- um, Hönnu Björk Kristinsdóttur. Tveir cavalier King Charles spaniel-hundar spá í heimsmálin og eigendur fylgjast andaktugir með. Whippet-hundur var nú sýndur í fyrsta sinn á Íslandi. Þessi tík heitir Siprex Klara og náði góð- um árangri á sýningunni. Gunnarsholts-Baroness var besti hundur sýningar. Hún er hér ásamt eiganda sínum og ræktanda, Hjördísi H. Ágústsdóttur, en þær vermdu einnig fyrsta sætið á vorsýningu félagsins. Lítill japanskur chin-hundur virðist býsna ánægður með álit dómara og bikarinn sem hann fékk að launum. Sumir fögnuðu áfanga- sigrum með miklum til- þrifum, eins og boxer- tíkin Bjarkeyjar-Saga, þegar hún varð íslenskur meistari. Hún varð síðan í öðru sæti yfir bestu hunda sýningar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Besti ræktunarhópur sýningar samanstóð af þessum fjórum boxer-hundum úr Bjarkeyjarræktun. Inga Björk Gunnarsdóttir ræktandi er önnur frá hægri. Dómararnir Kari Järvinen og Anders Cederström kampakátir í lok sýningar. Þeir skoðuðu og dæmdu yfir 200 hunda um helgina. Yorkshire terrier-hundar þykja mikið augnayndi, einkum ef þeir hafa síðan feld eins og þessi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.