Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 29.06.2002, Qupperneq 52
HUNDAR 52 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÝSKA fjárhundatíkin Gunnars- holts-Baroness var valin besti hundur árlegrar sumarsýningar Hundaræktarfélags Íslands um síðustu helgi. Er þetta annað skiptið í röð sem Baroness vinnur þennan titil, en hún er í eigu rækt- anda síns, Hjördísar H. Ágústs- dóttur. Í öðru sæti var boxer-tíkin Bjarkeyjar-Saga, í þriðja sæti golden retriever-tíkin Íslands- Nollar-Helma Hlíf og í fjórða sæti japanskur chin-hundur að nafni Homerbrent Kokuo. Á sýningunni var jafnframt val- inn besti hvolpurinn, tík af pug- kyni sem heitir Pugwamps Eleg- anza. Besti öldungur sýningar var Tíbet spaniel-hundurinn Nalinas Tabanus, en í öldungaflokki eru hundar sem orðnir eru sjö ára eða eldri. Besti ræktunarhópur sýningar samanstóð af fjórum boxer-hund- um úr Bjarkeyjarræktun, sem Inga Björk Gunnarsdóttir á heið- urinn af. Inga ræktar einnig enska cocker spaniel-hunda og sýndi af- kvæmahóp, sem var líka verðlaun- aður sem besti afkvæmahópur sýningar. Barna- og unglingastarf Hunda- ræktarfélags Íslands hefur eflst mikið á síðustu árum og á sýn- ingum félagsins keppa börn og unglingar um titilinn „Besti ungi sýnandinn“. Þar reynir aðallega á samskipti barns og hunds og tækni við að sýna hund sem allra best. Hlutskörpust í eldri flokki var Helga Dögg Snorradóttir, sem sýndi cavalier King Charles span- iel-hundinn Gæða-Jörfa. Í yngri flokki var Sunna Rós Agnarsdóttir með Tanmerak Lloyd George af sama hundakyni. Glæsileg sýning og mikil fagmennska Á sumarsýningunni voru sýndir um 200 hundar af 43 tegundum og var whippet-hundur nú sýndur í fyrsta sinn hér á landi. Til að dæma hundana komu þeir Kari Järvinen frá Finnlandi og Anders Cederström frá Svíþjóð. Báðir hafa áratuga reynslu á sínu sviði og kváðust afar hrifnir af skipulagi sýningarinnar og fagleg- um vinnubrögðum starfsfólks. „Hundaræktarfélög annars stað- ar á Norðurlöndunum ættu að fá sýningarstjóra héðan til þess að skipuleggja fyrir sig sýningar og kenna mönnum að halda glæsileg- ar hundasýningar,“ sagði Anders Cederström. Hann hefur komið hingað til lands tvisvar áður til að dæma á hundasýningum, fyrst fyr- ir 20 árum. Hann segir mikið vatn hafa runnið til sjávar í hundarækt á þessum tveimur áratugum. „Ís- lendingar eru almennt á réttri leið, en þó finnst mér rétt að benda á mikilvægi þess að huga að því að stærð hunda fari ekki úr bönd- unum og jafnframt að almennt heilsufar og geðslag sé gott. Tann- leysi hrjáir hunda af sumum teg- undum og að því þarf að gæta þeg- ar valdir eru hundar til ræktunar.“ Starfsbróðir hans frá Finnlandi, Kari Järvinen, var í fyrstu heim- sókn sinni til Íslands og sagðist hafa gert ráð fyrir að hundar hér væru misjafnari að gæðum en raun bar vitni. „Það kom mér þægilega á óvart hversu marga fallega hunda ég sá hér. Sérstak- lega var ég hrifinn af þýska fjár- hundinum sem var í 1. sæti. Hún er falleg, vel byggð og þar af leið- andi með glæsilegar hreyfingar. Hið sama má segja um boxer-tík- ina sem var í öðru sæti. Þær báru af öðrum hundum og ég mæli með áframhaldandi ræktun á sömu nót- um. Hins vegar mæli ég ekki með að dobermann og rottweiler- hundar sem sýndir voru verði not- aðir í ræktun og ekki heldur þeir cavalier King Charles spaniel- hundar sem eru of stórir og hafa gróft höfuð.“ Um unga sýnendur sögðu dóm- ararnir að þar væri á ferð hópur barna og unglinga sem greinilega væri mjög fær, vel að sér og vel þjálfaður en unga fólkið þyrfti þó að gæta sín á að verða ekki til- gerðarlegt við sýningu á hundum. Sumarsýning Hundaræktarfélags Íslands: Þýskur fjárhundur í 1. sæti Besti öldungur sýningar var þessi Tíbet spaniel-hund- ur, sem heitir Nalinas Tabanus og er hér ásamt eig- anda sínum, Valgerði Júlíusdóttur. Pug-tíkin Pugwamps Eleganza var valin besti hvolpur sýningar. Hún sést hér ásamt eiganda sín- um, Hönnu Björk Kristinsdóttur. Tveir cavalier King Charles spaniel-hundar spá í heimsmálin og eigendur fylgjast andaktugir með. Whippet-hundur var nú sýndur í fyrsta sinn á Íslandi. Þessi tík heitir Siprex Klara og náði góð- um árangri á sýningunni. Gunnarsholts-Baroness var besti hundur sýningar. Hún er hér ásamt eiganda sínum og ræktanda, Hjördísi H. Ágústsdóttur, en þær vermdu einnig fyrsta sætið á vorsýningu félagsins. Lítill japanskur chin-hundur virðist býsna ánægður með álit dómara og bikarinn sem hann fékk að launum. Sumir fögnuðu áfanga- sigrum með miklum til- þrifum, eins og boxer- tíkin Bjarkeyjar-Saga, þegar hún varð íslenskur meistari. Hún varð síðan í öðru sæti yfir bestu hunda sýningar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Besti ræktunarhópur sýningar samanstóð af þessum fjórum boxer-hundum úr Bjarkeyjarræktun. Inga Björk Gunnarsdóttir ræktandi er önnur frá hægri. Dómararnir Kari Järvinen og Anders Cederström kampakátir í lok sýningar. Þeir skoðuðu og dæmdu yfir 200 hunda um helgina. Yorkshire terrier-hundar þykja mikið augnayndi, einkum ef þeir hafa síðan feld eins og þessi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.