Morgunblaðið - 29.06.2002, Page 53
MESSUR Á MORGUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 53
ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks
Áskirkju er bent á guðsþjónustur í ná-
grannakirkjunum.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Organisti Stefán Þorleifsson.
Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Jak-
ob Ág. Hjálmarsson prédikar. Dómkórinn
syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson.
GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur.
Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur
Jóhannsson.
GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili:
Guðsþjónusta kl. 10:15. Prestur sr. Kjart-
an Örn Sigurbjörnsson. Organisti Örn Falk-
ner.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11:00.
Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti
Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson.
Ensk messa kl. 14:00. Prestur sr. Bragi
Friðriksson. Organisti Guðný Einarsdóttir.
Kristín María Hreinsdóttir syngur einsöng
og leiðir safnaðarsöng.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Org-
anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir.
LANDSPÍTALI, Hringbraut: Guðsþjónusta
kl. 10:30. Sr. Gunnar R. Matthíasson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Messa kl. 11:00. Í messunni
verður þess minnst að 50 ár eru liðin frá
stofnun Langholtssafnaðar. Prestur sr.
Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stef-
ánsson. Kór Langholtskirkju syngur. Kaffi-
sopi eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Fullorðinsfræðsla
kl. 19:00. Margrét Hróbjartsdóttir kristni-
boði segir frá viðburðaríku lífi sínu í Afríku,
trúnni á Guð og óvæntu móðurhlutverki.
Sumarguðsþjónusta kl. 20:00. Sigurbjörn
Þorkelsson leiðir guðsþjónustuna og pré-
dikar. Nína Dóra Pétursdóttir segir frá lífi
sínu og trú. Kór Laugarneskirkju syngur
undir stjórn Gunnars Gunnarssonar.
Barnagæslan er í höndum Geirlaugs Sig-
urbjörnssonar og messukaffið annast
Sigríður Finnbogadóttir.
NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes-
kirkju syngur. Organisti Reynir Jónasson.
Prestur sr. Frank M. Halldórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA:. Tíðagjörð kl.
11:00. Tíðagjörð er guðsþjónustuform þar
sem textar Biblíunnar eru sungnir og íhug-
aðir í bæn og lofgjörð til Drottins. Í upp-
hafi stundarinnar verða helstu þættir
þessa helgihalds kynntir og æfðir. Félagar
úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.
Arna Grétarsdóttir guðfræðingur leiðir
stundina. Verið hjartanlega velkomin.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Kvöldmessa kl.
20.30. Anna Sigríður Helgadóttir og Karl
Möller annast tónlistarflutning ásamt kór
Fríkirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir.
Hjörtur Magni Jóhannsson.
Safnkirkjan í Árbæ: Messa nk. sunnudag
kl. 14:00. Organisti Ingimar Pálsson,
prestur sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson. Til-
valið tækifæri fyrir börn og fullorðna að
kynnast helgihaldi í kyrrð gamallar sveita-
kirkju. Safnkirkjan í Árbæ er sveitarkirkja í
borg. Kristinn Ág. Friðfinnsson.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Organisti: Björn Thorarensen.
Kirkjukórinn syngur. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Kirkjan verður lok-
uð vegna sumarleyfa starfsfólks til 10.
ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum
kirkjum prófastsdæmisins.
DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl.
20.30. Prestur sr. Magnús B. Björnsson.
Organisti. Bjarni Þór Jónatansson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 20:00. Umsjón hefur Elín Elísabet Jó-
hannsdóttir. Organisti: Guðný Ein-
arsdóttir. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir
söng.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar
og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju
syngur. Organisti: Hörður Bragason.
HJALLAKIRKJA: Guðsþjónustur falla nið-
ur í júnímánuði vegna sumarleyfa starfs-
fólks safnaðarins. Við bendum á guðs-
þjónustur í öðrum kirkjum í Kópavogi. Sr.
Íris Kristjánsdóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Félagar úr kór Kópavogskirkju
syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti
Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta í Skógarbæ
kl. 16:00. Sr. Ágúst Einarsson prédikar.
Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Guðsþjón-
usta í Seljakirkju kl. 20:00. Altarisganga.
Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organisti er
Gróa Hreinsdóttir.
FRÍKIRKJAN VEGURINN: Opið hús kl. 20.
Högni Valsson heldur áfram að fara í Efe-
susbréfið. Allir hjartanlega velkomnir. Ath.
að samkomurnar eru á fimmtudögum í
sumar. Þá er einnig barnastarf í gangi fyrir
4-10 ára.
FÍLADELFÍA: Almenn samkoma sunnudag
kl. 20. Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Allir
hjartanlega velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur:
Bænastund kl. 19.30. Kl. 20 hjálpræð-
issamkoma í umsjón Áslaugar Haugland.
KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma
sunnudag kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir
talar. Bænastund fyrir samkomu kl.
13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barna-
gæsla fyrir 1-7 ára börn. Þriðjud.: Bæna-
stund kl. 20.30. Miðvikud.: Sam-
verustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil
lofgjörð og orð guðs rætt. Allir velkomnir.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma
kl. 17. Hið góða, fagra og fullkomna er yf-
irskrift samkomunnar. Upphafsorð: Jón
Hjartarson. Guðlaugur Gunnarsson talar.
Allir hjartanlega velkomnir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti,
dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Há-
messa kl. 10.30. Messa á ensku kl.
18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00.
Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel:
Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug-
ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka
daga: Messa kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl.
16.00. Miðvikudaga kl. 20.00
Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnudaga:
Messa kl. 10.30. Frá júlí til september
fellur messan á miðvikudögum kl. 18.30
niður.
Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl.
8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00.
Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38:
Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtu-
daga: Skriftir kl. 19.30. Bænastund kl.
20.00.
Stykkishólmur, Austurgötu 7: Laug-
ardaga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga:
Messa kl. 10.00.
Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00.
Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00.
Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00.
Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00.
Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja,
Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa
kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11
guðsþjónusta.
MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Guð-
mundur Ómar Óskarsson. Jón Þor-
steinsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Organisti Natalía Chow. Prestur sr.
Þórhildur Ólafs.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Sum-
arguðsþjónusta sunnudagskvöldið 30.
júní kl. 20. Kirkjukór Víðistaðasóknar
syngur létt sálmalög undir stjórn Úlriks
Ólasonar. Allir velkomnir. Sóknarprestur.
BESSASTAÐASÓKN: Kvöldguðsþjónusta í
Bessastaðakirkju sunnudaginn 30. júní
kl. 20:30. Tónlist á Tze-nótum, hugleiðing
og bæn. Kór Bessastaðakirkju leiðir al-
mennan safnaðarsöng. Organisti: Hrönn
Helgadóttir. Við athöfnina þjónar sr. Hans
Markús Hafsteinsson. Prestarnir.
GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Vídal-
ínskirkju sunnudaginn 30. júní kl. 11:00.
Kór kirkjunnar leiðir almennan safn-
aðarsöng. Organisti: Jóhann Baldvinsson.
Við athöfnina þjónar sr. Hans Markús Haf-
steinsson. Prestarnir.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason.
Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti
Hákon Leifsson.
SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl.
11. Léttur hádegisverður að messu lok-
inni. Morguntíð sungin þriðjudag til föstu-
dags kl. 10. Kaffisopi að henni lokinni.
Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11.
Sóknarprestur.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu-
dag kl. 17. Í messunni verða fluttir þættir
úr tónlistardagskrá helgarinnar á sum-
artónleikunum. Sóknarprestur.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Sóknarprestur.
MÖÐRUDALSKIRKJA: Messa sunnudag
kl. 14. Barn borið til skírnar. Sóknarprest-
urinn sr. Lára G. Oddsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Organisti er Kristín Ax-
elsdóttir. Sóknarprestur.
AKUREYRARKIRKJA: Djassmessa kl. 11.
Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Sextettinn
Jazzin Dukes frá Stokkhólmi sér um tón-
listarflutning og félagar úr Kór Akureyr-
arkirkju leiða almennan söng. Organisti er
Arnór Vilbergsson. Guðsþjónusta á Hlíð
kl. 16. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Tón-
leikar kl. 17 í Akureyrarkirkju. Jazzin Du-
kes með kór Dalvíkurkirkju.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu-
dagur: Kl. 19.30 bæn. Kl. 20 almenn
samkoma. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðspjall dagsins:
Jesús kennir af skipi.
(Lúk. 5.)
Morgunblaðið/Ómar
Ísafjarðarkirkja.
STÓRMEISTARINN Helgi
Ólafsson sigraði á sjötta minning-
armótinu um Guðmund Arnlaugs-
sonar sem fram fór 27. júní í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Þetta var þriðji sigur Helga á
þessu móti frá upphafi. Jóhann
Hjartarson, sigurvegari tveggja
undanfarinna ára, varð annar, en í
3.–5. sæti urðu Stefán Kristjáns-
son, Arnar E. Gunnarsson og
Þröstur Þórhallsson. Baráttan í
lokaumferðunum var afar spenn-
andi og ungu mennirnir, Stefán og
Arnar, veittu stórmeisturunum
harða keppni. Þegar líða tók á
lokaumferðina var ljóst að Jóhann
einn átti möguleika á að ná Helga
að vinningum, með því að sigra
Þröst Þórhallsson. Þröstur, sem
hafði svart, varðist hins vegar af
öryggi og að lokum bauð Jóhann
jafntefli þegar upp var komin
endataflsstaða sem ekki bauð upp
á annað. Helgi tryggði sér hins
vegar efsta sætið með sigri í loka-
umferðinni. Lokastaðan á mótinu
varð þessi:
1. Helgi Ólafsson 12½ v. af 15
2. Jóhann Hjartarson 12 v.
3.–5. Arnar E. Gunnarsson,
Stefán Kristjánsson og Þröstur
Þórhallsson 11½ v.
6. Hannes Hlífar Stefánsson 9½
v.
7. Jón Viktor Gunnarsson 8½ v.
8. Davíð Kjartansson 7½ v.
9. Sigurbjörn J. Björnsson 7 v.
10. Björn Þorfinnsson 6½ v.
11.–13. Þorsteinn Þorsteinsson,
Bragi Þorfinnsson og Ingvar Þór
Jóhannesson 5 v.
14. Bragi Halldórsson 3½ v.
15. Ingvar Ásmundsson 2 v.
16. Guðmundur Kjartansson 1
v.
Lárus H. Bjarnason, rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð,
setti mótið. Skákstjóri var Rík-
harður Sveinsson, en mótið var
haldið á vegum Skáksambands Ís-
lands.
Bartlomiej Macieja Evr-
ópumeistari
Hinn 24 ára gamli pólski stór-
meistari Bartlomiej Macieja
(2.584) sigraði á þriðja meistara-
móti Evrópu í skák sem lauk í
Batumi nú í vikunni. Hann hlaut
9½ vinning í 13 skákum. Næstir
urðu þeir Mikhael Gurevich,
Sergei Volkov, Merab Gaguna-
shvili og Gabriel Sargissian með 9
vinninga. Þátttakendur voru 101.
TG vill halda Evrópumót
ungmenna
Taflfélag Garðabæjar er eitt
framsæknasta félag landsins um
þessar mundir og kannar nú
möguleika á að halda Evrópumót
ungmenna undir 14 og 16 ára aldri
hér á landi í september á næsta
ári. Ekki er að efa að það yrði mik-
il lyftistöng fyrir þau taflfélög
okkar sem halda úti unglinga-
starfi.
Bikarsyrpa Halló! á sunnu-
dagskvöld
Taflfélagið Hellir, Halló! og
ICC standa sameiginlega að 10
skákmóta syrpu sem kallast Bik-
arsyrpa Halló! Mótin verða öll
haldin á ICC-skákklúbbnum á
Netinu. Fjórða mótið fer fram 30.
júní, en lokamótið, sem haldið
verður í nóvember, verður jafn-
framt Íslandsmótið í netskák.
Vegleg verðlaun eru í boði Halló!
eða tvær ADSL-tengingar í eitt ár
auk frímánaða frá ICC.
Þeir sem hafa teflt í þremur
fyrstu mótum syrpunnar þurfa
ekki að skrá sig sérstaklega í
fjórða mótið, heldur er nægilegt
að tengjast ICC fyrir klukkan 20.
Aðrir þurfa að skrá sig á
www.hellir.is.
Tefldar verða níu umferðir.
Umhugsunartími er fjórar mínút-
ur á skák auk þess sem tvær sek-
úndur bætast við eftir hvern leik.
Röð efstu manna í Bikarsyrpunni
eftir þrjú mót:
1. Björn Þorfinnsson 18½ v.
2. Hrannar Baldursson 16½ v.
3. Magnús Magnússon 16 v.
4. Snorri Guðjón Bergsson 13 v.
5.–7. Jóhann H. Ragnarsson,
Rúnar Sigurpálsson og Sæberg
Sigurðsson 12½ v.
8. Arnar Þorsteinsson 12 v.
9. Gunnar Björnsson 11½ v.
10. Sigurður Ingason 11 v.
Hrannar Baldursson er efstur í
flokki skákmanna undir 2.100
skákstigum, Sigurður Ingason er
efstur undir 1.800 stigum og
Hlynur Gylfason er efstur skák-
manna án stiga. Nýjustu upplýs-
ingar um Bikarsyrpuna er ávallt
að finna á hellir.is.
Helgi Ólafsson
sigraði í
þriðja sinn
SKÁK
Menntaskólinn við Hamrahlíð
MINNINGARMÓT UM
GUÐMUND ARNLAUGSSON
27. júní 2002
Arnar Gunnarsson (3.-5. sæti), Jóhann Hjartarson (2.), Helgi Ólafs-
son, sem bar sigur úr býtum, og Stefán Kristjánsson (3.-5). Á mynd-
ina vantar Þröst Þórhallsson (3.-5.)
Daði Örn Jónsson
meistar inn. is
ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI