Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Kyndill væntanlegt og út fara Fridtjof Nan- sen, Hjalteyrin EA, Sör- fold og Bjarmi BA. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun eru Florinda og Radvila væntanleg. Mannamót Aflagrandi 40. Miðviku- daginn 3. júlí verður far- ið í heimsókn að Sól- heimum í Grímsnesi. Lagt af stað frá Afla- granda 40 kl. 13, skrán- ing í afgreiðslu, sími 562 2571. Aflagrandi 40 og Hraunbær 105. Sameig- inleg ævintýraferð á Langjökul miðvikudag- inn 10. júlí, farið frá Aflagranda 40 kl. 9 og Hraunbæ 9.30. Fólk er beðið að hafa með sér hlífðarfatnað og vera í góðum skóm, hádegis- matur við Jökulinn, hafið með nesti fyrir eftirmið- daginn. Boðið er upp á sleðaferðir, vélsleða eða hundasleða, upplýsingar og skráning í af- greiðslum, símar 562 2571 og 587 2888, ath. 3 sæti laus. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag, laugardag, morgun- gangan kl. 10 frá Hraun- seli. Rúta frá Firðinum kl. 9.50. Á mánudag verður félagsvist kl. 13.30. Frjáls spila- mennska þriðjudag kl. 13.30, pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Vest- mannaeyjaferð þriðju- daginn 2l. júlí. Farið frá Hraunseli kl. 10. Orlofs- ferð að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.–23. ágúst, 4 nætur. Skoðunarferðir til Húsavíkur, Mývatns, Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Skrán- ing og allar upplýsingar í Hraunseli og í síma 555 0142. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Sundleikfimin hjá Lovísu í Sundlaug Garðabæjar byrjar 25. júní kl. 16 og verður á þriðjud. og fimmtud. í 3 vikur. Allir velkomnir. Golfnámskeiðið hjá Sturlu verður á þriðjud. og miðvikud. kl. 13 næstu 3 vikur í GKG í Vetrarmýrinni. Fótaaðgerðarstofan, tímapantanir eftir sam- komulagi, s. 899 4223. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Danskennsla Sigvalda fyrir framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Þórsmörk – Langidalur 4. júlí, Kaffihlaðborð á Hvolsvelli. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ kl. 9. Þeir sem hafa pantað far þurfa að sækja farmiðann ekki síðar en á mánudag á skrifstofu FEB. Hálendisferð 8.–14. júlí, 7 dagar. Ekið norður Sprengisandsleið, fjöl- margir áhugaverðir staðir skoðaðir, t.d. Herðubreiðarlindir, Askja, Mývatn o.fl. Ekið suður um Kjöl. Leiðsögn Sigurður Kristinsson. Ferð í Galtalæk á úti- tónleika 14. júlí 2002 með Álftagerðis- bræðrum, Diddú. Örn Árna og Karl Ágúst slá á létta strengi. Lagt af stað kl. 15 frá Glæsibæ. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Dagsferð 15. júlí, Flúðir, Tungufellsdalur, Gull- foss, Geysir, Haukadal- ur, Laugarvatn, Þing- vellir. Kaffihlaðborð í Brattholti. Leiðsögn Sigurður Kristinsson Skráning hafin. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðjudag- inn 14. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstunda- ráðs eru sund og leik- fimiæfingar í Breiðholts- laug kl. 9.30 mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. Umsjón Brynj- ólfur Björnsson íþrótta- kennari. Gjábakki. Lagt verður af stað í ferð um Norð- austurland kl. 8.15 frá Gullsmára og kl. 8.30 frá Gjábakka mánudaginn 1. júlí. Nú er fullbókað í Vestjfarðaferðina 15.– 19. júlí. Þeir sem ekki hafa greitt staðfesting- argjald fyrir 3. júlí fyr- irgera rétti sínum til þátttöku í ferðinni. Upp- lýsingar í síma 554 3400. Félag eldri borgara, Kópavogi. Púttað verð- ur á Listatúni í dag, laugardag, kl. 10.30. Mætum öll og reynum með okkur. Suður- nesjaferð. Fimmtudaginn 4. júlí verður farið um norð- anverðan Reykjanes- skaga, Voga, Garð og Sandgerði. Söfn og sögu- staðir skoðaðir undir leiðsögn Nönnu Kaaber. Kaffihlaðborð í Sand- gerði. Farið frá Gjá- bakka kl. 13.15 og Gull- smára kl. 13.30. Þátttakendur skrái sig sem fyrst á þátttöku- lista, sem liggja frammi í félagsheimilunum. Mun- ið félagsskírteinin. Ferðanefndin. Hraunbær 105, félags- starf. Miðvikudaginn 3. júlí verður farið í heim- sókn að Sólheimum í Grímsnesi. Að Sól- heimum verður gengið um með leiðsögn og starfsemin kynnt en Sól- heimar hafa hlotið við- urkenningu sem vist- vænt þorp. Heimilismenn á Sól- heimum verða þakklátir ef við höfum með okkur ónýt sængurver sem þeir rífa niður og nota í vefnað, einnig er má koma með kertaafganga. Lagt verður af stað frá Hraunbæ kl. 13.30. Haf- ið með ykkur nesti. Skráning í síma 587 2888. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi laugardagsmorgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Háteigskirkja, eldri borgarar. Vegna sum- arleyfa fellur starf eldri borgara niður í júlí- mánuði. Púttvöllur verð- ur í umsjá kirkjuvarða í júlí frá kl. 9–17. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Árnesingafélagið í Reykjavík. Tiltektar- dagur og lautarkaffi að Áshildarmýri á Skeiðum sunnudaginn 30. júní kl. 13. Allir velkomnir. Félag eldri borgara á Suðurnesjum. 4 daga ferð verður farin á Vest- firðina 22., 23., 24. og 25. júlí. Vinsamlegast látið vita fyrir 10. júlí. Ferða- nefndin. Nánar auglýst í Suðurnesjafréttum. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Minningarkort Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551 7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkortagreiðslur. Í dag er laugardagur 29. júní, 180. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi. (Matt. 7, 24.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI er enginn siðapostuliog seint verður hann gjaldgeng- ur stúkumaður. Samt nær hann vart upp í nefið á sér yfir þróun sem átt hefur sér stað undanfarið og viðkem- ur lymskulegum auglýsingum á áfengi sem beint er að ungu fólki fyrst og síðast. Allt er þetta gert í hinu mesta sak- leysi – að viðkomandi eflaust telja. Meinlaus skilaboð, gegn því að standa skil á kostnaði, en alls ekki hvetja til drykkju. En fullorðið fólk á að vita betur en svo að slíkar auglýsingar hafi ekki áhrif. Annars væru áfeng- issalar ekki að spreða fúlgum fjár og dæla út vöru sinni ókeypis. Sem betur fer hafa þessar lúmsku auglýsingar ekki tengst sterkum drykkjum og kannski þess vegna finnst hlutaðeig- endum þetta ekkert tiltökumál – bara bjór, næstum því gosdrykkur. Æði margar af þessum óbeinu aug- lýsingum einskorðast við ákveðna fjölmiðla, einkum FM 957, PoppTíví og Skjá einn - vettvang unga fólksins! Nú er svo komið að þessir fjölmiðlar standa vart fyrir viðburði eða þátta- gerð öðruvísi en að þeir séu kostaðir eða styrktir af bjórsölum. Og máli Víkverja til sönnunar eru hér nokkur sláandi dæmi. Í einum langlífasta þætti Skjás eins, Djúpu lauginni, eru gestir í sal sötrandi bjór – svo sýni- legt sé og þá sérstaklega bjórtegund- in – liðlangan þáttinn. Á gráu svæði vissulega, því ekki er um eiginlega auglýsingu að ræða en sú spurning vekur ekki áhuga Víkverja heldur miklu fremur sú staðreynd að áhorf- endur í útsendingunni eru jafnan ungt fólk, sem Víkverji efast um að hafi allt náð löglegum áfengisaldri. Og enn alvarlegra er að stærsti áhorf- endahópurinn heima í stofu er ungt fólk, undir tvítugu. Og sama gildir um aðra viðlíka þætti, lífs eða liðna, sem tengjast skemmtanalífinu. Bjórinn flæddi í Hausverk um helgar sem var á Sýn, sem og í öðrum sálugum þætti á PoppTíví, SpritsTV, en þar var meira að segja gengið svo langt að auglýsa eftir krökkum sem væru til í að fara á fyllerí í boði þáttarins (bjór- salans). Arftakinn á sömu stöð, rugl- .is, er náttúrlega ekkert annað en nafnið gefur til kynna, lágkúra af verstu tegund, rugl. Ungur fýr með bjór í annarri og hljóðnema í hinni á djamminu að þefa uppi krakka sem eru nógu ölvaðir til að fást til að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð. Og krakkarnir sitja heima í stofu og halda að þeim eigi að finnast þetta svalt og skondið. Svona þættir end- urspegla ekkert annað en vítavert ábyrgðar- og metnaðarleysi sjón- varpsstjóra. Steininn tekur þó úr þegar sjálf átrúnaðargoð krakkanna, popp- stjörnurnar, taka þátt í fylleríinu. Þær eru vissulega soltnar í athygli til að geta lifað á tónlistinni en „fyrr má nú aldeilis fyrr vera“. Nýjasta dæmið er sumarstuð FM957, sem vitanlega er í boði ákveðins bjórframleiðanda. Stöðin hefur gerst svo rausnarleg að „bjóða“ upp á „fría“ tónleika á fimmtudögum en auðvitað eru þeir ekkert fríir því bjórframleiðandi borgar glaður brúsann og fær á móti að planta bjórnum sínum um allt, meira að segja í nýtt myndband þar sem sveitaballalandsliðið syngur ís- lenskan djammtexta við gamalt Kiss- lag á milli þess sem ungir krakkar gamna sér með bjórflöskur í hendi, í partíi, á ballinu eða bara í baði – bjór- inn á náttúrlega alltaf við (er það ekki)! Og fyrirmyndum krakkanna virðist nokk sama, þær fá athyglina, og jafnvel frían bjór líka? Víkverji veit bara ekki hvert stefn- ir, ef ekki verður tekið í taumana (ábyrgðarmenn viðkomandi fjöl- miðla, ekki yfirvöld takk!). Ætli þetta endi ekki bara í einni allsherjar Tú- borgíu eins og hjá unglingunum hressu á veggauglýsingum bæjarins? Opnunartími skemmtistaða Í MORGUNBLAÐINU miðvikudaginn 26. júní er grein eftir Elísabetu Þor- geirsdóttur, „Kaffihús og bari í svefnhverfin og svefnbæina“. Ég er svo hjartanlega sammála El- ísabetu og því sem hún fjallar um í þessari grein. Elísabet fjallar m.a. um breyttan opnunartíma skemmtistaða og að frekar hefði átt að dreifa skemmti- stöðum en lengja opnunar- tíma. Ég hef á undanförn- um árum kynnst þessu af eigin raun og eftir að opn- unartíma skemmtistaða var breytt hefur mynstrið breyst, fólk fer bara seinna af stað og er lengur að frameftir morgni. Áður en opnunartíma var breytt fór fólk af stað á skemmtistaði fyrir miðnætti og var komið heim milli kl. 3 og 4 en nú eru staðirnir hálftómir til 1–2 á næturnar og fólk að skríða heim undir morgun. Þetta getur ekki verið hagkvæmt fyrir þessa staði, t.d. hlýtur launa- kostnaður að hafa aukist með þessu. Mætti t.d. hafa skemmtistaði opna til kl. 3 eins og áður var og 1–2 staði opna lengur fyrir þá sem aldrei fá nóg. Tel ég þetta ekki góða þróun og er sammála Elísabetu að bet- ur hefði verið að færa skemmtistaðina í úthverfin frekar en að hafa þá alla á sama svæði, þ.e. í miðbæn- um. Ég vil nefna dæmi um vel heppnaða skemmtistaði í úthverfi, Gullöldina í Graf- arvogi og Players í Kópa- vogi, en sá staður er á mik- illi uppleið og þangað sækir fólk á öllum aldri. Víða er- lendis er mikil hefð fyrir „pöbbum“ í íbúðarhverfum og þangað fer fólk á öllum aldri, fær sér að borða, spjallar og dansar. Það sagði mér kona á besta aldri að frekar en að fara niður í miðbæ þá sækti hún pöbb sem væri í henn- ar hverfi því þangað gæti hún gengið og með því sparað sér leigubíl fram og til baka í miðbæinn upp á 3.000 kr. Finnst mér það umhugsunarefni. Helga. Þakkir sem gleymdust Í UMSÖGN um ferð með Bólstaðarhlíð 43, „Til fyrir- myndar í alla staði“, var ekki getið um góðar mót- tökur og afbragðs veitingar í Sævangi, 12 km sunnan við Hólmavík. Kærar þakk- ir hér með. Eldri borgari og maki. Dýrahald Fílon er týndur FÍLON, stór svartur fress, týndis fyrir 2 vikum frá Tindaseli 1a. Hann er með rautt merkispjald. Heldur sig í Selja- og Lindahverfi. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir hans hafi sam- band í síma: 587 1912 eða 694 6470. Svartur labrador- hundur í óskilum SVARTUR labradorhund- ur var tekinn í Gaulverja- bæjarhrepp þar sem hann var búinn að vera að þvæl- ast um í heila viku. Er vist- aður á Hundahótelinu Leir- um. Þeir sem kannast við hvutta hafi samband í síma 566 8366 eða 698 4967. Kettlingar fást gefins TVEIR 8 vikna kettlingar, fallegir og kassavanir, fást gefins. Upplýsingar í síma 565 1946 og 699 5146. Snúður er týndur SNÚÐUR sem er svartur fress týndist sl. þriðjudag frá Eskihlíð. Hann er ólar- laus og var fótbrotinn á framloppu og var í gifsi. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 699 5446 eða 690 6937. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 frjóangi, 8 vefji í gönd- ul, 9 talaði um, 10 guð, 11 byggja, 13 ójafnan, 15 hungruð, 18 ofstopa- menn, 21 svefn, 22 særa, 23 tölum, 24 reisir skorð- ur við. LÓÐRÉTT: 2 sjúkdómur, 3 synja, 4 gabba, 5 snúið, 6 digur, 7 hef upp á, 12 fyrirburður, 14 bein, 15 heiður, 16 þröngina, 17 gleðskap, 18 maðkur, 19 drepa, 20 rekkju. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 golfs, 4 tukta, 7 mokar, 8 litum, 9 tík, 11 römm, 13 smár, 14 ósatt, 15 dólk, 17 órög, 20 odd, 22 magur, 23 ógift, 23 rúmba, 24 arinn. Lóðrétt: - 1 gómur, 2 líkum, 3 surt, 4 túlk, 5 kýtum, 6 aumur, 10 íhald, 12 mók, 13 stó, 15 dómur, 16 lógum, 18 reipi, 19 gætin, 20 orga, 21 dóna. EIN úr vesturbænum skrifar að fólk skuli at- huga hver ástæðan er ef það hefur ekki fengið Fréttablaðið og tek ég undir það, tveir synir mín- ir hafa ekki borið út blað- ið í smátíma vegna ógreiddra launa, annar á Rauðalæknum og hinn á Hraunteig og Sundlauga- vegi og hefur verið marg- sagt við þá að laun verði greidd út daginn eftir o.s.frv. Hennar sonur er þó heppinn og er búinn að fá apríl, hvorugur minna hefur fengið laun fyrir apríl og maí og að sjálf- sögðu bætist júní núna við, þar sem ekki hefur verið staðið við það sem sagt er hjá Fréttablaðinu treysta þeir engu um að launin komi og byrja því ekki aftur að bera út fyrr en allt hefur verið greitt inn á reikninga þeirra. Með kveðju. Ein af Rauðalæknum. Enn um blaðburðarbörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.