Morgunblaðið - 29.06.2002, Page 59

Morgunblaðið - 29.06.2002, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 59 DAGBÓK Opnun lögmannsstofu Við höfum opnað lögmannsstofu á þriðju hæð í Kirkjuhvoli, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík. Veitum alla almenna lögmannsþjónustu. HÞ Lögmenn Símar: 511 1812, 894 1813 og 892 1813. Netfang: logafl@logafl.is Þröstur Þórsson, héraðsdómslögmaður. Hanna Sigurðardóttir, lögfræðingur. HÞ ÚTSALA - ÚTSALA 25-40% afsláttur Sími 553 4060, Álfheimar 74, Glæsibæ - 104 Reykjavík. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú kannt að hafa gaman af lífinu og ert fullur orku. Þú varðveitir barnið í þér og átt aldrei eftir að vaxa uppúr barnslegum hlutum enda þrífstu á ævintýrum og draumum. Þrátt fyrir það tekst þér að láta drauma þína rætast. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Aðrir gera sitt besta til að reyna að sannfæra þig um eitt- hvað í dag. Þeir gera sér hins vegar ekki grein fyrir því að það er ekki hægt að stjórna þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Möguleiki er á að upp komi ósætti varðandi fjármál og eignir í dag. Þú neitar að taka ábyrgð á því sem kemur þér ekki við. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ágreiningur milli þín og ann- arrar manneskju gæti breyst í alvarlegar deilur í dag. Einhver á eftir að sýna raunverulegan styrk sinn í þessum deilum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert ákveðinn að komast að niðurstöðu í einhverju máli. Hæfileikar þínir til að kanna smáatriðin og rannsaka mál of- an í kjölinn eru í hámarki í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Átök við börn eru líkleg í dag. Mundu að það er mikilvægt að þau fái að vera sjálfstæð og finna fyrir einhverri ábyrgð á eigin lífi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta er ekki rétti dagurinn til að rífast við yfirmann þinn. Það er of auðvelt að fá hugmynd á heilann og svífast einskis. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér finnst þú verða að sann- færa aðra um gildi einnar ákveðinnar hugmyndar í dag. Þú hefur rétt á því en ekki láta það hafa áhrif á þig ef aðrir eru ósammála þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Rifrildi um peningaeyðslu og skerf í ákveðnum hlutum koma líklega upp í dag. Reyndu að blanda þér ekki í deilurnar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú færð hugmynd einum of mikið á heilann í dag og verða aðrir andsnúnir þér vegna þessa. Þú vinnur orrustu en tapar stríðinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Reyndu að forðast deilur ef þú getur og skiptu þér ekki af skoðunum samstarfsfólks þíns. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Næstum ógerlegt er fyrir þig að forðast misskilning í ástar- málum í dag. Hafðu í huga að það þarf tvo til að deila. Hver er tilgangurinn með því að vinna ef deilan hefur óham- ingju í för með sér? Fiskar (19. feb. - 20. mars) Vertu þolinmóður við fjölskyld- una í dag því allir eru frekar taugastrekktir. Líklegasta vandamálið tengist því að ein- hver er hrifinn af hugmynd og vill ekki hætta við framkvæmd hennar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 29. júní, er áttræður Þorkell Kjartansson, Birkigrund 10, Selfossi. Af því tilefni taka Þorkell og eiginkona hans, Inga Snæbjörnsdóttir, á móti gestum í kvöld kl. 20–23 í Hliðskjálf, húsi hestamanna við Langholt á Selfossi. 90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 29. júní, er níræð Svava Þor- gerður Johansen, Sóltúni 2, Reykjavík. Af því tilefni ætl- ar hún að taka á móti fjöl- skyldu sinni á afmælisdag- inn í Sóltúni 2 milli kl. 14 og 17. LJÓÐABROT MORGUNBÆNIN Nóttin hefur níðzt á mér, nú eru augun þrútin, snemma því á fætur fer og flýti mér í kútinn. Við það augun verða hörð, við það batnar manni strax. Það er betra en bænagjörð brennivín að morgni dags. Páll Ólafsson. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 29. júní, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigríður Atladóttir og Vigfús Bjarni Jónsson, bóndi á Laxamýri, Suður-Þingeyjarsýslu. 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 29. júní, er áttræður Guðmund- ur Kristján Jóhannsson við- skiptafræðingur, Háagerði 2, Akureyri. Hann er stadd- ur í Noregi ásamt konu sinni, Ingibjörgu Dan Krist- jánsdóttur. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 30. júní, verður sjötugur Ragnar Jóhannesson, Hóla- götu 34, Vestmannaeyjum. Í tilefni dagsins taka hann og eiginkona hans á móti gestum í dag, laugardaginn 29. júní, kl. 17 í sumarbústað sínum. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 Bxd2+ 5. Rbxd2 d6 6. g4 Rxg4 7. Hg1 e5 8. h3 Rh6 9. dxe5 dxe5 10. Hxg7 Rf5 11. Hg1 Rc6 12. Da4 Bd7 13. 0- 0-0 De7 14. e3 0-0-0 15. Re4 Kb8 16. Db3 h6 17. Bd3 Bc8 18. a3 Rd6 19. Rxd6 Hxd6 20. Be4 Hhd8 Staðan kom upp á Stiga- móti Hellis sem lauk fyrir nýverið. Bragi Þorfinnsson (2.355) hafði hvítt gegn Lenku Ptácní- kovu (2.215). 21. Bxc6! vinnur peð og skákina. Framhaldið varð: 21. ...Hxc6 22. Hxd8 Dxd8 23. Rxe5 Hb6 24. Dc2 f6 25. Rf3 Bxh3 26. Rd4 Bc8 27. Dh7 Dd6 28. Hg8 c5 29. Df5 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. „Þegar enginn hliðarlitur hefur verið nefndur biður dobl um útspil í lengsta lit.“ Þessi regla Lightners um slemmudobl stendur fyrir sínu, en er hún nothæf gegn geimsamningum líka? Sjáum til: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ G65 ♥ K103 ♦ D974 ♣K87 Vestur Austur ♠ Á7 ♠ 942 ♥ Á95 ♥ G7642 ♦ 1086532 ♦ – ♣94 ♣DG1053 Suður ♠ KD1083 ♥ D8 ♦ ÁKG ♣Á62 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Dobl ! Allir pass Það stappar kannski geð- veiki næst að dobla fjóra spaða með spil austurs, en skilaboðin ættu þó að vera skýr. Austur á sama sem engan háspilastyrk og veit sem er að makker horfir á 1–3 varnarslagi og mun því undrast doblið. En síðan komast að réttri niðurstöðu (vonandi) og túlka doblið sem beiðni um útspil. Vestur ætti að sjá af hyggjuviti sínu að dobl makkers er byggt á tíguleyðu og koma út með tígul – raunar tíuna til að biðja um hjarta til baka. Kannski hefði vestur komið út með tígul hvort sem er, en það hefði ekki veitt vörninni sömu gleði að hnekkja spilinu þannig. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík LÍNUR eru orðnar nokkuð skýr- ar á Evrópumótinu í brids. Íslend- ingar hafa verið í 12. sætinu í opna flokknum nokkra síðustu daga og allar líkur eru á að þeir endi þar því nokkuð bil var upp í 11. sætið og nið- ur í það 13. þegar þremur leikjum var ólokið. Íslendingar höfðu þá m.a. unnið Liechtenstein 21:9, Fær- eyinga 20:10 og Úkraínumenn 18:12 en tapað fyrir Dönum 8:22. Ítalir gulltryggðu sér Evrópu- meistaratitilinn þegar á fimmtu- dagskvöld þegar fjórir leikir voru eftir en þá höfðu þeir náð 98,5 stiga forskoti á Spánverja. Staðan í gær- dag eftir 34 umferðir af 37 var sú að Ítalir höfðu 724 stig, Spánverjar 637,5, Búlgarar 627, Norðmenn 620, Pólverjar 617, Svíar 603, Hollend- ingar 589, Ísraelsmenn 583, Frakk- ar 581, Englendingar og Tyrkir 580, Íslendingar 556 og Þjóðverjar 536. Yfirburðir Ítala í Salsomaggiore hafa á tíðum verið með hreinum ólíkindum og það er eins og ítölsku spilararnir geri varla mistök. Í hverju spilinu á fætur öðru hitta þeir á árangursríkustu spila- mennskuna á sama tíma og and- stæðingar þeirra velja aðrar leiðir sem virðast jafngóðar eða betri en ganga ekki upp. Sem dæmi um þetta má til dæmis taka af handa- hófi þetta spil sem kom fyrir í leik Ítala og Norðmanna í 31. umferð mótsins: Norður ♠ 853 ♥ ÁDG83 ♦ 1062 ♣109 Vestur Austur ♠ Á64 ♠ G1072 ♥ 1074 ♥ K965 ♦ D3 ♦ G74 ♣DG853 ♣72 Suður ♠ KD9 ♥ 2 ♦ ÁK985 ♣ÁK64 Lokasamningurinn var 3 grönd við bæði borð eftir að suður hafði sýnt sterka hönd með tígullit og norður sýndi hjartalit. Það blasir við með vesturspilin að spila út laufi og flestir myndu sjálf- sagt velja 4. hæsta laufið; það virðist hættulegt að spila út drottningunni þar sem millispilin eru frekar lág. Við annað borðið spilaði Norð- maðurinn Tor Helhess út lauf- afimmunni. Norberto Bocchi fékk fyrsta slaginn á tíuna í blindum og nú var eftirleikurinn auðveldur. Hann gat fríað tígullitinn og síðan 9. slaginn á spaða og fékk raunar 10 slagi á endanum. Við hitt borðið spilaði Lorenzo Lauria hins vegar að sjálfsögðu út laufadrottningunni. Erik Sælens- minde gaf fyrsta slaginn en þá skipti Lauria í hjartafjarka. Sælensminde svínaði drottningunni en Alfredo Versace tók með kóng og skipti í spaðatvist. Sælensminde setti kóng- inn en Lauria drap með ás og spilaði meiri spaða. Það þarf ekki að rekja spilið lengra en í þremur fyrstu slögunum höfðu Ítalirnir hreinlega rústað þessum samningi og Sæ- lensminde fór að lokum tvo niður. Þvingun leyndist í spilinu Fjallað var í bridsþætti í gær um slemmu sem Karl Sigurhjartarson og Snorri Karlsson sögðu í leik Ís- lands og Búlgaríu. Sagt var um spil- ið að slemman myndi tapast ef út kæmi lauf. Við nánari athugun kem- ur hins vegar í ljós að þetta er ekki rétt því þvingun leynist í spilinu. Norður ♠ 10 ♥ Á1087 ♦ 108 ♣ÁK10752 Vestur Austur ♠ G4 ♠ 987 ♥ D54 ♥ G9632 ♦ Á974 ♦ D53 ♣DG63 ♣98 Suður ♠ ÁKD6532 ♥ K ♦ KG62 ♣4 Suður spilar 6 spaða og fær út laufa- drottningu. Hann spilar nú tígultíu og austur verður að leggja drottn- inguna á. Drepi vestur tígulkóng suðurs með ás verður hann að spila spaðagosa svo sagnhafi geti ekki trompað tígul í blindum. Sagnhafi tekur þá öll trompin og vestur lend- ir í þvingun í láglitunum þegar sagnhafi spilar hjartakóng á ás í borði. Í fljótu bragði virðist vestur geta hnekkt spilinu með því að taka ekki strax á tígulás. En þá getur sagn- hafi tekið alla spaðana og þegar hann spilar hjartakóng á ás lendir vestur í stiklusteinsþvingun, verður að fara niður á tígulásinn einan. Vestri er þá spilað inn á tígul og hann verður að gefa tvo síðustu slagina á K10 í laufi. Yfirburðir Ítala með ólíkindum BRIDS Salsomaggiore Evrópumótið í brids er haldið í Salso- maggiore á Ítalíu, dagana 16.–29. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. Heimasíða mótsins er http://www.eurobridge.org Guðm. Sv. Hermannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.