Morgunblaðið - 08.08.2002, Page 24
ERLENT
24 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
góða möguleika á að ná aftur völdum
í landinu eftir kosningarnar. Nokkur
hundruð metra frá gröf Járnkansl-
arans bauð Carl-Eduard 180 ungum
frumkvöðlum í heimsókn í kastala
ættarinnar og kynnti fyrir þeim
framboð sitt og flokkinn. Eitt af því
sem hann vill sýna og sanna, er að af-
komendur þýskra aðalsmanna geti
lagt meira af mörkum en að vera
slúðurblaðafóður. Til dæmis reynslu í
viðskiptum.
Á níunda áratugnum starfaði Carl-
Eduard í tvö ár við verðbréfaviðskipti
í New York og lagði stund á hagfræði
við Háskólann í Kaliforníu í Los Ang-
eles. Hann er yfirmaður markaðs-
setningar á vatni og vindlum, sem
selt er undir Bismarck-nafninu, og
hefur umsjón með 5.800 hektara
skógi sem keisarinn gaf Otto von
Bismarck sem verðlaun fyrir vel unn-
in störf í stjórnmálum. Þetta og aðrir
hlutir, eins og fasteignir og brugg-
verksmiðja, sjá fjölskyldunni fyrir
tekjum sem nýtast við framboðið.
Þýskt efnahagslíf á í kröggum og
hefur það snúið almenningsálitinu
gegn stjórn Gerhards Schröders
kanslara. Bismarck ætlar að nýta sér
það og ná af sósíaldemókrötum kjör-
dæminu sem Friedrichsruh-kastali er
í. Bismarck er eindregið fylgjandi
stefnumálum andstæðings Schröd-
NAFNIÐ minnir ætíð á Járnkansl-
arann, sem háði þau stríð sem gerðu
Prússland að stórveldi á 19. öld, en
Carl-Eduard von Bismarck telur
tíma til kominn að fjölskyldan láti til
sín taka í stjórnmálunum í Berlín á
ný. Það er enginn herbúningur sjáan-
legur þegar þessi 41 árs erfingi þessa
mikla nafns hallar sér aftur á bak í
stólnum við þungt eikarskrifborð,
með skyrtuna opna í hálsmálið, og
segir frá því hvernig nútíma barátta –
fyrir lægri sköttum – leiddi til þess að
hann ákvað að bjóða sig fram til þings
í kosningunum í september næst-
komandi.
Hann hefur lifað í vellystingum,
gengið í skóla í Kaliforníu, starfað við
peningamál og kvæntist svissneskri
konu sem hann hitti í Mónakó. Í fyrra
sneri Bismarck aftur til kastala for-
feðranna fyrir utan Hamborg til þess
að leita róta sinna og skipuleggja
kosningabaráttuna. „Bismarck-
nafnið er ekki bara kostur,“ sagði
hann í viðtali. „Sumir fyllast efasemd-
um og fara undan í flæmingi. Þegar
ég gef mig á tal við þá og þeir kynn-
ast mér gera þeir sér fljótlega grein
fyrir því að ég er fullkomlega venju-
legur.“
Þetta er skírskotun til arfleifðar
langa-langa-langafa Carl-Eduards,
Ottos von Bismarcks, sem var kansl-
ari frá 1871 til 1890 í tíð Vilhjálms
keisara og sameinaði þýsku ríkin
undir völd Prússlands. Afdráttarlaus
barátta hans fyrir sameiningu allra
Þjóðverja með „járni og blóði“ – sem
Danir, Frakkar og Austurríkismenn
fengu að kenna á – tengdi Bismarck-
nafnið þeirri harðhentu „Realpolitik“
sem sumum finnst nú á dögum heldur
kaldranaleg hugmynd.
Þá voru aðrir tímar
Carl-Eduard leyfir enga óvirðingu
við þennan fræga forföður sinn, sem
lést 1898, 83 ára. „Hann notaði stríð
til að ná markmiðum, og þetta voru
yfirleitt stutt stríð,“ sagði Bismarck.
„Þá voru aðrir tímar.“ Hann bregst
ókvæða við fullyrðingum sumra fjöl-
miðla og sagnfræðinga um að stefna
Ottos von Bismarcks hafi lagt grunn-
inn að valdatöku Adolfs Hitlers síðar
meir. „Þessi ályktun er gjörsamlega
út í hött,“ sagði Carl-Eduard. „Ég
hafna því algerlega að tengsl séu
þarna á milli.“
Bismarck-erfinginn vill heldur tala
um framboð sitt til þings fyrir Kristi-
lega demókrataflokkinn (CDU),
helsta íhaldsflokk Þýskalands, sem á
ers, Edmunds Stoibers, lægri skött-
um og rýmkuðum reglum, sérstak-
lega fyrir lítil og miðlungsstór fyrir-
tæki. „Ég vinn við kaupsýslu svo að
ég veit hvar skórinn kreppir,“ sagði
Bismarck.
Nafnið opnar dyr
En hann er nýgræðingur í stjórn-
málum og viðurkennir að hann sé
ófeiminn við að nota nafnið til að opna
sér dyr. Það hefur auðveldað honum
að fá ráðleggingar við kosningabar-
áttuna frá almannatengslasérfræð-
ingi sem vann fyrir Helmut Kohl,
fyrrverandi kanslara. „Líklega á ég
auðveldara með að fá viðtalstíma, til
dæmis hjá Kohl,“ sagði Bismarck.
„Þetta er hagræði sem ég nota til að
hitta slíka stjórnmálamenn. En
markmiðið er ætíð að ná sam-
böndum.“
Þetta kemur ekki á óvart í fjöl-
skyldu sem nýtur þess að sinna
stjórnmálum. Faðir Carl-Eduards,
Ferdinand von Bismarck, starfaði á
sjöunda áratugnum fyrir Evrópu-
sambandið í Brussel. Afi Carl-
Eduards, Otto von Bismarck II, var
fulltrúi kristilegra demókrata á vest-
ur-þýska þinginu í Bonn. Síðan þá
hefur aðsetur þýsku stjórnarinnar
verið flutt aftur til Berlínar, og það
þykir Carl-Eduard óneitanlega kost-
ur. „Það er skemmtilegra að fara á
uppákomu í Berlín en Hamborg,“
sagði hann. „Það er alþjóðlegra. Já,
það er skemmtilegt.“
Bismarck-fjölskyld-
an snýr sér að
stjórnmálum á ný
Friedrichsruh. AP.
AP
Carl-Eduard von Bismarck, afkomandi Járnkanslarans Ottos von Bismarcks.
’ Bismarck-nafniðer ekki bara kostur ‘
STJÓRNVÖLD í Taívan reyndu í
gær að slá á þá miklu spennu, sem
hlaupin er í samskipti þeirra við
Kína, er þau tilkynntu að hætt
hefði verið við fyrirhugaðar her-
æfingar undan ströndum landsins.
Þá bað Chen Shui-bian, forseti
Taívans, flokk sinn um að bíða með
lagabreytingar sem gera myndu
stjórnvöldum kleift að boða þjóð-
aratkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Taívans.
Talsmenn taívanskra yfirvalda
sögðu að einungis hefði verið um
reglubundnar heræfingar að ræða
en rétt hefði verið talið, miðað við
hið pólitíska andrúmsloft, að fresta
þeim, svo öruggt væri að þær yrðu
ekki rangtúlkaðar.
Hafði verið gert ráð fyrir því að
Taívanar notuðu æfingarnar til að
prófa Lafayette-freigáturnar, sem
þeir keyptu nýverið af Frökkum,
og F-16 herþotur sem keyptar voru
af Bandaríkjamönnum.
Ákvörðun Taívana kemur í kjöl-
far þess að stjórnvöld í Kína
brugðust ókvæða við þeim yfirlýs-
ingum Chens um síðustu helgi að
rétt væri að halda þjóðaratkvæða-
greiðslu um framtíð eyjunnar. Bað
Chen þingmenn flokks síns, Fram-
farasinnaða lýðræðisflokksins, í
gær að fresta því að leggja fram
frumvarp á þingi sem gera myndi
þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf-
stæði mögulega.
Tókst að telja Trong Chai, þing-
mann flokksins, af því að leggja
frumvarpið fram en Chai staðhæfði
að búið hefði verið að tryggja
stuðning 114 þingmanna, en 225
fulltrúar sitja á taívanska þinginu.
Kínverjar hafa í hótunum
Þrátt fyrir þessar tilslakanir
ítrekaði Chen aftur á móti þá skoð-
un sína að Taívan væri fullvalda
ríki, rétt eins og Kína. Kínverjar
álíta Taívan hins vegar órjúfanleg-
an hluta Kína og varaði Dagblað al-
þýðunnar, málgagn kínversku
kommúnistastjórnarinnar, við því í
gær að til átaka myndi koma ef
Taívanar reyndu að gera aðskilnað
landanna tveggja varanlegan.
„Velji Taívanar sjálfstæði eru
þeir um leið að velja stríð,“ var
sömuleiðis haft eftir ónafngreind-
um yfirmanni í kínverska hernum.
„Við ættum ekki að telja sjálfum
okkur trú um þá firru að aðskiln-
aðarsinnarnir kasti fyrir róða
markmiði sínu um sjálfstætt Taív-
an rétt si-svona. Ef við viljum
tryggja friðinn verðum við að vera
tilbúnir að grípa til hernaðarað-
gerða,“ sagði heimildarmaðurinn.
Stjórnvöld í Taívan reyna
að draga úr spennunni
Hætt við fyrirhugaðar heræfingar til
að styggja Kínverja ekki enn frekar
Taipei. AFP.
RÓMVERJINN Roberto Cerc-
elletta er orðinn þjóðþekktur
maður á Ítalíu – eftir að lög-
reglan í Róm handtók hann á
miðvikudag vegna gruns um að
hann hefði um árabil rakað sam-
an peningum í bókstaflegri
merkingu þess orðs. Cercelletta
hefur semsé stundað þann sið
allt frá árinu 1968 að raka að
næturlagi saman myntinni sem
erlendir ferðamenn kasta í
Trevi-brunninn, eitt helsta
kennileiti Rómaborgar.
Sífelldur straumur ferða-
manna er að Trevi-brunni en
hann er í miðbæ Rómar aust-
anverðum. Margir henda smá-
peningum í brunninn en bæði á
sú hefð að tryggja að viðkom-
andi eigi afturkvæmt til hinnar
fögru Rómar, og að gesturinn fái
eina ósk uppfyllta.
Cercelletta, sem sagður er at-
vinnulaus og ekki fyllilega heill á
geði, var handtekinn árla mið-
vikudags og hélt hann þá á poka
sem fullur var af mynt. Fullyrtu
lögreglumenn að á góðum degi
hefði Cercelletta náð að hafa
meira en eitt þúsund dollara upp
úr krafsinu, um 85 þúsund ísl.
krónur.
Cercelletta ku vera góðkunn-
ingi lögreglunnar en af einhverj-
um ástæðum hefur mönnum þar
á bæ fram að þessu ekki þótt
ástæða til að hafa hemil á fram-
takssemi hans. Einhver vafi mun
reyndar hafa leikið á því að pen-
ingasöfnun Cercellettas væri
ólögleg, enda myntin í brunn-
inum ekki beinlínis eign neins.
Ítölsk lög banna mönnum hins
vegar að vaða út í brunna eins
og Trevi og var Cercelletta
handtekinn á grundvelli þeirra
laga.
Þykir líklegt að lögreglan hafi
ákveðið að grípa hann glóðvolg-
an nú eftir að ítalskir fjölmiðlar
ljóstruðu upp um það í síðustu
viku að fjármunir úr Trevi-
brunni, sem nýta á til góðgerð-
arstarfa, rynnu í vasa hins fimm-
tuga Rómverja.
Ítalska pressan birti í síðustu viku myndir af Cercelletta við störf.
Rakaði saman pen-
ingum úr brunni
Róm. AP.
AP
STJÓRN Jórdaníu lokaði í gær
skrifstofu arabísku sjónvarpsstöðv-
arinnar Al-Jazeera og bannaði
fréttamönnum hennar að starfa í
landinu. Stjórnin sakaði sjónvarps-
stöðina um að hafa rægt Jórdaníu og
konung landsins, Abdullah II.
Daginn áður voru ráðamenn í
Jórdaníu gagnrýndir harðlega í um-
ræðuþætti Al-Jazeera. Þátttakend-
urnir gagnrýndu friðarsamning
Jórdaníu við Ísrael og stefnu Jórd-
ana í málefnum Palestínumanna og
Íraks. „Þetta var eintómt níð um
Jórdaníu og konungsfjölskylduna,“
sagði upplýsingamálaráðherra
landsins. „Umsjónarmaður þáttarins
og viðmælendurnir hikuðu ekki við
að móðga hana.“
Jórdanía
Skrifstofu
Al-Jazeera
lokað
Amman. AFP.