Morgunblaðið - 08.08.2002, Side 25

Morgunblaðið - 08.08.2002, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 25 Nú geturðu léð augnhárunum dramatíska sveigju og lyftingu sem er sjónhverfingu lík. Illusionist Mascara inniheldur spánýtt og loftnýtið gel sem borið er á augnhárin með frábærlega liprum og sveigjanlegum trefjabursta. Maskari sem tekur öllu öðru fram. Hreinasta sjónhverfing ESTÉE LAUDER kynnir: ILLUSIONIST Maximum Curling Mascara Útsölustaðir: Clara Kringlunni, Debenhams snyrtivörudeild, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Spönginni, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Lyf og Heilsa Austurstræti, Apótek Keflavíkur. www.esteelauder.com *30 ml af augnfarðahreinsi fylgir öllum Illusionist Mascara. TVEIR ungir óp- erusöngvarar sem eru að ljúka framhaldsnámi frá óperudeild Guildhall School of Music and Drama halda tónleika í Saln- um í Kópavogi kl. 20 í kvöld. Á fimmtudag og laugardag í næstu viku halda þau svo tónleika á Húsavík og Ak- ureyri. Þetta eru þau Valdimar Hilmarsson bari- tón og Alex- andra Rigazzi- Tarling sópran sem auk þess að stunda nám sam- an eru heitbundin hvort öðru. „Við ákváðum að fara í þessa tónleikaferð í tvennum tilgangi. Til að kynna okkur og einnig ef vel gengur að afla fjár til síðasta námsvetrarins í London,“ sagði Valdimar í samtali við Morgun- blaðið. Valdimar hefur stundað nám við Guildhall-tónlistarháskólann í þrjú ár, fyrst 2 ár við almenna framhaldsdeild í söng og síðan 1 ár við óperudeildina. „Þessi deild er rekin nánast eins og atvinnu- óperuhús og nám okkar felst í því að syngja ýmis hlutverk í óperu- uppfærslum. Verkefnaskráin í vetur er ekki frágengin en ég veit þó að ég mun syngja í óp- erunni Súsönnu eftir Händel. Alexandra hefur stundað nám um 6 ára skeið við Guildhall- tónlistarháskólann, fyrst í 4 ár til BA-prófs og síðan 1 ár í fram- haldsdeild og 1 ár í óperudeild- inni. Hún hefur komið víða fram og söng meðal annars einsöng í stórri uppfærslu á Messíasi í Roy- al Albert Hall fyrir tveimur ár- um. Á efnisskránni á tónleikum þeirra hérlendis verða aríur og dúettar úr þekktum óperum, m.a. Töfraflautunni, Brúðkaupi Fíg- arós, Don Giovanni, Fást, Don Pasqualle, Gianni Schicci og Porgy og Bess. „Þetta er blanda fyrir alla óperuunnendur,“ segir Valdimar. Meðleikari þeirra á pí- anó er Catherine Milledge sem hefur starfað sem atvinnupíanó- leikari í Bretlandi um nokkurra ára skeið en hún stundaði einnig nám við Guildhall-tónlistarháskól- ann. Síðar í haust ætlum við að flytja sömu efnisskrá á þrennum tónleikum í London, Grimsby og Lúxemborg,“ segir Valdimar. Óperur frá Mozart til Gershwin Morgunblaðið/Þorkell Valdimar Hilmarsson og Alexandra Rigazzi-Tarling. NÚ stendur yfir Norrænt þing um endurheimt menningarverðmæta í Reykholti og stendur fram á sunnu- dag. Þar er fjallað um endurheimt menningarverðmæta og tilfærslu slíkra verðmæta milli þjóða og lands- svæða. Málefni þetta hefur að und- anförnu verið ofarlega á baugi víða um heim og dæmi þar um er að ný- verið hafa Danir afhent Færeying- um til varanlegrar varðveislu merka gripi sem hafa verið í Danska þjóð- minjasafninu í langan tíma. Jafn- framt hafa Danir og Grænlendingar gert samning um afhendingu græn- lenskra safngripa til safna á Græn- landi. Á ráðstefnunni greina þeir Emil Rosing, þjóðminjavörður á Grænlandi, og Arne Thorsteinsson, fyrrum þjóðminjavörður í Færeyj- um, frá því hvernig staðið var að þessum málum hjá þeim. Frummælendur á þinginu eru frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum og Grænlandi. Á morgun, föstudag, frá kl. 9–17, verður röð fyrirlestra. Af Íslands hálfu tala þar um handritamálið dr. Sigurður Líndal prófessor og dr. Vé- steinn Ólason forstöðumaður Árna- stofnunar og Anna Þorbjörg Þor- grímsdóttir fjallar um afhendingu safngripanna til Þjóðminjasafns Ís- lands frá Danmörku árið 1930 en hún vinnur nú að doktorsritgerð sinni við Gautaborgarháskóla um það efni. Þátttakendur á ráðstefnunni eru frá öllum Norðurlöndunum og eru þeir félagar í Sambandi norrænna safnmanna sem stofnað var árið 1915 og er það því með elstu samtökum sinnar tegundar. Sambandinu er skipt niður í þjóðdeildir og á vegum þeirra er haldið þing í löndunum til skiptis á þriggja ára fresti. Þingað um menningar- verðmæti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.