Morgunblaðið - 08.08.2002, Síða 44

Morgunblaðið - 08.08.2002, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                !"    "  #    !   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Allt efni sem birt ist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áski lur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirt ingu eða á annan hátt . Þeir sem afhenda blaðinu efni t i l birt ingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi . F-16 ÞOTUR fljúga yfir daglega. Í Rafah hafa þær rofið hljóðmúrinn. Á nóttunni er hægt að sjá blys lýsa upp himininn svo að ísraelska hernáms- liðið geti séð betur um svæðið. Sérhljómandi skot úr byssum heyrast í fjarlægð en eru svo kunn- ugleg að enginn tekur eftir þeim. Í nálægð er það þó öðruvísi. Drengur hefur verið skotinn í bak- ið fyrir neðan öxl. Hann grætur og liggur á maganum á börum og sjúkraliðar reyna að sinna honum. Myndatökumaður frá palestínskri sjónvarpsstöð er að taka myndir af honum í staðinn fyrir þykkt reykský sem sést frá göngunum á milli Rafah og Egyptalands sem Ísraelar voru að sprengja. Ólöglegt vopnasmygl segja þeir. Það má auðvitað ekki. Rökfærslan er öfugsnúin en sam- þykkt. Litla herveldið má sýna yf- irburði sína á öllu og öllum. Palest- ínumönnum er bannað að bera vopn þó þau séu heimatilbúin. Drengurinn er sveittur og andar þungt. Tilraunin til að bjarga honum er að mistakast. Líkami hans lamast og hann deyr. ,,Hvað meinarðu með að vera að mynda þetta,“ hrópar gramur hermaður að myndatöku- manninum. Slæm kynning fyrir Ísr- ael, sem er auðvitað saklaust fórn- arlamb fátæka og atvinnulausa mannfjöldans á Gaza-svæðinu. ,,Skjótið helvítis myndatökumann- inn,“ þeir gera það, en hitta ekki og myndatökumaðurinn kemst heim þann dag. Í flóttamannabúðunum í Rafah hafa geysað harðir bardagar. Iyad skyggnast um frá veggnum sem hann faldi sig við til að sjá eitthvað. Tveir liggja látnir rétt hjá. Einhver skýtur að honum en kúlan strýkst við eyrað á honum er hann beygir sig. Hljóðin úr byssunum bergmála í höfði hans er hann leggur á flótta til að komast heim. Áfallið er þó svo mikið að þrátt fyrir að hafa búið í þessu fangelsi í 20 ár finnur hann ekki heimili sitt. Hann er agndofa af ótta. Tvisvar hleypur hann fram hjá heimili sínu án þess að þekkja það, og loksins þegar hann kemur heim og sest niður hjá fjölskyldu sinni sem er að borða kvöldmat, borðar hann þar til enginn matur er eftir. Hann man ekkert eftir þessu. Bróðir hans segir honum frá þessu síðar, frá tóm- um, brjálæðislegum svipnum á and- liti hans og frá því hvernig hann þekkti engan heima. Iyad hefur séð marga deyja. Hans eigið líf er gjöf örlaganna. Núna sitja Iyad og fjölskylda hans heima og borða hitað grænmeti. Sviti lekur niður andlit þeirra er þau sitja á gólfinu hjá matnum. Börnin eru skítug og þeim er heitt. Öll Raf- ah-borg er rafmagnslaus í dag, á heitasta degi sumarsins fram að þessu. Útihurðin er opin svo að smá gola komist inn af og til. Með golunni má finna sterkan fnyk af skólpi. Kyrrstætt kvöldið færir fólkið á kaf. Hitinn mun fara upp í 32 stig í nótt. Iyad kveikir á olíulampa þegar orðið er of dimmt. ,,Hvernig þolir þú þetta?“ spyr einhver. Þetta er fáránleg spurning. Hvaða val hefur hann? Hvernig þoldi hann skotsárið á fætinum, eða fangelsisdóminn fyrir að dreifa spjöldum alþýðufylkingar- innar á skólalóðinni? Hvernig þoldi hann yfirheyrsluna, eða lyktina af strigapokanum sem settur var yfir höfuð hans í yfirheyrslunni? Pokann með ælu, slefi og hlandi þúsunda annarra? Það fékk hann þó ekki til að tala. Ekki heldur barsmíðarnar eða niðurlægingin. Honum var sleppt eftir tvo mánuði. Slapp vel. Það er ekki til sá fullorðni maður í hernumdri Palestínu sem ekki hefur verið í fangelsi eða séð bróður sinn eða föður sendan þangað. Glæpur- inn? Að vera Palestínumaður auðvit- að, að vilja búa í friði á eigin landi. Það er orðrómur um að ráðist verði á Gaza fljótlega, heit, þreytt Gaza, palestínskt Alcatraz. Fólk er of þreytt til að vera hrætt núna. Ein- hverjir hugsa um hvað verði um þá þar sem þeir búa ólöglega á Gaza, Palestínumenn sem komu hingað á þriggja mánaða dvalarleyfum en voru um kyrrt af því þeir gátu ekki farið neitt annað. Hvað verður um það fólk sem býr á þessum gleði- snauða stað án leyfis? Við eftirlitsstöðina bíður sjúkra- bíll með blikkandi ljós eftir leyfi til að halda áfram. Tveimur tímum seinna, þegar umferðinni er loksins leyft að halda áfram, færist hann hægt með hinum bílunum. Enginn gat sagt til um það hvort sá veiki eða slasaði lifði eða dó. SIGURÐUR ÞÓRARINSSON, Selvogsgrunni 22, Reykjavík. Sumarið er tíminn Frá Sigurði Þórarinssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.