Morgunblaðið - 08.08.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 08.08.2002, Síða 49
FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 49 ANTON Kaldal Ágústsson, eða bara Tonik, hefur verið að fást við tónlist síðan 1995 ef marka má upplýs- ingar á vefsetri hans, come.to/to- nik. Hyrnd er þó fyrsta eiginlega út- gáfan þótt hann hafi líkt og svo margir aðrir nýtt sér Netið til að koma sér á framfæri. Hyrnd er ekki langur diskur, rétt rúmur hálftími, en það er svo sem í lagi, betra er að velja af kostgæfni á disk en að hrúga á hann lögum til þess eins að fylla hann. Tónlistin er triphopkennt downtempo, góður botn í hægfara töktum. Hljóð hljóma sum heldur ódýrt, til að mynda laglínan í Free Fall og pí- anóið, en það kemur ekki alltaf að sök. Þannig er Bréfaklemman vel heppnuð. Galli á því lagi, og reyndar öllum lögum, er dauflegar trommur / slagverk. Takthljóðin eru einfald- lega allt of venjuleg og taktur stirður. Vélrænar geldar trommur spilla til að mynda til muna titillagi plötunnar, sem er annars ágætis „Moby-legt“ lag. Að öðru leyti saknar áheyrandi átaka eða spennu á plötunni, ekki að verið sé að biðja um læti, en bestu downtempo-lög eru einmitt með undiröldu og jafnvel þungum trega; það er lítið varið í músík sem er bara léttar laglínur. Tónlist Léttar laglínur Tonik Hyrnd Tonik gefur sjálfur út Hyrnd, geisladiskur Antons Kaldals Ágústssonar sem kallar sig Tonik. Hann gefur diskinn sjálfur út. Diskurinn fæst í Hljómalind. Árni Matthíasson                            ! "  # $      LEIKARINN Josh Ryan Ev- ans, sem m.a. lék í sjónvarpsþátt- unum Ally McBeal, er lát- inn, tvítugur að aldri. Evans þjáð- ist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kemur í veg fyrir að líkaminn vaxi og þroskist eðlilega og var innan við metri að hæð. Hann lék einnig í sjónvarpsþátt- unum Passions og í myndunum The Grinch og Baby Geniuses. Þá vann hann töluvert við talsetningar. Leikarinn Josh Ryan Evans látinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.