Morgunblaðið - 20.08.2002, Page 33

Morgunblaðið - 20.08.2002, Page 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 33 FYRIR nokkru birt- ist hér í Morgun- blaðinu grein eftir Friðrk Friðriksson sjómann sem bar yfir- skriftina „Mál er að linni“. Tilefni greinar- innar er frétt um að varðskipið Þór hafi verið selt úr landi. Að mati Friðriks var mik- ið ólán að missa Þór. Síðan rekur hann í stuttu máli ýmis mál sem honum hefur þótt miður fara varðandi sjóminjar. Almennt finnst honum „sorglegt hve lítill áhugi virðist vera meðal safnayfirvalda“ á þeim þáttum í sögu borgarinnar sem lúta að sjónum og sjómennsku. Þess má geta hér að Friðrik hef- ur sinnt málefnum sjóminja af meiri dugnaði en aðrir hér í Reykjavík, e.t.v. að Jósafat Hinrikssyni und- anskildum. Því til áréttingar fékk hann heiðursmerki sjómannadags- ráðs síðastliðið vor fyrir störf að varðveislu sjóminja. Má segja að heimili Friðriks á Tómasarhaga sé helsta sjóminjasafnið í Reykjavík um þessar mundir. Undirritaður er starfsmaður nefndar um stofnun sjóminja- safns í Reykjavík. Ég hóf störf 1. júní síðast- liðinn og held því áfram a.m.k. fram til áramóta. Ég veit að í fyrrnefndri grein talar Friðrik fyrir hönd nokkuð stórs hóps og er honum sammála að ýmsu leyti sjálfur. Ég var áður safnvörður á Minjasafni Reykjavík- ur, Árbæjarsafni, og veit hve lítil áhersla var lögð á sjóminjar þar. Þar réð staðsetn- ingin vafalaust einhverju og einnig hefðin fyrir að leggja áherslu á sveitamenninguna. Og enn hefur borgin ekki stofnað sérstakt sjó- minjasafn. Sjóminjar hafa verið vanræktar Ég er sömuleiðis samþykkur því að sjóminjar hafa verið vanræktar á Íslandi almennt. Meðal annars vantar skipafriðunarsjóð sem mundi styrkja varðveislu skipa á svipaðan hátt og húsafriðunarsjóð- ur styrkir gömul hús. Í því sambandi má hafa í huga að það sem gerði Reykvíkingum og öðrum Íslendingum kleift að byggja yfir sig mannsæmandi hús var sjáv- arútvegurinn. Án fiskiskipanna værum við enn í moldarkofunum. Það hljómar sjálfsagt eins og gömul lumma en er rétt eigi að síður í bók- staflegri merkingu. Áður en þilskip- in, skúturnar, komu bjuggu forfeð- ur okkar í moldarkofum. Á skútuöldinni, 1870–1920, var kleift að byggja timburhúsin sem nú þykja til mestrar prýði í miðbæ Reykjavíkur og víðar. Togaraút- gerðin var síðan forsenda hinna steinsteyptu húsa millistríðsáranna og þannig mætti áfram telja. Væntanlegt sjóminjasafn En sjóminjasafn Reykjavíkur yrði reyndar ekki nema að hluta fiskveiðisafn. Sambúð borgarinnar við hafið er á svo mörgum sviðum. Meðal annarra málaflokka sem þar yrði fjallað um mætti nefna sigling- ar í aldanna rás, skipasmíðar, kaup- siglingar, hafnarmál, landhelgis- gæslu, sjómannaskóla, sjóbjörgun, hafrannsóknir, margvíslega þjón- usta við flotann og fleira. Einnig mætti gera lífríkinu í sjónum skil með einhverjum hætti. Safnið yrði síðan í nánum tengslum við um- hverfi sitt, hafnarlífið, ferðaþjón- ustu og menningarstarfsemi. Nefnd hefur starfað í eitt ár Varðandi sjóminjar ber að minn- ast þess sem vel er gert. Úti um landið hafa risið myndarleg sjóm- injasöfn, á Akranesi, Ísafirði, Siglu- firði og víðar. Í Reykjavík hafa einnig bæði einstaklingar, félög, stofnanir, fyrirtæki og opinber söfn, þá aðallega Þjóðminjasafnið, sinnt málinu. Og nú hafa borgaryf- irvöld rumskað. Í eitt ár hefur starfað nefnd á vegum borgar- stjórnar sem hefur það verkefni að skoða möguleikana á stofnun sjó- minjasafns. Í nefndinni sitja Sigrún Magnúsdóttir, sem er formaður, Helgi Pétursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ásamt fulltrúum frá Reykjavíkurhöfn og Minjasafni Reykjavíkur. Í henni er fullur vilji fyrir að stofna slíkt safn og enn- fremur að staðið sé að því á mynd- arlegan hátt. Jafnframt er sam- staða um að slíku safni verði fundinn staður þar sem það á heima, þ.e. við gömlu höfnina. Eng- ar endanlegar ákvarðanir hafa þó verið teknar í málinu. Þess vegna er mikilvægt að þeir sem áhuga hafa láti frá sér heyra. Nú stendur sem hæst söfnun sjóminja á vegum borgarinnar og hefur verið útveguð rúmgóð geymsla til að taka við þeim. Á þeim tveimur mánuðum sem ég hef starf- að hafa yfir tuttugu aðilar haft sam- band og boðið borginni sjóminjar af ýmsu tagi, margt af því mjög áhugavert. En flest vantar enn. Þeir sem hafa sjóminjar í sínum fór- um eða vitneskju um þær mættu því gjarnan láta mig eða nefndina vita af þeim sem fyrst hvort sem þeir eru tilbúnir að afhenda þær end- anlega eða lána til sýningar. Tölvu- póstfang mitt er hms@abs.rvk.is, símarnir eru 5771111 og 696 9730. Samstarf við önnur söfn Menn hafa haft á orði að sjó- minjasafn í Reykjavík gæti spillt fyrir sjóminjasafninu í Hafnarfirði, tekið gesti frá því. Því er til að svara að við erum í góðu sambandi við Hafnfirðinga, bæði á sjóminja- safninu og byggðasafninu, og vinnum með fullu samþykki þeirra og annarra safna á suðvesturhorn- inu. Mönnum ber saman um að fyr- irhugað safn í Reykjavík geti hvergi annars staðar verið. Og ef eitthvað er muni þessi söfn styrkja hvert annað. Sjóminjasafn Reykja- víkur í burðarliðnum Helgi M. Sigurðsson Sjóminjar Nú stendur sem hæst, segir Helgi M. Sigurðs- son, söfnun sjóminja á vegum borgarinnar. Höfundur er starfsmaður nefndar um stofnun sjóminjasafns í Reykjavík. Í LANGAN tíma hafa ungmennafélögin um allt land leikið lyk- ilhlutverk varðandi fé- lagslegt uppeldi ungs fólks á öllum aldri, staðið undir íþróttalífi og öðru félagslegu starfi í mörgum byggðarlögum lands- ins. Framan af síðustu öld var þetta hlutverk mjög skýrt, fjölmargir einstaklingar tóku virkan þátt í starfsemi ungmennafélaganna og lögðu af mörkum mikið sjálfboðastarf í þágu þeirra. Börn og ungmenni nutu þess í leik og starfi og fjöl- margir fengu dýrmæta reynslu af félagsstarfi í ungmennafélögunum, ásamt því að njóta þjálfunar og þátttöku í íþróttamótum af ýmsu tagi. Allt þetta hefur skilað dýr- mætum afrakstri sem felst m.a. í því að einstaklingar úr ungmenna- félgasstarfinu hafa verið virkir þátttakendur í mótun samfélaga og byggðarlaga um allt land. Fjöl- margir ungmennafélagsmenn hafa verið virkir í sveitar- stjórnastarfi, í alls kyns félagsstarfi og stjórnmálum, mörg dæmi eru um forystu- menn í íslenskum stjórnmálum og at- vinnulífi sem hafa ver- ið virkir í ungmenna- félagshreyfingunni gegnum tíðina. Á síð- ustu áratugum hefur ungmennafélagshreyf- ingin mætt aukinni samkeppni um þátt- takendur í sinni starf- semi, þjóðfélagið hefur verið að breytast með aukinni afþreyingu af ýmsu tagi. Þrátt fyrir það er nú öflug starf- semi í ungmennafélagshreyfingunni um allt land og segja má að mik- ilvægi hennar sé ekki minna í dag en í árdaga hreyfingarinnar framan af síðustu öld. Í allri umræðunni um mikilvægi forvarna gegn því að ungmenni leiðist út í áfengis-, tóbaks- og fíkniefnaneyslu með þeirri óreglu og félagslegum erfiðleikum sem því geta fylgt, er vert að vekja athygli á mikilvægi ungmennafélaganna og íþróttahreyfingarinnar. Íþróttaiðk- un og félagsleg þátttaka ungmenna eru ein besta forvörn sem kostur er á og þar hafa ungmennafélögin og íþróttahreyfingin í heild sannað gildi sitt. Félagslegur þroski ung- menna og heilbrigð iðkun íþrótta eru einna best fallin til þess að vinna gegn óreglu og félagslegum vandamálum. Fullyrða má að ung- mennafélögin og íþróttahreyfingin geti með meira afgerandi hætti komið að forvarnamálum og ættu stjórnvöld og önnur félagasamtök að veita því meiri athygli og efla allt samstarf í því skyni. Sem dæmi um kraftmikla starf- semi ungmennafélaganna og Ung- mennafélags Íslands (UMFÍ) er ný- afstaðið 5. Unglingalandsmót UMFÍ í Stykkishólmi, en það var haldið um síðustu verslunarmanna- helgi. Það má segja að UMFÍ og ungmennafélögin í landinu tefli nokkuð djarft að halda slíkt mót í samkeppni við alls kyns samkomur og útihátíðir sem haldnar eru um verslunarmannahelgar, en reynslan af þessu Unglingalandsmóti hlýtur að teljast mikill sigur fyrir ung- mennafélagshreyfinguna því þátt- taka í mótinu var mjög mikil og mótið sjálft var hið glæsilegasta. Um 1.300 ungmenni á aldrinum 11– 16 ára, alls staðar að af landinu komu ásamt fjölskyldum og vinum í Stykkishólm og héldu þar glæsilega hátíð við góðar aðstæður. Eina sem skyggði á var nokkuð votviðri, en við Íslendingar látum ekki slíkt spilla ánægjulegu mannamóti af þessu tagi. Á Unglingalandsmótinu var öll framkoma mótsgesta til fyr- irmyndar og þar sannaðist að margar þúsundir manna á öllum aldri fá mikla ánægju af því að skemmta sér við leik og keppni án áfengis og vímuefna. Sú staðreynd sannar gildi ungmennafélagshreyf- ingarinnar ef litið er til forvarna- mála. Í tilefni af þessu glæsilega Ung- lingalandsmóti er full ástæða til þess að óska UMFÍ, ásamt fram- kvæmdaraðilum á Snæfellsnesi, Héraðssambandi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, Stykkishólmsbæ og öllum þeim einstaklingum sem lögðu af mörkum mikið sjálfboða- starf við undirbúning og fram- kvæmd mótsins, til hamingju með glæsilegt landsmót. Jafnframt er full ástæða til þess að þakka öllum þeim sem komu að Unglingalands- mótinu fyrir þeirra framlag, því að baki liggur mikil vinna. Ekki síst er ástæða til að óska þeim ungmenn- um sem tóku þátt í Unglingalands- mótinu á einn eða annan hátt til hamingju, með fyrirmyndar fram- komu og glæsilegri þátttöku í landsmótinu sýndu þau og sönnuðu hvað býr í íslenskum ungmennum. Þau eru sá fjársjóður sem framtíð þjóðarinnar byggist á, áframhald- andi öflug starfsemi ungmenna- félaganna og íþróttahreyfingarinnar getur hér eftir sem hingað til haft mikið um það að segja hvernig lífs- hlaup ungmenna okkar verður í nánustu framtíð. Með margra ára- tuga öflugri starfsemi hafa ung- mennafélögin og íþróttahreyfingin sannað gildi sitt í félagslegu uppeldi og forvörnum, það er ómetanlegt fyrir Íslenskt samfélag. Íslandi allt! Uppeldi og forvarnir Magnús Stefánsson UMFÍ Mikilvægið er ekki minna nú, segir Magnús Stefánsson, en í árdaga hreyfingarinnar framan af síðustu öld. Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokks í Vesturlandskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.