Morgunblaðið - 08.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NÝJASTA tækninýjungin í barátt-
unni við umferðarlagabrot gerir lög-
reglunni kleift að festa á myndband
umferðarlagabrot með sérstökum
búnaði sem prófaður var um versl-
unarmannahelgina. Að sögn Hjálm-
ars V. Björgvinssonar aðalvarð-
stjóra hjá ríkislögreglustjóra kom
tækið mjög vel út, en það er með
myndbandsupptökubúnaði sem
tengdur er við radartæki. Kosturinn
við það er sá að einungis er þörf á
einum lögreglumanni við að stað-
festa lagabrot í umferðinni.
Tækið kallast „Eyewitness“, sjón-
arvottur, og getur tekið upp bæði
mynd og hljóð. Hægt er að stilla það
á sjálfvirka upptöku um leið og
kveikt er á forgangsljósum lög-
reglubifreiðar og m.a. mæla hraða
ökutækis sem ekur á undan lög-
reglubifreið.
Ein lögreglubifreið er búin þess-
um búnaði og líklegt að þeim verði
fjölgað í ljósi reynslunnar að sögn
Hjálmars. Hann skýrði frá tækinu
fyrir helgina á málþingi Rauða
kross Íslands um umferðaröryggi
og skyndihjálp og fleiri verkfærum
sem lögreglan hefur til umráða.
Meðal þeirra eru hraðamyndavélar
á gatanmótum og myndavélar sem
taka upp akstur gegn rauðu ljósi.
Sagði Hjálmar að kærum hefði stór-
lega fjölgað með tilkomu vélanna en
markmiðið með þeim væri þó að-
allega fækkun alvarlegra umferðar-
slysa.
Hvar er verið
að hraðamæla?
Umferðareftirlit með myndavél-
um er stundað hérlendis sem og
víða erlendis og kemur fram í net-
útgáfu danska blaðsins Politiken, að
dómsmálaráðherra Danmerkur,
Lene Espersen, vilji að lögreglan
upplýsi ökumenn um hvar vænta
megi hraðaeftirlits á vegum. Myndi
lögreglan upplýsa á Netinu um
staðsetningu hraðamyndavéla svo
hún yrði ekki sökuð um að liggja í
leyni og sekta ökumenn. Skoðun
ráðherrans fellur ekki fram-
kvæmdastjóra danska umferðar-
ráðsins í geð, hann telur ríkisstjórn-
ina bera hag ökufantanna fyrir
brjósti á kostnað þeirra 125 sem
láta lífið árlega í hraðakstursslysum
í Danmörku.
Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri
hjá dómsmálaráðuneytinu, sagði, er
Morgunblaðið spurði hann, að ekki
hefði verið rætt í ráðuneytinu hvort
lögreglan ætti að vara ökumenn við
hraðaeftirliti.
Í erindi Ágústs Mogensen hjá
rannsóknanefnd umferðarslysa, á
málþinginu, kom fram að um 8 þús-
und umferðarslys og óhöpp verða
árlega hér á landi. 200 þeirra flokk-
ast sem alvarleg slys og 24 létust í
19 umferðarslysum í fyrra. 79%
slysanna urðu í dreifbýli og 21% í
þéttbýli. Í erindi Sigurðar Guð-
mundssonar landlæknis kom síðan
fram að mistök væru meginorsök
banaslysa í umferðinni í 82% tilvika
á árunum 1998 til 2001.
Þar væri um að kenna hraðakstri,
bílbeltaleysi og ölvun. Í 16% tilvika
mætti kenna umhverfinu um og
galla á búnaði ökutækis í 2% tilvika.
Fram kom að hættan á því að deyja
í umferðarslysi væri einn á móti
8.000. Til samanburðar væri hættan
á dauða af völdum reykinga einn á
móti 200 og einn á móti 100.000
vegna morðs.
Ný lögreglumynda-
vél hefur reynst vel
Morgunblaðið/Kristinn
KRISTJÓN Þorkelsson er nýkom-
inn heim til landsins eftir ársdvöl í
Kosovo þar sem hann starfaði á veg-
um NATO og bar titilinn ofursti og
þótti standa sig mjög vel. „Yfirleitt
eru menn þarna í sex mánuði, segir
Kristjón, „en það var falast eftir að
ég yrði lengur. Ég bætti fyrst við
mig þremur mánuðum en að þeim
loknum bað herinn mig að vera þrjá
mánuði í viðbót.“
Kristjón segir að NATO-orðan
sem hann hlaut sé veitt fyrir þjón-
ustu í þágu friðar og frelsis sem
menn fái eftir sex mánuði en orðan
sem hann hafi fengið hafi verið
númer tvö.
„Nei, ég hef ekki áður unnið fyrir
NATO en ég var í Írak á vegum
Rauða krossins 1991 og 1992.
Ástæðan fyrir því að ég fór til Kos-
ovo fyrir rúmu ári var sú að Magnús
Hallgrímsson var að ljúka sínum
tíma og það var ekki búið að velja
neinn í hans stað. Hann benti þeim á
að hafa samband við mig og ég sló
bara til og ég var kominn á kaf í
vinnu í Kosovo áður en ég vissi af.“
Kristjón segist fyrst hafa unnið
með ráðuneyti iðnaðar- og viðskipta
við að koma fyrirtækjum aftur á fót
auk einkavæðingar fyrirtækja. „Síð-
an var ég að vinna í vatnsmálum og
öðru slíku, sem í raun er mitt aðal-
fag, en síðan æxlaðist þetta þannig
að mér var ýtt út í fleiri verkefni,
s.s. efnhagslega og pólitíska þróun,
skattamál, þannig að ég fór langt út
fyrir mitt svið. En þetta var engu að
síður mjög gaman og lærdómsríkt.“
Íslenskur ofursti
hjá NATO
FULLTRÚAR stjórnvalda,
Landsvirkjunar og Fjarðabyggð-
ar munu eftir helgi eiga fund í
höfuðstöðvum álfyrirtækisins Al-
coa í Pittsburgh í Bandaríkjun-
um vegna viðræðna um bygg-
ingu álvers í Reyðarfirði.
Er þetta önnur ferðin vestur
um haf eftir að viljayfirlýsing
var undirrituð í júlí sl. en
fulltrúar Alcoa hafa síðan þá
verið tíðir gestir hér á landi. Síð-
ast í þessari viku var fundað á
Austfjörðum og í Reykjavík um
hafnarmál og vikuna þar áður
voru hér staddir sérfræðingar
Alcoa í umhverfismálum. Þá
funduðu samninganefndir Alcoa
og Landsvirkjunar um orku-
verðsþáttinn í vikunni með að-
stoð fjarfundabúnaðar, eins og
greint var frá í Morgunblaðinu
sl. miðvikudag.
Finnur Ingólfsson seðlabanka-
stjóri er formaður viðræðu-
nefndar stjórnvalda í viðræðun-
um við Alcoa. Í samtali við
Morgunblaðið segir hann alla
þætti viðræðnanna ganga sam-
kvæmt áætlun og ekkert óvænt
hafi komið upp sem tafið geti
það ferli sem sett var af stað
með viljayfirlýsingunni. Að sögn
Finns er reiknað með að í lok
nóvember næstkomandi verði að
mestu lokið þeirri vinnu sem
hefur verið í gangi varðandi
orkuverð, umhverfismál, hafnar-
aðstöðu í Reyðarfirði og fjárfest-
ingarþátt verkefnisins.
Fundað í höfuð-
stöðvum Alcoa
SKIP ítalska sjóhersins, San Giusto,
kemur til Reykjavíkur á mánudags-
morguninn og mun leggjast að Mið-
bakka. Skipið er í námsför með sjó-
liðsforingjaefni frá sjóliðsforingja-
skólanum í Livorno á Ítalíu. Að sögn
Péturs Björnssonar, aðalræðis-
manns Ítalíu á Íslandi, gegnir skipið
fjölþættu hlutverki, en vegna stærð-
ar sinnar þykir það mjög hentugt
sem skólaskip. Þá getur það m.a.
flutt þyrlur og nýtist vel, að sögn
Péturs, við björgunarstörf og við
aðstoð á neyðarsvæðum.
Skipið er undir stjórn Paolo Sand-
alli skipherra og um borð eru sam-
tals 428 manns, þar af 135 sjóliðsfor-
ingjaefni. Þar af eru 34 konur.
Skipið verður opið almenningi á
mánudag frá kl. þrjú til fimm síð-
degis og á þriðjudag og miðvikudag
milli kl. tvö og fimm síðdegis.
Ítalskt her-
skip við
Miðbakka
GUÐMUNDA Andrés-
dóttir listmálari er lát-
in í Reykjavík á áttug-
asta aldursári. Guð-
munda fæddist í
Reykjavík hinn 3. nóv-
ember 1922. Foreldrar
hennar voru Salvör
Ingimundardóttir
hjúkrunarkona og
Andrés P. Böðvarsson
skrifstofumaður.
Guðmunda lauk
verslunarprófi frá
Verzlunarskóla Íslands
árið 1941 og kennara-
prófi frá Konstfack-
skolan í Stokkhólmi 1946. Hún
stundaði nám við málaraskóla Otte
Skjöld í Stokkhólmi 1945–46,
Listaháskólann í Stokkhólmi 1946–
48, L’Académie de la Grande
Chaumière í París 1951 og við
L’Académie Ranson í París 1951–53.
Guðmunda var listmálari og einn
helsti fulltrúi íslenskrar abstrakt-
listar. Guðmunda hélt nokkrar
einkasýningar og tók þátt í fjöl-
mörgum samsýningum hér á landi
og erlendis. Hún var
um árabil einn félaga í
Septem-hópnum, sem
var helsti vettvangur
íslenskra abstraktmál-
ara um árabil. Árið
1990 var yfirlitssýning
á verkum hennar á
Kjarvalsstöðum.
Listasafn Íslands,
Listasafn Reykjavík-
ur, Listasafn ASÍ,
Listasafn Kópavogs og
Colby Art Museum í
Maine í Bandaríkjun-
um eiga öll verk eftir
Guðmundu, auk þess
sem einkasafnarar víða um heim
eiga verk eftir hana. Árið 1952 fékk
Guðmunda franskan myndlistar-
styrk og 1971 hlaut hún tólf mánaða
starfslaun frá Menntamálaráði.
Guðmunda starfaði á skrifstofu
Laugavegsapóteks frá 1941–45, var
teiknikennari við Lindargötuskóla
1953–56 og Gagnfræðaskóla Vestur-
bæjar 1953–56. Hún var skrifstofu-
maður hjá Rafmagnsveitu ríkisins
og Orkustofnun 1956–1990.
Andlát
GUÐMUNDA
ANDRÉSDÓTTIR
FLEIRI grasfrjó mældust í Reykja-
vík í ágúst en nokkur undanfarin ár
að því er fram kemur í tilkynningu
frá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Munar þar mest um fyrsta dag
ágústmánaðar en þá fór frjótala
grasa í vel á þriðja hundraðið. Frjó-
tala grasa í Reykjavík í ágúst mæld-
ist alls 838 og hefur ekki verið hærri
frá 1996 þegar hún mældist 1203.
Ágúst reyndist frjóríkasti mánuður
sumarsins á Akureyri. Átjánda
ágúst hófst seinna hámark sumars-
ins sem stóð yfir í viku með hæstu
frjótölu grasa hinn 22. ágúst. Frjó-
tala grasa á Akureyri mældist sam-
anlagt 1064 og hafa ekki áður mælst
jafnmörg frjókorn þar í ágúst.
Frjótala í Reykjavík og á Akureyri í ágúst
Fleiri grasfrjó í lofti