Morgunblaðið - 08.09.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.09.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vika símenntunar Símenntun gagnast öllum VIKA símenntunarhefst í dag, sunnu-daginn 8. septem- ber, með fjölbreyttri dag- skrá um land allt. Vika þessi hefur verið haldin áður, en í tilefni hennar ræddi Morgunblaðið við Þóru Ragnheiði Stefáns- dóttur, verkefnisstjóra átaksins, sem kalla má svo. Ragnheiður svaraði nokkrum spurningum um Viku símenntunar og fara svör hennar hér á eftir. – Hver heldur þessa viku? „Vika símenntunar er haldin af menntamála- ráðuneytinu og sér Mennt um skipulagningu og framkvæmd í samvinnu við símenntunarmisðtöðvar um land allt. Þetta er í þriðja sinn sem Vika símenntunar er haldin hér á landi en þetta er alþjóðlegt verkefni og er hún haldin í yfir 30 löndum. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkra mánuði og koma fjölmargir þar að. Að auki tekur Ísland þátt í samnorrænu verkefni í tengslum við vikuna sem tengist lýðræði og hlut sí- menntunar í virkri þátttöku fólks í samfélaginu.“ – Hvað, í stuttu máli, er sí- menntun og hverjum gagnast hún helst? „Í stuttu máli má segja að sí- menntun sé ferli sem einstakling- urinn gengur í gegnum allt lífið til að öðlast nýja þekkingu og hæfni. Menntun lýkur ekki þótt formlegri skólagöngu ljúki, held- ur er einstaklingurinn að læra allt lífið. Símenntun á því bæði við um formlegt nám innan skóla- kerfisins og nám utan hins hefð- bundna skólakerfis. Við erum að læra og bæta við okkur þekkingu og hæfni allt lífið, ekki bara með þátttöku í námskeiðum, heldur lærum við líka af fjölskyldunni, vinnufélögum, vinahópnum og með sjálfsnámi. Símenntun gagnast öllum og því leggjum við áherslu á hvatningu til almenn- ings. Menntun leiðir ekki einung- is af sér meiri hagvöxt fyrir þjóð- ir, heldur ekki síður aukinn skilning einstaklingsins á sér sjálfum. Einstaklingurinn verður virkari og betur í stakk búinn til að takast á við verkefni í síbreyti- legu samfélagi og taka þátt í mót- un samfélagsins.“ Hvert er þema vikunnar? „Þema vikunnar að þessu sinni er símenntun í atvinnulífinu og er markhópurinn því allir sem taka þátt í atvinnulífinu hvort sem um er að ræða stjórnendur eða al- menna starfsmenn; alla þá sem vilja bæta við þekkingu sína og verða þannig hæfari starfskraft- ar. Auk þessa leggjum við áherslu á almenna hvatningu um mikilvægi símenntunar.“ – Hvernig náið þið þessu fram? „Við verðum með dagskrá alla vikuna á öllu landinu. Vika sí- menntunar verður opnuð formlega í dag á Hofsósi af mennta- málaráðherra, Tómasi Inga Olrich, í tengslum við Learn- Com-verkefnið sem styrkt er af Leonard, starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Á mánudag er svokallaður „Markviss“-dagur en það er samstarfsverkefni sí- menntunarstöðvanna sem lýtur að starfsmannaþróun. Þennan dag verður heimasíða verkefnis- ins opnuð en hún er www.mark- viss.com. Á miðvikudag verður haldið málþing á Hótel Loftleiðum undir yfirskriftinni: Símenntun í at- vinnulífinu – Hver er staðan, hvert stefnir? Menntamálaráð- herra setur málþingið. Fyrir- lesarar verða dr. Jón Torfi Jón- asson, Vilborg Einarsdóttir, Guðjónína Sæmundsdóttir og Hrafnhildur Tómasdóttir. Aðal- fyrirlesari er síðan Bretinn Alan Tuckett sem nefndur hefur verið hugmyndasmiður að Viku sí- menntunar í Evrópu. Í fimmtudag er símenntunar- dagur í fyrirtækjum og er hann farinn að festa sig í sessi. Við hvetjum öll fyrirtæki til að helga daginn fræðslumálum starfs- manna sinna. Á föstudag verða Starfs- menntaverðlaunin 2002 afhent af forseta Íslands og er þetta í þriðja sinn sem þau verða veitt. Á laugardag verðum við svo með heilmikla fræðsluhátíð í Smára- lindinni þar sem fræðsluaðilar kynna námsframboð sitt. Að auki verður formleg opnun á www.mennt.is sem er upplýs- ingavefur um námsframboð.“ – Hvað með landsbyggðina? „Dagskrá á landsbyggðinni verður fjölbreytt og má þar nefna að Fræðslumiðstöð Þingeyinga verður með heimsóknir í fyrir- tæki, Símenntunarstöð Eyja- fjarðar verður með ráðstefnu um starfsþróun í eyfirskum fyrir- tækjum. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum verður með ráð- stefnu um símenntun í atvinnulíf- inu, markvissa upp- byggingu starfsmanna. Fræðslunet Suður- lands verður með há- degisverðarfund um gildi starfsmenntunar, Fræðslunet Austurlands verður með kynningu á menntasmiðjum. Farskóli Norðurlands vestra verður með hádegisverðarfundi, Fræðslumiðstöð Vestfjarða verð- ur með örnámskeið um atvinnu- leit og Símenntunarstöðin á Vest- urlandi verður með hádegis- verðarfund. Bókasöfnin í landinu taka einnig þátt og kynna sína dagskrá á www.hvar.is.“ Þóra Ragnheiður Stefánsdóttir  Þóra Ragnheiður Stefáns- dóttir er fædd á Akureyri 2. júní 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og BA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Ís- lands 1995. Hún var skrifstofu- stjóri heilbrigðisdeildar Háskól- ans á Akureyri 1996–2000 og ritstjóri kennsluskrár skólans á sama tíma. Var síðan verk- efnastjóri hjá Mennt, samstarfs- vettvangi atvinnulífs og skóla 2001–2002 en er nú fram- kvæmdastjóri Menntar. Einstakling- urinn verður virkari SAMGÖNGURÁÐ kom í fyrsta skipti saman til fundar nýlega, en samgönguráðherra skipaði í ráðið samkvæmt lögum um samgöngu- áætlun, sem samþykkt voru á Al- þingi í vor. Formaður ráðsins er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sem situr í ráðinu sem fulltrúi sam- gönguráðherra. Þá sitja flugmála- stjóri, siglingamálastjóri og vega- málastjóri í ráðinu. Vilhjálmur segir að samgöngu- ráð hafi lögum samkvæmt yfirum- sjón með gerð samgönguáætlunar. Það fjalli um samgöngur hvort sem er í lofti, á láði eða legi. Ráð- ið muni gera drög að þingsálykt- unartillögu um samgönguáætlun 2003–2014, en því tímabili sé þó skipt í styttri tímabil. Á myndinni eru frá vinstri Jak- ob Falur Garðarsson, Sigurbergur Björnsson, Jóhann Guðmundsson, Jón Birgir Jónsson, Sturla Böðv- arsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, Hermann Guðjónsson, Þor- geir Pálsson og Jón Rögnvaldsson. Morgunblaðið/Þorkell Samgönguráð á fyrsta fundi FULLTRÚAR Falun Gong funduðu með starfsmönnum dóms- og utan- ríkisráðuneytisins vegna þeirra að- gerða sem iðkendur Falun Gong voru beittir hér í júní í sumar og banni við að sumir þeirra kæmust til landsins. Talsmenn Falun Gong segjast hafa orðið fyrir vonbrigðum með að íslensk stjórnvöld hafi á fundinum hafnað öllum möguleikum sem samtökin hafi bent á til þess að leysa ágreining. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, segir að ekki sé að vænta frekari viðbragða af hálfu hins opinbera að svo stöddu. John Nania, einn fulltrúa Falun Gong sem sat fundinn, segir að menn hafi rætt opinskátt um atburðina í sumar auk ástands mannréttinda- mála í Kína almennt. „Íslensk stjórn- völd höfðu í reynd ekki neitt nýtt fram að færa á fundinum. Við höfð- um sett fram hugmyndir um mögu- legar lausnir í málinu, s.s. að íslensk stjórnvöld viðurkenndu að þeim hafi orðið á mistök, eða að þau greiddu þeim einstaklingum sem urðu fyrir barðinu á þeim skaðabætur, að þau fordæmdu opinberlega ofsóknir sem eiga sér stað í Kína eða þau gerðu op- inberan hinn svokallaða svarta lista yfir iðkendur Falun Gong og eyddu honum síðan. Auðvitað voru til aðrar leiðir en þetta voru þau atriði sem við bentum á til þess að bæta mönnum skaðann. Og skaðinn snýr ekki bara að Falun Gong heldur Íslendingum öllum og tiltrú þeirra á stjórnvöldum og stöðu Íslands sem mannréttinda- ríkis í alþjóðasamfélaginu.“ Höfnuðu öllum mögulegum lausnum Nania segir að íslensk stjórnvöld hafi hins vegar algerlega hafnað öll- um þessum möguleikum og ekki bent á nokkra aðra kosti, s.s. að at- burðir sem þessir myndu ekki end- urtaka sig. „Íslensk stjórnvöld virð- ast ekki vera reiðubúin til þess að gera eitt eða neitt í málinu, það voru skilaboðin sem við fengum.“ Aðspurður viðurkennir Nania að fundurinn hafi vissulega valdið sér miklum vonbrigðum. „Við vonuð- umst eftir ákveðnum hlutum og höf- um ekki gefið þær vonir upp á bát- inn. Málinu er engan veginn lokið af okkar hálfu og við munum nú íhuga næstu skref.“ Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir menn hafi skipst á skoðunum og upplýs- ingum. „Þetta var langur fundur og við förum mjög ýtarlega yfir hvernig þetta allt sneri að íslenskum stjórn- völdum. Jú, opinber afsökun var eitt af því sem fulltrúar þeirra nefndu en það er auðvitað ekki ákvörðun sem emb- ættismenn taka en ég held ég geti sagt að það séu engar forsendur til þess af hálfu stjórnvalda enda höfum við útskýrt mjög vel hvaða forsendur lágu að baki okkar ákvörðunum á þessum tíma. Við erum bundnir sam- kvæmt alþjóðlegum samningum að gæta öryggis þjóðarleiðtoga þegar þeir koma hingað í opinbera heim- sókn og það var verkefnið sem við stóðum frammi fyrir þá.“ Stefán segist vitaskuld ekki geta sagt til um hver framvindan verði nú af hálfu Falun Gong en af hálfu stjórnvalda sé ekki fyrirsjánleg nein framvinda í framhaldi af fundinum. Fulltrúar Falun Gong funda með stjórnvöldum Ekki reiðubúin til að bæta fyrir mistökin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.