Morgunblaðið - 08.09.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.09.2002, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ hins vegar ekki leyft sér að vera svo fræðilegir að þeir einangri sig frá málsamfélaginu og þeirri stefnu sem það hefur gagnvart tungumáli sínu. Þar byggjum við enn á grundvell- inum sem Árni Böðvarsson og hans menn mörkuðu. Í orðabókinni er fylgt ákveðinni málstefnu, þeirri sem nú er hálfopinber á Íslandi. Bókin er íhaldssöm að því leyti að hún hleypur ekki á eftir hverri nýj- ung, og hún gerir greinarmun á góðu máli og vondu, eða skýrir réttara sagt frá því sem telst almennt álit í þeim efnum. Í bókinni segjum við hiklaust að þolfall sé álitið betra en þágufall á undan sögnunum að „langa“ og „vanta“. Við gerum at- hugasemd við þátíðina „réði“ af sögninni að „ráða“ og segjum að „réð“ sé betri mynd. Við setjum tvö spurningarmerki við kveðjuna „bæ“. Mörður segir að ekki hafi verið sérlega erfitt að meta málstefnuna í hverju tilviki. „Þar er auðvitað farið að bestu manna yfirsýn en loka- ákvörðun verður hins vegar að vera í höndum eins manns og ég velst til þess núna, á sama hátt og Árni Böðvarsson valdist til þess á sínum tíma. Ég vona að reynsla mín og þekking standi undir því.“ Það er ekkert nýtt að Íslensk orðabók sé nokkuð íhaldssöm, en ís- lensk tunga hefur tekið nokkrum breytingum á þeim tveimur til fjór- um áratugum sem liðnir eru frá fyrri útgáfum. „Afstaða okkar til tungu- málsins hefur þróast á þessum ára- tugum. Íslenskan lifir − hún er tungumál okkar samfélags á lang- flestum sviðum inn í 21. öldina. Hvort sem okkur líkar betur eða verr hafa landamæri góðrar eða réttrar íslensku annars vegar og vondrar eða rangrar íslensku hins vegar tekið breytingum og eru ekki jafnskýr og áður. Við vitum að við erum að vinna við bók sem á að vera íhaldssöm en við eigum líka að sætta okkur við orðinn hlut. Við tökum þannig upp í bókina ýmis orð sem áður hefði verið hafnað, vegna þess að við teljum þau hluta af íslensku nútímamáli, þótt við séum ekki þar með að segja að þau séu gott eða rétt mál. Dæmi um þetta eru orðin „kúlt- úr“ og „karakter“, „partí“, „rassía“ og „remúlaði“ og svo framvegis. Þessi orð eru hluti af íslensku máli en þau á kannski ekki að nota í hvaða samhengi sem er. Við bendum á að þau hafa sitt séreðli í íslensku, og ætlum okkur ekki að dæma þau til dauða, enda hefði sá dómur ekkert gildi. Orðin mundu lifa hann af, hér er það bara reynslan og málnotend- urnir sem skera úr. Þess vegna er betra að hafa þau í orðabókinni, því þá vita menn hvernig á að stafsetja þau og hver er hinn hefðbundni, ís- lenski framburður þeirra. Um leið gefum við íslensk samheiti þegar um slíkt er að ræða, svo menn eigi ein- hverra kosta völ. Íslenskan er reyndar kenjótt og sérlunduð að þessu leyti og sum víðfræg erlend orð fá hjá okkur sérmerkingu nokk- uð fjarri því sem manni dytti í hug í fljótu bragði. Orðið „úníón“ merkir hjá flestum nágrönnum okkar fé- lagsskapur, ríkjasamband, samhygð eða eitthvað í þá átt. Þetta orð er í nýju útgáfunni, en eina merkingin sem það hefur í íslensku er úr máli iðnaðarmanna um tengistykki í pípu- lögnum.“ Mörður segir að það sé einnig til marks um breytt viðhorf að tákn- kerfi bókarinnar við málfarsleið- beiningar hafi verið breytt. „Mál- farsleg atriði voru áður fyrst og fremst afgreidd með spurningar- merki. Þegar spurningarmerki stóð framan við orð eða skilgreiningu var átt við að orðið teldist með einhverj- um hætti vont mál. Okkur finnst þessi flokkun of stórkarlaleg. Þess vegna höfum við búið til leiðbeining- arkerfi sem er ítarlegra og víðtæk- ara. Nú höfum við sérstakt tákn fyr- ir hráar slettur sem eru á mörkum þess að teljast hluti af íslensku, en notum annað tákn þegar við segjum frá málatriðum sem eru klárlega ís- lensk en eiga einkum við óformlegar aðstæður, til dæmis daglegt talmál. Við höfum líka tekið upp merkingu fyrir það sem við köllum alþjóðaorð og nær til dæmis yfir innfluttan orðaforða í fræðigreinum, svo sem „granít“ og „gabbró“, „impressjón- isti“ og „fúnkisstíll“ og svo mætti lengi telja. Sérstök viðvörun er við orð sem teljast gróf og ruddaleg. Svo höfum við enn eitt tákn fyrir það sem er vissulega einhverskonar hluti af íslenskri tungu en er þó sterklega andæft í málsamfélaginu, eins og þágufallssýkin margumrædda eða orðið „áhafnarmeðlimur“ í stað „skipverji“ eða „flugverji“. Þetta gerum við ekki vegna þess að okkur þyki þetta vont og ljótt heldur erum við með þessu að veita þjónustu, auka upplýsingarnar í bókinni. Það er í raun hluti af lýsingu hvers orðs hvers álits það nýtur, við hvaða tækifæri hægt er að nota það, hvaða stílgildi það hefur. Við teljum að auk málræktargildisins séu þessar nýju málfarsmerkingar sérlega þarfar börnum og unglingum sem eru að tileinka sér málið, að ekki sé minnst á sívaxandi fjölda fólks af öðrum málsvæðum sem nú leggur stund á íslenskunám. Og loks er merking fyrir íslensk nýyrði, orð sem á hverj- um degi verða til hjá einstökum orðasmiðum og þjóðinni allri um ný fyrirbæri: tandurfiskur, bráðaliði, fingurvax, gripill, kjörvarp. Sum þeirra hverfa aftur, önnur festast.“ Bæði á prenti og í tölvum Tölvuútgáfa Íslensku orðabókar- innar kom fyrst út haustið 2000 á því stigi sem endurskoðunin hafði þá náð. Síðasta haust var nýrri útgáfa gefin út í tölvutæku formi og nú geta bæði Windows- og Mac-notendur nýtt sér orðabókina. „Við höfum með þessu verki komið upp gagnabanka sem nú er í raun verið að nýta í þriðja sinn með útgáfu prentbókar- innar. Draumurinn er að halda áfram að nota þann gagnabanka svo að orðabókin verði bæði til á prenti, á tölvudisk og sem gagnagrunnur hjá okkur. Þetta skapar líka mögu- leika á að nýta grunninn til fleiri verkefna. Í framhaldinu væri hægt að vinna jafnt og þétt að orðabóka- gerð og útgáfu úr þessum gagna- banka og öðrum, og ekki vanþörf á. Stóra ensk-íslenska orðabókin Arn- ar og Örlygs er orðin 18 ára gömul. Þar er enn tími Sovétríkjanna og Júgóslavíu. Eina stóra þýsk-íslenska bókin er að stofni til frá því fyrir síð- ari heimsstyrjöld. Spænska orðabók sem nær máli eiga Íslendingar ekki til. Ýmis þessara verkefna eru viða- meiri en svo að hægt sé að ætla einkafyrirtækjum, hvað þá einstak- lingum, að vinna þau hjálparlaust. Þetta eru samfélagsleg verkefni og hafa miklu meira gildi fyrir Ísland og alla Íslendinga þegar frá líður en markaðsútreikningar til skamms tíma kunna að gefa til kynna. Mörður segist vonast til að hér eftir líði ekki lengri tími en 5−10 ár á milli prentútgáfna af Íslenskri orðabók. Hann bendir á útgáfutíðni hliðstæðra verka í grannlöndunum, til dæmis á Núdanska orðabók hjá Politiken í Danmörku. „Hún var gef- in út 16 sinnum á 43 árum, 1953−1996, um það bil þriðja hvert ár, og svo byrjuðu þeir upp á nýtt.“ Hann telur að hægt sé að uppfæra tölvuútgáfuna oftar, „þess vegna á 2−3 ára fresti, enda eru bestu orða- bækurnar þær sem eru unnar jafnt og þétt. Að mínu áliti á Íslensk orða- bók að vera verk í stöðugri vinnslu.“ 5—6 þúsund ný orð Þriðja útgáfa Íslenskrar orðabók- ar verður hátt í 90 þúsund flettur, eða atriðisorð, en önnur útgáfa var um 82−83 þúsund flettur. Bókin verður 1.800−1.900 síður, í sama broti og fyrri útgáfan en í tveimur bindum. Þriðja útgáfan verður því rúmum 600 blaðsíðum stærri en önn- ur útgáfan. Að sögn Marðar er um helmingur viðbótarinnar efnisleg aukning, með nýjum orðum og nán- ari skýringum orða sem fyrir voru, en hinn helmingurinn stafar af betri uppsetningu þar sem rýmra er um hverja flettu og auðveldara fyrir les- anda að átta sig á efninu. „Við höfum bætt við um 5−6 þúsund nýjum flettum en bókin var mjög stór fyrir að flettufjölda. Viðbætur í flettum segja reyndar ekki alla söguna. Ég vil frekar geta gumað af fyllri upp- lýsingum og betri uppsetningu, geta haldið því fram að þessi nýja útgáfa þjóni samtíma sínum með prýði.“ Vinmörg orðabók Mörður Árnason segir að frá upp- hafi ritstjórastarfans hafi hann fund- ið að Íslensk orðabók eigi sér ótrú- legan fylgishóp, nánast vinahóp, hjá þjóðinni. „Margir spyrja náið út í framvindu verksins, og við eigum okkur góða pennavini sem fylgjast vel með, senda okkur ábendingar um orð og ýmsar skýringar. Á hverjum degi finnum við að margir horfa yfir axlirnar á okkur þar sem við sitjum við tölvurnar − bæði lífs og liðnir. Það er í okkur svolítill taugaskjálfti að bera afurðina fram undir dóm alls þessa fólks, en það hefur líka styrkt okkur við verkið að vita að því verð- ur tekið með velvild og miklum áhuga, því að orðabókin á marga vini.“ Morgunblaðið/Kristinn Vinnuteymið við síðustu áfanga endurskoðunar Íslenskrar orðabókar: Laufey Leifsdóttir, málfræðingur og tungu- tækninemi, Mörður Árnason ritstjóri, Halldóra Jónsdóttir, dönskufræðingur og orðabókarhöfundur, og Aðalsteinn Davíðsson, orðabókarhöfundur og íslenskukennari. rsv@mbl.is FRÉTTIR ÞAÐ VÆRI hvorki kostnaðarsamt né pólitískt flókið mál fyrir Íslend- inga og Norðmenn að íhuga alvar- lega inngöngu í Evrópusambandið og leggi sambandið sig jafnmikið fram og það gerði í samningunum við Möltu er ekki við öðru að búast en lending fengist í málinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Hjálmars Árnasonar, alþingismanns, á ráðstefnu í Ósló um norræn viðhorf til framtíðar Evrópu (Nordiske perspektiver på Europas fremtid) en ráðstefnan var haldin á vegum norska utan- ríkisráðuneytisins, í samvinnu með sendiráðum hinna Norðurland- anna. Var góður rómur gerður að ræðu Hjálmars og mörgum spurn- ingum beint til hans. Höfum sjálf útilokað okkur frá Evrópusambandinu Hjálmar sagði að vegna legu landsins yrði Íslands ávallt mik- ilvægt í hernaðarlegu tilliti og að Evrópusambandið, sem legði æ meiri áherslu á varnarhagsmuni Evrópu, ætti að hafa það í huga. Útvíkkun sambandsins ætti því ekki eingöngu að snúast um það að fylla tómarúmið að landamærum Rússlands heldur einnig að færa sambandið nær Bandaríkjunum. „Enn er það svo, hélt Hjálmar áfram, „að Evrópusambandið lítur að mestu fram hjá norðvestasta hluta Evrópu. Hvers vegna er það? Það má eiginlega segja að við höfum sjálf útilokað okkur. Af hverju sækjum við þá ekki um inn- göngu? Alveg eins og Noregur er Ísland í mjög ríkum mæli þátttak- andi í evrópskri samvinnu, eink- anlega fyrir tilstilli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Við tökum yfir um 80% af þeim lögum sem fylgja innri markaði sam- bandsins, við erum þátttakendur í Schengen og varnarsamstarfi. En þátttaka okkar er því marki brennd að við verðum að beygja okkur fyrir alls kyns ákvörðunum sem við eigum engan þátt í að taka eða móta.“ Tökum við en höfum ekki áhrif Hjálmar minnti á að Íslendingar og Norðmenn hefðu í reynd engin áhrif á mótun og þróun þeirra reglna sem þeir yrðu þó að hlíta. „Þegar horft er til þessarar stað- reyndar er það dálítið undarlegt að margir skuli vera þeirrar skoð- unar að með því að ganga inn í sambandið sé verið að afsala sér fullveldi. Umræður á Íslandi líkj- ast þannig að vissu leyti sögunni um nýju fötin keisarans. Og það kann að koma ykkur á óvart að til eru þær raddir sem halda því fram að það séu Ísland og Noregur sem hafi staðið vörð um fullveldi sitt en Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafi misst það fyrir fullt og allt. Ykkur finnst þetta líklega hlægi- legt því þetta eru lönd sem taka einfaldlega þátt í samrunaferli Evrópu til þess að halda í fullveldi sitt. Að þessu leyti er umræðan á Íslandi á eftir í tíma en það er ekki ólíklegt að það kunni að breytast.“ Könnun á aðild ekki flókið mál Hjálmar benti á það að það væri deginum ljósara að hugtakið fullveldi táknaði ekki hið sama og það gerði fyrir sextíu árum – ekki síst vegna alþjóðavæðingarinnar. „Land sem tekur ekki af fullum krafti þátt í flestum sviðum al- þjóðlegrar samvinnu, land sem ekki hefur áhrif á alþjóðlega stöðu sína eða á stóran hluta þeirra laga sem það þarf að búa við, getur vart talist vera frjálst fullvalda ríki. Alvarleg úttekt á aðild að Evr- ópusambandinu af hálfu ríkjanna í norðvestasta hluta Evrópu myndi hvorki vera kostnaðarsöm né póli- tískt flókin. Ég minni á að við munum vera veitendur en ekki þiggjendur og slíkt stuðlar að al- mennu jafnvægi innan sambands- ins. Ef Evrópusambandið leggur jafnmikla áherslu á að leysa þetta mál eins og það gerði t.d. í samn- ingunum við Möltu held ég að mönnum muni ekki veitast það erf- itt að ná fram lausn. Að því er efnahagsmálin snertir er þetta minniháttar mál fyrir sambandið – en á hinn bóginn gríðarlega mik- ilvægt fyrir okkur. Tvisvar sinnum hefur Noregur sótt um aðild og í bæði skiptin má segja að sam- bandið hafi hafnað landinu. Já, ég leyfi mér að orða þetta svona því ég er þeirrar skoðunar að Norð- menn hafi ekki getað gengið að þeim kröfum sem sambandið setti vegna hinnar sameiginlegu fisk- veiðistefnu þess. Ég álít að það at- riði hafi ráðið úrslitum.“ Hjálmar sagði Evrópusamband- ið ekki enn hafa gert sér fulla grein fyrir þeim veruleika sem þjóðirnar á norðurslóðum búa við. „Þegar við knýjum dyra hjá sam- bandinu verðum við að vera viss um að okkur verði boðið inn en ekki vísað á dyr.“ Ekki flókið eða kostnaðar- samt að skoða aðild að ESB Ræða Hjálmars Árnasonar alþingismanns á norrænni ráðstefnu um Evrópumál NÝR sendiherra Kína á Íslandi, Jiang Zhengyun, afhenti fyrr í vikunni forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum. Að athöfninni lokinni efndi for- seti Íslands til móttöku og var til hennar boðið aðilum sem verið hafa í nánum samskiptum við Kína undanfarin ár. Jiang Zhengyun er fæddur í apríl árið 1946 í Hubei-fylki í Kína. Hann hefur á ferli sínum starfað við sendiráð Kína í ýmsum Afríkuríkjum. Eiginkona hans heitir Wang Yaorong og eiga þau eina dóttur. Nýr sendiherra Kína á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.