Morgunblaðið - 08.09.2002, Page 55

Morgunblaðið - 08.09.2002, Page 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 55 h.is ....og námið og vinnan léttast til muna! • Framkoma og líkamsburður • Innsýn í fyrirsætustörf • Förðun • Umhirða húðar og hárs • Undirbúningur fyrir myndatöku • Myndataka (16 sv/hv myndir) • Tískusýningaganga • Fíkniefnafræðsla frá Götusmiðjunni • Myndbandsupptökur • Leikræn tjáning Sex vikna námskeið hefjast 16. og 18. september. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Umsjónarmaður námskeiðsins er Kolbrún Pálína Helgadóttir, Ungfrú Island.is 2001, auk frábærra gestakennara. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu í Kringlunni. Stúlkurnar verða farðaðar af nemendum förðunarskóla NO NAME. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, viðurkenningarskjal, 16 sv/hv myndir, lyklakippu og kynningarmöppu. Verð 14.900 kr. Skráning er hafin í síma 533-4646 og á vefsíðunni www.eskimo.is. JÆJA. Þá er Brúsi frændi kominn aftur með látum og í þetta sinnið með The E-Street Band með sér. Plata þessi, The Rising, er samin undir miklum áhrifum frá hinum voveiflegu atburðum sem hentu Bandaríkja- menn fyrir tæpu ári er hryðjuverka- árás var gerð á New York. Fyrir minn part er ég búinn að fá mig fullsaddan á þessu væli út af 11. september, sem Bandaríkjamenn halda að heiminum í krafti menningarpólitískra yfir- burða sinna. Það mætti halda að það hefði ekki verið framið hryðjuverk fyrr en ráðist var á Bandaríkin. Árið 1994 voru 400 þúsund manns drepnir á þremur mánuðum í Rúanda. Skrýt- ið að enginn skyldi fá innblástur frá því … Ennfremur er undarlegt að sjá Springsteen skyndilega í hlutverki föðurlandssinna, maðurinn sem hefur í gegnum tíðina haldið uppi úthugs- aðri, hollri og oft frábærlega fram- settri gagnrýni á heimaland sitt (tit- illag Born in the USA er líkast til skýrasta dæmið þar um). En hvað um það. Springsteen má eiga það að hann einbeitir sér að mannlegheitunum hvað þennan margumtalaða atburð varðar og forð- ast (skynsamlega) rammar, belgings- legar yfirlýsingar um ágæti föður- landsins. Rómantíkerinn Springsteen hefur alltaf verið frábær textasmiður og fá- ir hafa getað lýst lífi bandaríska þurfamannsins af meira andríki en „Bossinn“ („Is a dream a lie if it don’t come true/Or is it something worse“ var kveðið í „The River“). Hér er hann orðhagur sem fyrr, þó að við- fangsefnið sé oft og tíðum vafasamt. The Rising hefur mikið verið hampað að undanförnu af gagnrýn- endum. Sannast sagna er mestan part um rykþyrlun að ræða sem stýr- ist efalaust af hungri eftir „alvöru“ Springsteen-plötu í bland við nostalk- lígju. Gleymum því ekki að um 15 ár eru síðan maðurinn kom með viðun- andi plötu (Tunnel of Love). Human Touch/Lucky Town-tvennan var von- brigði og afturhvarfið til einfaldleik- ans á The Ghost of Tom Joad um margt veikt. The Rising er hins vegar … ágæt plata. En ekki miklu meira en það. Vissulega fara löngu gleymdir straumar um mann er hið einstaka E- strætis-„grúv“ fer í gang en það er bara ekki nóg. Það eru firnagóðir sprettir hér; „The Fuse“, „You’re Missing“, „The Rising“ og lagið „Worlds Apart“, hvar Springsteen spilar með arabískum tónlistarmönn- um. Hiklaust best heppnaða – og sterkasta – athugasemdin um 11. september. En hér eru og býsnin öll af þunnum þrettándum (eða elleftum?): „Lone- some Day“, „Waitin on a Sunny Day“, „Mary’s Place“, „Let’s Be Fri- ends (Skin to Skin)“ o.fl. Afgreiðslu- lög sem maður ímyndar sér að hafi verið hafnað fyrir The River á sínum tíma. Og maður brosir hálfpartinn í kampinn að hljóðgervlahljómum sem virðast pikkaðir upp úr tímavél. The Rising hljómar að mörgu leyti sem virðingarvottur við gamla aðdá- endur – einhvers konar ellibundin blanda af Darkness … og The River. Og efalaust munu þessir aðilar fagna plötunni sem meistaraverki. En mig grunar að ekki verði eins auðsótt að afla nýrra aðdáenda. Til þess er plat- an of áreynslulaus, of rígbundin ákalli til „gömlu góðu daganna“ (eða „Glory Days“ eins og Brúsi myndi segja!). The Rising er ójafnt verk sem gef- ur engu að síður fögur fyrirheit um hugsanlegt framhald. Það er að segja ef rykinu verður þá sópað almenni- lega af E-strætinu.  Tónlist Aftur til E-strætis Bruce Springsteen The Rising Sony Bruce Springsteen sameinast E-Street Band á nýjan leik á plötu sem m.a. er inn- blásin af 11. september. Síðasta plata þess teymis var „skrímslið“ Born in the USA. Arnar Eggert Thoroddsen alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.