Morgunblaðið - 23.10.2002, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 45
HUGGUN mun vera önnur plata
Kippa Kaninusar. Áður hefur hann
gefið út heimaframleiddan disk und-
ir nafninu Í síðdegiskaffinu sígild-
hljómlist sem fáan-
legur var í tak-
mörkuðu upplagi.
Kippi fæst við mel-
ódíska en um leið
tilraunakennda
raftónlist sem er nokkuð móðins um
þessar mundir. Hann og svipað
þenkjandi listamenn eins og t.d.
landar hans í múm, Boards of Can-
ada og To Roccoco Rot eiga það
sameiginlegt að reyna að brúa
ákveðið bil í raftónlistinni; þá á milli
tormeltari tilraunamennsku og mel-
ódískari háttu. Útkoman er oft mjúk
og sæt, þar sem einkennileg hljóð og
rask skjóta óforvarandis upp kolli,
og vélbúnaðurinn oftast forláta
kjöltutölvur. Stundum nefnt trufl-
tónlist eða „glitch“, raftónlist sem
einkennist m.a. af tilviljanakenndum
uppbrotum.
Huggun er auðvelt að fella í flokk
með raftónlistariðkendum eins og
þeim sem hljóðrita fyrir Morr-
merkið þýska (hvar hin íslenska
múm hefur einmitt gefið út plötu) en
múm og áðurtaldir listamenn koma
ósjálfrátt upp í hugann þegar hlust-
að er á Huggun enda Kippi vissu-
lega dálítill sporfari þeirra, þar sem
hann vafrar um í samskonar hljóð-
heimi.
Rölt Kippa er þó nokkru meira
hikandi og stefnulausara – útfærsla
Kippa á áðurnefndri raftónlistar-
stefnu er einhvern veginn gleym-
anlegri og festist miður vel við
mann. Það er eins og einhvern frum-
og ferskleika
vanti, hvort sem
vélbúnaði eða
mannshuga er
um að kenna.
Lausnir eru
a.m.k. oft fyr-
irsjáanlegar og
koma lítt á
óvart. Hljóð-
vinnsla öll er þó
ágæt og bætir
nokkuð upp
meint hug-
myndaleysi.
Umslagshönn-
unin er þá til
mikillar prýði og
samræmist inni-
haldinu, þ.e. ein-
faldri, sakleysis-
legri raftónlist,
smekklega.
Platan er
þokkalega heild-
stæð sem slík og greinilegt að lista-
maðurinn er með ágætlega mótaða
sýn á það sem hann vill gera. Út-
færsla hugmyndanna er þó því mið-
ur í daufara lagi og betri brýningar
þarf við, ef vel á að vera.
Tónlist
Harmi gegn
Kippi Kaninus
Huggun
Kitchen Motors/Ómi
Huggun, önnur plata Kippa Kaninusar.
Tónlist eftir Guðmund Vigni Karlsson
(Kippa Kaninus). Hljómjafnað af Axeli.
Arnar Eggert Thoroddsen
Kippi Kaninus á flugi.