Morgunblaðið - 24.10.2002, Síða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2002 21
LYKILDEILDIR í her Venezúela
fóru í viðbragðsstöðu í gær eftir að
fjórtán háttsettir foringjar úr hern-
um hvöttu opinberlega til uppreisnar
gegn Hugo Chavez forseta. Hleyptu
orð herforingjanna af stað nýrri
hrinu útifunda stuðningsmanna og
andstæðinga Chavez.
Þúsundir manna tóku þátt í mót-
mælafundi í austurhluta höfuðborg-
arinnar Caracas í fyrrakvöld, en á
fundinum, sem teygðist fram á nótt,
töluðu herforingjarnir um það hvers
vegna þeir telja nauðsynlegt að
koma Chavez frá völdum. Einn her-
foringjanna, Nestor Gonzalez
Gonzalez, sem er fyrrverandi yfir-
maður herskóla landhersins, sakaði
hinn vinstrisinnaða forseta um að
stefna að því að koma upp „alræð-
isstjórn að hætti [Fídel] Castrós
[Kúbuleiðtoga]“ í Venezúela.
Minni háttar götumótmæli áttu
sér stað í nokkrum borgum landsins
í kjölfarið. Og stuðningsmenn Chav-
ez streymdu að forsetahöllinni í
Caracas í því skyni að standa vörð
um sinn mann.
Stjórnin segir ástandið
í landinu stöðugt
Talsmenn ríkisstjórnar Chavez
sögðu stjórnarandstæðingana í
hernum hafa verið viðriðna upp-
reisnartilraun gegn forsetanum sem
gerð var í apríl og væru með örvænt-
ingarfullum hætti að reyna að ná
fram þeim vilja sínum nú. Fullyrtu
stjórnarmenn að ástandið í landinu
væri stöðugt og að heraflinn stæði
óskiptur að baki forsetanum.
Uppreisnarhvatning herforingj-
anna jók á spennu í stjórnmálum
Venezúela, sem enginn skortur hef-
ur verið á það sem af er þessu ári,
með blóðugri uppreisnartilraun í
apríl, allsherjarverkfalli að frum-
kvæði stjórnarandstöðunnar í byrj-
un þessarar viku, viðvarandi efna-
hagskreppu og þrátefli milli herbúða
forsetans og stjórnarandstöðunnar
um hvenær næst skuli halda kosn-
ingar. Talsmenn ríkisstjórnarinnar
halda því fram að henni hafi tekizt að
koma í veg fyrir tvö morðtilræði sem
áformuð hafi verið gegn forsetanum
á síðustu dögum.
Hugo Chavez, forseti Venezúela, aðþrengdur
Herforingjar hvetja op-
inberlega til uppreisnar
Caracas. AP.
AP
Nestor Gonzalez hershöfðingi heilsar stuðningsmönnum á mótmælafundi
gegn Hugo Chavez forseta og ríkisstjórn hans í Caracas í gær.