Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 1
BANKASTJÓRN Seðlabanka Ís- lands lækkaði stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig í 5,8% í gær. Aðilar á markaðnum fagna ákvörð- uninni og ætla að lækka óverð- tryggða vexti, en Landsbankinn skoðar einnig lækkun verðtryggðra vaxta. Íslandsbanki telur að vaxtalækk- unin boði aukna eftirspurn fjármagns og Samtök atvinnulífsins segja að Seðlabankinn hafi fært sig úr að- haldssemi yfir í hlutleysi. Hjá ASÍ telja menn að vaxtalækkunin gæti hleypt fjárfestingum í atvinnulífinu af stað en millibankavextir eru orðnir lægri en stýrivextir sem bendir til að nægt lánsfé sé fyrir hendi, öfugt við ástandið eins og það var í júlí sl. þegar millibankavextirnir urðu hærri en stýrivextirnir. Birgir Ísleifur Gunn- arsson formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands segir að megin- ástæður lækkunarinnar séu að þróun efnahagsmála sé í samræmi við spár bankans, bæði verðbólgan sem nú mældist vera orðin 2% og er nokkuð undir verðbólgumarkmiði, og einnig séu líkur á auknum slaka í hagkerfinu að stóriðjuframkvæmdum frátöldum. Frá aðhaldi til hlutleysis Hann segir að áhrif þessarar vaxtalækkunar á hagkerfið ráðist að verulegu leyti af viðbrögðum lang- tímavaxta á skuldabréfamarkaði og hjá lánastofnunum enda hafa þeir meiri áhrif á einkaneyslu og fjárfest- ingu en skammtímavextir. „Þarna er- um við fyrst og fremst að tala um verðtryggðu vextina sem ekki hafa fylgt þróun stýrivaxta Seðlabankans síðustu mánuði,“ sagði Birgir Ísleifur. Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka óverðtryggða vexti sína um 0,5%. Jón Þórisson hjá Íslandsbanka tel- ur að vaxtalækkunin hafi áhrif á eft- irspurn eftir fjármagni. Guðmundur Hauksson bankastjóri SPRON segist munu taka fullt tillit til lækkunarinnar í vöxtum SPRON. Hannes G. Sigurðsson hjá Samtök- um atvinnulífsins segir að þar á bæ sé hverju skrefi Seðlabankans í vaxta- lækkunum fagnað. „Eins og staðan er núna kalla aðstæður ekki á aðhalds- sama stefnu bankans í peningamál- um. Seðlabankinn er að yfirgefa sína aðhaldssömu stefnu og verða hlut- laus. Það er líka spurning hvort ekki sé óhætt að stíga frekari skref til vaxtalækkana því að krónan er mjög sterk.“ Árni Tómasson bankastjóri Búnað- arbankans sagði að bankinn myndi fylgja lækkunum Seðlabankans eftir líkt og verið hefur. Gylfi Arnbjörnsson framkvæmda- stjóri ASÍ fagnar vaxtalækkuninni. „Það er mjög mikil þörf á því að koma í gang fjárfestingum í atvinnulífinu og þá skipta vextirnir töluverðu máli.“ Björn Líndal hjá Landsbankanum segir að bankinn muni athuga lækkun bæði óverðtryggðra og verðtryggðra vaxta í kjölfar lækkunarinnar. „Við munum líta sérstaklega til þess hvað samkeppnisaðilar okkar gera, eink- um varðandi verðtryggðu vextina.“ Vaxtalækkun vegna slaka í hagkerfi og lægri verðbólgu                                                                 Um 0,5% lækkun bankans á stýrivöxtum á markaði getur markað tímamót og aukið eftirspurnina eftir fjármagni  Meiri spurn/16 „ÞETTA er í samræmi við það sem við höfðum spáð. Við viljum jafnframt benda á að við erum komnir með raunstýrivexti niður í 3,2% sem er orðið nærri því sem gæti til lengdar orðið jafn- vægisvextir að okkar mati,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson, for- maður bankaráðs Seðlabankans. Hann segir að ekki sé hægt að segja til um það nú hvenær eða í hvaða átt næsta breyting á vaxta- stiginu verður en það muni ráðast af framvindunni á næstu mán- uðum. Í samræmi við spár okkar Keikó er í fínu formi Þorbjörg Kristjánsdóttir þjálfar háhyrninginn í Noregi 4 Kraftaverk á Akureyri Leikfélag Akureyrar frumsýnir rússneskt ævintýri Listir 36 Kortlagðir jólasveinar Jólakort á ferð og flugi um heimsbyggðina Daglegt líf 4 STOFNAÐ 1913 292. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 mbl.is LAUNAÚTGJÖLD ríkissjóðs hafa aukist um 50% á síðustu fimm árum. Þetta kemur fram í ríkisreikn- ingi og fjárlögum. Svipuð niðurstaða kemur fram í tölum Kjararannsóknarnefndar opinberra starfs- manna, en samkvæmt þeim hækkuðu laun opinberra starfsmanna frá fyrsta ársfjórðungi 1998 til annars ársfjórðungs 2002 um 50,9%. Launavísitala, sem Hagstofan mælir, hefur hins vegar hækkað frá árinu 1998 um 35,7%. Árið 1998 greiddi ríkissjóður 49.887 milljónir í laun, en samkvæmt fjárlögum þessa árs verða launa- útgjöldin 74.850 milljónir. 65% af rekstrarútgjöldum ríkissjóðs eru laun. Frá 1998 hækkuðu útgjöld ríkissjóðs um 26,2%. Verðbólga á sama tímabili var hins vegar 22,7%. Raunaukning útgjaldanna er því 3,5%. Útgjöld hafa mest aukist hjá félagsmálaráðuneytinu. Meginástæðan fyrir því er að kostn- aður við fæðingarorlof, sem áður tilheyrði heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu, hefur aukist mikið. Ástæðan er breytt lög sem m.a. færa feðrum aukinn orlofsrétt. Útgjöldin verða 4,5 milljarðar á þessu ári en voru rúmlega 1,4 milljarðar árið 1998. Þá hafa útgjöld utanríkisþjónustunnar aukist um 57,7%, en sett hafa verið á fót fjögur ný sendiráð á síðustu fimm árum. Svipuð aukn- ing hefur orðið á útgjöldum samgönguráðuneytisins. /12 RÍKIÐ GREIÐIR 50% HÆRRI LAUN NÚ EN Á ÁRINU 1998     ! "  "     #$$%          !"# EINN mikilvægasti leiðtogafundur í sögu Evrópusambandsins var settur í Kaupmannahöfn í gærkvöld en verkefni hans verður að ganga frá stækkun þess í austur. Á fundinum, sem kallaður er „Ein Evrópa“, verð- ur 10 ríkjum boðin aðild, þar af átta fyrrverandi kommúnistaríkjum. Erfiðustu málin á fundinum eru styrkjakröfur Pólverja, aðildarvið- ræður við Tyrki og tilraunir til að leysa Kýpurdeiluna. AP Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, ræðir við Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar. Hillir undir eina Evrópu Kaupmannahöfn. AP, AFP.  Hörðustu hnútarnir/20 YFIRLÝSING stjórnvalda í Norð- ur-Kóreu um að þau ætli að taka aft- ur í notkun kjarnorkuverið í Yong- byon hefur vakið sterk viðbrögð enda er óttast, að það muni valda vaxandi spennu á Kóreuskaga. Talsmaður Bandaríkjastjórnar harmaði þessa ákvörðun í gær og sagði, að Bandaríkjastjórn myndi ekki semja við stjórnina í Pyongyang undir hótunum. Yfirvöld í Suður- Kóreu, Rússlandi og Japan for- dæmdu einnig ákvörðunina en Norð- ur-Kóreumenn segja, að eftir að Bandaríkjamenn hættu að senda þeim olíu standi landið frammi fyrir miklum raforkuskorti. N-Kóreu- stjórn lokaði kjarnorkuverinu 1994 en fyrir tveim mánuðum viðurkenndi hún, að hún réði yfir kjarnavopnum. N-kóresk kjarnorku- áætlun Hörð viðbrögð og ótti við vaxandi spennu Seoul. AP, AFP. KAUPMENN hafa flestir lengt af- greiðslutíma verslana og í gær var opið í Smáralind og Kringlunni til kl. 22. Morgunblaðið fór á stúfana í gærkvöldi og ræddi við kaupmenn og viðskiptavini verslana. Hér eru systurnar Soffia og Sif Melsteð að blaða í bókinni Frida. Morgunblaðið/Jim Smart Verslanir opnar lengur  Margir langt/Miðopna ♦ ♦ ♦ BANDARÍKJAMENN hafa fengið nýjar vísbendingar um, að Íranar séu að koma sér upp leynilegri kjarnorkustöð. Kom það fram á CNN í gær. Gervihnattamyndir sýna kjarn- orkumannvirki við tvo bæi og Al- þjóðakjarnorkumálastofnunin stað- festir, að mönnum hennar hafi verið bannað að fara þangað. Eru mann- virkin sögð af þeirri gerð, sem notuð er við framleiðslu kjarnorkuvopna. Leynileg kjarnorku- stöð í Íran ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.