Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það er löngu kominn tími til að láta fagmennina um þetta, piltar. CCU-samtökin kynna starfsemina Faldir bólgu- sjúkdómar CCU-samtökin eruþessa dagana aðkynna starfsemi sína, en þau voru stofnuð í október 1995. CCU stend- ur fyrir Crohn’s sjúkdóm, sem er svæðisgarnabólga, og Colitis Ulcerosa, sem er sáraristilbólga. Ingi- björg María Konráðsdótt- ir er í stjórn CCU-sam- takanna og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Hvert var tilefni þess að CCU-samtökin voru stofnuð? „Það voru nokkrir melt- ingarsérfræðingar sem í lok 1992 kölluðu saman nokkra af sjúklingum sín- um og hvöttu þá til við- ræðna um stofnun hags- munasamtaka sjúklinga með bólgur í smáþörmum og ristli. Þessi sjúkdómur er nokkuð fal- inn og því mikil þörf á stuðningi og fræðslu.“ – Lýstu sjúkdómunum í stuttu máli. „Þessir sjúkdómar eru nokk- urs konar menningarsjúkdómar enda fundust þeir ekki hér á landi fyrr en eftir stríð, en í dag fer tíðni þeirra ört vaxandi. Þetta eru nokkurs konar ofnæmis- eða sjálfsofnæmissjúkdómar og virð- ast jafnvel tengjast umhverfis- þáttum svo sem auknu hreinlæti, sýkingum og/eða erfðum. Sára- ristilbólga, CU, er bólgusjúkdóm- ur í slímhúð ristils og takmarkast við hann. Algengast er að bólgan sé staðbundin við neðsta hluta ristils eða í endaþarmi en stund- um er allur ristillinn bólginn. Svæðisgarnabólga, Crohn’s, er hins vegar venjulega í neðsta hluta smágirnis en getur þó verið hvar sem er í meltingarveginum, þ.e. frá munni að endaþarmi.“ – Hverjar eru batahorfurnar? „Þó að ekki sé hægt að lækna sjúkdómana, nær lyfjameðferð oftast nær góðum árangri. Í sum- um tilfellum er beitt skurðað- gerðum. Sjúkdómarnir lagast eða mildast stundum með árunum. Helstu markmið meðferðar eru tvö; fyrst að ná stjórn á bólgunni og síðan að halda henni niðri. Mikið rannsóknarstarf hefur ver- ið unnið á þessu sviði og má t.d. nefna rannsókn hér á landi sem Íslensk erfðagreining og íslensk- ir meltingarsérfræðingar hafa staðið fyrir.“ – Hversu margir Íslendingar ganga með þessa sjúkdóma? „Það eru um 1.500 manns greindir með sjúkdómana, þar af um 300 með Crohn’s og um 1.200 með Colitis Ulcerosa.“ – Hvað þýðir það að hafa sjúk- dómana? „Bólgurnar geta legið niðri um langt skeið eða verið óvirkar eins og það kallast. Þegar svo er hefur sjúkdómurinn lítil áhrif á daglegt líf. Þegar bólgur eru virkar getur það truflað daglegt líf, t.d. með kviðverkjum, tíðum niðurgangi, þreytu og slappleika. Jafnvel með innlögn á sjúkra- hús í verstu tilfellum.“ – Hversu fjölmenn eru CCU-samtökin? „Meðlimir CCU eru um 120 manns, en áætlað er að um 1.500 manns hafi greinst með sjúkdóm- ana hér á landi. Við vonumst því til að ná til fleiri hagsmunaaðila með aukinni kynningu samtak- anna.“ – Á hvaða hátt eruð þið að kynna samtökin? „Við höfum nýlega gefið út fyrsta bæklinginn okkar og erum því í framhaldinu að kynna sam- tökin betur, bæði með auglýsing- um í blöðum og viðtölum og greinum í blöðum og útvarpi. Bæklingnum er einnig dreift á heilsugæslustöðvar, apótek og víðar. Þessir sjúkdómar eru nokkuð faldir og oft erfitt að ná til þeirra sem eru haldnir þeim. Við viljum leggja sérstaka áherslu á að ná til ungs fólks með okkar starfsemi en algengt er að sjúkdómarnir greinist í kringum tvítgusaldur- inn.“ – Er einhver erlend samvinna í gangi? „Í október síðastliðnum fengu íslensku CCU-samtökin inn- göngu í EFCCA (European Fe- deration of Crohn’s and ulcera- tive Colitis association) sem eru evrópsk regnhlífarsamtök og varð Ísland tuttugasta aðildar- þjóðin. Þessi innganga skiptir fé- lagið miklu máli þar sem sam- vinna og aukið upplýsingaflæði milli landanna er einungis af hinu góða. Einnig hafa samtökin tekið þátt í Norðurlandasamstarfi og Ungliðahreyfingu Norður- landanna í nokkur ár en áhugi er á að efla það starf enn frekar.“ – Hverjir eiga erindi í CCU- samtökin? „Samtökin eru fyrst og fremst stuðningshópur og opin öllum sjúklingum, aðstandendum og öðrum sem áhuga hafa á. Við höldum reglulega fræðslufundi tengda sjúkdómunum, sendum fréttabréf, bendum á áhugaverðar heimasíður, kynnum nýjar rannsóknir, lyfjameðferðir og fleira. Heimasíða sam- takanna er www.doktor.is/ccu og einnig erum við með netfang, ccu@isl.is ef fólk vill kynnast okkur eða senda inn fyrirspurn- ir.“ Auk þessa má geta þess að CCU-samtökin eru með talhólf fyrir alla sem vilja ná sambandi og fá fræðslu og ábendingar. Númerið er 881 3288. Ingibjörg María Konráðsdóttir  Ingibjörg María Konráðs- dóttir er fædd í Hólminum 22. apríl 1973. Hún lauk þar grunn- skólanámi og hefur síðan unnið sem matráður og leiðbeinandi á leikskóla. Hún er ennfremur nú um stundir stjórnarmaður í CCU-samtökunum á Íslandi, en um þau er fjallað í viðtalinu hér. Maki er Erlendur Stefán Krist- jánsson, kælimaður hjá Ískerf- um, og eiga þau eina dóttur, Diljá Sif Erlendsdóttur, sem er þriggja ára. Samtökin eru fyrst og fremst stuðn- ingshópur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.