Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 11 Kringlunni & Hamraborg Mjúkir pakkar [s v a rt á h v ítu ] Náttkjólar 1.890.- Náttföt frá 2.900.- Peysur frá 3.900.- Blúndubolir frá 2.900.- 568 4900 552 3636 NÝTT Í VERO MODA LAUGAVEGI 97 • KRINGLUNNI • SMÁRALIND Ný snyrtivörulína Verð 390-990 Full búð af nýjum, glæsilegum vörum • 18 manna borðstofuborð • stakir stólar í úrvali • borð • sófar • skápar • lampar • skatthol • kommóður • bókahillur • postulín • ljósakrónur • íkonar • kertastjakar • gjafavörur -glæsilegir munir! KLAPPARSTÍG 40, SÍMI 552 7977 Miki úrv al - gott ver ! OPIÐ: laugardag kl. 11-18 sunnudag kl. 13-18 ÆVISKRÁR 854 guðfræðinga eru komnar út í nýju Guðfræðingatali 1847 til 2002 I og II. Prestafélag Íslands hefur forgöngu um útgáf- una í samvinnu við Guðfræðistofn- un Háskóla Íslands. Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur er ritstjóri æviskrárhluta ritsins. Séra Sigurður Jónsson, prestur í Odda og einn ritnefndarmanna, tjáði Morgunblaðinu að stjórn Prestafélagsins hefði ákveðið árið 1995 að tímabært væri að gefa út nýtt guðfræðingatal enda það síð- asta frá árinu 1976. „Það var orðin full þörf á því þar sem 200 guð- fræðingar hafa bæst við á þessum tíma og aðrir hópar háskólamanna hafa líka verið að endurnýja hlið- stæð rit sinna manna,“ sagði sr. Sigurður. Við athöfn þar sem útgáfunni var fagnað á lofti Dómkirkjunnar í Reykjavík í gær fengu Karl Sig- urbjörnsson, biskup Íslands, og Páll Skúlason háskólarektor af- hent eintök af bókinni sem er rúm- ar þúsund blaðsíður í tveimur bindum. „Guðfræðingatal er miðað við stofnun Prestaskólans árið 1847 og er þar byggt á hefð sem Björn Magnússon guðfræðiprófessor var búinn að stofna til með guðfræð- ingatali sínu,“ segir Sigurður enn- fremur en Björn gaf það út þrisv- ar. Það fyrsta kom út 1947 og í tilefni af því að 100 ár voru þá lið- in frá stofnun Prestaskólans var þar einnig að finna sögu skólans. Tíu árum seinna var það aftur gef- ið út og síðan árið 1976. Auk Sig- urðar sat sr. Sigurður Guðmunds- son, fyrrverandi vígslubiskup á Hólum, í ritnefnd og eru þeir til- nefndir af Prestafélaginu en Guð- fræðistofnun tilnefndi dr. Gunn- laug A. Jónsson fulltrúa sinn. „Framlag Guðfræðistofnunar er saga guðfræðimenntunar í landinu sem kennarar guðfræðideildar tóku saman undir ritstjórn sr. Guðna Þórs Ólafssonar en þar er fjallað um guðfræðideildina árin 1874 til 1997. Þar er að nokkru byggt á því sem sr. Benjamín Kristjánsson skrifaði í útgáfu Björns Magnússonar og síðan auk- ið við hana. Þá er í bókinni kafli eftir sr. Heimi Steinsson sem skráði ágrip af sögu Prestafélags Íslands árin 1918 til 1988 og við- bót við þá sögu skrifar Hjalti Hugason prófessor og tekur hún til áranna 1988 til 2000.“ Vestur-Íslendingar einnig Sigurður segir þá nýlundu í bók- inni að teknar eru með æviskrár erlendra guðfræðinga af íslensk- um uppruna, þ.e. Vestur-Íslend- inga. Naut hann við það aðstoðar sr. Björns Jónssonar. Hann segir æviskrárkaflann að mestu bera sama yfirbragð og fyrri útgáfur þar sem finna megi upplýsingar um ætt og uppruna, nám, störf, fé- lags- og trúnaðarstörf, ritstörf, hjúskap, börn og skyldleika og tengdir við aðra guðfræðinga. Hann segir ættfræðiupplýsing- arnar þó ívið ítarlegri en í fyrri útgáfum þar sem kvenleggur var ekki rakinn þar. „Ætli það sé ekki í anda nýrrar hugsunar í jafnrétt- ismálum að gera þetta á þennan hátt,“ segir Sigurður. Skálholtsútgáfan hefur umsjón með sölu og dreifingu Guðfræð- ingatalsins sem prentað var hjá Odda. Verður það til sölu í Kirkju- húsinu og helstu bókaverslunum. Verðið er 16.900 kr. „Þetta var orðin langþráð útgáfa hjá okkur og hefur dregist nokkuð en fyrir vikið gátum við bætt við nýjum upplýsingum og æviskrám. Nú er söluátak framundan og við erum að gera okkur vonir um að allir prestar kaupi ritið og selji síðan annað eintak. Á þann hátt myndu vel á þriðja hundrað eintök renna út,“ segir sr. Sigurður Jónsson að lokum. Sögubrot og æviskrár 854 guðfræðinga í nýju tali Morgunblaðið/Jim Smart Nýju guðfræðingatali fagnað. Frá vinstri: Björn Björnsson prófessor, sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup, Þorgeir Baldursson, forstjóri Prent- smiðjunnar Odda, Dóra Þórhallsdóttir, ekkja sr. Heimis Steinssonar, sr. Sigurður Jónsson í Odda, sr. Jón Helgi Þórarinsson, formaður Presta- félagsins, Gunnlaugur Haraldsson ritstjóri, Karl Sigurbjörnsson biskup og Gunnlaugur A. Jónsson, forseti guðfræðideildar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.