Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTGJÖLD ríkissjóðs hafa hækkað um 26,2% frá árinu 1998 á sama tíma og neysluverðsvísitala hefur hækkað um 22,7%. Raunaukning útgjalda er því 3,5% á þessu tímabili. Launa- greiðslur ríkisins hafa á þessu fimm ára tímabili hækkað um 50%, en launavísitala hefur hins vegar hækk- að um 35,7% á sama tíma. Sam- kvæmt tölum kjararannsóknar- nefndar opinberra starfsmanna hækkuðu laun opinberra starfs- manna frá fyrsta ársfjórðungi 1998 til annars ársfjórðungs 2002 um 50,9%. Stærsti einstaki útgjaldaliður rík- issjóðs er laun, en þau eru um 65% af rekstrarútgjöldum ríkisins. Á síð- ustu fimm árum hafa launaútgjöld ríkissjóðs aukist um nákvæmlega 50%. Þau námu 49.887 milljörðum árið 1998, en verða 74.850 milljarðar á þessu ári samkvæmt tölum fjár- laga fyrir þetta ár. Laun opinberra starfsmanna hafa hækkað mun meira en laun á almennum markaði. Í ljósi þessarar miklu hækkunar á launaútgjöldum þarf kannski ekki að koma á óvart að útgjöld ríkissjóðs hafi hækkað nokkuð umfram al- mennt verðlag í landinu. Liðurinn æðsta stjórn ríkisins (Embætti foresta Íslands, Alþingi og stofnanir þess, ríkisstjórn og Hæsti- réttur) hefur hækkað mjög mikið frá árinu 1998 eða um 72,7%. Þessi hækkun gefur hins vegar ekki alveg rétta mynd af útgjöldunum vegna þess að innan þessa liðs eru fram- kvæmdir á Alþingisreit, en til þeirra framkvæmda hefur verið varið 751 milljón á síðustu fimm árum. Ef þessi útgjöld eru dregin frá hafa út- gjöld vegna æðstu stjórnar ríkisins hækkað 39,3% frá 1998. Útgjöld forsætisráðuneytisins verða lægri á þessu ári en þau voru árið 1998, en það segir ekki nema hálfa sögu. Árið 1998 var verið að ljúka endurbótum á Bessastöðum sem skekkir samanburðinn. Til við- bótar er búið að flytja útgjöld vegna byggðamála frá forsætisráðuneytinu til iðnaðarráðuneytisins. Þá má held- ur ekki gleyma því að búið er að leggja Þjóðhagsstofnun niður sem lækka útgjöld forsætisráðuneytisins. Forsætisráðuneytið hefur líka lagt niður embætti Húsameistara ríkis- ins, en ráðuneytið hefur aftur á móti setta á stofn Þjóðmenningarhús, óbyggðanefnd og Minningarsafn um Halldór Laxness. Mikil aukning hjá utanríkisráðuneytinu Útgjöld utanríkisráðuneytisins hafa hækkað mjög mikið frá 1998 eða um 57,7%. Ástæðan er m.a. sú að ráðuneytið hefur sett á stofn fjögur ný sendiráð. Þau eru í Austurríki, Kanada, Japan og Mosambik. Útgöld menntamálaráðuneytisins hafa aukist um 43%. Þar ráða mestu aukin útgjöld til skólamála. Útgjöld til háskóla hafa aukist um 50% og til framhaldsskóla um 51,6%. Dæmi um nýja starfsemi á vegum ráðuneytis- ins er símenntun og fjarkennsla, tungutækni, Kvikmyndasafn Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Ráðuneyt- ið hefur hins vegar ekki gert mikið af því að leggja niður stofnanir, ef hér- aðsskólarnir eru undanskildir. Útgjöld landbúnaðarráðuneytis- ins hafa aukist heldur minna en rík- isútgjöld almennt. Beingreiðslur til bænda hafa hækkað á tímabilinu um 29,7%. Útgjöld sjávarútvegsráðu- neytisins hafa hins vegar aðeins hækkað um 16,7%. Útgjöld dómsmálaráðuneytisins hafa aukist um 43,3%, sem skýrist ekki síst af auknum löggæslukostn- aði. Framlög til þjóðkirkjunnar hafa líka hækkað. Nýjar stofnanir á veg- um dómsmálaráðuneytisins eru Per- sónuvernd og Útlendingastofa. Ráðuneytið hefur hins vegar tekið ákvörðun um að leggja niður Al- mannavarnir ríkisins. Aukin útgjöld vegna fæðingarorlofs Útgjöld félagsmálaráðuneytisins hafa aukist um 70,6% frá árinu 1998. Stærsti einstaki liðurinn í þessari hækkun er tilkoma Fæðingarorlofs- sjóðs, en útlit er fyrir að útgjöld hans verði á þessu ári um 4,5 milljarðar. Sem kunnugt er hefur fæðingaror- lofsréttur feðra verið aukinn á síð- ustu árum. Kostnaður vegna fæðing- arorlofs var áður vistaður hjá heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu. Útgjöld vegna fæðingarorlofs námu 1.434 milljónum árið 1998. Framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafa einnig verið aukin verulega. Útgjöld til málefna fatl- aðra hafa aukist um 54,9% á síðustu fimm árum. Útgjöld til heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytisins stefna í að verða 90,4 milljarðar á þessu ári, en þau voru 62,4 milljarðar árið 1998. Hækkunin er 44,9%. Frá 1998 hafa framlög vegna ellilífeyris hækkað um 51,1% og framlög vegna greiðslu örorkulífeyris hafa hækkað um 66,9%. Þess ber að geta að lífeyrir hvers og eins hefur ekki hækkað svona mikið því að ellilífeyrisþegum og öryrkjum hefur fjölgað á tíma- bilinu. Kostnaður við sjúkratryggingar hefur hækkað um 50,1%. Erfitt er að bera saman framlög til sjúkrahúsa milli ára vegna þess hversu miklar breytingar hafa verið gerðar á skipu- lagi þeirra á tímabilinu. Útgjöld fjármálaráðuneytisins eru mjög breytileg milli ára. Útgjöld vegna lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna hafa t.d. hækkað tíma- bundið vegna kjarasamninga. Inn- lausn spariskírteina og lántaka vegna Seðlabanka hefur líka tíma- bundin áhrif á útgjöld ráðuneytisins. Mestu skiptir þó hvernig vaxta- og lántökukostnaður hefur þróast, en kostnaður vegna hans hefur aukist um 2,7% frá 1998 sem er langt undir verðbólgu sem þýðir raunlækkun. Framlög til samgöngumála hafa aukist mikið á síðustu fimm árum eða um 57%. Langstærsti liðurinn er útgjöld vegna vegagerðar, en þau verða 11,4 milljarðar í ár þegar allt er talið. Þetta er 53,6% meira fjár- magn en veitt var til vegamála árið 1998. Útgjöld til iðnaðarráðuneytisins hafa aukist mikið á síðustu fimm ár- um, en það skýrist fyrst og fremst af því að ráðuneytið hefur tekið yfir út- gjöld vegna byggðamála sem áður tilheyrðu forsætisráðuneytinu. Allar tölur sem nefndar eru í frétt- inni eru á verðlagi hvers árs.                                    !   "     #  ! ! $%   ! %        &   '  (  %    (  % )!  *%      +,-./ 0,.1- 21,234 /0,04/ 35,145 2,112 5,-0+ 2,/-3 2.,-1- 2,453 2.,21. 4,-02 //,+3- 20+,535 /+,00-  22,43/ +,..- 25,4+5 /0,04/ 30,3.. 2,-05 -,540 2,52+ 22,1.+ -2/ 22,+22 3,23+ 3-,.35 2++,..4 14,/-0  23,.45 +,01. 25,+.3 12,3+5 /2,/51 2,04. 0,/54 2,-/5 22,521 5/+ 23,/43 3,133 11,223 44+,..2 13,+10 23,/14 2.,022 4.,+0- 1-,431 /5,-.- 4,4.+ +,25/ 2,011 23,/5+ -1- 21,+22 /,/-- 32,50/ 440,-23 54,4-+ 2/,21/ 2.,+-0 42,2./ 1+,-4+ 14,3+/ 4,254 +,5/0 2,+2/ 23,230 -/3 25,.11 /,233 33,42+ 43+,3-. -/,01.      6  2++0 4..4 '    !    ) ! , !, )!  !          ' 7    )!     #    8  )!   %     '     9  ! ! , :           ,     '    &    ;  !      <  % 8"    ; =  !! 2,/-/ 2,233 2+,0.2 3,4+1 0,-12 4,32- +,1.3 2.,123 54,/.5 30,0+. 2.,212 2,/4/ 2,235 40- 4,/00 21,+-.  2,0-1 2,5+. 42,35- 3,531 +,3/5 4,1.5 2.,-+0 22,/03 -4,542 3.,/32 22,+.+ 2,013 2,4-0 33. 4,11. 21,332  4,2/+ 2,/10 44,/5. /,0.0 +,1.3 4,1.+ 22,1-/ 22,455 -0,/-+ /0,+02 23,321 4,532 2,/./ 3-0 4,0/4 21,431 4,222 2,2/5 45,0.3 /,+51 22,.3+ 4,023 24,+.2 25,-5- 0/,15. 43,-.1 21,05+ 4,+-4 2,/1. 3++ 3,40+ 2-,+43 4,1/5 2,24/ 40,34/ 1,2+5 2.,042 4,-./ 23,54. 2-,+34 +.,/.+ 45,10. 21,+30 4,023 2,/11 30. 3,240 25,/..                6  , 2++0 .4 ) ! , !, )!  !              !"#$ "% 3,5% raun- aukning út- gjalda frá 1998 FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ sendi í gær frá sér eftirfarandi athugasemd vegna umfjöllunar um kynjabundinn launamun hjá hinu opinbera: „Síðustu daga hefur átt sér stað umræða um launamun kynjanna sem er sprottin af rannsókn Þorgerðar Einarsdóttur, lektors í kynjafræði, og Gunnhildar Kristjánsdóttur, nema í stjórnmálafræði. Í umfjöllun um könnun þeirra hefur því verið haldið fram að kynjabundinn launa- mismunur hjá ríki og Reykjavíkur- borg nemi 39%. Fjármálaráðuneytið telur nauðsynlegt að koma á fram- færi athugasemdum við þær stað- hæfingar. Við athugun á skýrslunni hefur komið í ljós að þar er í veigamiklum atriðum vikið frá þeirri aðferðafræði sem venjulega er notast við til grein- ingar á þeim þáttum sem þar eru til umfjöllunar. Auk þess hefur í fram- setningunni verið notast við aðferðir sem eru í ósamræmi við þær sem lýst er í skýrslunni sjálfri. Sú tala sem helst hefur verið not- ast við í umfjölluninni, 39%, vísar til meðaltals á heildarlaunum þar sem ekki er tekið tillit til vinnumagns. Sé leiðrétt fyrir þessari villu þá [er] launamunur skv. könnuninni um 25%. Þá á enn eftir að taka tillit til mismunandi starfa og mismunandi launa fyrir dagvinnu og yfirvinnu, menntun, starfsaldur, fyrri reynslu og aðrar breytur sem haft geta áhrif á launamun einstaklinga. Þessar töl- ur, einar og sér, segja því mjög tak- markaða sögu um það hversu mikill launamunurinn er í reynd. Samkvæmt skýrslunni sem rann- sóknin birtist í er hlutfallslegur launamunur kynjanna fundinn með því að reikna laun kvenna sem hlut- fall af launum karla. Í kynningu á gögnunum hefur þessu hins vegar verið snúið við og laun karla reiknuð sem hlutfall af launum kvenna. Þetta frávik í aðferðum verður til þess að útkoma þeirra verður 39% þegar rétt útkoma úr nákvæmlega sömu gögn- um, óleiðréttum að öðru leyti, yrði 25,16% skv. aðferðalýsingu skýrsl- unnar. Talan sem haldið hefur verið á lofti er því beinlínis í ósamræmi við það verklag sem skýrsluhöfundar segjast notast við. Eins má benda á að sá samanburð- ur sem settur hefur verið fram við önnur lönd í umfjöllun skýrsluhöf- unda byggist ekki á sambærilegum gögnum hvað snertir ríki og Reykja- víkurborg. Svo virðist sem tölur frá hinum löndunum séu fengnar sam- kvæmt þeirri aðferðarfræði sem lýst er í skýrslunni en íslensku gögnin ekki. Hér hefur því ekki verið staðið nægilega faglega að verki. Enn fremur eru launatölur land- anna greinilega byggðar á mismun- andi skilgreiningum. Fjármálaráðuneytið hefur á und- anförnum árum unnið að því að tryggja að gögn um laun opinberra starfsmanna séu til þess fallin að nýta megi í kjararannsóknum. Ráðu- neytið ítrekar að mikilvægt sé að rannsóknir á launamun kynjanna haldi áfram og að unnið er markvisst að því að útrýma öllum óeðlilegum launamun bæði hjá hinu opinbera og á einkamarkaði. Til þess að sú vinna beri ávöxt er nauðsynlegt að hægt sé að treysta þeim gögnum sem sett eru fram af þeim sem rannsaka þessi mál.“ Athugasemd vegna um- fjöllunar um launamun HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Austurlands yfir skipstjóra á norska loðnuveiðiskip- inu Inger Hildi og ber honum að greiða 2,5 milljónir króna í sekt fyr- ir fiskveiðibrot sumarið 2001. Skipstjóri norska loðnuveiði- skipsins Inger Hildar var dæmdur fyrir að hafa veitt 600 tonn af loðnu í íslenskri lögsögu norðvestur af Horni, en ranglega gefið upp að afl- inn hefði fengist í grænlenskri lög- sögu. Þangað kom skipið aldrei á umræddu tímabili nema samkvæmt handfærðum og breyttum skrán- ingum í afladagbók. Upplýsingar um staðsetningu skipsins bárust Landhelgisgæslunni um sjálfvirkt tilkynningaskyldukerfi og á því byggðist sakfellingin. Tvö önnur norsk loðnuskip, Tromsoyebuen og Torson, voru ásamt Inger Hildi færð til hafnar á Seyðisfirði í fyrra fyrir fiskveiðibrot. Skipstjórinn á Inger Hildi undi sakfellingunni en vildi að refsingin yrði lækkuð þar sem brotið hefði verið unnið í gá- leysi. „Sú viðbára er haldlaus, en ljóst er af málsgögnum að um ský- laust ásetningsbrot var að ræða,“ segir í dómi Hæstaréttar. Hæsta- réttardómararnir Hrafn Bragason, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir dæmdu málið. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari sótti málið f.h. ákæruvalds- ins en Sigurmar K. Albertsson hrl. var til varnar. Haldlaust fyrir skipstjórann að bera við gáleysi Morgunblaðið/Magni RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveð- ið að fella niður mál á hendur Banda- ríkjamanni sem íslensk kona kærði fyrir nauðgun. Maðurinn var úr- skurðaður í farbann en reyndi engu að síður að komast úr landi. Hann var handtekinn um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli, og munaði að- eins nokkrum mínútum að hann slyppi úr klóm lögreglunnar. Málið var kært 30. nóvember og eftir að maðurinn reyndi að flýja land var hann úrskurðaður í gæslu- varðhald til 12. desember. Lögreglan í Reykjavík rannsakaði málið og sendi það að því loknu til ríkissak- sóknara, sem eins og fyrr segir felldi málið niður á grundvelli þess að sannanir væru ekki nægar. Mannin- um hefur því verið sleppt úr haldi. Nauðgunar- mál fellt niður ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.