Morgunblaðið - 13.12.2002, Qupperneq 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTLÁN lánakerfisins til fyrir-
tækja minnkuðu á öðrum fjórðungi
þessa árs og er þetta í fyrsta sinn
frá fyrsta ársfjórðungi 1995 sem
útlán til fyrirtækja dragast saman
milli ársfjórðunga. Á meðfylgjandi
línuriti sést þróun stýrivaxta
Seðlabanka Íslands og þriggja
mánaða vaxta á millibankamark-
aði. Í júlí í ár fóru vextir á milli-
bankamarkaði niður fyrir stýri-
vextina, en fyrr á árinu höfðu
millibankavextir tekið að lækka
mun hraðar en stýrivextirnir. Þeg-
ar millibankavextir, sem eru vextir
á lánum banka sín á milli á skipu-
lögðum markaði, eru hærri en
stýrivextir er það vísbending um
lausafjárskort og sú staða var uppi
í fyrra og fram á þetta ár. Síðan
hefur ástandið snúist við, milli-
bankavextirnir eru orðnir lægri en
stýrivextirnir og bendir það til
þess að nægt lausafé sé fyrir
hendi.
Sú tölulega þróun sem rakin er
hér að ofan kemur heim og saman
við upplýsingar frá heimildar-
mönnum á fjármálamarkaðnum. Í
samtölum við þá kemur fram að
mikið framboð sé af fjármagni á
markaðnum og jafnframt að fyr-
irtæki hafi haldið að sér höndum í
fjárfestingum. Eftirspurn eftir
lánsfjármagni hafi því dregist
saman og skuldir verið greiddar
niður eða fjármunum komið fyrir
með öðrum hætti, svo sem með
innlánum eða kaupum á skulda-
bréfum.
Minni spurn eftir
lánsfjármagni
&' ()(# ( *
! %)(# (%( (
+ ) "
"
2/
23
24
22
2.
.
0
-
5
1
/
EINS OG fram kom í blaðinu í gær
hyggst álfyrirtækið Elkem í kjölfar
kaupa á 10,49% hlut ríkisins í Ís-
lenska járnblendifélaginu, fara út í
annars konar og verðmætari fram-
leiðslu á Grundartanga á næstu miss-
erum samhliða núverandi rekstri en
Íslenska járnblendifélagið framleiðir
kísiljárn sem er eitt af undirstöðuhrá-
efnum stáliðnaðarins.
Frank Bjorklund forstjóri Íslenska
Járnblendifélagsins segir að lágt verð
á kísiljárni á heimsmarkaði knýi fé-
lagið nú til breytinga. „Elkem á þarna
við að við ætlum okkur að víkka út
framleiðslu okkar og fara út í sér-
hæfðari vinnslu til hliðar við núver-
andi kísiljárnsvinnslu. Við viljum
vinna verðmætari og meira unna vöru
og fá fyrir hana hærra verð. Þetta
ætlum við að reyna að gera með eins
litlum tilkostnaði og mögulegt er því í
dag hefur fyrirtækið lítið fjárhagslegt
bolmagn til að fara út í miklar fjár-
festingar. Eftir 2 ár áætlum við þó að
fjárfesta umtalsvert í þessum nýju
áherslum,“ sagði Frank Bjorklund í
samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að nú þegar séu hafnar
tilraunir í þessa átt sem gefist hafi vel
og mörg markmið hafi náðst. „Við
höfum náð að sanna fyrir Elkem að
fyrirtækið hefur getu og kunnáttu til
að framleiða verðmætari vöru.“
ÍJ vill fram-
leiða verð-
mætari
vörur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
WEST Coast Capital, fjárfesting-
arfélag í eigu Tom Hunter, hefur
frestað viðræðum við stjórn House
of Fraser til þess að koma í veg
fyrir að truflun verði á jólasölu fé-
lagsins. Eftir fund sem John Cole-
man, forstjóri House of Fraser, og
Hunter áttu sagði Hunter, að hann
hlakkaði til að halda áfram við-
ræðum í janúar á næsta ári. Gengi
bréfa í House of Fraser er nú 85
pens á hlut og hefur hækkað um
tæp 20 pens á hlut á einum mán-
uði.
Viðræðum um HOF haldið
áfram eftir áramótin
KRÓNAN styrktist um 0,57% í gær
og hefur hún styrkst um rúmlega
11% það sem af er árinu.
Gengisvísitala krónunnar endaði í
126,3% en vísitalan hefur lækkað
töluvert undanfarna daga sem felur í
sér styrkingu gagnvart þeim gjald-
miðlum sem eru í gengisvísitölunni.
Bandaríkjadalur kostar nú 83,36
krónur og evra kostar 84,89 krónur
en sem dæmi um hve mikið krónan
hefur styrkst á einu ári þá kostaði
Bandaríkjadalur 104,09 krónur fyrir
réttu einu ári síðan og evra kostaði
93,40.
Bjartsýnir á þróun krónunnar
Búnaðarbankinn segir að mark-
aðsaðilar séu mjög jákvæðir á þróun
krónunnar og ástæðuna sé einkum
að rekja til frétta af álversviðræðum
og því að stórir aðilar á markaði hafi
að undanförnu verið að verja fram-
tíðartekjur sínar í erlendri mynt.
Lægsta gildi gengisvísitölunnar í
ár náðist í byrjun ágústmánaðar eða
rétt um 125 stig. Krónan er því nú
nálægt sterkasta gildi ársins.
Krónan hef-
ur styrkst
um 11%
á árinu
$
%
$
$ & "
"
!
"
#$%
!
!
>
)
?"
@
VIÐRÆÐUM Bjarna Ákasonar, for-
svarsmanns verslunarsviðs Aco-
Tæknivals, ATV, ásamt hópi fjárfesta
um kaup á verslunarsviði ATV hefur
verið slitið.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins standa enn yfir viðræður við
nokkra aðila um kaup á verslunar-
sviðinu og eru vonir bundnar við að
niðurstaða náist í málinu í dag.
Til verslunarsviðs ATV teljast BT-
verslanirnar, Sony-setrið, Office One
og Apple.
Áður hefur verið skoðað að skilja
verslanasviðið frá án þess að til sölu
þess hafi komið. Í lok nóvember í
fyrra var greint frá því að í undirbún-
ingi væri að færa verslanasviðið í sér
félag en ekkert varð þá af þeim
áformum eða sölu þess. Í síðustu viku
sagði forstjóri félagsins upp auk
framkvæmdastjóra kjarnasviðs. Þá
var 10 starfsmönnum sagt upp.
Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær
kemur fram að fjárhagsstaða Aco-
Tæknivals sé mjög þröng en í lok
september var eigið fé neikvætt um
140 milljónir króna en á meðal eigna
þess er reiknuð skattinneign upp á
280 milljónir. Þá var handbært fé ein-
ungis um 6 milljónir króna.
Mikill taprekstur hefur verið síð-
ustu misseri en á árinu 2001 og fyrstu
9 mánuðum ársins í ár nam tapið sam-
tals 1.270 milljónum króna. Stærsti
hluthafinn í ATV er Búnaðarbanki Ís-
lands en fjárfestingarfélagið Straum-
ur er annar stærsti hluthafinn.
Vonast eftir
niðurstöðu
í dag
Verslunarsvið ATV
MIKILL fjöldi umsókna hefur bor-
ist í byggðakvóta sjávarútvegs-
ráðuneytisins sem auglýstur var
fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt
upplýsingum frá ráðuneytinu er
ekki ljóst hvenær úthlutun getur
legið fyrir, enda talsvert verk að
meta umsóknir og taka á álita-
málum.
Sækja þarf sérstaklega um út-
hlutun eftir svæðum og þarf um-
sókn að hafa borist eigi síðar en 16.
desember 2002. Umsóknir sem eru
póstlagðar eftir þann tíma verða
ekki teknar til greina.
Sérstakt punktakerfi er notað til
að meta hlut hvers landsvæðis fyrir
sig, þar sem tekið er mið af
tekjum, íbúafjölda, fólksfækkun,
breytingum á aflaheimildum, lönd-
uðum afla og afla í vinnslu í ein-
stökum sjávarbyggðum. Fyrir Al-
þingi liggur nú frumvarp þar sem
lagt er til að heimildin á yfirstand-
andi fiskveiðiári verði hækkuð í
2.000 lestir. Verði frumvarpið sam-
þykkt má gera ráð fyrir að 1.552
lestir af óslægðum þorski, 477 lest-
ir af óslægðri ýsu, 321 lest af
óslægðum ufsa og 138 tonn af
óslægðum steinbít komi til úthlut-
unar.
Ísafjarðarbær
fær mestan kvóta
Miðað við að úthlutað verði 2.000
tonnum kæmi mest í hlut byggða
við Húnaflóa eða tæpt 331 tonn.
Samkvæmt punktakerfinu færi þar
af stærstur hluti kvótans til
Blönduóss eða um 75 tonn. Af ein-
stökum byggðarlögum fengi Ísa-
fjarðarbær úthlutað mestum kvóta,
alls 179 tonnum af 305 tonna
byggðakvóta nyrðri hluta Vest-
fjarða. Sandgerði fengi mestan
kvóta sveitarfélaga á Suðurlandi og
Suðvesturlandi eða 122 tonn, Snæ-
fellsbær fengi 35 tonn af 79 tonna
kvóta Vesturlands, Vesturbyggð
fengi 106 tonn af 126 tonna kvóta
syðri hluta Vestfjarða, sveitarfélag-
ið Skagafjörður fengi 26 tonn af 49
tonna kvóta byggða við Skagafjörð
og Siglufjörð, Hríseyjarhreppur
fengi 73 tonn af 203 tonna kvóta
byggða við Eyjafjörð og Grímsey,
Húsavík fengi 55 tonn af 106 tonna
kvóta byggða við Skjálfanda og Ax-
arfjörð, Þórshafnarhreppur fengi
71 tonn af 209 tonna kvóta Norð-
austurlands (frá Raufarhöfn til
Borgarfjarðar), Fjarðarbyggð fengi
91 tonn af 148 tonna kvóta Austur-
lands (frá Seyðisfirði til Fjarðar-
byggðar), Djúpavogshreppur fengi
53 tonn af 183 tonna kvóta suður-
fjarða Austurlands og byggðakvóti
Vestmannaeyja yrði 41 tonn miðað
við 2.000 tonna úthlutun.
Fjöldi umsókna hefur
borist um byggðakvóta
Morgunblaðið/Ómar
Ísafjörður fær 179 tonn af 305 tonna byggðakvóta nyrðri hluta Vestfjarða.
WILLIAM Grant & Sons hefur
keypt vörumerkið Pölstar vodka.
Pölstar er framleiddur í verksmiðju
Ölgerðarinnar Egils Skallagríms-
sonar í Borgarnesi. William Grant &
Sons og Catco, dótturfyrirtæki Öl-
gerðarinnar, hafa gert tíu ára samn-
ing um áframhaldandi framleiðslu
Pölstar og kallar sá samningur á
verulega aukin umsvif verksmiðj-
unnar í Borgarnesi. Jafnframt hefur
William Grant & Sons stofnað sér-
stakt fyrirtæki, The Pölstar Vodka
Company Limited, um sölu- og
markaðstarf með Pölstar. Fyrri eig-
andi Pölstar var The Reformed Spir-
its Company Ltd í Englandi og
Catco.
Í fréttatilkynningu kemur fram að
Pölstar vodka er nú selt á Íslandi, í
Bretlandi og um borð í flugvélum
Icelandair. Markaðssókn í Bretlandi
hófst árið 1999 og hafa selst yfir 300
þúsund flöskur í London á þessu ári.
William Grant & Sons er eitt stærsta
og þekktasta sölu- og dreifingarfyr-
irtæki áfengis í heiminum. Meðal
vörumerkja fyrirtækisins eru Clan
MacGregor skoskt viskí, Glenfiddich
og Balvenie maltvískí.
Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Öl-
gerðarinnar Egils Skallagrímssonar,
segir að samningurinn við William
Grant & Sons hafi mikla þýðingu fyr-
ir Ölgerðina.
„Þessi samvinna eykur bjartsýni
um frekari aukningu á framleiðslu í
Borgarnesi,“ segir Jón Diðrik.
Nú starfa fjórir starfsmenn í verk-
smiðjunni í Borgarnesi og hafa verið
framleiddir þar um 18.000 kassar af
Pölstar á ári, auk framleiðslu á Ís-
lensku brennivíni, Eldurís, Tinda-
vodka og fleiri áfengistegundum.
Pölstar-vöru-
merkið selt
STJÓRN EJS mun á hluthafafundi
á mánudag óska eftir heimild til að
taka 200 milljóna króna skulda-
bréfalán, með breytirétti í hlutafé.
Rekstur fyrirtækisins hefur gengið
erfiðlega það sem af er árinu, en á
síðasta ári nam tap félagsins yfir
700 milljónum króna.
Örn Andrésson, stjórnarformað-
ur, vildi í samtali við Morgunblaðið
ekki nefna nákvæma tölu yfir tap
fyrirtækisins á árinu. „Hún mun
koma fram á hluthafafundi á mánu-
daginn,“ sagði hann.
Í maí var rekstur EJS endur-
skipulagður; hugbúnaðarsvið skilið
frá sölu búnaðar og þjónustu við
tölvukerfi. Örn segir að unnið hafi
verið áfram á þeirri braut og hag-
rætt í rekstri eins og mögulegt hafi
verið. „Við vonumst nú til þess að
botninum hafi verið náð og við get-
um farið að horfa til framtíðar,“
segir hann.
Margar ástæður
fyrir taprekstri
Spurður um ástæður taprekstr-
arins segir Örn þær vera margar.
„Þar hafa komið til gjaldþrot hlut-
deildar- og dótturfélaga, auk þess
samdráttar sem hefur almennt orð-
ið á markaðinum,“ segir hann.
„Kannski hafa menn, eftir á að
hyggja, ekki gripið til aðgerða nógu
tímanlega.“
Örn segir að nú þegar liggi fyrir
tilboð í skuldabréfalánið, sem muni
verða samþykkt þegar og ef hlut-
hafafundur samþykki heimild
stjórnar til lántöku. „Því á ekki að
þurfa að fara í skuldabréfaútboð.“
Kaupþing hefur milligöngu um lán-
tökuna.
Erfiðleikar
í rekstri EJS
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦