Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 18

Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAU skip sem koma með svokallaðan Rússafisk til Íslands eru oft gömul, ryðguð og einfaldlega ljót, oftast eru þetta flutningaskip sem lesta aflann úr veiðiskipum á hafi úti. Á dögunum brá þó svo við að einkar glæsilegur rússneskur togari lá við bryggju á Húsavík. Þetta var togarinn Pavel Gorodilov með heimahöfn í Murmansk. Togarinn er tæplega 41 metra langur og 11 metra breiður og er hann einn sex systurskipa sem byggð voru á árunum 1996–7 fyrir rússneska aðila. Erindi togarans til Húsavíkur var að láta taka út aflann, en samkvæmt reglum Evrópska efnahags- svæðisins þarf Rússafiskurinn að fara í gegnum svo- kallaða landamærastöð. Ein slík er á vegum Fiski- stofu á Húsavík og að lokinni skoðun hélt togarinn áleiðis til Raufarhafnar þar sem aflanum var landað til vinnslu hjá Jökli hf. Að sögn Margrétar Vilhelms- dóttur, framkvæmdastjóra Jökuls hf., var togarinn með um 200 tonna afla sem fékkst í Barentshafinu. Von er á öðrum togara til landsins seinni partinn í næstu viku og fær Jökull hluta úr þeim farmi. Hrá- efnisstaða fyrirtækisins er því góð og næg vinna framundan eins og verið hefur að undanförnu. Margrét sagði að áður hefði þurft að landa aflan- um þar sem landamærastöðvar væru fyrir hendi eins og til dæmis á Húsavík og Akureyri. Síðan hefði þurft að flytja fiskinn þaðan til Raufarhafnar með tilheyrandi kostnaði. Fyrirtækið hefði því fengið það samþykkt á sínum tíma að hafa þennan háttinn á, að láta taka aflann út á Húsavík og skipin sigli síðan með hann til Raufarhafnar og landi honum þar, sem er mun hagkvæmara fyrir fyrirtækið. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Togarinn Pavel Gorodilov við bryggju á Húsavík. Rússafiskur til Raufarhafnar metinn á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. VERKFRÆÐIFYRIRTÆKIN Línuhönnun og Afl hafa gert samn- ing um hönnun háspennulínu í Vest- ur-Póllandi og er upphæð samnings- ins um 40 milljónir króna. Forsaga málsins er sú, að á árinu 2001 bauð PSE orkufyrirtækið í Póllandi út byggingu nýrra háspennulína í stað eldri 220 kV-línu. Verkið var boðið út sem samkeppni þar sem bjóðendur áttu að finna mögulegar lausnir bæði hvað varðar takmarkanir sem lúta að umhverfismálum og kostnaði. Verk- takafyrirtækið Selpol í Lodz í Pól- landi ákvað að bjóða í verkið í sam- vinnu við franska fyrirtækið Transel. Transel fékk verkfræðistof- una Línuhönnun til að burðarþols- hanna línur og möstur og verkfræði- stofuna Afl til að sjá um raftæknihönnun en íslensku fyrir- tækin tvö vinna mikið saman að hönnun háspennulína. Verkfræðifyr- irtækið Hecla í Frakklandi, sem er m.a. í eigu Línuhönnunar, Lands- virkjunar og Afls, kom einnig að gerð tilboðsins. Áætlað er að verkinu verði lokið á árinu 2004, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Línuhönn- un og Afl í útrás HEIMAMENN í Vestmannaeyjum og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafa eignast meirihluta hlutafjár í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyj- um. Vinnslustöðin seldi fyrr í vikunni öll eigin bréf í félaginu, ríflega 43 milljónir króna að nafnverði, á geng- inu 4,2. Vinnslustöðin hefur kauprétt að hinum seldu hlutum til loka febr- úar 2003 en kauprétturinn verður aðeins nýttur gangi samruni Vinnslustöðvarinnar og Úndínu ehf. í samræmi við áætlun. Á sama hátt hefur Vinnslustöðin kauprétt á hin- um seldu hlutum kalli stjórnendur hennar eftir kauprétti á hlutafé sínu. Gunnlaugur Ólafsson, útgerðar- maður og stjórnarmaður í Vinnslu- stöðinni hf., hefur keypt ríflega 14 milljóna króna nafnverðshlut í Vinnslustöðinni hf. á genginu 4,2. Eignarhlutur Gunnlaugs eftir við- skiptin er um 32 milljónir króna að nafnverði. Þá hefur Haraldur Gísla- son, stjórnarmaður í Vinnslustöðinni hf., keypt 880 þúsund króna nafn- verðshlut í Vinnslustöðinni á geng- inu 4,2. Eignarhlutur Haraldar eftir viðskiptin nemur rúmlega 26 millj- ónum króna að nafnverði. Gunnlaugur og Haraldur keyptu um 18% hlut í Vinnslustöðinni í síð- asta mánuði, að sögn til að verja hlut heimamanna í félaginu og að tryggja starfsemi þess í Eyjum. Gunnlaugur sagði í samtali við Morgunblaðið að með viðskiptunum væri búið að tryggja meirihluta heimamanna í Vinnslustöðinni, en með hlut hans og Haraldar, Lífeyrissjóðs Vestmanna- eyja og annarra minni hluthafa í Eyjum, sé hlutur heimamanna kom- inn yfir 50%. Hann telur hlutabréf í félaginu jafnframt góðan fjárfesting- arkost og segir vel koma til greina að fjárfesta enn frekar í því. Hann segir þó ekki fyrirhugaðar breytingar á starfsemi félagsins með breyttu eignarhaldi. Heimamenn með undir- tökin í Vinnslustöðinni TAP Vaka-DNG nam 31,2 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Rekstrartekjur félagsins námu 295 milljónum og rekstrargjöldin voru 299 milljónir króna. Veltufé til rekstrar var neikvætt um 33,7 millj- ónir króna í lok september. Rekstrartekjur Vaka DNG hafa dregist saman um ríflega 10% frá fyrra ári, að því er fram kemur í til- kynningu til Kauphallar Íslands. Þar kemur fram að ástand á helstu mörkuðum Vaka DNG hefur verið erfitt, sérstaklega á fiskeldismörk- uðum þar sem ástandið hefur verið mjög slæmt allt árið vegna offram- boðs sem endurspeglast í lágu verði til framleiðenda og tregðu þeirra til að fjárfesta m.a. í vörum eins og Vaki DNG býður. „Ekki er búist við verðhækkunum afurða fiskeldisins fyrr en á miðju næsta ári. Á miðjum ársfjórðungn- um var gripið til aðgerða til að mæta niðursveiflunni á mörkuðum sem fé- lagið vinnur á. Dregið var verulega úr starfsemi dótturfélags í Noregi, ekki hefur verið ráðið í stað þeirra sem hafa látið af störfum hjá félag- inu og dregið úr kostnaði víða í rekstrinum,“ að því er segir í til- kynningunni. Vaki-DNG með 31 millj- ónar tap ♦ ♦ ♦ Opið lau. k. 10-18 sun. kl. 13-17 www.oo.is BARNAVÖRUVERSLUN Höfum opnað stærri verslun í nýjum Glæsibæ Margar gerðir Margar gerðir Margar gerðir Þroskaleikföng Margar gerðir og litir Fatnaður 0-3ja ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.