Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 23

Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 23
„Full af húmor og ást“ „Hundrað dyr í golunni er full af hvoru tveggja: húmor og ást ... Steinunn hefur einstakt lag á að láta mann skella upp úr þegar maður er niðursokkin í samúð með dapurlegum örlögum persónanna.“ Hrund Ólafsdóttir, Mbl. „Hundrað dyr í golunni er enn eitt tilbrigði við ástina sem Steinunn Sigurðardóttir er snillingur í að fjalla um.“ Sigríður Albertsdóttir, DV „Lesandi er táldreginn frá fyrstu síðu, af stað inn í fagra en um leið bráðfeiga leit manneskjunnar að ást og samruna.“ Birna Bjarnadóttir, Víðsjá „Afbragðsvel skrifuð“ „Löngu tímabært verk sem gerir ljósa grein fyrir manninum á bak við þjóðhetjuna“ Páll Björnsson, Kastljós „Afbragðsvel skrifuð og öll er frásögn höfundar einkar trúverðug ... Guðjón hefur náð því markmiði að færa Jón Sigurðsson nær okkur sem lifum.“ Jón Þ. Þór, Mbl. „Frábær stílgáfa“ „Allt sem áður hefur verið sagt um stílsnilld, ljóðrænan sagnaskáldskap og samfléttun þjóðarsögu og sögu einstaklinganna á jafnt við um Nafnlausa vegi og aðrar bækur bálksins .... Skáldleg saga tuttugustu aldarinnar rituð af yfirsýn, skilningi og frábærri stílgáfu.“ Jón Yngvi Jóhannsson, DV „Það er fullkomlega þess virði að bregða sér í ferðalag eftir Nafnlausum vegum.“ Úlfhildur Dagsdóttir, Kastljósið „Einari Má bregst ekki bogalistin frekar en vanalega. Alveg dásamleg bók.“ Súsanna Svavarsdóttir, Ísland í bítið „Ótrúleg frásagnargleði“ „Rosalega skemmtileg, mjög fyndin og frumleg hugsun. Ég hafði mikla ánægju af því að lesa þessa bók.“ Súsanna Svavarsdóttir, Ísland í bítið „Ótrúleg frásagnargleði ... Stórskemmtileg og hörkuspennandi saga sem kemur ímyndunaraflinu á fljúgandi ferð.“ Þorgerður E. Sigurðardóttir, Kastljósið „Forvitnileg, frumleg og hnitmiðuð“ „Ef það sem „á eftir að verða“ í þessari skáldsögu Péturs reynist jafn forvitnilegt, frumlegt og hnitmiðað og það sem þegar er orðið, má ætla að Skáldsaga Íslands verði eitt af stórvirkjum íslenskra bókmennta. Sú mynd sem Pétur er að framkalla með þessum skáldskap er einmitt myndin af sjálfum okkur - íslensku þjóðinni - því vegurinn til Rómar er í raun vegurinn heim.“ Fríða Björk Ingvarsdóttir, Mbl. Andri Snær Magnason Guðjón Friðriksson Einar Már Guðmundsson Steinunn Sigurðardóttir Pétur Gunnarsson 1. prentun uppseld 2. prentun komin í verslanir 1. prentun á þrotum 2. prentun væntanleg 2.sæti Bókabúð MM – Skáldverk 3. – 9. desember. 3. sæti Morgunblaðið – Skáldverk 3. – 9. desember. 5. sæti Morgunblaðið – Skáldverk 3. – 9. desember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.