Morgunblaðið - 13.12.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 13.12.2002, Qupperneq 31
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 31 Allar yfirhafnir á börn og fullorðna með 25% afslætti Þessa helgi 12 99 /T A K TI K 1 2. 12 .0 2 SÖFNUÐUR Ástjarnarsóknar í Hafnarfirði hefur fengið að- stöðu í Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Jónatan Garðarsson formað- ur sóknarnefndar skrifaði á laugardag fyrir hönd safnaðar- ins undir leigu- og þjónustu- samning við Þorgeir Haraldsson formann Hauka. Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir að kirkja verði reist í sókninni þegar fram líða stundir. Fyrsta messan á Ásvöllum fer fram 15. desember nk. Söfnuður fær aðstöðu í Hauka- húsinu Hafnarfjörður ÍBÚAR þjónustuíbúða og aðrir sem nýta sér félagsstarf aldraðra á þrem- ur af fimm stöðum, þar sem stendur til að draga úr starfsemi, mótmæla harðlega skerðingu á þjónustunni. Þeir segja marga íbúana koma til með að einangrast í kjölfarið. Þá segja þeir það vanvirðu að ekki hafi verið rætt við þá sem þjónustuna nota áður en ákvörðun var tekin um skerðingu á þjónustu. 233 íbúar og aðrir sem þjón- ustuna nota á Sléttuvegi 11-13, í Furugerði 1 og í Lönguhlíð 3 skrifuðu undir mótmælin sem send voru for- svarsmönnum Félagsþjónustunnar í Reykjavík og lögð voru fram til kynn- ingar í borgarráði á þriðjudag og fé- lagsmálaráði á miðvikudag, en málið er til umfjöllunar í tengslum við fjár- hagsáætlun borgarinnar. Björk Vilhelmsdóttir, formaður fé- lagsmálaráðs, segir að nú standi yfir fundir með íbúum þar sem fyrirhug- aðar breytingar á félagsstarfi eru kynntar svo og hugmyndir um fram- tíð þess. „Þessir fundir eru hugsaðir til að hlusta á íbúana,“ sagði Björk. Sagði hún fyrirliggjandi skýrslu um hugmyndir starfsmanna Félagsþjón- ustunnar í Reykjavík og forstöðu- manna þeirra staða þar sem boðið er upp á félagsstarf aldraðra. Ákvörðun um að breyta félagsstarfinu hafi verið tekið út frá þeirri vinnu. „Öll skerðing verður okkur erfið“ Í mótmælum íbúanna kemur fram að í þjónustuíbúðunum búi margir sem alls ekki geta farið annað í þá starfsemi sem um ræðir, en félags- málayfirvöld hafa bent á að þeir sem þess óska geti sótt þjónustuna í aðrar miðstöðvar. Þá benda íbúar Sléttuvegar 11–13 ennfremur á að margir hafi keypt íbúðir af Samtökum aldraðra einmitt vegna þjónustunnar sem þar hefur verið boðið upp á. „Meðalaldur íbúanna er 81 ár og ef væntanlegar aðgerðir verða fram- kvæmdar er augljóst að margir íbú- anna munu einangrast í framtíðinni,“ segir í mótmælunum. „Við, íbúar húsanna á Sléttuvegi 11–13, mótmælum öll því gerræði sem virðist framundan. Við þökkum það sem í dag fer fram í þjónustusel- inu en öll skerðing þar á verður okkur erfið. Munið, það liggur fyrir okkur öllum að eldast.“ Mótmæli vegna lokana félagsstarfs aldraðra lögð fyrir borgarráð Margir muni einangrast Morgunblaðið/Golli Breyting á félagsstarfi aldraðra á fimm stöðum í bænum mælist víða illa fyrir. Íbúar á Dalbraut 18–20 eru ósáttir við breytingarnar. Reykjavík MARGAR stúlkur og drengi dreymir einhvern tímann um að verða fim- leikastjörnur. En enginn er fæddur stjarna heldur þarf að vinna fyrir framanum hörðum höndum. Þetta vita ung og efnileg fimleikabörn í Mosfellsbæ, en til að sýna árangur vetrarstafsins héldu þau sýningu í gamla íþróttahúsinu að Varmá í vik- unni. Mömmur, pabbar, afar og ömmur og margir fleiri komu auðvitað til að fylgjast með sýningunni og klöppuðu börnunum lof í lófa að henni lokinni. Það voru ófá sporin og skemmti- leg tilþrif sem börnin sýndu og áhug- inn skein úr hverju andliti. Varfærn- islega var gengið eftir slá og aðstoð þegin frá þjálfurum enda aðeins um fyrstu sporin á fimleikabrautinni að ræða. Hver veit nema að í hópnum leynist meistarar framtíðarinnar? Það er nú alveg nauðsynlegt að fá smá hjálp til að ná jafnvæginu á slánni! Morgunblaðið/Golli Úps! Það er komið að mér! Fimleikastjörnur framtíðarinnar Mosfellsbær Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.