Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 32
AKUREYRI 32 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ skart og perlur skólavörðustíg 12 á horni bergstaðastrætis sími 561 4500 Komdu meltingunni í lag fyrir jólin www.islandia.is/~heilsuhorn Mave i form Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889, fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Jólasveinakvöld verður á Minja- safninu á Akureyri í kvöld, föstu- dagskvöldið 13. desember, og hefst það kl. 20. Þar verður í tali og tónum fjallað um sögu gömlu íslensku jólasveinanna og hvernig þeir á nítjándu öldinni kom- ust í bland við danska jólanissa og sjálfan Sankti Kláus. Við það breytt- ist klæðaburður þeirra og skapið mildaðist til muna svo að lokum var eiginlega ekkert eftir nema nöfnin þrettán. Reynt verður í umfjöllun að draga fram einkenni gömlu jólasvein- anna, segir í frétt frá safninu. Í safnið koma Stekkjarstaur og Gilja- gaur og segja sitt álit. Í suðurstofum safnsins verður sýning á fjölmörgum jólasveinum eftir íslenskt handverks- fólk, en hún stendur aðeins þetta eina kvöld. Þórarinn Hjartarson, Helgi Þórsson, Georg Hollanders og starfs- fólk Minjasafnsins á Akureyri sjá um þessa fjölskyldudagskrá. Í DAG Fjölskyldudagur verður í Sundlaug Akureyrar á morgun, laugardaginn 14. desember. Ókeypis verður í sund- laugina og þar verður ýmislegt um að vera. Inga Magnúsdóttir íþrótta- kennari verður með ungbarnasund, krakkasund og sundskóla fyrir 4–5 ára á tímabilinu frá kl. 13 til 14.30. Þá verður hún með vatnsleikfimi fyrir fullorðna í innilaug kl. 15.35 og vatns- þrek í útilaug kl. 16.30. Unglingar frá sundfélaginu Óðni verða á staðnum, fyrirtæki kynna vörur sínar og börn eru hvött til að taka mér sér leiktæki. Þá geta gestir átt von á að hitta jóla- sveininn við sundlaugina. Jólasveinarnir koma í heimsókn á svalirnar ofan við Pennann–Bókval á morgun, laugardaginn 14. desem- ber kl. 15. Rithöfundarnir Anna Valdimars- dóttir og Andri Snær Magnason verða í versluninni þann dag. Anna les upp úr bók sinni „Leggðu rækt við ástina“ og Andri Snær les úr bók sinni „Lovestar“. Þau verða í versl- uninni kl. 16. Á MORGUN FLUGFÉLAG Íslands bauð til kynningar á veitingastaðnum Poll- inum á Akureyri í vikunni og var þar rífandi stemmning. Félagið kynnti árshátíðarslaufur sínar til Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar, Reykjavíkur og Færeyja og eru hugsaðar m.a. fyrir starfsmanna- félög, klúbba og hópa. Einnig var kynning á flugkortinu og heima- síðu félagsins. Fram kom í máli Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, að félagið væri nú loks farið að skila hagnaði eftir erfið undanfarin ár.Einnig var á Pollinum boðið upp á skemmtiatriði frá veitingastaðnum Broadway í Reykjavík, sem vöktu mikla lukku. Norskur Elvis heillaði Hinn norski Kjell Elvis kom fram í hlutverki rokkkóngsins Elvis Presley og náði hann að heilla gesti með skemmtilegri sviðsframkomu og þá ekki síst konurnar. Einnig stigu á svið syngjandi þjónar/ leikarar úr Le Sing sýningu, sem slegið hefur í gegn á Broadway og fóru skemmtikraftarnir á kostum. Rífandi stemmning hjá Flugfélaginu Morgunblaðið/Kristján Hinn norski Kjell Elvis vakti mikla lukku í hlutverki rokkkóngsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.