Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 32
AKUREYRI
32 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
skart og perlur
skólavörðustíg 12
á horni bergstaðastrætis
sími 561 4500
Komdu meltingunni
í lag fyrir jólin
www.islandia.is/~heilsuhorn
Mave i form
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889,
fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum,
Árnesapóteki Selfossi og
Yggdrasil Kárastíg 1.
Jólasveinakvöld verður á Minja-
safninu á Akureyri í kvöld, föstu-
dagskvöldið 13. desember, og hefst
það kl. 20.
Þar verður í tali og tónum fjallað um
sögu gömlu íslensku jólasveinanna og
hvernig þeir á nítjándu öldinni kom-
ust í bland við danska jólanissa og
sjálfan Sankti Kláus. Við það breytt-
ist klæðaburður þeirra og skapið
mildaðist til muna svo að lokum var
eiginlega ekkert eftir nema nöfnin
þrettán. Reynt verður í umfjöllun að
draga fram einkenni gömlu jólasvein-
anna, segir í frétt frá safninu.
Í safnið koma Stekkjarstaur og Gilja-
gaur og segja sitt álit. Í suðurstofum
safnsins verður sýning á fjölmörgum
jólasveinum eftir íslenskt handverks-
fólk, en hún stendur aðeins þetta eina
kvöld. Þórarinn Hjartarson, Helgi
Þórsson, Georg Hollanders og starfs-
fólk Minjasafnsins á Akureyri sjá um
þessa fjölskyldudagskrá.
Í DAG
Fjölskyldudagur verður í Sundlaug
Akureyrar á morgun, laugardaginn
14. desember. Ókeypis verður í sund-
laugina og þar verður ýmislegt um
að vera. Inga Magnúsdóttir íþrótta-
kennari verður með ungbarnasund,
krakkasund og sundskóla fyrir 4–5
ára á tímabilinu frá kl. 13 til 14.30. Þá
verður hún með vatnsleikfimi fyrir
fullorðna í innilaug kl. 15.35 og vatns-
þrek í útilaug kl. 16.30. Unglingar frá
sundfélaginu Óðni verða á staðnum,
fyrirtæki kynna vörur sínar og börn
eru hvött til að taka mér sér leiktæki.
Þá geta gestir átt von á að hitta jóla-
sveininn við sundlaugina.
Jólasveinarnir koma í heimsókn á
svalirnar ofan við Pennann–Bókval
á morgun, laugardaginn 14. desem-
ber kl. 15.
Rithöfundarnir Anna Valdimars-
dóttir og Andri Snær Magnason
verða í versluninni þann dag. Anna
les upp úr bók sinni „Leggðu rækt
við ástina“ og Andri Snær les úr bók
sinni „Lovestar“. Þau verða í versl-
uninni kl. 16.
Á MORGUN
FLUGFÉLAG Íslands bauð til
kynningar á veitingastaðnum Poll-
inum á Akureyri í vikunni og var
þar rífandi stemmning. Félagið
kynnti árshátíðarslaufur sínar til
Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar,
Reykjavíkur og Færeyja og eru
hugsaðar m.a. fyrir starfsmanna-
félög, klúbba og hópa. Einnig var
kynning á flugkortinu og heima-
síðu félagsins.
Fram kom í máli Jóns Karls
Ólafssonar, framkvæmdastjóra
Flugfélags Íslands, að félagið væri
nú loks farið að skila hagnaði eftir
erfið undanfarin ár.Einnig var á
Pollinum boðið upp á skemmtiatriði
frá veitingastaðnum Broadway í
Reykjavík, sem vöktu mikla lukku.
Norskur Elvis heillaði
Hinn norski Kjell Elvis kom fram
í hlutverki rokkkóngsins Elvis
Presley og náði hann að heilla gesti
með skemmtilegri sviðsframkomu
og þá ekki síst konurnar. Einnig
stigu á svið syngjandi þjónar/
leikarar úr Le Sing sýningu, sem
slegið hefur í gegn á Broadway og
fóru skemmtikraftarnir á kostum.
Rífandi stemmning
hjá Flugfélaginu
Morgunblaðið/Kristján
Hinn norski Kjell Elvis vakti mikla lukku í hlutverki rokkkóngsins.