Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 48
MINNINGAR
48 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Steinunn Sveins-dóttir fæddist á
Ísafirði 1. febrúar
1911. Hún lést á
hjartadeild Land-
spítalans 3. desem-
ber síðastliðinn.
Kjörforeldrar henn-
ar voru Sveinn
Magnús Hjartarson,
bakarameistari, og
Steinunn Sigurðar-
dóttir. Systkini
hennar voru Hösk-
uldur Ágústsson,
Þóra Ágústsdóttir,
Margrét Ágústs-
dóttir, Ágústa Ágústsdóttir, Guð-
mundur Ágústsson og Nanna
Ágústsdóttir sem ein er eftir á
ember 1974, maki I Guðmundur
Kristinn Jónsson, pípulagninga-
meistari; maki II Pétur Axel
Jónsson, lögmaður, látinn; 3)
Sveindís Steinunn, læknaritari,
maki Haraldur Blöndal, lögmað-
ur, þau skildu. Steinunn og Þórir
ólu upp dótturson sinn Svein Guð-
mundsson, lögmann, maki Aðal-
heiður Valdimarsdóttir, leik-
skólakennari og skrifstofustjóri.
Barnabörn Steinunnar voru 13 og
eitt er látið en barnabarnabörn
eru 21.
Steinunn ólst upp í Reykjavík
frá tveggja ára aldri er kjörfor-
eldrar hennar tóku hana að sér.
Foreldrar hennar voru Ágúst
Guðmundsson og Ingigerður Sig-
urðardóttir.
Steinunn gekk í Kvennaskól-
ann í Reykjavík og síðar Hús-
mæðraskólann á Ísafirði.
Útför Steinunnar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
lífi. Hálfsystkin henn-
ar eru Unnur Ágústs-
dóttir, Ingigerður
Ágústsdóttir, Bolli
Ágústsson og Skúli
Sveinsson sem er lát-
inn. Uppeldisbróðir
hennar var Hans Kr.
Eyjólfsson sem er lát-
inn.
Steinunn giftist
Þóri Kjartanssyni,
lögfræðingi og
bankafulltrúa, 24.
mars 1934. Þórir lést
12. júní 1974. Þau
eignuðust þrjú börn:
1) Steingerður, maki Jón Þ. Hall-
grímsson, yfirlæknir; 2) Magn-
þóra Guðrún Pála, látin 15. sept-
Nú í upphafi aðventu þegar hátíð
ljóss og friðar gengur í garð kveð ég
ástkæra tengdamóður mína. Það var
henni líkt að velja svona fallegan
tíma þegar allt er skreytt og hús og
hýbýli eru sett í sparibúning.
Tengdamóðir mín lagði ríka áherslu
á snyrtimennsku og að fólk væri vel
til haft. Hún Steina Sveins eins og
hún var að jafnaði kölluð var glæsi-
leg kona og myndarleg með ein-
dæmun.
Margs er að minnast þegar horft
er um öxl. Stundir okkar sem við átt-
um saman voru ávallt ljúfar og góð-
ar, mikið þótti mér vænt um hana,
hún gaf mér svo mikið og hafði svo
mikið til að miðla. Steina var sterkur
persónuleiki, gjafmild með eindæm-
um, laus við allt tildur og snobb, allir
voru jafnir fyrir henni. Í reynd var
hún ættarhöfðingi og til hennar gátu
allir leitað svangir og í leit að friði.
Í fyrsta sinn sem ég kom inn á
heimilið hennar við Bræðraborgar-
stíginn þegar við Sveinn sonur henn-
ar vorum að draga okkur saman var
hún búin að framreiða dýrindis
þriggja rétta máltíð og leggja á borð
eins og um þjóðhöfðinga væri að
ræða. En svona var allt hjá henni,
matur alltaf í fyrirrúmi og aldrei fór
maður svangur frá henni.
Ég vil þakka elskulegri tengda-
móður minni fyrst og síðast fyrir
uppeldið á dóttursyni sínum honum
Sveini mínum. Hún tók hann í fóstur
þriggja ára að aldri og ól hann upp
sem sinn eigin son. Sveinn minn
saknar mikið ömmu sinnar sem var í
reynd móðir hans og eina foreldri í
áratugi. Hann hefir orðað það við
mig oft að það hafi verið henni að
þakka og uppeldinu að hann komst
til manns. Samband þeirra var alltaf
mjög kært. Þeirra góðu gilda sem
hún lagði honum til hef ég svo notið í
okkar hjónabandi.
Steina var einstaklega dugleg og
áhugasöm að fylgjast með okkar
lífshlaupi og barna okkar, taka þátt í
gleðistundum okkar, s.s. fæðingu
barna okkar. Þegar Fannar fæddist
var hún mjög stolt yfir þessum stóra
og kraftmikla dreng. Nafnið á hon-
um stóð lengi vel í henni. Hún vildi
lengi vel hafa það Hrannar og var
mikið grín gert að því. Það sem ein-
kenndi hana ennfremur alla tíð var
glettni, gott skap og að geta séð
spaugilegu hliðarnar á mönnum og
málefnum. Þegar svo dóttir okkar
fæddist og við skírðum hana Stein-
unni, þá var komin alnafna hennar,
Steinunn Sveinsdóttir. Við skírnina
var hún þá bæði hissa og hrærð.
Valdimar yngsta barn okkar kom
svo í heiminn fyrir rúmum þremur
árum og var hún svo glöð yfir þessu
litla barni og alltaf lifnaði yfir henni
þegar hann kom í heimsókn.
Tengdamóðir mín var jákvæð og
seint gleymi ég fjölmörgum versl-
unarferðum okkar. Hún hafði mjög
gaman af því að fara í búðir og alltaf
vildi hún vera að kaupa og gleðja alla
í kringum sig. Ósjaldan þegar hún
var að tína í körfuna tíndi ég jafn-
harðan upp úr henni hluti sem ekki
hentuðu tíðarandanum og endaði
þetta alltaf með hlátri og gríni. Svo
þegar átti að borga við afgreiðslu-
borðið var hún mjög ólík öðru full-
orðnu fólki. Henni fannst alltaf allt
svo ódýrt og vildi helst fá að borga
meira en upp var sett.
Okkur kom alltaf vel saman og
bar aldrei skugga á samskipti okkar.
Í reynd held ég það hafi stafað af því
að við vorum um margt líkar. Til
dæmis það að taka strax til eftir
matinn kunni hún svo vel við, og
hafa ekki potta og pönnur út um allt.
Hún sá í mér snyrtimennsku og það
var mikið atriði. Þetta var Steina.
En það sem ég vil læra af henni,
fyrst og síðast, er þessi mikli styrk-
ur sem hún bjó yfir. Hvað sem á
bjátaði hélt lífið áfram. Steina þurfti
að reyna margt í lífinu. Henni tókst
samt sem áður ávallt að horfa á
björtu hliðarnar.
Elsku besta Steina mín, ég vil
þakka þér fyrir þig sjálfa og allt sem
þú hefur gefið mér og mínum.
Aðalheiður Valdimarsdóttir.
Steina var fremur lágvaxin, ljós-
hærð og glaðlynd. Ævinlega vel til
höfð, svo eftir var tekið.
Fyrr á árum tók hún ríkan þátt í
að sjá fyrir heimilinu, ásamt Þóri,
enda voru umsvifin mikil. Þegar ég
tengdist fjölskyldunni fyrir u.þ.b.
hálfri öld var mér tekið sem syni og
hlúð að sem best mátti verða.
Nú er langri og gifturíkri ævi lok-
ið – ævi sem einkenndist af bjartsýni
og fórnfýsi.
Hennar kynslóð að hverfa og nýj-
ar teknar við. Þakkarvert er hve
henni entist lífið til góðra verka,
enda akurinn víðfeðmur – vel til sáð
og uppskeran eftir því.
Minningarnar lifa og þakklætið
sem við Steingerður berum í brjósti
mun fylgja okkur á leiðarenda.
Jón Þorgeir.
Á horni Bræðraborgarstígs og
Vesturgötu stendur stórt hús sem er
aldargamalt. Þar var í hálfa öld
sannkölluð ævintýrahöll sem iðaði af
mannlífi og kærleika. Í 50 ár var þar
rekið Sveinsbakarí.
Í húsinu réðu ríkjum góðmennið
Sveinn Hjartarson bakarameistari
og skörungurinn Steinunn Sigurðar-
dóttir, foreldrar ömmu okkar, Stein-
unnar, sem við nú kveðjum.
Í gegnum tíðina leituðu margir
skjóls í bakaríinu sem var rómað
fyrir snyrtimennsku og höfðings-
skap. Þetta heimili hafði mikil áhrif
á líf ömmu.
Steinunn langamma missti tvær
systur sínar í spönsku veikinni frá
ungum börnum. Sveinn og Steinunn
tóku þau þá til sín. Heimilið varð því
mannmargt og traust tengsl mynd-
uðust meðal systkinanna sem segja
má að hafi verið einstakt. Iðulega
minntist amma æsku sinnar með
þakklæti og hlýju. Hún og öll systk-
ini hennar voru rómuð fyrir per-
sónutöfra og glæsileika. Oft hefur
okkur verið sagt af gömlum vest-
urbæingum að þegar amma var ung
hafi margir ungir sveinar nefnt hana
„Stjörnuna í vestri“. Fegurð sinni og
glæsileika hélt hún alveg fram í and-
látið. Amma var öðrum kostum
gædd þótt hún hefði ýmsa bresti
eins og allir menn. Hún var ótrúlega
sterk og stóð af sér öll boðaföll en
það þakkaði hún skaparanum. Aldr-
ei lagðist amma til hvílu án þess að
þakka guði fyrir góða heilsu og biðja
fyrir ástvinum.
Amma var fjölskyldurækin og
hafði yndi af því að bjóða til veislu. Á
því sviði var hún stórkostlegur lista-
maður og afskaplega skipulögð. Við
matseldina var ekkert til sparað og
maturinn slíkur að fremstu kokkar
Frakklands hefðu orðið forviða af
undrun ef þeir hefðu setið veisluna.
Að kvöldi hvers dags gerði amma
lista yfir verkefni næsta dags. Þann-
ig varð morgundagurinn spennandi
og hafði tilgang. Í bakaríinu voru
iðjusemi, stundvísi og heiðarleiki
höfð í hávegum. Það að móðir okkar
ólst upp í „Bakaríinu“ hefur orðið
okkur systkinunum ómetanlegt
veganesti.
Í minningu ömmu, foreldra henn-
ar og allra sem störfuðu í Sveinsbak-
aríi forðum hefur verið gróðursettur
hlynur við Vesturgötuna: „Bakarís-
hlynurinn.“ Vonandi mun hann bera
gæfu til að dafna og lifa lengi og
bera merki þessa einstaka fólks.
Börn Steingerðar.
Í dag er amma Steina kvödd. Hún
var uppruni minn og hjartans kona.
Þó að ég klæddi mig öðruvísi en hún
vildi og fyndi til öryggis í ógreiddu
hári meðan hún óskaði að ég skipti
til hliðar og krullaði inn var ég svo
samofin henni að mér fannst ég geta
skriðið inn í rúsínuna á bakinu. Það
eru forréttindi að fá að finna til
slíkrar nándar og forréttindi að fá að
segja amma í þrjátíu og tvö ár, for-
réttindi að fá að hjúfra sig í bóli og
njóta klapps þó að á fullorðinsár sé
komið. Líkamlegri nánd er erfitt að
lýsa en þakklát er ég fyrir að hafa
upplifað að geta lagt hönd á ömmu
mína og finna umsvifalaust til jafn-
vægis.
Hún var að eigin sögn pjattrófa en
þegar á árin leið og líkamlegri
hreysti tók að hraka skildi ég
ástæðu og gildi þess að halda sér til
eins og hún gerði og það var alls
ekkert pjatt. Amma gekk í gegnum
ýmsar þrautir á lífsleiðinni en hún
bjó yfir ótrúlegum styrk og vissi að
til þess að geta haldið áfram varð
hún að sinna ákveðnum hlutum í fari
sínu og velútlítandi var hún betur
undir það búin. Hún vildi síður en
svo vera yfir aðra hafin, snobb var
henni fjarlægt en sannarlega var
hún falleg svo að unun var á að líta.
Hún var með móleit augu sem
skiptu litum og umhverfis steinana
var blár hringur. Á tíræðisaldri voru
fætur hennar sigglausir og mjúkir,
hún var með slétta útitekna húð,
snjóhvítt hár og yfir henni var alltaf
reisn.
Hún bjó yfir hugarró og nýtti sér
hana á ögurstundum. Hálfkákinu
var ekki fyrir að fara þegar amma
átti í hlut. Það draup af henni við
matseld, hún bókstaflega varð deig-
ið sem hún hnoðaði og handtökin
voru verð eftirbreytni en einstök um
leið þannig að ógjörningur var að
hafa þau eftir. Aldrei fór hún eftir
uppskrift af neinum toga hvort sem
um var að ræða eldamennsku,
saumaskap eða aðrar gjörðir. Amma
var orginal og fór sínar eigin leiðir.
Þegar hún var í Miðbæjarskólan-
um fékk hún vottorð í sögu og landa-
fræði fyrir að eiga erfitt með að
muna ártöl og skautaði í staðinn með
stæl út á Reykjavíkurtjörn, hún
klifraði upp á mastur í Vatnsenda
sem ung stúlka, fór ein kvenna á
skak með Oddfellowmönnum, hún
saumaði og hannaði föt fyrir sig og
samborgara sína, málaði listilega á
kerti, hélt dýrindis veislur og sendi
okkur síðan með afganginn til hinna
í blokkinni, hún gerði leikfimiæfing-
ar með kökukefli, söng með hárri
sópranrödd og grennti sig um
smjörlíkisstykki. Hún var stjórnsöm
og lét skoðanir sínar óspart í ljós,
stundum mér og öðrum til hrellingar
en alltaf var hægt að tala hana til og
traust var hún sem klettur. Hún átti
ríkulegan hóp systkina sem voru
einstaklega samheldin og bjuggu
hvert yfir sínum persónutöfrum.
Amma lifði langa ævi og var löngu
búin að velja sér kistuklæðin. Þegar
hægðist á umsvifum hennar sótti
hún í brunn minninganna. Hún var
þar ekki í neinu grufli heldur leið
fram og til baka um tímann. Þegar
við tvennar systurnar, Steina mín og
ég og amma og Nanna hennar, sát-
um á Tjarnarbakkanum í sumar sem
leið leit amma yfir skólann sinn og
nágrenni og sagði: „Hugsa sér að
þetta hafi einu sinni verið svell.“
Hún amma verður mér ævarandi
uppspretta og hún er hjartans kon-
an mín.
Margrét H. Blöndal.
Amma langa kenndi mér að blikka
þegar ég var nokkurra mánaða og
mamma sagði mér að hún hefði
blikkað á dánarstundinni. Þegar ég
var fimm til sjö ára fór ég oft upp í
fang til ömmu löngu og saman horfð-
um við á Leiðarljós. Ég var heppinn
að eiga tvær ömmur á sama tíma á
sama stað á Vesturgötu 50a. Amma
langa var alltaf mjög góð við mig og
hún var mjög gjafmild. Hún var líf-
leg og fiktaði í hárinu á mér jafnvel
þegar hún var fárveik. Í síðasta
skipti þegar ég hitti hana fiktaði hún
enn í hárinu á mér en það var gott
því þá hélt ég að það væri allt í lagi
með hana. Svo dó hún stuttu síðar.
Mér þótti mjög vænt um hana og
sakna hennar sárt.
Sölvi Magnússon.
Elsku langamma. Ég átti alltaf
góðar minningar um þig og þær lifa.
Þegar þú varst dáin, horfði ég upp til
himna og sá þar ský og þar sast þú.
Ég fæ tár í augun þegar ég hugsa
um þig en það eru líka gleðitár.
Stundum fer ég líka að hlæja. Það
var svo margt sem við gerðum sam-
an sem var skemmtilegt.
Ég kveð þig, elsku amma mín.
Vertu ánægð og líði þér vel. Ég
elska þig. Megi guð geyma þig.
Þín alnafna.
Steinunn Sveinsdóttir.
Steina föðursystir er látin rúm-
lega níræð að aldri. Það voru fimm
ár á milli pabba og Steinu en bæði
voru þau alin upp hjá móðursystur
sinni, Steinunni Sigurðardóttur, og
manni hennar Sveini Hjartarsyni í
Sveinsbakaríi, ásamt fleiri systkin-
um og systkinabörnum. Báðar syst-
ur ömmu Steinunnar, þær amma
Ingigerður og Kristjana, létust úr
spænsku veikinni árið 1918 frá
fjölda barna, en pabbi var þá tveggja
ára og Steina sjö ára.
Steina frænka var óvenju glæsi-
leg kona, gædd listrænum hæfileik-
um í ríkum mæli. Hún hafði aðlað-
andi framkomu og hlýtt viðmót, var
glettin, einlæg og skemmtileg. Það
var alla tíð einhver rómantískur
blær yfir Steinu og það var eftir
henni tekið hvar sem hún fór. Steina
var afar smekkleg, meðal annars á
allt sem snerti útlit, en að sama
skapi var hún viðkvæm fyrir smekk-
leysi. Hún var því óspör á að veita
sínum nánustu ráðgjöf á þessu sviði.
Hárið átti til dæmis ekki að hylja
ennið, sem að hennar áliti var mesta
prýði kvenna. Við munum eftir þess-
um yndislega hlýja lófa hennar
strjúka hárið frá enninu og rétta
okkur spennu eða hárlakk til að
halda því, umfram allt frá enninu.
Steina var afbragðs saumakona,
hannaði og saumaði glæsilegar flík-
ur á sína nánustu og aðra.
Pabbi og Steina, afkomendur
þeirra og makar voru alla tíð í nánu
sambandi enda bjuggum við í gagn-
stæðum húsum á Vesturgötunni.
Dætur Steinu, þær Steingerður,
Magnþóra og Sveindís, voru því
hvorttveggja í senn vinkonur okkar
og uppeldissystur. Steina frænka lét
sér annt um hag okkar systranna og
ekki stóð á hrósi og góðum hug í
okkar garð þegar við hittumst. Síð-
ustu árin bjuggu þær mamma og
Steina í sama húsi á Vesturgötu 50a
og dekruðu hvor við aðra. Sá hlý-
hugur og umhyggjusemi, sem
Steina sýndi mömmu alla tíð, var
okkur systrunum ómetanlegur.
Við minnumst Steinu frænku með
mikilli hlýju, væntumþykju og virð-
ingu.
Anna Þóra og Ágústa.
Á kveðjustund við andlát Steinu
vakna margar góðar minningar um
áratuga vináttu við hana og fjöl-
skyldu hennar. Okkar kynni hófust
þegar ég var barn að aldri í Vest-
urbænum og tengdist dóttur henn-
ar, Steingerði, sem hefur alla tíð
verið ein af mínum bestu vinkonum
og hið sama er að segja um systur
hennar, Möggu Gúllu og Svenný.
Meðal bestu minninga frá æsku-
dögum var sumardvöl í átta sumur í
sumarbústað fjölskyldu hennar við
Sogið. Og hún reyndist mér vel þeg-
ar erfiðleikar steðjuðu að hjá mér og
minni fjölskyldu.
Steina var glæsileg kona sem
vakti athygli fyrir myndarskap og
umhyggju, en maður hennar Þórir
var ekki síður hinn góði og hlýi mað-
ur og fjölskyldan var samhent.
Steina mátti þola þung áföll þegar
Þórir og Magga Gúlla létust á sama
árinu og hið sama er að segja um
veikindi Steingerðar. En hún stóð
sig sem hetja í þessum erfiðleikum.
Það er því margt að þakka Steinu
sem lifði mjög langa ævi og lét
margt gott af sér leiða og reyndist
góð fyrirmynd fyrir hina yngri sem
treystu á góða leiðsögn á lífsins vegi.
Ég votta dætrum Steinu og
Nönnu systur hennar sem og öðrum
ástvinum hennar mína dýpstu hlut-
tekningu við andlát hennar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guðný.
STEINUNN
SVEINSDÓTTIR
Þökkum straumandi hlýju innanlands og utan
að vegna andláts og útfarar eiginmanns og
vinar,
SIGURLINNA SIGURLINNASONAR.
Sérstakar þakkir til almennrar skurðdeildar
13G á Landspítala.
Ingibjörg Einarsdóttir,
Sigurlinni Sigurlinnason, Jóhanna Kondrup,
Þórhildur Ólafs, Gunnþór Ingason,
Finnur Þ. Gunnþórsson,
Þórður Þ. Gunnþórsson,
Bergur Þ. Gunnþórsson
og aðrir vandamenn.