Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 49 ✝ Unnur Ágústs-dóttir fæddist á Ánastöðum á Vatns- nesi 18. maí 1920. Hún lést á Hvamms- tanga 5. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ágúst Jakobsson bóndi frá Þverá í Vesturhópi, f. 10.6. 1895, d. 30.11. 1984, og Helga Jónsdóttir frá Ánastöðum, f. 7.9 1895, d. 23.9 1973. Systkini Unn- ar eru: Jakob, f. 6.8. 1921, d. 29.9. 1994; Ósk, f. 20.2. 1923; Jón, f. 28.7. 1924; Þóra, f. 14.10. 1927; Alma, f. 24.8. 1929; Sigurbjörg f. 10.6. 1931, d.12.2. 1999; Jóhanna, f. 18.3. 1934, og Anna, f. 3.6. 1936. Árið 1947 giftist Unnur Sig- urði Gestssyni bónda í Mörk, f. 17.2. 1918. Börn þeirra eru: 1) Helga, f. 1944, d. 1990, maki Sævar Snorrason, f. 1943, börn þeirra: a) Þórunn, maki Gylfi Rúnarsson, börn þeirra: Helga og Sandri. b) Anna Kristín, maki Sigurberg Hauksson, börn: Sæv- ar Karl, Erla, Aron Ingi og Unnar Már. c) Snorri, maki: Anna Björk Magn- úsdóttir, synir: Sævar, Jón Helgi og Einar Snorri. d) Sigrún, maki: Hrafn Grétarsson, börn: Elvar, Helga og Friðbjörn. 2) Jón, f. 1947, maki Laufey Jónsdóttir, f. 1944, börn: Sóley, maki Þorsteinn Ólafsson, börn: Hrafnhildur, Bryn- dís, Elvar og Andri, og; Unnur Sigrún, maki Souni Abdillatif. 3) Magnhildur f. 1950, maki: Níels Hafstein, f. 1947, sonur þeirra Haraldur. 4) Ágúst, f. 1954, maki Þuríður Þorleifsdóttir, f. 1957, synir þeirra: a) Sigurður Þór, maki Elísabet Albertsdótt- ir, dóttir hennar: Viktoría. b) Arnar Páll, maki Olga Dmit- rieva, börn: Tómas Arnar og Alexandra Olga. Útför Unnar verður gerð frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur systkinin langar að minn- ast ömmu okkar í nokkrum orðum, hennar er átti stóran þátt í uppeldi okkar. Hjá Unni ömmu dvöldum við ríflega hvert sumar fram á unglings- ár og er margs að minnast frá þeim tíma. Alltaf var gott að koma til hennar og allir velkomnir. Á hverju vori biðum við spennt eftir að kom- ast í Mörkina og enn á fullorðins- árum er Mörkin okkar helsti griða- staður, þar leið okkur vel og alltaf átti amma falleg orð fyrir okkur. Amma var ein af þessum konum sem allt lék í höndunum á, hún eld- aði, bakaði og að ógleymdum öllum jólfötunum sem hún saumaði á okkur systkinin. Það var tekið vel á móti öllum hvort sem um var að ræða far- andsala, börn eða mikilmenni, allt blómstraði hjá henni, mennirnir, dýrin og gróðurinn. Unnur amma gat komið lífi í hvað sem var og öllum leið vel í kringum hana. Amma var gestrisin með eindæmum en hafði ei- lífar áhyggjur af að ekki væri nægur matur á borðum. Hvenær dagsins sem við komum beið alltaf krásum hlaðið borð og uppbúin rúm. Á morgnana átti hún svo til að færa fólki morgunmat í rúmið. Ekki síst lærðum við hjá ömmu að allir menn eru jafnir og umburðarlyndi gagn- vart fjölbreytileika mannlífsins, að vera heiðarlegur í samskiptum sín- um við aðra. Aldrei heyrðum við ömmu hallmæla öðru fólki, hún kom frekar auga á kosti fólks en galla þess. Hún rak stórt heimili en hafði þó ávallt tíma til að sinna þörfum barnanna, á hverju kvöldi fór hún með bænirnar með okkur. Amma var bóngóð og ávallt tilbúin að aðstoða ef þess var þörf. Hún var glettin og tók prakkarastrikum okkar systkina með jafnaðargeði, enda var hún ekki búin að gleyma sínum eigin prakk- arastrikum. Þegar amma og syst- urnar komu saman var jafnan líf og fjör og flugu þar á milli vísur og grín, þær gátu gert grín að sjálfum sér og sáu skoplegu hliðarnar á málunum. Hún var heimakær og undi sér hvergi jafnvel og í kartöflugarðinum eða að tína fjallagrös. Amma hafði mikla trú á auðlindum náttúrunnar og á mátt íslenskra jurta til lækn- inga. Að lokum látum við fylgja með ljóð sem minnir okkur á þá lífssýn sem hún reyndi að miðla okkur barna- börnunum. Æviskeið mitt, ungi vinur, ætla má að styttist senn, harla fátt af fornum dómum fullu gildi heldur enn. Endurmeti sínar sakir sá er dæmir aðra menn Gleðstu yfir góðum degi, gleymdu því sem miður fer. Sýndu þrek og þolinmæði þegar nokkuð út af ber. Hafi slys að höndum borið hefði getað farið ver. Aldrei skaltu að leiðum lesti leita í fari annars manns, aðeins grafa ennþá dýpra eftir bestu kostum hans. Geymdu ekki gjafir þínar góðum vini – í dánarkrans. (Heiðrekur Guðm.) Elsku afi, missir okkar allra er mikill en þinn þó mestur. Við send- um þér okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þórunn, Anna Kristín, Snorri og Sigrún (Didda). Núna er amma farin, hún er kom- in til annars heims og gætir okkar þangað til við verðum saman á ný. Þegar ég var lítil ólst ég upp með annan fótinn í Mörkinni, en Mörkin var húsið þeirra ömmu og afa. Það var svo ósköp stutt að trítla á milli með Týru sína við hlið og tína blóm á leiðinni til að færa ömmu. En uppá- haldið okkar Týru var að koma við eftir góðan leik og fá okkur heitt kakó og brauð með osti, Týra fékk hafrakex með smjöri, því amma skildi aldrei dýrin út undan, sérstak- lega hafði hrafninn það alltaf gott á veturna. Mörkin var einhvern veginn mið- depillinn hjá okkur krökkunum, allt- af enduðum við í hlýju húsinu umvaf- in ástúð og kærleik eftir langan erfiðan dag í leik og starfi. Amma var einstaklega þolinmóð, því oft gátu uppátækin verið ansi strembin. Á sumrin var yndislegt að fara með ömmu niður í fjöru, tína kræk- linga og skeljar, svo komum við heim og amma sauð sér sjávardýrin, en henni tókst nú samt ekki að fá mig til að smakka á þeim. Síðan var brugg- að te úr blóðbergi, tíndar gorkúlur og skellt sér upp í garð og nælt í ný- sprottnar gulrætur. Amma var ein- stakur náttúruunnandi, hún átti einn þann fegursta blómagarð sem ég hef augum litið. Á vorin fórum við nöfn- urnar saman í æðarvarpið með pott- lok á höfðinu til varnar kríunum og tíndum dún, oftar en ekki kom það fyrir að það var tekinn ungi með heim sem var kannski móðurlaus á vappi, aleinn og yfirgefinn. Á sumrin þegar heyannir voru fórum við oft út á tún saman, berfættar, því amma sagði að það alheilbrigðasta væri að raka hey þannig. Um jólin 9́2 fékk ég skíði í jólagjöf, amma var nú ekki lengi að kippa gömlu skíðunum sín- um fram og renna sér mér við hlið, svo var farið inn, lagað kakó og amma prjónaði sokka og vettlinga á engri stund, því heldur kalt fannst henni úti. Ég get talið upp endalaust minningar um þig, elsku amma, en ég ætla að stoppa hér. Með söknuð í hjarta kveð ég þig í hinsta sinn. Þín Unnur. Elsku langamma. Það er ekki hægt að trúa því að þú sért farin. Okkur finnst vera nokkrir dagar síð- an þú sagðir okkur sögur og gafst okkur nammi. Þú varst alltaf hraust og kát og góð við allt og alla. Nú ertu komin til betri heima eftir löng veik- indi og langa baráttu. Við þökkum þér fyrir allan tímann sem þú leyfðir okkur að vera með þér. Við vitum að þér líður vel núna. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku langamma, þú munt ávallt lifa í huga okkar og hjarta. Kveðja. Hrafnhildur, Bryndís, Elvar og Andri. Elsku Unna, ég kveð þig nú með söknuði og þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa kynnst þér og þínum kostum. Oft hef ég hugsað til þinna lífsgilda og reynt að læra af þeim. Þú varst alltaf hlédræg og lítillát en um leið stórhuga og órög að takast á við verkefnin, hörkudugleg, ósérhlífin og kvartaðir aldrei. Gekkst í öll verk af miklum krafti og afkastaðir svo miklu eins og heimili þitt bar vott um, garðurinn og æðarvarpið sem var þitt líf og yndi. En í lokin varst þú orðin þreytt og tilbúin að kveðja. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp var þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Hvíl þú í friði, elskulega Unna mín. Blessuð sé minning þín. Sóley og Þorsteinn. Eftir því sem æviárum okkar fjölgar gerist það æ oftar að vinir og samferðafólk kveðja og leggja í hinstu för. Komið er að kveðjustund húsfreyjunnar í Mörk, Unnar Ágústsdóttur. Hún var elst í stórum systkinahópi, barna Helgu Jónsdótt- ur og Ágústs Jakobssonar, sem bjuggu fyrst í Ánastaðaseli en síðar í Gröf. Næstur henni að aldri var Jak- ob, einstakur dugnaðarpiltur. Þau munu ekki hafa verið há í loftinu þegar þau voru farin að létta undir við heimilisstörfin. Alls urðu syst- urnar sjö og bræðurnir tveir. Öll eru systkinin vel gerð og dugnaðarfólk. Unnur er sú þriðja af systkinunum sem hverfur af þessari jarðvist, hin eru Jakob og Sigurbjörg, sem bæði eru látin fyrir nokkrum árum. Unn- ur var snemma myndarleg við saumaskap og saumaði á systur sín- ar. Allt var það fallega af hendi leyst. Það var jafnan gestkvæmt í Gröf, oft glatt á hjalla og mikið fjör. Ekki síst ef móðirin Helga tók þátt í gleð- skapnum. Þá var jafnvel dansað, stundum við munnhörpuleik eða bara spilað á hárgreiðu. Ungur mað- ur, Sigurður Gestsson, flutti í ná- grennið. Þau Unnur gengu í hjóna- band og keyptu Mörk, lítið býli í nágrenni Hvammstanga. Smátt og smátt eignuðust þau meira land, bjuggu þar um sig og byggðu mynd- arlega. Þau eignuðust þrjú börn. Áð- ur hafði Unnur eignast dótturina Helgu, en hún lést í hörmulegu bíl- slysi. Auk þess að vera myndarleg húsmóðir hafði Unnur mikla ánægju af allri matjurta- og blómarækt. Lík- legt er að bestu stundir hennar hafi verið þegar hún var að hlúa að fal- legum gróðri. Eitt vorið gerðist æv- intýri í Mörk. Nokkrar æðarkollur settust að í landinu þeirra og fjölgaði þeim ár frá ári. Unnur hafði mikið yndi af því að fylgjast með þessum fuglabúskap og hlúði að honum eftir bestu getu. Allt vakti þetta gleði. Hún var heimakær og tóku þau hjón á móti gestum af mikilli rausn og al- úð. Eftir að við fluttum til Reykja- víkur, en fórum norður á sumrin, var það alltaf fastur punktur í ferðinni að koma að Mörk. Það er margs að minnast frá þessum heimsóknum. Við þökkum henni vinsemd, hlýju og góðvild. Biðjum henni blessunar og fararheilla til nýrra heimkynna. Sig- urði, eiginmanni hennar, börnum þeirra og aðstandendum öllum, sendum við samúðarkveðjur. Halldóra og Ólafur frá Ánastöðum. Sú sem lifir af haustið deyr inn í veturinn og vaknar á ný annars stað- ar, með sjávarnið í eyrum, við angan blóma og þýðan vorklið, fuglasöng, hún vaknar hjá guði andvara og sælu, guði tærleika, kyrrðar og helgi; hún fær hlutdeild í himninum. Þannig er viðbragð fólks við dán- arfregn konunnar ljúfu sem dreifði gliti í slóð sína, ræktaði arfleifð, frændgarð og kunningsskap, örvaði fólk til dáða, gladdi það og veitti því af rausn. Hún hlúði að gróðri og uppskar ríkulega, tók ókunnugum eins og fjarlægum vinum, gaf börnum og unglingum tækifæri til að láta ljós sitt skína, því að hún trúði á sakleysi, fyrstu kynni, fyrstu spor, vandað uppeldi og fagurfræði vinnunnar, þroska hugans og framhaldslíf vit- undarinnar. Hún skildi fólk, drauma þess og þrár, löngun til að afreka eitthvað sérstakt og fagurt til þess að gefa heiminum. Laun hennar voru kjarni gjafmildinnar, brosið, persónuleiki hennar var sú skuggsjá sem speglaði blik kærleikans – og í henni skín hún ógleymanleg skír mynd. Arfleifð hennar er blíða, umhyggja, ástúð, sannleikur og hjartans einlægni, þar sem sérhver athöfn er reist af djúp- um skilningi, mannúð og samkennd, lýst af hugrekki göfugrar sálar í ljósaskiptum baráttu sinnar á þeirri hvössu egg sem aðskilur líf og dauða. Hvíli hún í fögnuði og njóti ham- ingju í friðarfaðmi þeirra sem á und- an eru farnir og í minningu þeirra sem lifa og fæðast. Níels Hafstein. UNNUR ÁGÚSTSDÓTTIR ✝ Halldóra Sigfús-dóttir fæddist á Krosshóli í Skíðadal 23. júlí 1908. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akur- eyri laugardaginn 30. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigfús Sigfússon, bóndi á Steinsstöðum í Öxnadal, f. 18. sept- ember 1879 á Krosshóli, d. 27. desember 1942 á Steinsstöðum, og kona hans Soffía Guðrún Þórðar- dóttir, húsmóðir, f. 1. október 1875 á Hnjúki í Skíðadal, d. 2. desember 1974 á Akureyri. Systur Halldóru voru þrjár: ) Helga, f. 12. febrúar 1902, d. 2. ágúst 1979, húsmóðir á Akureyri. Eiginmaður hennar var Oddur Jónsson skósmiður. 2) Ingi- björg, f. 23. júní 1905, d. 9. nóv. 1988, klæðskeri á Akureyri. Hún var ógift. 3) Lára, f. 23. júní 1910, húsmóðir á Akureyri. Eiginmaður hennar var Konráð Sigurbjörn Kristjánsson járnsmiður og versl- unarmaður. Halldóra átti einn bróður samfeðra, Sigfús, f. 30. júní 1939, vélamaður hjá Akureyrarbæ. Móðir hans var Svanhvít Jónsdótt- ir. Eiginkona hans er Erla Gunn- laugsdóttir. Halldóra giftist 25. apríl 1929 Bjarna Kristjánssyni vörubílstjóra á Akureyri, síðar vaktmaður í Reykjavík, f. 19. desember 1901 á Holtsmúla í Staðarhr.í Skag., d. 31. ágúst 1969. Foreldrar hans voru Kristján Daníel Bjarnason, bóndi síðast á Lækjar- bakka í Eyjafirði, f. 2. mars 1877 á Miðlandi í Öxnadal, d. 21. okt 1949, og kona hans Guðrún Stefanía Jóns- dóttir, f. 24. des 1870 á Þríhyrningi í Hörgár- dal, d. 3. sept 1945. Börn Halldóru og Bjarna eru fjögur: a) Ingibjörg húsmóðir í Reykjavík, f. 5. maí 1930. Eiginmaður hennar er Jens Sumarliðason kenn- ari og eignuðust þau fjögur börn, Bjarna, f. 1950, Arnar, f. 1955, Sól- veigu, f. 1958, og Sigrúnu, f. 1965. b) Soffía Guðrún, húsmóðir á Ak- ureyri, f. 7. sept. 1934, d. 6. júlí 2002. Hún var gift Jakobi R. Bjarnasyni múrara, en þau skildu. Börn þeirra eru tvö, Halldóra, f. 1960, og Bjarni, f. 1963. Fyrir átti hún Gunnar Bergsveinsson, f. 1954. c) Dýrleif, píanókennari á Akur- eyri, f. 23. mars 1943. Eiginmaður hennar er Örn Ingi Gíslason mynd- listarmaður. Þau eiga eina dóttur, Halldóru, f. 1967. Fyrir átti hún Þórarin Stefánsson, f. 1964. d) Bjarni Rúnar tónmeistari í Reykja- vík, f. 1. apríl 1952. Kona hans er Margrét Þormar arkitekt. Dætur þeirra eru tvær, Dýrleif, f. 1977, og Arnheiður, f. 1979. Útför Halldóru fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma mín, nú ertu horfin frá mér. Það er ótrúlegt að þó að þú hafir náð 94 ára aldri hafði ég alltaf þá til- finningu að þú myndir aldrei fara frá mér, að ávallt þegar ég kæmi heim utan úr löndum myndi ég mæta brosi þínu og taka utan um hlýjar og mjúkar hendur þínar. Nú, þegar ég kveð þig, er stundin sár, ég hef alltaf leitað til þín allt frá barnæsku. Þú hjálpaðir mér að ná leikni við lest- urinn með bókum Stefáns Jónsson- ar, þú komst og hlustaðir á mig spila á fiðluna á laugardagstónleikunum (ég man meira að segja hvar þú sast!). Þegar við fluttum upp í Klettagerði komstu oft í heimsókn og þá beið ég eftir þér með eftir- væntingu uppi á klöppum til að hlaupa á móti þér og fylgja þér upp þröngan stíginn. Enn minnist ég líka allra laugardaganna sem við mamma komum til þín og fengum heitar pönnukökur beint af pönnunni, stökkar og mjúkar í senn. Enginn hefur gert þær betri! Þegar við fór- um í ferðalag, og þá sérstaklega á leiðinni til Reykjavíkur, lékum við okkur að því að segja nöfnin á öllum stöðunum sem við fórum framhjá, ekkert fór framhjá okkur: árnar, fjöllin, dalirnir, hraunið, bóndabæir, kirkjustaðir og önnur kennileiti. Sem fullorðin manneskja reyni ég nú að rifja þessa staði upp, en það er ekki það sama. Elsku amma mín, þú ert ennþá hluti af lífi mínu, ég tala til þín í gegnum börnin mín, Halldór og Sól- veigu, sem hafa erft frá þér lífsgleð- ina og vellíðanina að vera í úti nátt- úrunni. Ég segi þeim líka sögur af þér eins og þegar þú varst uppi á heiðunum að smala fénu fyrir föður þinn og þokan skall á. En þó að þú hafir hræðst myndirnar í þokunni fannstu að þú varðst að gera það sem þú varst beðin um. Það tekur mig sárt að vera ekki hjá þér í dag en þótt fjarlægðin skilji okkur að þá liggur hugur minn beint til þín. Ég veit að það fyrsta sem ég mun gera þegar ég kem aftur heim er að faðma þig þar sem þú liggur við hlið afa. Amma mín, ég mun ávallt geyma minningu þína í hjarta mínu. Hvíl þú í friði. Þín Halldóra. HALLDÓRA SIGFÚSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.