Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 54

Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 54
MINNINGAR 54 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Símon, þú komst til dyranna eins og þú varst klæddur, sagðir þína meiningu, sást skondnu hlið- arnar á hlutunum, háðir harða baráttu við örlögin, hafðir oft betur en mótlætið var stundum of erfitt. Þegar ég og Hlynur kynntumst þér, bauðst þú okkur velkomin inn í þitt líf. Hlynur fangaði hjarta þitt, þið náðuð vel saman, afi og afastrákur, oft var erfitt að sjá aldursmun á ykkur þegar þið sátuð og lékuð ykkur eða horfðuð á Formúluna. Þú hafðir gaman af prakkara- strikunum hans, sérstaklega af því þegar hann var að reyna að fljúga eins og Harry Potter, ég var nú ekkert sérstaklega hrifin, hann eyðilagði hjólið sitt við aðfarirnar. Ég á eftir að sakna þess að hitta þig ekki, sjá ekki þetta sérstaka blik í augunum þínum, strákslegt brosið, heyra ekki röddina þína, skemmtilegu sögurnar þínar og brandarana. Kæri vinur, far þú í friði. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Fjölskyldu þinni og ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ragnheiður Eggertsdóttir (Radda). Elsku afi Símon, manstu þegar ég kom í heimsókn til þín í litla, sæta húsið á Eyrarbakka, ég var tveggja ára, þú dróst fram kassa, fullan af allskonar dóti, bílum og kubbum og ýmsu öðru sem gladdi lítinn afastrák. Oft settist þú á gólfið hjá mér og við lékum okkur lengi saman. Einu sinni var ég hjá þér og Andra Degi í heimsókn og þú byrjaðir að kalla mig „pappa- kassa“og ég kallaði þig „hrossa- kjöt“, þetta skildi enginn nema við, þú og ég, afi. Takk fyrir allt, afi minn, vonandi líður þér vel hjá Guði, hann er góð- ur, ég veit það, því að um jólin í fyrra gaf pabbi mér snjósleða og kuldagalla, en það var enginn snjór, svo að ég bað Guð um snjó- komu. Morguninn eftir vaknaði ég og leit út um gluggann og sá að það hafði snjóað, ég veit að Guð hlustar. Þinn afastrákur, Hlynur Snær Ásgeirsson. Minn hinsta draum veit enginn, sem ekki sér auglit þitt í fegurð líðandi stundar á kyrrlátum morgni, er lýkur upp ljósri brá í litrófi geislans, vekjandi allt, sem blundar, þá finn ég minn guð, þá fagnar mitt hjarta í þér, SÍMON ÁSGEIR GRÉTARSSON ✝ Símon ÁsgeirGrétarsson fæddist á Selfossi 15. janúar 1950. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 1. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfoss- kirkju 10. desember. ó fagra sól, þú drottning himinborna. Og þegar að síðustu hnígur mín hinsta stund, mun hjartað kalla á ilm slíkra sólskinsmorgna. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Í dag kveðjum við ástkæran frænda okk- ar, Símon Ásgeir Grétarsson. Það er erfitt að hugsa til þess að njóta ekki nærveru hans framar. Einstak- lega líflegar minning- ar um Símon kalla fram söknuð sem við þurfum nú að takast á við. Það eru minningarnar sem hjálpa okkur þegar tárin bresta fram. Símon hafði einstakan húmor. Það var á við óteljandi hlátursnámskeið að hitta Símon á góðum degi og heyra hann segja brandara eða sniðuga sögu. Hann naut þess fram í fingurgóma að segja frá, svo mikið að hann gat varla lokið við brandarann vegna eigin hláturs og kátínu. Það var ekki hægt annað en að hrífast með og hlæja sig máttlausan, ekki það að nokkuð hafi verið varið í brand- arann, það þurfti bara Símon til að segja hann. Þegar við hittumst fjölskyldan þá nauðuðum við í hon- um um að segja okkur brandara, einhvern sem við höfðum heyrt áð- ur, brandarann um hundinn, eða konuna í pilsinu í kirkjunni og allt- af hló Símon jafn mikið að brand- aranum loknum. Hlátur hans á eft- ir að hljóma áfram innra með okkur, svo smitandi og uppfullur af lífsgleði sem erfitt var að standast. Símon fylgdist alltaf mjög vel með því sem við systkinabörn hans vorum að gera og spurði okkur óspart út úr. Spurningar hans voru alltaf blandnar kímni og tvíræðni. Það var honum mesta skemmtun að stríða okkur sem mest hann mátti en auðvitað alltaf í góðu og með sinni hlýju. Þessi stríðni byrj- aði snemma og frá því við vorum börn spurði hann okkur alltaf sömu spurningarinnar þegar við hittum hann. Hann spurði ósjald- an: „Gugga, hvernig var pabbi þinn þegar hann kom heim með spýt- una?“ Svarið: „brindfullur“ var al- veg í anda Símonar, svo hló hann af öllum krafti, alveg eins og hann væri að heyra svarið í fyrsta skipti! Mest þótti honum gaman ef hann gat spurt okkur út úr ástamál- unum eða eins og hann orðaði það: „Elfa, er einhver „hittingur“ núna?“ Þá var mest gaman að vera ekkert að fela fyrir honum, opna frekar fyrir meiri stríðni og inni- legan hlátur. Mikið naut hann sín að spyrja okkur spjörunum úr um atburði kvölds og nætur um versl- unarmannahelgarnar í Vaðnesinu. Þá greip hann setningar á lofti og rifjaði þær reglulega upp alla helgina og langt fram eftir hausti. Allar þessar minningar og marg- ar margar fleiri munu lifa með okkur áfram í fullvissu þess að Símon er kominn á fagran og betri stað sem er sólríkur og fagur eins og ljóðið hér að ofan vitnar um. Hér eftir gefst englum himins lítill tími til að gráta þegar Símon byrj- ar að skella upp úr, seinna hlæjum við öll saman aftur. Góður Guð styrki ykkur og fjöl- skyldur ykkar, elsku frændur, Grétar, Ásgeir og Andri Dagur. Guðbjörg og Elfa Arnardætur. Fallinn er frá frændi minn og vinur Símon Grétarsson. Með fá- einum fátæklegum orðum langar mig að minnast frænda, en þó orð- in séu fátækleg þá er minningin stór. Þegar ég lít um öxl og minn- ist þeirra samverustunda sem ég átti með Símoni þá kemur mér ávallt hlátur í hug, Símon var að eðlisfari svo innilega hláturmildur og fátt fannst honum skemmtilegra en að segja brandara og gaman- sögur. Hann hafði þann einkenni- lega eiginleika að endurtaka loka- línu brandarans og hlæja síðan aftur og enn meira í seinna skiptið og oftar ef svo bar undir og alltaf gat hann hlegið jafn dátt og þreyttist seint á að skemmta sam- ferðamönnum sínum með sögum, krydduðum af leiftrandi frásagn- argleði og beinskeyttum húmor. En þó svo að hláturinn hafi verið aðalsmerki frænda þá var líf hans ekki alltaf dans á rósum. Símon háði mikla og langa baráttum við Bakkus og var sú barátta oft á tíð- um æði hörð og ströng. Hann átti sínar góðu stundir en á seinni ár- um voru vondu stundirnar farnar að vera fleiri og þá varð hláturinn stundum að gráti. Hann Símon frændi minn var bæði fallegur maður og góður, hann gerði sitt besta til að láta öll- um líða vel og ég veit í hjarta mínu að hann vildi gera mörgum betur heldur en hann gerði, en veikindi hans öftruðu honum frá því að koma því í verk. Við frændurnir töluðum oft saman um hinar og þessar hliðar mannlífsins og þá kom mjög glögglega í ljós að Sím- on átti sínar væntingar til lífsins, hann átti sér drauma, sem kannski ekki voru stórir, en þeir voru ein- faldir og einlægir. Hann þráði frið og sátt. Það var að kveldi 1. des. sem hjartað sló sinn síðasta takt, og kannski þá fékk hann friðinn sem hann hafði svo lengi sóst eftir. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Ég kveð þig, frændi, með sökn- uði, Guð veri með þér. Sigurður Fannar Guðmundsson. Það helltist yfir mig vanmátt- artilfinning er ég frétti að Símon frændi væri dáinn. Við vorum sama marki brenndir, haldnir ólæknandi sjúkdómi, lævísum og óútreiknanlegum. Alltaf tók hann hátíðlega á móti mér, með sterkri rödd: Sæll, frændi. Ég kynntist honum eig- inlega ekki að ráði fyrr en 1994, þar sem við sátum og funduðum um sjúkdóm okkar. Þvílíkur kar- akter með hjartahlýju og bros sem hertók andlitið, svo ekki sé minnst á smitandi hláturinn. Það var hægt að sitja með honum tímum saman og hann sá um skemmtiatriðin, en svo var gírað niður og hann talaði út um sín innstu mál. Frændi var stoltur faðir, talaði mikið um börn- in sín og hve vænt sér þætti um þau. Og fjölskyldunni hrósaði hann oft fyrir að hafa staðið við bakið á sér í baráttunni við Bakkus, bar- áttunni sem nú er lokið.Þó harmur minn sé mikill þá eru fleiri sem standa honum nær og votta ég þeim samúð mína alla. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli.“ (Æðruleysisbænin) Vertu sæll, frændi. Birgir Örn Arnarson. Of snemma og of snöggt kvaddi vinur minn, Símon Grétarsson, þennan lífsvettvang. Eftir stöndum við samferðamenn hans og drúpum höfði, einungis hugsýn minning- anna er haldreipið á þessum döpru desemberdögum. Einkum á þrennum vettvangi áttum við Símon samleið. Eins og títt er um unglinga sem alast upp í ekki allt of fjölmennu þorpi eins og Selfoss var á uppvaxtarárum okkar þá myndast náin tengsl á milli ein- staklinga á svipuðu reki og með svipuð áhugamál. Í okkar hópi geislaði Símon af gjörvileik, honum lék allt í hendi og hann var sann- arlega vinsæll í félagahópi. Þegar unglingsárunum sleppti vorum við saman til sjós og rerum frá Þorlákshöfn. Hér reyndi e.t.v. fyrst á manndóm Símonar, hversu hann var fylginn sér og ósérhlífinn og lét hvergi sinn hlut eftir liggja. Hann skynjaði vel að óvíða skiptir liðsheildin meira máli. Loks lágu leiðir okkar saman í hestamennskunni hér á Selfossi. Kannski kynntist ég honum best á þeim vettvangi. Þar kom hugarþel hans og næmi vissulega vel í ljós. Símon var þá orðinn þroskaður maður, hertur í hörðum skóla lífs- ins þar sem hann oft hafði þurft að takast á við andstreymi og sigrast á því á aðdáunarverðan hátt. Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað sem var, yfir hið liðna bregður blæ, blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg, svipþyrping, sækir þing, í sinnis hljóðri borg. (Grímur Thomsen.) Ég sendi sambýliskonu, sonum og fjölskyldum þeirra, foreldrum, systkinum, hugheilar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Sím- onar Grétarssonar. Hilmar Þór Pálsson. Góður drengur er genginn. Símon Grétarsson var afburða- maður að upplagi, bráðgreindur og svo skemmtilegur var hann að fáir voru honum jafnir. Hann hafði mikla og fjölþætta hæfileika, meiri og fleiri en flestum eru gefnir. En hann var brothættur og þrátt fyrir góðar guðs gjafir var lífið honum mótdrægara en öll efni þó stóðu til að manni fannst. Ég vildi óska að hann hefði haft meiri meðbyr í líf- inu og náð tökum á að lifa því í jafnvægi og hamingju. Við kynntumst einhvern tímann upp úr miðri síðustu öld og þótt við hefðum ekki daglegt samband síð- ustu árin þá var vináttan alltaf til staðar. Ég sakna vinar, sakna vin- gjarnlegs húmors manns sem ekki lagði illt til annars fólks – sakna góðs drengs. Blessuð veri minning Símonar Grétarssonar. Stefán Ásgrímsson. Sólin skín, það er vor í lofti. Lít- ill en ótrúlega kraftmikill strákur hjólar niður Gaulverjabæjarveg og fer hratt í átt að Glóru. Það er sveitin hans sem hann heimsækir nánast daglega á sumrin. Þegar hann kemur að afleggjaranum stekkur hann út í móa, sækir kýrn- ar og rekur þær heim að bæ og skipar síðan fólki að koma út að mjólka. Oft er enginn vaknaður nema Ingibjörg móðir mín, enda klukkan ekki orðin sjö. Hér hef ég dregið upp mynd úr bernsku minni en margar mínar bestu minningar eru tengdar þessum dreng, honum Símoni vini mínum. Við fæddumst í sama húsi, Sænska húsinu við Austurveg á Selfossi, árið 1950. Báðir vorum við hætt komnir við fæðingu og var bjargað með snarræði. Símon var að kafna úr slími í öndunarfærum og móðir mín, sem var viðstödd fæðinguna, saug upp úr honum svo hann náði andanum. Ég fæddist aftur á móti svarblár með nafla- strenginn þrívafinn um hálsinn. Það horfði því ekki björgulega fyr- ir okkur fyrstu andartökin hér í heimi. Þegar ég var eins árs flutti fjöl- skylda mín niður í Glóru og skömmu síðar hans fjölskylda upp á Akranes. Vinskapurinn rofnaði þó aldrei. Fólkið hans kom svo aft- ur á Selfoss ári síðar og dafnaði vinskapur okkar Símonar upp frá því. Eftir að hann fékk hjólið sitt sex eða sjö ára gamall héldu hon- um engin bönd og kom hann niður í Glóru þegar færi gafst í lengri eða styttri ferðir enda mikið nátt- úrubarn að eðlisfari. Á veturna var aftur á móti gott fyrir mig að eiga skjól hjá Guggu og Grétari eftir að skólagangan hófst. Nú þegar ég sit og rifja upp minningarnar átta ég mig betur á þessari einstöku vináttu milli okk- ar Símonar, við vorum nánast eins og bræður. Ég minnist þess ekki að komið hafi upp ósætti á milli okkar. Ógleymanlegt atvik varð þegar við vorum um átta ára aldur og vorum að ganga heim af engjunum. Það hafði rignt hressilega fyrr um daginn, mikið vatn og drulla sat í hjólförum á brautinni út á engjar en síðdegissólin hafði yljað örlítið leðjuna. Fáum við þá ekki þessa snilldarhugmynd og drífum okkur úr öllum fötunum, tökum síðan til- hlaup og látum okkur gossa á ber- an rassinn í hjólförin og rennum þannig langar leiðir í leðjunni svo gusurnar gengu í allar áttir. Hvílík skemmtun. Við höfum oft verið minntir á þetta því leikurinn end- aði ekki fyrr en Stína systir var send eftir okkur, helbláum af kulda og útötuðum, enda liðið nær kvöldi. Okkur var skellt ofan í bala á eld- húsgólfinu og hitaðir upp og hátt- aðir ofan í rúm. Hvorugum varð þó meint af volkinu. Annað atvik er mér ofarlega í minni því þá munaði litlu að illa færi. Við höfðum sagað litla búta af kústskafti og stungið hænsnafjöðr- um í annan enda bútsins en rákum nagla í hinn endann sem við brýnd- um á hverfisteini. Þetta notuðum við eins og pílur sem við skutum í mark. Í óvitaskap skaut ég einni pílunni út um fjósdyrnar og ætlaði að hæfa staur á hlaðinu. Á sama augnabliki þurfti Símon að hlaupa fyrir dyrnar og pílan hæfði hann, að því er mér sýndist, beint í gagn- augað. Við þetta rak piltur upp skaðræðisöskur og mamma kom í loftköstum út og sýndist það sama og mér, kippti pílunni úr sárinu, þaut með Símon í fanginu inn í bæ þar sem hún hélt köldum þvotta- poka við sárið og mátti ekki á milli sjá hvort hljóðaði hærra, hún af hræðslu en hann af sársauka. Ég stóð hjá í losti og lét fara lítið fyrir mér. Eftir dágóða stund áræddi mamma að taka pokann af sárinu og kom þá í ljós að pílan stóð ekki í gagnauganu heldur kinnbeininu svo þetta jafnaði sig fljótt, en Sím- on sagði: „Labbi við skulum brjóta allar pílurnar.“ Ég var honum hjartanlega sammála og verkið var unnið fljótt og vel. Eitt sinn um hábjargræðistím- ann veiktist Símon þegar hann var hjá okkur og fékk fjörutíu stiga hita. Solla frænka okkar, sem einn- ig var hjá okkur í sveit, var látin vera inni hjá Símoni. Hún þurfti einnig að hafa auga með gyltu sem komin var að goti. Símon tók ekki í mál að vera inni í bæ þegar svo spennandi atburður var í aðsigi. Hann fór hríðskjálfandi út í svína- stíu og sat þar á röri við vegginn vafinn í ullarteppi og í ullarsokkum og sagði: „Ég ætla sko ekki að missa af þessu.“ Þetta bætti nú ekki úr skák varðandi veikindin en daginn eftir fór að brá af pilti og bað hann þá um mat. Solla sat enn yfir honum og fann gallsúrt skyr sem hún mokaði í hann. Skömmu síðar kom pabbi heim og var með nýtt skyr sem mamma hrærði og hélt áfram að moka í hann. Henni var hætt að standa á sama því strákur bað stöðugt um meira og þegar loks var komið nóg hafði hann sporðrennt sjö diskum af skyri og var orðinn heill heilsu. Við Símon vorum bekkjarbræð- ur í skóla. Uppáhaldsgrein okkar beggja var leikfimin. Þar bar hann af og er ég þess fullviss að ef hann hefði ræktað hæfileika sína á þeim sviðum hefði hann staðið á verð- launapöllum víða um heim, slíkir voru yfirburðir hans. Símon fékk marga góða kosti og hæfileika í vöggugjöf og margt lék í höndum hans. Við baukuðum síðar margt sam- an, með svolítið breyttum áherslum (því miður). Við tókum stundum fullstór lán í gleðibank- anum og líkt og í öðrum bönkum keyra okurvextirnir og miskunn- arleysið marga í kaf. Hann var þó alltaf innst inni mikið náttúrubarn, var góður hestamaður og vann marga sigra á þeim vettvangi. Ég fylgdi honum lítið eftir í þeim efnum því ég datt alltaf af baki. Hann byggði upp loðdýrabú og hestaaðstöðu á Efra- Seli við Stokkseyri ásamt sonum sínum. Ég dáðist alltaf að snyrti- mennskunni sem var hans aðals- merki í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ekki dugðu þó dugnaður og snyrtimennska til að komast af þegar loðdýraræktin hrundi. Því miður urðu samverustundir okkar á síðustu árum ekki eins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.