Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 57

Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 57 AÐ undanförnu hefur töluvert verið rætt um matvælaverð og landbúnað. Í þeirri umræðu hefur verið nefnt að e.t.v. væri betra að flytja inn landbúnaðarvörur en framleiða þær hér. Það er ekki nema gott um það að segja að leit- að sé bestu leiða til að hafa á boð- stólum ódýrar og góðar vörur. Það er líka gott að velta því upp hvort við séum á réttri leið varðandi landbúnaðinn. Umræðan verður hins vegar að taka til sem flestra þátta sem máli skipta en á það hefur mér þótt skorta. Matur er grundvallarþáttur í lífi mannsins og því vilja flestar þjóðir framleiða sinn eigin mat eftir því sem þess er kostur. Þegar litið er til jarðarinnar í heild minnkar stöðugt það land sem hægt er að nýta til landbúnaðar, en fólkinu fjölgar. Talið er að um 800 millj- ónir manna búi nú við verulegan matarskort. Þessa stundina er hins vegar mikið framboð af land- búnaðarvörum í hinum vestræna heimi og verðið því hagstætt. Þetta getur þó breyst á skömmum tíma. Tiltölulega litlar breytingar á veðurfari geta haft afgerandi áhrif, sömuleiðis mengunarslys, náttúruhamfarir, sjúkdómar í búfé og plöntum, meindýr, styrjaldir og pólitískar ákvarðanir um styrki til landbúnaðar. Þá væri óskandi að stærri hluti þeirrar framleiðslu sem aflögu er á Vesturlöndum næði til fátækari þjóða sem ekki geta framleitt nóg. Til lengri tíma litið er því ekki víst að ódýr mat- væli verði jafn auðfengin og nú. Hér á landi er hægt að fram- leiða mikið af landbúnaðarvörum. Veðráttan veldur því hins vegar að hér þarf fremur dýran húsakost fyrir búfé og vaxtartími gróðurs er stuttur og fremur kaldur. Aðrir þættir eru hins vegar hagstæðari, hér er t.d. mikið landrými, landið tiltölulega hreint og minna um sjúkdóma í plöntum og dýrum en víða annars staðar. Þetta getur reynst heilladrjúgt í framtíðinni. Kröfur um að landbúnaður sé stundaður í sátt við umhverfið og framleiddar séu hreinar og hollar vörur hafa aukist. Fólk vill vera öruggt um að það sé að kaupa góða vöru og jafnvel geta rakið hana aftur til framleiðanda. Þetta kostar peninga og verður því að hafa í huga þegar verið er að bera saman verð. Oft er talað um að búin þurfi að stækka og framleiðsla hvers bónda að aukast. Þessi þróun er eðlileg upp að vissu marki en henni geta fylgt ýmis vandamál ef hún gengur mjög langt. Ef miklum fjölda bú- fjár er t.d. komið fyrir á einum stað skapast vandamál vegna mik- ils úrgangs og þar sem gripir eru úti verða skemmdir vegna traðks. Þarna þarf því að finna jafnvægi milli hagkvæmninnar af því að stækka búin og gallanna sem fylgja í kjölfarið. Að mínu mati hefur sérhæfing og stækkun búa gengið of langt í sumum löndum. Eftir því sem búin verða stærri og fólki fækkar í sveitunum verður erfiðara að halda uppi félagslífi, skólum og annarri þjónustu sem nauðsynleg þykir. Vegna þessa er mikilvægt fyrir mannlíf sveitanna að þar búi aðrir en þeir sem hafa framfæri af hefðbundnum land- búnaði. Með markvissum hætti þarf að gera dreifbýlið aðlaðandi fyrir þá sem þar vilja búa hvort sem þeir stunda búskap eða aðra vinnu. Þrátt fyrir mikla framleiðslu- aukningu eru bændur víða um heim láglaunastétt. Stækkun bú- anna og tæknivæðing framleiðsl- unnar hefur oft og tíðum ekki fært þeim þann hluta ágóðans sem skyldi. Viljum við landbúnað þar sem bændur eru pressaðir til há- marks afkasta og lágmarkslauna? Við megum ekki gleyma því að landbúnaður veitir fjölmörgum at- vinnu öðrum en bændum, bæði fólki sem stundar þjónustu við landbúnaðinn og hinum sem vinna úr framleiðslunni. Hann gegnir einnig veigamiklu hlutverki í því að tengja saman hinar dreifðu byggðir landsins og gera búsetu þar mögulega. Á næstu árum munu landbún- aðarvörur frá öðrum löndum banka hér á dyr í auknum mæli. Við þurfum því að móta okkur skýra framtíðarstefnu og haga undirbúningi í samræmi við það. Þegar nóg framboð er af einhverj- um nauðsynjum finnst okkur gjarnan að svo muni verða áfram. Það er hins vegar ekki sjálfgefið og farsælt hverju heimili og hverri þjóð að hafa það í huga. Verð og hagkvæmni eru mikilvægir þættir í umræðunni um landbúnað, en í þessu efni þarf að horfa til langs tíma. Það þarf að standa þannig að þróun og uppbyggingu greinarinn- ar að ekki sé gengið á gæði lands- ins og framleiddar séu hollar og góðar vörur. Einnig þarf að búa fólkinu sem við atvinnuveginn starfar mannvænt umhverfi. Þetta eykur kostnað til skemmri tíma lit- ið en skilar sér þegar til lengdar lætur. Viljum við hafa landbúnað á Íslandi? Eftir Guðna Þorvaldsson „Verð og hagkvæmni eru mikil- vægir þættir í umræðunni um landbúnað.“ Höfundur starfar hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. www.nowfoods.com Heimsmeistarinn! blandarinn, sá öflugasti og ímynd þess besta! Fæst í ýmsum litum. Verð frá kr. 11.970 stgr. Gullverðlaunahafar íslenska landsliðsins í matreiðslu nota eingöngu KitchenAid blandara og hrærivélar. Gerðu líka kröfur - veldu KitchenAid! • Enskur Jólabúðingur verð frá kr. 250 • Enskar ávaxta jólakökur verð frá kr. 995 • Ljúffengt enskt marmelaði, ávaxtasultur og margt fleira. Klapparstíg 44, sími 562 3614

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.