Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 59

Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 59 FYRIR skömmu vakti athygli mína fréttaumfjöllun í fjölmiðlum um fyrirspurn Örlygs Hnefils Jóns- sonar, varaþingmanns Samfylking- arinnar, til samgönguráðherra. Ör- lygur spurði ráðherrann um það hvar helst væri hægt að stytta þjóð- veg 1 milli Akureyrar og Reykjavík- ur. Fram kom í svari ráðherra að hægt væri að stytta hringveginn frá Reykjavík til Akureyrar um samtals 19 km, eða úr 388 km í 369 km, með því að leggja hann sunnan Blönduóss og sunnan Varmahlíðar. Kostnaður við þá vegagerð er áætlaður um 1.400 milljónir kóna en miðað við ákveðnar forsendur væri sparnaður vegfarenda um 400 milljónir króna á ári. Mín fyrstu viðbrögð við þessari fréttaumfjöllun voru þau að til væru mun raunhæfari hugmyndir um styttingu hringvegarins milli Akur- eyrar og Reykjavíkur. Í ræðu á fundi Samtaka fyrirtækja á Norðurlandi, 7. febrúar sl., setti Halldór Blöndal, forseti Alþingis og fyrrv. samgöngu- ráðherra, fram hugmyndir um Norð- urveg, sem stytti leiðina milli Akur- eyrar og Reykjavíkur um heila 85 km. Kostnaður af þeirri styttingu yrði um það bil 8,1 milljarður, þar af eru þegar á vegaáætlun 2,7 milljarð- ar vegna 30 km styttingar um Kalda- dal. Ef gert er ráð fyrir álíka hlut- fallslegum sparnaði af þeirri framkvæmd myndu um 1.900 millj- ónir sparast á ári á móti 400 milljóna sparnaði fyrir 19 km styttingu. Þess- ar framkvæmdir myndu því borga sig á innan við 5 árum. Það er mjög mikilvægt að mínu mati að stytta leiðina milli Akureyr- ar og Reykjavíkur, þar er ég sam- mála varaþingmanninum. Hins veg- ar eru hugmyndir Halldórs þær raunhæfustu sem ég tel að liggi fyrir og hvet alla þá sem áhuga hafa á þessu máli að lesa grein hans á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins á Ak- ureyri. Slóðin er: http://islending- ur.is/vegur.html. Mikilvægt er að ná fram sem mestri styttingu á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Það er nauðsynlegt að lækka flutnings- kostnað milli Akureyrar og Reykja- víkur og ekki síður milli Norðaust- urlands og Austfjarða til Reykjavíkur. Við sem sitjum í stjórn Varðartelj- um mikilvægt að minna á tillögur Halldórs og höfum sent frá okkur ályktun um málið sem hægt er að lesa á heimasíðu Sambands ungra sjálfstæðismanna, http://sus.is. Við í stjórninni bendum öllum þeim sem telja styttingu hringvegarins mikil- vægt framfaramál á hugmyndir Halldórs og vonum að hugmyndir hans gangi eftir. Það er mjög mik- ilvægt að svo verði. Raunhæfar tillögur um styttingu hringvegarins Eftir Stefán Friðrik Stefánsson ,,Það er nauðsynlegt að lækka flutnings- kostnað milli Akureyrar og Reykjavíkur.“ Höfundur er stjórnarmaður í Verði, FUS á Akureyri. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr. OD DI HF J1 24 1 Umboðsmenn um land allt! Lítil raftæki frá Siemens og Bomann. Eldunartæki, uppþvottavélar, kæliskápar og margt fleira frá Siemens. GSM-farsímar, þráðlausir símar, þráðlaus símkerfi og venjulegir símar frá Siemens. Loftlampar, vegglampar, borðlampar, gólflampar, skrifborðslampar og útilampar í nýrri glæsilegri ljósadeild. Sjón er sögu ríkari! Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 Jól 2002 Öðruvísi jólaskreytingar Full búð af nýjum gjafavörum Sjón er sögu ríkari Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 3.2 milljón virkir dílar. Aðdráttarlinsa 38-114mm. Ljósnæmi ISO 100-400. Hreyfanlegur skjár. Notar Compact Flash kort. Notar AA eða Ni-MH rafhlöður. Verð kr. 59.900,- STAFRÆN PENTAX frábær myndgæði og gott verð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.