Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 62

Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 62
UMRÆÐAN 62 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mikið úrval af tískuskartgripum Laugavegi s. 511 4533 Kringlunni s. 533 4533 Smáralind s. 554 3960 Þetta langar mig í .... Ég kýs helst verk samtímalistamanna sem eru framsæknir og frumlegir. Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri Gallerí Fold — fyrir jólin Kjartan Guðjónsson Karólína Lárusdóttir Tolli Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400, www.myndlist.is EFTIR stuttan inngang að vetr- inum hafa nú þegar margir ökumenn gert upp við sig hvaða hjólbarða þeir vilja hafa undir bílnum til að takast á við fjölbreytilegar akstursaðstæður. Þó finnst mér ekki of seint að koma fram með litla áminningu um að val á vetrardekkjum er mikilvægt, bæði fyrir öryggi í akstri og umhverfið. Val á dekkjum til að nota á öðrum árstímum er einnig mikilvægt, meðal annars vegna umhverfisverndar. Við þurfum og eigum að huga að því hvernig við viljum umgangast jörð- ina okkar og hvort við viljum leggja okkar af mörkum til að skila henni betri en við fengum hana. Einhverjum kann að þykja langt stokkið úr hugleiðingum um vetrar- dekk yfir í ástand jarðarinnar. Val á dekkjum skiptir máli í þessu sam- bandi – meira máli en maður gæti ætlað af því hvernig við höfum hagað okkur í gegnum tíðina – og gerum enn í of ríkum mæli. Þrátt fyrir allt þá vaxa hjólbarðar ekki á trjánum! Þeir eru margir umhverfisvernd- arsinnarnir í orði sem ekki eru það á borði. Alltof algengt er að stór fyr- irtæki og bæjarfélög setji upp ein- hvers konar grænt andlit og auglýsi upp ímynd sína með umhyggju fyrir umhverfinu að vopni en þegar betur er að gáð þá býr ekkert að baki þessu græna andliti. Það er bara ásjónan sem er falleg en ekki það sem raun- verulega skiptir máli, athafnirnar og afleiðingar þeirra. Skammtímahags- munir eru hafðir að leiðarljósi. En aftur að dekkjunum. Hvernig tengjast þau ímyndaðri umhverfis- stefnu fyrirtækja annars vegar og áhuga mínum á umhverfisvernd og bjartari framtíð fyrir jörðina okkar hins vegar? Svarið er einfalt. Annars vegar er mikil olía notuð við dekkja- framleiðslu en hins vegar eru nagla- dekk að verða óþörf með þeirri þró- un sem orðið hefur í hönnun og framleiðslu dekkja. Sparnaðurinn er augljós Ég skal nefna einfalt dæmi um sól- un á vörubíladekkjum til að undir- strika orð mín um umhverfisvernd og sparnað við val á dekkjum. Í fyrsta lagi eru sólaðir hjólbarðar ódýrari en nýir. Í öðru lagi er sólun dekkja endurvinnsla því afrasp af dekkjunum er notað í aðra fram- leiðslu. Sparnaður við að sóla til dæmis eina stærð, 22,5“ vörubíla- dekk, er um 17.000 krónur í hvert skipti sem belgur er sólaður og hvern belg er hægt að sóla 5–10 sinn- um eftir atvikum. Margföldunar- áhrifin eru því augljós ef litið er á krónurnar en einnig ef horft er til ol- íusparnaðar því fyrir hvert einasta endurunnið (sólað) vörubíladekk sem keypt er í stað þess að kaupa nýtt sparast tugir lítra af olíu. Með því minnkar mengunin sem hlýst af framleiðslu nýrra dekkja og jafn- framt er gengið hægar á olíuforða heimsins. Hugsum okkur í þessu sambandi stórt flutningafyrirtæki eða bæjar- félag sem rekur marga flutningabíla eða stórar vinnuvélar. Ímyndum okkur að slíkt fyrirtæki eða bæjar- félag auglýsi sjálft sig meðal annars með umhyggju fyrir umhverfinu að vopni. En hvað ef við lítum nú á hjól- barðanotkunina? Er hún í samræmi við græna andlitið sem sett er upp fyrir fjölmiðla og fólkið í landinu eða eru eingöngu keypt ný dekk í stað þess að láta sóla og endurnýta dekk- in? Sagt er að margt smátt geri eitt stórt. Ég veit ekki hvort rétt er að tala um smátt í þessu sambandi því ef teknar væru saman tölulegar stað- reyndir um bílaflota og hjólbarða- notkun flutningafyrirtækis eða bæj- arfélags sem væri í þeim sporum sem ég hef verið að lýsa þá verður dæmið á endanum gríðarlega stórt. En þó ekki stærra en svo að ef menn vilja bæta sig er það aðeins spurning um breytt og bætt hugarfar. Naglalaust Ísland! Kem ég þá aftur að því hve mik- ilvægt það er að huga að því hvað við viljum setja undir bílana okkar á vet- urna. Gúmmívinnslan hefur ávallt haft verndun umhverfisins að leið- arljósi og hefur verið í fararbroddi við endurnýtingu á gúmmíi hér á landi og við sólun á vörubíladekkj- um. Fyrirtækið hefur einnig verið í fararbroddi íslenskra fyrirtækja í baráttunni fyrir naglalausum vetrar- dekkjum. Gúmmívinnslan hefur í því skyni flutt inn svokölluð loftbólu- dekk frá Bridgestone og hafa þau reynst afar vel við íslenskar vetrar- aðstæður. Prófanir sýna að loftbóludekkin standast fyllilega samanburð við bestu gerðir nagladekkja hvað varð- ar hemlunarvegalengd og veggrip, bæði í snjó og hálku. Kannanir sýna meðal annars að venjuleg fólksbif- reið á nagladekkjum rífur upp sem nemur 27 grömmum af malbiki á hvern ekinn kílómetra. Þar skapast mengun í andrúmsloftinu um leið og ending malbiksins verður styttri og því þarf fyrr að endurnýja malbik á þeim götum sem mikið eru eknar af bílum á nagladekkjum. Að auki eru loftbóludekkin mun hljóðlátari, mýkri og endingarbetri en nagla- dekkin. Í notkun þeirra felst þannig bæði sparnaður fyrir bifreiðaeigend- ur og þjóðfélagið í heild jafnframt því að loftmengun verður minni en ella. Ég hef hér bent á leiðir til pen- ingalegs sparnaðar fyrir þig og fyrir þjóðfélagið. Ég hef bent á leiðir til að bæta umgengni okkar við jörðina á margvíslegan hátt. Það er ekkert of algengt að þetta tvennt fari saman en þegar svo er þá er ekki eftir neinu að bíða. Breytt hugarfar og ákvörð- un er það sem þarf. Núna er tíminn! Hjólbarðaval er umhverfismál! Eftir Þórarin Kristjánsson Höfundur er framkvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar hf. á Akureyri. „Þeir eru margir um- hverfis- verndarsinn- arnir í orði sem ekki eru það á borði.“ SVITINN rennur niður hálsinn og bakið og það glampar á dökkt hör- undið. Fótum er stappað taktfast í skrælnaða jörð á milli þess sem hoppað er hátt í loft upp og rekin upp siguróp. Það liggur við að jörðin skjálfi. Rykið þyrlast upp á vígalega og skrautklædda dansarana. Kon- urnar úr þorpinu standa allt í kring, klappa saman höndum og hvetja sína menn. Börnin, þau eldri með þau yngri á bakinu, líkja eftir hreyfing- um fullorðna fólksins. Það er ljóst að hér er verið að dansa gleðidans og úthaldið er ótrúlegt. Gesturinn frá Íslandi sest í skuggann undir stóru akasíutré. Tilfinningin að sjá árangur af starfi sínu er ótrúlega góð. Brunn- urinn er tilkominn fyrir framlög frá Íslendingum, einn af yfir 20 brunn- um sem grafnir voru á síðastliðnu ári fyrir milligöngu Lútherska heims- sambandsins sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að. Þarna voru þorpsbúar að fagna nýjum brunni, fagna því að losna undan sjúkdómum og óhóflegri vinnu við vatnsburð. Fólkið í Sheda-þorpinu veit hvað það er að þurfa að sækja vatn langa leið og glíma við sjúkdóma af völdum mengaðs vatns. Brunnur var því efstur á óskalista þeirra þegar Lúth- erska heimssambandið bauð aðstoð sína við uppbyggingu og framfarir. Nú eru betri tímar framundan og heilsufar mun batna til muna. Tím- inn sem áður fyrr var notaður til að fara langa leið eftir vatni verður nú notaður til að sinna börnum og búi og ungar stúlkur sem oft gátu ekki sótt skóla reglulega vegna vatns- burðar fá tækifæri til menntunar. Er dansinum lauk fékk ég þann mikla heiður að dæla vatni í fyrstu fötuna úr nýja brunninum. Gleðin leyndi sér ekki er unga fólkið lét hreint og svalandi vatnið renna yfir fætur sér áður en ílátin voru fyllt af þessum lífsvökva. Brunnurinn í Sheda ber vitni um hjálparstarf sem skilar áþreifanlegum árangri. Samstarf Hjálparstarfs kirkjunn- ar og heimamanna í norðanverðri Mósambík hefur skilað margþættum árangri sl. 10 ár. Á sjúkraskýlinu í Wachama-þorpi, en þar var grafinn brunnur fyrir ári síðan, var mér tjáð að heilsufar í þorpinu hafi batnað til muna, enda er hreint vatn grunnur allrar velferðar, eykur heilbrigði og dregur úr lyfjakostnaði. Mesta umhverfisógnin Óhreint vatn er ein mesta ógn sem fátæku fólki stafar af umhverfinu. Um það bil 1,1 milljarður manna eða 1/6 mannskyns hefur ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Daglega deyja um 6.000 börn úr sjúkdómum sem berast með óhreinu drykkjarvatni og smitast við slælegt hreinlæti. Vatnið er takmörkuð auðlind og er endurnýjun eða hringrás vatnsins hæg. Þetta er erfitt fyrir okkur Ís- lendinga að skilja sem sjaldan leið- um hugann að þessum auði sem hver má þó vera þakklátur fyrir. Íslend- ingar nota 220 lítra af vatni á dag. Með því að sturta einu sinni niður í klósettinu notum við 15 lítra af vatni eða nær jafnmikið vatn og ein mann- eskja í þriðja heiminum þarfnast daglega til drykkjar, matargerðar, þvotta og þrifa. Dauðans alvara „Hann er að drepast úr þorsta,“ stendur á gíróseðli frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Við segjum þetta oft í hálfkæringi þegar þorstinn sækir á okkur, vitandi þó að ekki er langt í næsta vatnskrana til að svala þorst- anum. Í mörgum fátækum löndum er vatnskortur dauðans alvara sem þó oft er auðvelt að finna lausn á. Hjálparstarf kirkjunnar hefur sl. 10 ár lagt fjármagn til brunnagerðar í Mósambík og hefur verkefnið tekist afskaplega vel. Ætla má að yfir 200 þúsund manns hafi nú aðgang að hreinu drykkjarvatni vegna þessa verkefnis. Verður ekki að telja þetta nokkuð góðan árangur? „Gefðu honum vatn fyrir lífstíð“ stendur líka á gíróseðlinum frá Hjálparstarfinu sem borist hefur inn á heimili landsmanna. Með 2.500 kr. framlagi getur þú tryggt 5 fjölskyld- um í Afríku aðgang að hreinu vatni, alla ævi. Færð þú einhvers staðar meira fyrir peningana þína? Hjálp- arstarfið er með jólagjöfina í ár. Vatn – jólagjöfin í ár Eftir Jónas Þóri Þórisson „Með 2.500 kr. framlagi getur þú tryggt 5 fjöl- skyldum í Afríku aðgang að hreinu vatni alla ævi.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.