Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 65

Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 65
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 65 ÍSLENSKA skólakerfið sker sig úr í alþjóðlegum samanburði. Börn í löndum OECD ljúka að meðaltali skyldunámi nokkru fyrr en íslensk börn. Íslenskir unglingar ljúka venjulega stúdentsprófi á 20. ald- ursári og margir ljúka einnig starfsnámi um tvítugt. Í flestum löndum OECD eru nemendur 18 ára þegar þeir ljúka framhalds- skóla og hefja nám á háskólastigi eða þátttöku á vinnumarkaði. Flestir Íslendingar koma því tveimur árum seinna út á vinnu- markaðinn en tíðkast erlendis. Því eru Íslendingar að jafnaði fleiri ár í skóla en íbúar annarra landa. Í upphafi ársins, sem nú er að líða, vann Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands skýrslu fyrir Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur um áhrif styttingar grunn- og fram- haldsskóla á einstaklinga, sveitar- félög, ríkissjóð og þjóðarfram- leiðslu. Skýrsla Hagfræðistofnunar leiðir í ljós að það væri ábatasamt að gera breytingar á íslenska skólakerfinu með það að markmiði að nemendur ljúki námi úr fram- haldsskóla fyrr en nú er. Hag- fræðistofnun skoðaði þrjá kosti. 1. að færa grunnskóla niður um eitt ár þannig að nemendur hefji nám við fimm ára aldur og ljúki grunn- skólaprófi á fimmtánda aldursári. 2. Að lengja hvert skólaár í grunn- skóla þannig að hægt sé að stytta heildarnámstíma um eitt ár þannig að nemendur ljúki grunnskóla á fimmtánda aldursári. 3. Að lengja hvert skólaár í framhaldsskóla þannig að hægt sé að stytta heild- arnámstímann um eitt ár. Með þessum aðgerðum væri hægt að útskrifa nemendur allt að þremur árum fyrr úr framhaldsskóla ef allar þrjár leiðirnar eru valdar. Þrjár meginástæður lágu til þess að VR lét vinna skýrsluna. Í fyrsta lagi var markmiðið það að finna leiðir til að auka menntun í landinu og fjölga þeim sem ljúka framhaldsnámi. Færa má rök fyrir því að sterk tengsl séu milli brott- falls úr framhaldsskóla og aldurs nemenda. Með því að flýta skól- anum mundi þeim nemendum fjölga sem ljúka formlegu námi og eiga því auðveldara með að bæta við sig þekkingu síðar á lífsleið- innni. Önnur ástæða var sú að vinna að aukinni framleiðni og lífs- gæðum í landinu. Með því að út- skrifast tveimur til þremur árum fyrr úr framhaldsskóla lengist starfsævi fólks. Ábatann af því má nota til að auka ævitekjur um 5–7% eða til þess að fara á eft- irlaun fyrr en nú tíðkast. Einnig leiðir stytting skólans til lægri byggingarkostnaðar vegna skóla- húsnæðis. Í þriðja lagi var mark- miðið með gerð skýrslunnar það að leita leiða til að auka launajafn- rétti karla og kvenna og lágmarka áhrif barnauppeldis á starfsframa kvenna. Ef grunnskólinn byrjaði ári fyrr mundi bið eftir leikskóla- plássum styttast. Einnig mundi stytting skólans draga úr álagi á fjölskyldur vegna lengri sumar- leyfa í skólum en á vinnumarkaði. Markviss umræða um styttingu skólans er löngu tímabær. Okkur hefur láðst að laga skólakerfið að þeim breytingum sem orðið hafa á atvinnu- og lifnaðarháttum þjóð- arinnar. Enn í dag mótast skipulag skóla á Íslandi í ríkum mæli af þeirri þörf sem landbúnaður og sjávarútvegur höfðu fyrir vinnuafl barna og unglinga á sumrin. Nú er það hins vegar orðið fátítt að ung- lingar vinni hin hefðbundnu störf til sjávar og sveita að sumarlagi. Bændur eru mun færri en áður og landbúnaðurinn svo vélvæddur að vinna við heyskap tekur brot af þeim tíma sem áður var. Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað vegna tæknivæðingar og minni afla. Með breyttum atvinnuháttum hafa kröfur um menntun og starfs- reynslu aukist þannig að sérhæft starfsfólk gegnir nú störfum sem áður stóðu unglingum til boða. Síðast en ekki síst hafa viðhorf og lifnaðarhættir þjóðarinnar breyst mikið á undanförnum ára- tugum. Það þykir ekki lengur sjálfsagt að ungmenni vinni hörð- um höndum yfir „hábjargræðis- tímann.“ Hérlendis hefur verið lögfest tilskipun Evrópusambands- ins þar sem nánast er bannað að ráða börn á skólaskyldualdri til vinnu. Vissulega er íslenska skólakerfið að mörgu leyti vel heppnað. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er vitnað í alþjóðlegan samanburð þar sem kemur fram að grunn- skólar á Íslandi skila nemendum sem eru yfir meðallagi OECD- landanna. Hins vegar er það áhyggjuefni að menntun hérlendis er afar misjöfn eftir landsvæðum. Víða utan höfuðborgarsvæðisins er algengast að fólk sé með grunn- skólamenntun. Afar mikilvægt er að bæta úr þessu og hvetja ungt fólk á þessum stöðum til að halda áfram námi eftir grunnskóla. Með- al atriða, sem líkleg eru til að skila árangri í þeirri viðleitni að draga úr brottfalli í framhaldsskólum og stuðla að því að fleiri ungmenni ljúki framhaldsskólanámi, er stytt- ing námstímans. Nauðsynlegt að stytta skólann Eftir Gunnar Pál Pálsson „Okkur hef- ur láðst að laga skóla- kerfið að þeim breyt- ingum sem orðið hafa á atvinnu- og lifnaðarhátt- um þjóðarinnar.“ Höfundur er formaður Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur. gætir þú unnið100.000 kr. 10 ár...á mánuði í Launamiðanum Með - gæti breytt lífi þínu Alltaf á þriðjudögum Góðir skór Skóbúðin Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.