Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 66

Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 66
UMRÆÐAN 66 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDSVIRKJUN var stofnuð 1965. Upphaflegur tilgangur stofn- unar þessarar var sá að framleiða raforku og selja í heildsölu til raf- magnsveitna, sveitarfélaga og iðju- fyrirtækja. Með þessu móti átti að tryggja landsmönnum eins hag- kvæma raforku og unnt var. Á þessum 37 árum hafa orðið miklar breytingar í íslensku sam- félagi. Atvinnuvegir hafa breyst, t.d. með tilkomu stóriðju, sem alltaf hefur verið umdeild. Eitt er þó óbreytt, ódýrt rafmagn er framleitt í landinu. En hvernig hefur verð- lagningu rafmagns til almennings verið háttað? Með stóriðjuna fyrst og fremst í huga hefur verið farið út í stórtækari virkjanafram- kvæmdir með hverju árinu sem líð- ur. Nánast allir hagkvæmustu virkjunarkostir hafa þegar verið notaðir en hefur það komið ís- lenskri alþýðu að gagni? Við lesum það oft og heyrum, að íslenskur neytandi greiði eitt hæsta gjald fyrir rafmagn í allri Evrópu, þrátt fyrir að vatnsaflsvirkjanir á Íslandi séu sagðar vera með þeim hag- kvæmustu í heimi. Hvernig má þetta vera? Stóriðjan fær rafmagn- ið á hlægilega lágu verði. Þeir Landsvirkjunarmenn tjá okkur, að íslenskur almenningur bæti við orkuþörf sína um einungis 10 MW árlega og það sé ekki nóg til að hafa rafmagnsverðið lægra! Þarna er ástæðan fyrir því, hve nauðsyn- legt er að hafa stóriðjuna með í út- reikningum þegar ákveðið er að fara út í umfangsmiklar fram- kvæmdir. Þess má geta hér og nú að beislun jarðhitans er að mörgu leyti mun betri og skárri kostur en vatnsaflsvirkjanir. Vatnvirkjunarstefna Landsvirkj- unar hefur orðið umdeildari með hverju árinu sem líður. Nú vill Landsvirkjun seilast inn í Þjórs- árverin og einnig leggja óumdeil- anlega mjög einstakt og heillandi landsvæði norðan Vatnajökuls und- ir risastórt uppistöðulón. Þó er ekki þörf fyrir allt þetta rafmagn í landinu nema stóriðjan knýi því fastar á að fá sitt rafmagn refja- laust. Spurning er hvort Landsvirkjun er ekki lengur stjórnað með upp- hafleg markmið í huga, heldur sinni sjónarmiðum stóriðjunnar fyrst og fremst. Vaxandi stóriðja á Íslandi kann að gefa af sér skjótfenginn gróða en ástæða er til að ætla að hún sé mjög slæm blindgata. Þetta gera stjórnendur Landsvirkjunar sér vonandi ljósa grein fyrir. Til þess að láta eitthvað gott af sér leiða og bæta ásýnd sína hefur Landsvirkjun, upp á sitt eindæmi, tekið að styrkja ýmsa merka starf- semi á borð við Þjóðminjasafnið, Landvernd, Skógræktina og fleiri um tugi milljóna króna á liðnum ár- um. Styrkir þessir eru mikilvægur stuðningur fyrir stofnanir sem hef- ur verið haldið í fjársvelti ekki ár- um saman, heldur áratugum sam- an. Þá virðist sem Landsvirkjun sé eini aðilinn í landinu sem hefur áhuga og fjárhagslega burði til að leggja vegi um hálendið, vegi sem eru auðvitað lagðir á forsendum orkunýtingar en hvorki ferðaþjón- ustu né landverndar. Og svo má ekki gleyma því, að Landsvirkjun er orðin einn af umfangsmestu skipuleggjendum listviðburða og sýninga í landinu, sjálfsagt hið besta mál. Spurning er hvenær Landsvirkj- un tekur að sér að reka heilbrigð- iskerfið og skólana, sem eru ein dýrustu verkefni sem hið opinbera sér um í dag. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að rekstur Landsvirkj- unar er á kostnað okkar skattborg- aranna. Við eigum fyrst og fremst kröfu til þessarar opinberu stofn- unar, að hún veiti okkur bestu kjör við afhendingu og sölu raforku þannig að við fáum rafmagn á sem sanngjörnustu verði. Þeim háu herrum, sem nú ráða ríkjum hjá Landsvirkjun, virðast algjörlega hafa gleymst upphafleg markmið stofnunarinnar, aðalatriðið nú virð- ist vera að virkja sem mest, hvað sem það kostar. Eg er einn af þeim fjölmörgu sem ekki eru tilbúnir að fórna há- lendinu fyrir ódýrt rafmagn handa stóriðjunni. Í mínum augum er Landsvirkjun fyrir löngu orðið ríki í ríkinu sem ekki aðeins er rekið á kostnað íslenskrar alþýðu heldur á að vera rekið með hagsmuni allrar þjóðarinnar fyrir augum. Það er ekki hlutverk Landsvirkjunar að styrkja einhver málefni til að bæta ímynd sína. Þjóðminjasafnið, Skógræktin og fleiri stofnanir eiga að fá hærri framlög á fjárlögum en ekki vera háð geðþóttaákvörðunum stofnunar sem nú er rekin á eigin forsendum. Ríkið í ríkinu Eftir Guðjón Jensson „Spurning er hvenær Lands- virkjun tek- ur að sér að reka heilbrigðiskerfið og skólana …“ Höfundur er bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður. Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opnunartími í desember Mán.-fös. kl. 10-18 Lau. 7. des. kl. 10-16 Lau. 14. des. kl. 10-18 Lau. 21. des. kl. 10-18 Þorláksmessa kl. 10-20 Aðfangadagur kl. 10-12 Lokað sunnudaga Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. alltaf á föstudögum HVAÐ er að eldast? Að eldast er að menntast, að skapa listaverk, að nálgast dauðann, en ekki að verða veikur. Umræður hafa verið síðustu misserin um vaxandi hlutfall aldr- aða af þjóðinni. Í framhaldi af því mun vaxa verulega þörf fyrir starfs- fólk í heilbrigðisþjónustu á næstu árum og áratugum. Í dag er eru margir eldri samborgarar okkar í brýnni þörf á biðlistum eftir var- anlegu úrræði. Áform eru uppi um frekari uppbyggingu og til stendur að nota Vífilsstaði í þeirra þágu. Í dag er hjá okkur stefnt að því að allir á öldrunarstofnunum fái eins manns herbergi, en t.d. Danir eru búnir að setja stefnuna á tvö herbergi. Þetta eru umbúðirnar utan um pakkann, verið er að vinna að þeim. Þá vantar kjarnann, innihaldið hvernig er staðan þar? Innihald pakkans er mikilvægt, hvernig verður staðið að innri starfseminni? Vitað er að þeir sem í framtíðinni þurfa á öldrunarþjónustu að halda munu gera meiri kröfur en þeir sem hingað til hafa verið notendur. Sbr. orð Benidikts Davíðssonar hjá fé- lagi eldri borgara í útvarpsþætti á Útvarpi Sögu nýlega, en hann hafði eftir formanni eldri borgara á Akra- nesi að þeirra kynslóð sé kynslóðin sem ætlar ekki að týnast. Hvernig á að manna þessa þjón- ustu, höfum við fagfólk? Hver á að sinna vaxandi kröfu um meiri gæði í upplýsingaþjóðfélagi 21. aldar? Hvernig viljið þið sem eruð að eld- ast, og allir hinir sem eiga foreldra eða aðra ættingja sem þurfa á úr- ræðum öldrunarþjónustu að halda, hafa þessi mál? Fagna ber framsýni fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjargar Pálmadóttur, en í samræmi við stefnumið er snýr að öldruðum í ís- lensku heilbrigðisáætluninni sem samþykkt var á Alþingi 19. maí 2001 tók hún þarft skref í þá átt að bæta innri starfsemi í öldrunar- þjónustu með að stuðla að frekari menntun fyrir sjúkraliða sem vilja starfa við öldrunarþjónustu. Fyrir hennar tilstuðlan, vegna óskar eða ábendingar forstjóra öldrunarstofnana, var sett á stofn nefnd sem vann að undirbúningi framhaldsnáms í öldrunarhjúkrun fyrir sjúkraliða sem eru með minnst fjögurra ára starfsreynslu. Markmið námsins sem er þrjár annir er byggt á tillögum nefnd- arinnar sem lauk störfum vorið 2001. Það hefur þann tilgang að auka færni og þekkingu sjúkraliða til þess að hjúkra öldruðum í sam- ræmi við markmið hjúkrunar og nýjar hugmyndir í öldrunarfræð- um, en einnig að auka sjálfstæði og ábyrgð sjúkraliða í störfum sínum innan og utan stofnana. Gegnum gangandi í náminu er fjallað um hvað gerist hjá okkur við öldrun, líkamlega, andlega og fé- lagslega. Gæði og heildræna sýn ásamt þjálfun í koma henni á fram- færi til skjólstæðinga, aðstandenda þeirra og samstarfsfólks. Námið hefur gefið mörg svör en jafnframt vakið margar spurningar um hvernig eru gæðamálin í öldr- unarhjúkrun á Íslandi í dag? Er ný sýn í öldrunarmálum komin nægj- anlega inn á öldrunarstofnanir okk- ar? Öldrunarfræðin er nýleg áhuga- verð fræðigrein og ekki langt síðan að hún varð viðurkennd. Hún vekur spurningar eins og; höfum við heil- brigðisstarfsmenn verið of upp- teknir við að setja aldraða í sjúk- lingahlutverk? Er næg áhersla lögð á, að stuðla að því að bæta lífi við árin? Að auka lífsgæði þeirra þegar brauðstritinu lýkur? Að eldast er ekki að verða veikur! Þó að sjálf- sögðu minnki oft eða þverri færni til athafna daglegs lífs og margir sjúkdómar herji frekar á eldra fólk. Flestar stofnanir og vonandi allar eru að vinna að sínum gæðamálum samkv. gæðaáætlun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins sem samþykkt var haustið 1999. Sam- kvæmt henni eiga allar heilbrigð- isstofnanir að hafa hafið virkt gæðaþróunarstarf fyrir árslok 2002 en meira má að gera. Enda segir um umbótastarf á Gæðavef heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins: Mikilvægt er að allar stofn- anir stundi stöðugt umbótastarf. Stöðugt umbótastarf gengur út á að sífellt séu verkferlar endurskoðaðir með það að markmiði að bæta þjón- ustu og starfsemi viðkomandi stofn- unar. Umbótastarf hefur engan endi þar sem það á að vera hluti af almennu starfi allra starfsmanna óháð verkefnum eða stöðu innan hennar. Er ekki alltaf hægt að gera gott betra? Um þessar mundir eru fyrstu nemendurnir að ljúka prófunum í þessu nýja námi. Ég naut þeirra forréttinda að vera í þeim hópi, fyr- ir það er ég þakklát. Hvet ég ein- dregið aðra sjúkraliða með starfs- reynslu sem hafa áhuga á öldrunarþjónustu að notfæra sér þetta frábæra nám. Mjög vel hefur verið staðið að gerð námsskrár og kennslu, vandaður allur undirbún- ingur og aðbúnaður. Vil ég þakka öllum þeim sem að því komu. Öldr- unarmálin eru áhugaverð og ört vaxandi viðfangsefni innan heil- brigðiskerfisins og verður gaman að fylgjast með hvernig markaður- inn, þ.e. heilbrigðiskerfið og stjórn- endur þess, nýtir sér menntun sér- þjálfaðra sjúkraliða í öldrunarhjúkrun í framtíðinni. Gæðamál í öldr- unarþjónustu í byrjun 21. aldar Eftir Guðrúnu S. Viggósdóttur Höfundur er sjúkraliði með sérnám í öldrunarhjúkrun og félagslegri liðveislu. „Öldrunar- málin eru áhugaverð og ört vax- andi við- fangsefni.“ fiegar flú breg›ur flér í bæinn á bílnum er gott a› huga a› gó›ri gistingu fyrir hann á me›an flú sinnir flínum málum. Kolaporti› bí›ur „gistingu“ fyrir bíla á 1,33 kr. mínútuna. Hér er gó› gisting undir flaki á notalegum sta›. Lægsta gjald er 80 kr. fyrir eina klukkustund og eftir fla› borgar flú a›eins fyrir flann tíma sem flú notar, e›a 10 kr. fyrir hverjar 12 mínútur. Mána›arkort í Kolaport bjó›ast á a›eins 5.600 kr.*) Ód‡r gisting fyrir bílinn flinn Kolaport vi› Arnarhól *) Ef flú kaupir 6 mánu›i borgar›u a›eins fyrir 5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.